Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 Fréttir i>v Einstök Qölskyldutengsl: Þrjár systur giftust þremur bræðrum Myndarlegur hópur brúöarmeyja og einn sveinn fylgdu brúöhjónunum upp aö altarinu. Brúöirnar Harpa og Sóley skála fyrir góöum degi í brúökaupsveislunni. „Brúðkaupsdagurinn var alveg yndislegur og það spillti engu þótt það væri dálítil rigning,“ sagði Harpa Halldórsdóttir, sem gekk í það heilaga með unnusta sínum, Helga Skúlasyni, á laugardaginn. Það þykir kannski ekki stórfrétt þótt fólk gifti sig. En þama var um tvöfalda hjónavígslu að ræða. Systir Hörpu, Sóley, giftist Kristni Skúlasyni, sem er bróðir Helga, eiginmanns Hörpu. Ekki nóg með það, því að fyrir 18 árum giftust Guðrún, systir þeirra Hörpu og Sól- eyjar, og Jónas, bróðir Helga og Krist- ins. Sem sagt, þrir bræður giftir þremur systrum. Hjónavígslan fór ffam í Bústaða- kirkju og það var sr. Pálmi Matthías- son sem gaf brúðhjónin saman. Síðan var efnt til brúðkaupsveislu á Hótel Sögu. „Það voru um sjötíu manns,“ sagði Harpa. „Þetta voru náttúrlega ekki nema tvær fjölskyldur sem stóðu að þessu, en auk þeirra mættu vinir okk- ar að sjálfsögðu.“ Meðal gjafa sem brúðhjónunum bárust var helgi á Hótel Örk. „Við ákváðum strax að fara ein- hvem tíma fjögur saman." Brúökaup undirbúið „Það er ár síðan við fóram að tala um brúðkaup," sagði Harpa. „Ég var ákveðin í að gifta mig á þessum degi því að faðir minn hefði orðið sextug- ur þá. Hann dó 1968. Við fórum að ræða við systkini okkar hvort þau vildu ekki vera með. Þau vora alveg til í það og svo var bara byijað að undirbúa brúðkaupið. Það gekk mjög vel og allt í einu rann dagurinn upp og brúðkaupið varð að veruleika." Kynni fjölskyldnanna tveggja hóf- ust í Súöavík. Harpa og systkini henn- ar ólust þar upp en Helgi og bræður Harpa og Helgi skera brúöartertuna. hans fluttu þangað ásamt foreldrum sínum þegar þeir vora pollar. Þeir era raunar ættaðir frá Flateyri. Fyrir u.þ.b. tíu árum fluttu Harpa og móðir hennar til Reykjavíkur. Guðrún og Jónas hafa alltaf búið í Súðavík, nema eitt ár sem þau dvöldu í Reykjavík. Sóley og Kristinn hafa ýmist búið þar, á Hólmavík eða í Reykjavík. Harpa og Helgi búa hins vegar í höfuðborginni. Jónas og Guörún fyrst Guðrún og Jónas urðu fyrst til þess að ganga í það heilaga. Það var árið 1979, en þau hafa nú verið saman í 21 ár. „Það má segja að þau hafl komið þessu öllu af stað,“ sagði Harpa. „Við, hin fjögur, eigum það öll sameiginlegt að hafa búið inni á þeirra heimili í gegnum tíðina. Þannig héldust kynn- in við. Svo þróaðist þetta þannig að Kristinn og Sóley byrjuðu að vera saman. Þau era nú búin að vera sam- an í 8 ár. Við Helgi vorum búin að vera saman í þijú ár þegar við giftum okkur. Við vorum búin að þekkjast frá því að við vorum krakkar og vor- um vinir í mörg ár. Það er rosalega notalegt að hafa svona margþætt og sterk tengsl milli þessara tveggja fjölskyldna. Við erum öll mjög góðir vinir, hittumst oft og það er mjög gaman. Það lá beint við að spyija Hörpu hvort fleiri hjónabönd væra hugsan- lega á leiðinni innan þessara tveggja fjölskyldna. „Nei, Við eigum tvo bræður, sem báðir era giftir. Bræður mannsins míns era lofaðir. Að vísu á ég eina systur sem er lofuð - en bara í aðra átt. Annars hefði getað orðið til þama fjórða hjónabandið," sagði Harpa og skellihló við tilhugsunina. -JSS Bíræfið innbrot og þjófnaður við Bildshöfða í fyrrinótt: Stálu tölvum Bíræfinn þjófur eða þjófar höfðu á brott með sér þijár dýrar tölvur og nýlegan Volkswagen Golf bíl í innbroti í húsnæði heildsölufyrirtækisins Kveiks hf. að Bílds- höfða 18 í fyrrinótt. Þegar síðast fréttist hafði hvorki bíllinn né tölvumar fundist. Bíllinn er merktur í bak og fyrir frá fyrir- tækinu. Augljóst er að sá eða þeir sem