Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997 3ffr- Iþróttir Iþróttir ENGLAND Gianluca Vialli, ítalski fram- herjinn hjá Chelsea, er nú að öll- um líkindum á leið til Glasgow Celtic í Skotlandi og eru félögin mjög nálægt því að ná samning- um. „Ég vil fara til Celtic. Ef ég fer frá London þá er þetta eina annað breska félagiö sem ég vil fara til,“ sagði Vialli. Liverpool hefur unnið barátt- una um hinn unga og bráöefni- lega leikmann Danny Murphy sem leikiö hefur með Crew. Murphy, sem er aðeins 20 ára, hefur skrifað undir samning um að koma til Anfield en mörg stóru liðanna í Englandi börðust um að fá hann í sínar raöir. Norwich City hefur keypt framherjann Iwan Roberts frá Úlfunum fyrir 1 milljón punda. Nottingham Forest á nú í stappi viö vamarmann sinn, Col- in Cooper, um að hann skrifi undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Cooper sem á tvö ár eftir að núgildandi samningi sin- um hefur ekki viljað framlengja hann hingað til. Jim Smith, framkvæmda- stjóri Derby County, bíður nú átekta með að gera tilboð í Ro- berto Baggio hjá AC Milan en út- sendari Derby er nú mættur til Ítalíu til að kanna áhuga Baggio á að koma til Englands. Paul Merson, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins til margra ára, hefur nú gengið í raðir Middlesbrough þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að hann myndi aldrei yfirgefa Highbury. Merson hefur viðurkennt að hann tefli landsliðssæti sínu í tvisýnu með því að fara úr úr- valsdeildinni i 1. deildina en að hann hafi óskaplega gott af því að skipta um umhverfi en eins og margir muna eftir hefur hann átt í ýmsum erfiðleikum með einkalif sitt. David Pleat, framkvæmda- stjóri Sheffield Wednesday, er nú að reyna að krækja i kant- manninn ítalska, Paolo Di Canio, sem leikur meö Celtic í Skotlandi. Peter Ndlovu, framherji Coventry, er nú líklega á forum til Birmingham City fyrir 1,7 milljónir punda. Hann kostaði Coventry aðeins 20 þús. pund þegar hann kom til liðsins en þeir óttast nú að fá lítið sem ekk- ert til baka þar sem hann er laus undan samningi við félagið næsta sumar. Tottenham Hotspur mun ekki ná að krækja í Juninho frá Middlesbrough þrátt fyrir að lið- in hafi veriö búin að ná sam- komulagi þar um. Juninho sagði þvert nei og vill fara til Atletico Madrid á Spáni. Chris Waddle, sem lék með Sunderland á síðustu leiktíð, hef- ur veriö ráðinn spilandi fram- kvæmdastjóri hjá Burnley. Hann tekur við af Adrian Heath sem geröist aðstoðarmaður Howards Kendall hjá Everton. Tore Andre Flo, leikmaður Brann, getur nú loks farið að pakka niður og komið sér til Englands þar sem Chelsea hefur nú náð endanlegu samkomulagi við Brann um kaupverðið á hon- um. Flo mun spila sinn síöasta leik með Brann í norsku deild- inni gegn Strömgodset á sunnu- daginn. -ÖB Fjórír dæmdir í leikbann Fjórir leikmenn í úrvalsdeild- inni í knattspyrnu voru dæmdir í eins leiks bann á fúndi aganefhd- ar KSÍ í gær. Þetta eru þeir Ásgeir Hall- dórsson, Fram, Gunnlaugur Jónsson, Akranesi, Brynjar Bjöm Gunn- arsson, KR og Stefán Metúsalem Ómars- son, Val. -SK Alþjóölegt golfmót í Eyjum: Mjög mikil þátttaka Alþjóðlegt golfmót, Opna Volcano-mót- ið, verður haldið á golfvellinmn í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Leiknar verða 36 holur í þremur flokkum, forgjöf 0-12, 13-24 og 25-36. Þátttaka á mótinu er þegar orðin mjög góð og hafa um 40 erlendir kylfingar tilkynnt þátttöku. Flestir þeirra koma frá Lúxemborg og Þýskalandi. Eftir að leik lýkur á laugardag verð- ur öllum þátttakendum boðið til grillveislu í golfskálanum og um miðnæturbil verða leiknar fjórar hol- ur