Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 24
44
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
Ölvaðir
í poka
„Um leið og einhver ölvaður
kom inn á svæði hjá einhverju
sambandi þá var tekið á því inn-
anbúðar og menn bara settir í
poka þannig að það mynduðust
aldrei nein vandræði."
Kristmar Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Landsmóts Ung-
mennafélaganna, i Degi-Tíman-
um.
Þægi
bakar-
inn
„Ég er bara bakari og geri það
sem pabbi segir.“
Pétur S. Pétursson, bakari og
Landsmótsmeistari í torfæru, í
Morgunblaðinu.
Ummæli
Grátandi
fólk
„Því fækkar óðum fólkinu
sem getur sagt frá því hvernig
það grét ofan í koddann sinn á
kvöldin af því að það gat ekki
farið í skóla.“
Örn Ingólfsson ræðir um skóla-
gjöld í Degi-Tímanum.
Sófi fyrir stórfjölskyldur.
Lengsti
sofi 1
heimi
Lengsti sófi sem hefur verið
ijöldaframleiddur til almennrar
sölu er Augustus-sófinn. Hann er
3,74 metrar á lengd og er fram-
leiddur af fyrirtækinu Dodge and
Son í Dorset í Englandi. Hins
vegar barst húsgagnaframleið-
andanum William L. Maclean í
Brighton á Englandi pöntun frá
alþjóðlegu gistifyrirtæki sem
vildi kauoa 4,63 metra langan
sófa.
Blessuð veröldin
Lengsta
eld-
spýtan
Lengsta eldspýta heims var
búin til í Hollandi árið 1988. Hún
var 18,80 metrar á lengd og vó
1000 kg að þyngd. Eldspýtan log-
aði í sex klukkustundir og fjöru-
tíu og fímm mínútur.
DV
Veðurstöðvar Vegagerðarinnar
v sSt,eingrmisfjarö^rheiöi
' >,
Gilsfjörður
V
Strákavegur
\ 'V
\ \v
Oxnadalsheiði
i l-lríltax/nrAi ihoi/Si
Hafnarmelar-f'
Heimild: Vegagerðin
Lögfræðin og skákin faia vel saman
„Skáksambandið er æðsti aðili í
skáklífinu í landinu. Viö vinnum
bæði með Skákskólanum, sem er
sér eining, og taflfélögunum bæði í
Reykjavík og úti á landi. Skáksam-
bandið sendir lið á Ólympíumót og
heimsmeistaramót ef því er að
skipta. Núna er m.a. að fara af stað
Ólympíumót unglinga," segir Ágúst
Sindri Karlsson, nýkjörinn forseti
Skáksambands íslands. Hann segist
hafa haft áhuga á skák frá bams-
aldri og teflt mikið. Ágúst Sindri
varð í þriðja sæti á Skákþingi ís-
lands fyrir tveimur árum og hefur
teflt á alþjóðlegum mótum og
nokkrum sinnum orðið skákmeist-
ari Hafnarfiarðar. Ágúst Sindri,
sem er starfandi lögmaður, segir
það e.t.v. ekki helbera tilviljun
hversu margir skákmenn leggja lög-
fæðina fyrir sig. „Ég held að þetta
fari vel saman. Lögfræði og skák
eiga mjög vel saman. Þegar maður
er að flytja mál er maður á mjög
svipuðum nótum og þegar maður er
að tefla skák. Þar er maður með
andstæðing í málflutningi sem er að
berjast á móti manni eins og í skák-
inni.“ Ágúst Sindri segir einnig að
skákin og lögfræðistörfin eigi það
sameiginlegt að þar þurfi að hafa
einbeitinguna í lagi, geta tekið
ákvarðanir og búa yfir rökhugsun.
Hann segir rólegra vera yfir starf-
semi Skáksam-
bandsins á sumr-
in en starfsemin
fara á fullt í
haust. „Það er
tuttugu og fimm
ára afmæli ein-
vígisins Fischer-
Spassky í haust.
