Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 9. JULÍ 1997 41 Myndasögur u 3 r-H r—H 2 æ 5ISAFLUGA! ÉG,ERFÁ • Ny KOKjlNN INN I HIP 3 œ C/1 cn tö r*-H pH r-H Ö) u 3 CQ CO • rH o T3 tí :0 co v<D T3 M "(Ö Ö> o cö co tJ) tn •H m ÞETTA ER HLAUFANDI BJÖRN, EIGINMADUR MINN. HANN ER /£DISLEGA GODUR, HUGULSAMUR OG GAFAOUR. OG ÞETTA ER RAUÐAUGA, , EIGINMADUR MINN, yiN HLIDIN A HONUM ER SMAMYNT. Veiðivon Laugardalsá í ísafjarðardjúpi: Sorglega léleg veiöi „Það er lítil veiði hérna hjá okk- ur í Laugardalsá siðan við opnuðum fyrir veiðimönnum. Núna er aðeins komnir 19 laxar á land og hann er 17 punda sá stærsti," sagði Sigurjón Samúelsson á Hafnabjörgum í ísa- ijarðardjúpi i gærkvöldi, er viö leit- uðum frétta af veiðinni. „Allir laxarnir eru komnir á maðkinn en flugan hefur verið reynd en ekkert gefið enn þá. Það hlýtur að fara að líða að því að lax- inn taki þær eins og maðkinn. Veið- in hófst hjá okkur 12. júni og þeir Guðmundur Guðmundsson og Börk- ur Ákason veiddu manna fyrstir. Þeir fengu þrjá laxa og voru þeir vænir, ríflega 13 pund hver fiskur. Við höfum ekkert séð af smálaxa- göngum enn þá eins og fyrir norðan. Smálaxinn kemur yfirleitt hérna á sama tíma og fyrir norðan. En minnkandi veiði hérna hjá okkur í Lagardalsánni á sínar skýringar og það er rányrkjan sem er stunduð með net norður á Hornströndum. Þennan þjófnað verður að stöðva strax, við getum ekki verið að setja helling af seiðum I árnar og síðan fáum við lítið sem ekkert til baka aftur. Við slepptum fyrir fáum árum 7500 örmerktum seiðum og við feng- um ekki einn lax til baka með merki. Ekki einn einasta lax. Það voru nokkur kör full af ísuðum laxi send af Homströndum og hvaðan koma þeir laxar? Eftirlit með þessu ólöglegu laxveiðum er lítið sem ekk- ert, þessa vegna freistast menn til að stunda þessa iðju,“ sagði Sigur- jón og var þungorður í garö þeirra sem stunda þennan veiðiskap. Veiðin í Hvannadalsá og Langa- dalsá hefur verið lítil og hafa veiðst Umsjón Gunnar Bender innan við 5 laxar í hvorri á. Þar vantar smálaxinn eins og víða í veiðigeiranum þessa dagana. Netaveiði í sjó er vandamál sem verður að taka á, rányrkja á laxi í sjónum er þjófnaður sem verður að stoppa. Það er engin sanngimi aö sleppt sé þúsund af seiðum og svo eru laxamir teknir við árósana. Þetta verður að stoppa strax, annað er ekki sanngjamt. Ölfusá: Gekk vel í gær „Veiðin hefur gengið mjög vel í dag og síðast þegar ég vissi voru komnir 8 laxar á land í Ölfusá. Veiðimenn haf líka misst töluvert af fiski, hann tekur svo grannt," sagði Ágúst Morthens í Veiðisporti á Sel- fossi í gærkvöldi, er við spurðum frétta af veiðinni í næsta nágrenni við hann. „Stærsti laxinn í Ölfusánni er 18 pund og veiddi Henry Jakobsson fiskinn. Valdimar Þorsteinsson lenti í því á laugardaginn að missa og missa. Fiskurinn tók svo grannt. Svo náði hann einum eftir að hafa misst fjóra. Sogið Alviðra hefur gef- ið 8 laxa og hellingur hefur veiðst af bleikju. Sú stærsta er 4 pund en stærsti laxinn er 14 pund. Voli og Baugstaðaós hafa gefið 7 laxa og hann er 8 pund sá stærsti. Veiðin hefur gengið vel á Eyrarbakkaeyr- um og veiðimenn sem voru um helgina veiddi 24 sjóbirtinga og var sá stærsti 5 pund,“ sagði Ágúst enn fremur. ? Laxaflugur st. og Frances kr. 200 Frances túbur, þyngdar kr. 250 Straumf., Nobbler og túbur kr. 120/160 Silungaflugur kr. 80/100 Ármót sf. Flókagata 62 - sími 552 5352

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.