með forgjöf. Enn er hægt að skrá sig í mótið í síma 481-2363 en skráningu lýkur kl. 20 á morgun. Mótsgjald með mat er krónur 5.000. -SK Stórskyttur til liðs við KA - hávaxnir landsliðsmenn frá Ungverjalandi og Hvíta-Rússlandi hafa samið við KA í handboltanum DV, Akureyri: Tveir mjög sterkir hand- knattleiksmenn hafa geng- ið frá samkomulagi við ís- landsmeistara KA frá Ak- ureyri og munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Hér er um að ræða ung- verska landsliðsmanninn Zoltán Bergendi. Hann er 1,96 metrar á hæð og er af mörgum talinn einn af þremur bestu vinstrihand- ar skyttum í heiminum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV á aöeins eft- ir að skrifa undir samning en gengið hefur verið frá málinu að öðru leyti. Hin hávaxna skyttan sem KA-menn hafa samið við kemur frá Hvíta-Rúss- landi. Sá heitir Vladimir Golding og lék í Austurríki í fyrra. Tæpir tveir metrar Golding er fæddur í Minsk og er 1,97 metrar á hæð og leikmaður með landsliði Hvíta-Rússlands. Golding er hægrihandar skytta, mjög öflugur leik- maður sem KA-menn vona að muni fylla skarð Ró- berts Duranona. „Bara eftir aö skrifa undir“ „Það er frágengið að Bergendi leiki með okkur á næsta leiktímabili og að- eins eftir að skrifa undir samninginn. Koma þessara tveggja sterku leikmanna styrkir liðið auðvitað mjög mikið og ég er þeirrar skoðunar að við verðum með sterkara lið næsta vetur en á síðasta leiktíma- bili,“ sagði Pétur Bjama- son, stjórnarmaður hjá handknattleiksdeild KA, í samtali við DV. -SK/ -gk Mun fleiri áhorfendur - hafa séð heimaleiki Keflavíkur en á sama tíma í fyrra Niu a Olafsfirði - þegar Leiftur komst í undanúrslit bikarsins með 6-3 sigri gegn Þrótti R. Leiftur frá Ólafsfirði tryggði sér í gærkvöld réttinn til að leika í undanúrslitum bikar- keppni Knattspymusambandsins í annað sinn í sögu félagsins. Leiftur sigraði Þrótt Reykjavík í miklum markaleik á Ólafsfirði. Davíð Garðarsson skoraði fyrsta mark leiksins með góðum skalla á 24. mínútu. Þróttarar jöfnuðu skömmu siðar. Sigurður Eyjólfsson skoraði eftir sendingu frá Ingvari Ólasyni. Leiftur komst aftur yfir er knötturinn hrökk í netið af fótum Sigurðar Eyjólfssonar eftir skot Harðar Más Magnús- sonar. Þróttumm tókst að jafna leikinn aftur er Sigurður Eyjólfsson skoraði stórglæsilegt mark með frábæra langskoti. Leiftursmenn komust yfir, 3-2, er um sjö mínútur vora til loka fyrri hálfleiks. Markið skoraði Þorvaldur Makan Sigur- bjömsson. Heimamenn gerðu nánast út um leikinn er þeir komust í 4-2 með marki sem Pétur Bjöm Jónsson skoraði af miklu harð- fyigí- Fimmta mark heimamanna kom úr víta- spymu sem Þorvaldur Makan Sigbjömsson tók eftir að brotið var á Herði Má Magnússyni. Hér vora úrslitin endanlega ráðin en Þróttar- ar neituðu þó að gefast upp. Einar Öm Birgis- son minnkaði muninn í 5-3 með ágætu marki. Sjötta og síðasta mark leiksins kom skömmu fyrir lok leiksins. Daði Dervic átti þá mjög góða sendingu fram völlinn inn fyrir vöm Þróttara. Þar var Þorvaldur Makan Sigbjöms- son á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora framhjá markverði Þróttar. -HJ DV; Suðurnesjum: „Mikil fjölgun áhorfenda stafar fyrst og fremst af vel- gengni liðsins það sem af er, að vera í toppbaráttunni. Liðið er ungt og leikur skemmtilega knatt- spymu sem fólk kann að meta,“ sagði Birg- ir Runólfsson, gjald- keri knattspymu- deildar Keflavíkur, í samtali við DV í gær. Eftir fjóra heima- leiki á yfirstandandi leiktíð hafa 3.659 áhorfendur séð leik- ina á móti 2.024 í fyrra, einnig eftir fjóra heimaleiki. f fyrra mættu aðeins 4.194 áhorfendur á alla níu heimaleik- ina. „Það að