Þá verða opin
hús hjá öllum
taflfélögunum i
landinu. Væntan-
lega verður líka
teflt eitthvað,
jafnvel fjöltefli,
en það á eftir að
koma í ljós.“
Ágúst Sindri
segir að þrátt fyr-
ir að skákin sé
e.t.v. ekki eins
áberandi nú og
oft áður sé hún
þriðja vinsælasta
klúbbastarfsemin
í skólum lands-
ins. Hann segir
stöðugan straum efnilegra skák-
manna koma fram og t.d. hafi ís-
lendingar unnið Ólympíumót skák-
manna 16 ára og yngri fyrir tveim-
ur árum. Ágúst ber Alþjóða skák-
sambandinu FIDE ekki vel söguna.
„FIDE er í hálfgerðu rugli. Þar hef-
ur verið mikil
sundrung. Áður
fyrr var heims-
meistarakeppnin
bara einvígi en
nú er þetta allt í
lausu lofti. Það
hefur ekki verið
teflt neitt einvígi
fyrir heimsmeist-
arakeppnina
lengi. Það háir
okkar skákmönn-
um, eins og Jó-
hanni Hjartar-
syni, að hann
kemst einfaldlega
ekki inn i þessa
röð.“
Ágúst Sindri spil-
aði á árum áður
handbolta með
íþróttafélaginu
Haukum í Hafn-
arfirði. Auk
skákarinnar hef-
ur Ágúst Sindri
mikinn áhuga á
íþróttum almennt. Hann segist vera
mikill félagsmálamaður og situr
m.a. í stjórn íþróttafélagsins Hauka.
Ágúst Sindri er kvæntur Guð-
rúnu Þórhöllu Helgadóttur giald-
kera. Þau eiga soninn Alexander
sem er þriggja ára. -glm
Ágúst Sindri Karlsson.
Maður dagsins
Myndgátan
Fastur fyrir
Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi.
Konurnar veröa í eldlínunni í
knattspyrnunni í kvöld.
Coca-
Cola
bikar
kvenna
Lítið er um að vera í íþrótt-
unum í kvöld eftir gósentíð síð-
astliðinnar helgar þar sem hæst
bar landsmót ungmennafélag-
anna í Borgamesi, Esso-mót KA
á Akureyri og Pollamót Þórs á
Akureyri. Knattspyrnuunnendur
geta þó huggað sig við það að
einn leikur er í knattspyrnunni í
kvöld. Það er leikur ÍBV og KVA
í Coca-Cola bikarkeppni kvenna.
Leikurinn er í Vestmannaeyjum
og hefst hann kl. 20.
íþróttir
Fyrir golfáhugamenn er rétt
að minna á að í dag stendur Golf-
klúbbur Reykjavíkur fyrir
Slazenger- mótinu fyrir ung-
linga.
Bridge
Á sama tima og Evrópukeppni
landsliða fór fram var Evrópumót
kvenna í tvímenningi. Það kom
fáum á óvart að Sabine Auken og
Daniela von Amim skyldu hafna í
efsta sætinu. Skoðum hér eitt spil
frá keppninni þar sem Sabine
Auken tryggði sér toppskor með
lymskulegri spilamennsku. Sagnir
gengu þannig með Auken-Amim í
NS, suður gjafari og AV á hættu:
4 ÁDG9853
«4 10
♦ ÁK2
* 106
4 K
4» ÁK873
4- D108
<4 KG92
4 1062
44 952
4 97653
4 54
Suður Vestur Norður Austur
pass pass 4 4 dobl
pass 4 Grönd dobl 5 4
pass pass dobl pass
5 * dobl p/h
4 74
44 DG64
4 G4
4 ÁD873
Daniela von Amim átti ekki auð-
velda ákvörðun yfir 5 laufum
dobluðum og bjóst ekki við að slag-
ir varnarinnar yrðu margir á spaða.
Þess vegna tók hún út í 5 spaða og
allt stefndi í slæmt spil hjá NS.
Austur byrjaði á því að taka tvo I
hæstu í hjarta, Sabine trompaði og
lagði niður spaðaásinn. Þegar kóng-
urinn birtist, spilaði hún lágum |
tígli að bragði. Vestur fékk slaginn
á gosann hugsaði sig ekki lengi um
áður en hún spilaði aftur tígli. Þar
með var Sabine búin að vinna spil-
ið því tígullinn var frír orðinn og
tapslagirnir í laufi hurfu báðir ofan
í frítígla. Spaðatían var innkoman í
blindan.
-ísak Öm Sigurðsson