þama vora að verki tóku sér góðan tima til að láta greipar sópa um húsnæðið. Meginmarkmið- ið var greinilega að ná tölvunum og hugbún- aðinum og koma þeim í burtu á bíl fyrirtæk- isins. Talið er ljóst að „vanir menn“ vora á ferð. GSM-sími, sem lítið gagn er í að stela, og armbandsúr var skilið eftir á vettvangi. Auk Bíllinn, sem stoliö var, lítur nákvæmlega eins út og sá sem er á myndinni, aö því undanskildu aö hann er dökkgrænn og sanseraður. DV-mynd HÞG þess vora þjófamir ekkert að hafa fyrir því að taka tölvuskjáina og lyklaborðin með sér. Tveimur Pentium 586 tölvum var stolið og einni Leo 486 tölvu. Golfbíllinn er árgerð 1996, dökkgrænn og sanseraður og merktur Kveik hf. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið era beðnir að snúa sér til lögreglu. Gunnar Haraldsson, eigandi Kveiks hf., sagði í samtali við DV í gær að mesti missir- inn vegna innbrotsins væri í hugbúnaðinum í tölvunum. Hann kvaðst vonast til að bíllinn mundi finnast. Hvað varðar hugbúnaðinn í tölvunum kvaðst hann hins vegar reiðubú- inn til að „semja við“ þjófana um að fá hann til baka - búnaðurinn væri nokkuð sem hann mætti ógjaman vera án en kæmi þjófúnum að engu gagni. -Ótt og óku brott á bíl fyrirtækisins Sumarslátrun: Fyrstu lömbum slátrað „Við eram nánast kjötlausir og tökum allt sem býðst til slátr- unar,“ segir Smári Borgarsson, sláturhússfjóri hjá Slátursam- lagi Skagfirðinga hf„ þar sem sumarslátrun á lömbum hófst í vikunni. 20 lömbum var slátrað og Smári segist vonast til að geta slátrað vikulega í sumar. Hann segir lítið vera um lambakjöt í landinu og haustslátrun verði líklega að hefjast í ágúst svo endar nái saman. -rt Stuttar fréttir Nýr auglýsingarisl Eureka, Neonþjónustan, Merkismenn og Frjáls fjölmiðl- un hafa sameinast um stofriun stórs auglýsingafyrirtækis sem er sérhæft í umhverfisauglýsing- um. 40 starfsmenn munu starfa hjá fyrirtækinu. Viðskiptablaðið segir frá. Eimskipshótel Viðskiptablaðið segir að Eim- skip endurskoði nú gamlar áætl- anir um 3,3 milljarða lúxushótel við Skúlagötu. Illa nýtt hótel Meðalnýting hótel- og gistiher- bergja í Reykjavík var slök miðaö við aðrar evrópskar borgir, eða 59,5% en 72,2% í Evrópu. við- skiptablaðið segir ffá. Brimborg án taps Brimborg, sem flytur inn Vol- vo, Ford og Daihatsubila er í vexti og stefnir 1 60-70 milljóna hagnað á árinu. Fyrirtækið hefur ekki tapað fé frá 1964 að sögn Við- skiptablaðsins. Álfar seljast 16 erlendar sjónvarpsstöðvar gerðu í fyrra þætti um álfa og huldufólk á íslandi og fólk sem á slíkt trúir. Fjöldi erlendra ferða- manna fer í hverri viku í skipu- lagðar ferðir á íslenskar álfaslóð- ir. Alþýðublaðið segir frá. Verkfall verkstjóra Verkstjórar hjá Reykjavíkur- borg hafa boðað verkfall sem hefst á fostudaginn. Sáttafúndir vora í gær en verður haldið áfram í dag. Ferðamenn fá súrmeti Atvinnu- og ferðamálanefnd ætlar að veita 100 þúsund króna styrk til að veitingamenn kynni erlendum ferðamönmnn sérís- lenskan mat eins og súrmeti, há- karl og hrogn. Morgunblaðið seg- fr frá. Lægri frumutala Samkvæmt nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins hefur gæðaflokkun mjólkur verið breytt og framutalan lækkuð. Bændur hafa fengið eins árs að- lögunartíma að nýju reglunum. Há frumutala í mjólk þýðir að júgur mjólkurkúa era sýkt. Mikil skjálftavirkni Hundruð jarðskjálfta hafa mælst á Skaftárkatlasvæði Vatnajökuls undanfarinn mánuð. Virknin er meiri en eðlilegt telst á jarðhitasvæðum, hefur RÚV eft- ir Bryndísi Brandsdóttur jarð- fræðingi. Orsök MS að finnast Wall Street Joumal segir að ís- lensk erfðagreining sé nærri því að finna orsök MS-sjúkdómsins, sem er ólæknandi taugahrömun- arsjúkdómur. Morgunblaðið seg- ir frá. ,-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.