fólk skuli hafa gaman af að koma á völlinn til að sjá okkar lið spila er mikU tilbreyting frá því sem var í fyrra. Þá var liðið í faÚbar- áttu og endaði með 19 stig eftir 18 leiki. f dag er liðið með 19 stig eftir 7 leiki. Liðið hefur alla burði tU að halda áfram á sömu braut. Það er mikU stemning í bæjarfé- laginu og vonandi gengur þetta vel áfram," sagði Birgir enn ffernur. Lið Keflvíkinga hefúr komið mest á ó- vart hingað tU. Kefl- víkingar eiga eftir að leika á heimaveUi gegn þeim þremur liðum sem spáð var þremur efstu sætun- um í vor. „Þessi árangur skapar að sjálfsögðu meiri tekjur fyrir fé- lagið. Þaö skiptir strákana líka miklu máli að fólkið hér skuli vUja koma á vöUinn tU að sjá þá leika. Þetta er já- kvætt á allan hátt, ekki bara fjárhags- lega,“ sagði Birgir. -ÆMK Súpa að hætti hússins - þegar ÍBV gersigraði 1. deildarlið Breiðabliks i 8-liða úrslitum bikarsins, 8-1 tölur því 8-1. DV, Eyjum: Eyjamenn buðu upp á bikarmarkasúpu að hætti hússins þegar Breiðabliks- menn voru eldaðir á glóð- volgri EyjaheUu. Átta skeið- ar fóra í að tæma Blikasúp- una. Aðeins ein fluga reynd- ist vera í súpunni og loka- Súpugerðarmeistarinn var Sigurvin Ólafsson sem galdraði ffarn sex stoðsend- ingar sem gáfu mörk og skoraði að auki eitt mark. Ingi Sigurðsson skoraði fyrstu þrennu sína á ævinni en brenndi að auki af víti. Hlynur Stefánsson, Sverrir Sverrisson (2) og Bjamólf- ur Lárasson skoraðu hin mörkin fyrir ÍBV. ívar Sig- urjónsson reyndist vera flugan i súpu Eyjamanna en hann skoraði mark Blika. „Er það ekki sama gamla klisjan? Það skiptir ekki máli hveija við fáum í und- anúrslitunum, bara að leik- urinn verði hér í Eyjum. Það var góð stemning í lið- inu en ég bjóst við Blikun- um mun sterkari. Eftir að við bratum ísinn fengum við meðbyr og aðeins spum- ing hve stór sigurinn yrði,“ sagöi Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV. -ÞoGu Erla Hendriksdóttir skoraði 2. Valur, KR og Blikar unnu Breiðablik, KR og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslit- um Coca Cola-bikarkeppni kvenna í gær. Valur vann Hauka í Hafhar- firði, 0-1, með marki Hjördísar Símonardóttur. Haukar fengu nokkur góð færi til að jafna en inn vildi boltinn ekki. KR vann ÍA 0-4 á Akranesi. Ásdís Þorgilsdóttir skoraði tvö mörk og þær Guðlaug Jónsdótt- ir og Olga Færseth sitt markið hvor. Breiðablik vann ÍBA 5-0 í Kópavogi. Erla Hendriksdóttir og Katrín Jónsdóttir skoraðu tvö mörk hvor og Kristrún L. Daðadóttir eitt mark. í kvöld mætir ÍBV KVA í Eyj- um kl. 20.00. Undanúrslitakeppni EM í körfu: ísland í sterkum riðli - landsliðið í fyrsta skiptið í undanúrslitum Búið er að draga í riðla í undanúr- lakara taginu. Auk íslands drógust í D- Eistland - fsland .29. nóv. '97 slitakeppni næsta Evrópumóts lands- riðil lið Litháens, Króatíu, Bosníu, Island - Króatía .3. des. '97 liða í körfuknattleik en keppninni lýk- Eistlands og Hollands og því engir Bosnía - fsland .........25. feb. '98 ur 1999 með úrslitakeppni 16 þjóða. aukvisar í körfubolta þar á ferðinni en Litháen - ísland .28. feb. '98 íslendingar eiga nú lið í fyrsta skipt- lið Litháens, Króatíu og Bosníu vora í Holland - ísland.25. nóv. '98 ið í undanúrslitakeppninni en landslið- úrslitum síðasta EM sem nýlega er lok- fsland - Eistland .28. nóv. '98 ið tryggði sér þar sæti með góðri ið. Króatia - ísland.2. des. '98 ffammistöðu sinni í undankeppninni ísland - Bosnía.24. feb. '99 sem fram fór hér á landi í fyrra. HOllendingar fyrst ísland - Litháen .27. feb.'99 Fyrsti leikur íslenska liðsins verður Þijár efstu þjóðimar í hvetjum riðli Sterkur rioioill hér heima gegnHollendingumþann26. munu síðan komast í úrslitakeppnina Það má gera ráð fyrir að róður ís- nóvember nk. en annars er leikjaskrá sem lýkur árið 1999 en nýkrýndir Evr- lenska liðsins verði nokkuð þungur liðsins þessi: ópumeistarar Júgóslava sleppa við þar sem mótherjar þess verða ekki af ísland - Holland.26. nóv. '97 undanúrslitakeppnina. -ÖB Frjálsar íþróttir: Enn er óvíst með Johnson Enn er óvíst hvort heims- meistarinn í 200 og 400 metra hlaupum, Bandaríkjamaðurinn- Michael Johnson, getur varið titla sína á HM í ffjálsum 1 næsta mánuði í Aþenu. Johnson hefur verið meiddur og gat ekki tekið þátt í úrtöku- móti Bandaríkjamanna fyrir mótið. Alþjóða frjálsíþróttasam- bandið er hins vegar að bræða með sér hvort sambandið bjóði ekki öllum heimsmeisturunum frá 1995 til keppninnar. Ef af því verður munu GailDevers og Dan O’Brien keppa á mótinu. -SK Golf: Norman vill meira öryggi Ástralski kylfingurinn Greg Norman hefur látið í ljós ótta sinn við litla öryggisgæslu á golfmótum atvinnumanna. „Þetta er orðið vandamál. Áhorfendur þekkja okkur orðið mjög vel og allt mögulegt er sagt við okkur, af fólki sem líkar vel við okkur og öfúgt. Eftir að Tiger Woods kom fram á sjónarsviðið hefur aldur áhorfenda lækkað mjög og þá eykst notkun áfengis. Kannski er rétt að loka börun- um kl. 15 á daginn eins og gert er í homaboltanum,“ sagði Norm- an í gær. -SK Hnefaleikar: Tyson settur útaflistanum Reiknað er með að tíma- bundnu keppnisbanni hnefa- leikarans Mikes Tysons ljúki í dag og dómur verði kveðinn upp í máli hans eftir að hann beit í bæði eyra Evanders Holyfields á dögunum sem ffægt er orðið. Tyson hefur hins vegar verið settur út af áskorendalistanum en þar var hann í fyrsta sæti. í fyrsta sæti nú er Frans Botha ffá Suður-Affíku. Verði niðurstaðan að Tyson missi efsta sætiö reikna flestir með auðveldum sigri Holyfields gegn Botha. -SK Knattspyrna: Bjami i góðum félagsskap DV, Akranesi Bjami Guðjónsson, marka- skorarinn mikli frá Akranesi, fór síðastliðinn fimmtudag til Newcastle til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við liðið. Það virðist hafa gengið eftir þvi að á fyrstu æfingu aðalliðs- ins vora þeir myndaöir saman þeir fimm leikmenn sem Kenny Dalglish framkvæmdastjóri hef- ur keypt fyrir komandi tímabil. Það eru, auk Bjama, þeir Shay Given, Jan Dahl Thomasson, Paddy Kelly og Temur Ketsbaia. Ekki hefur enn verið gefið upp kaupverðið á Bjama en breskir fjölmiðlar sögðu frá því í vor að kaupverðið væri um 50 milljónir ísL króna. -DVÓ Rútur úr leik DV, Vestmannaeyjum Það á ekki af leikmanni ÍBV, Rúti Snorrasyni, að ganga. í ljós hefur komið að meiðslin sem hann hlaut í leik gegn Skallagrími í síðustu viku eru mun alvarlegri en í fyrstu var talið. Krossband í hné er slitið auk þess sem fleiri áverkar eru á hnénu. Rútur er því úr leik það sem eftir er sumars en hann var ný- stiginn upp úr meiðslum þegar þetta gerðist. Rútur hefur átt við þrálát meiðsli að striða undanfarin ár og verið sérlega óheppinn. -ÞoGu Atletico náði loks í Juninho í gærkvöldi var loksins ljóst hvar Brasiiíumaðurinn Juninho leikur á næstu leiktið í knatt- spymunni. Það var spænska liðið Atletico Madrid sem keypti Juninho í gær frá Middlesborough á 12 milljónir punda. „Þaö er mikill metnaður hjá Atletico og félagið er eitt það stærsta á Spáni. Svo er spænski boltinn sýndur beint í sjónvarpinu í Brasilíu," sagði Juninho í gær. -SK Hermann fór utan Hermann Hreiðarsson hélt utan í morgun til að ganga ffá samningi sínum við enska úr- valsdeildarliðiö Crystal Palace. Hermann leikur með ÍBV gegn ÍA á sunnudaginn en síð- asti leikur hans verður gegn Fram í Eyjum á miövikudag í næstu viku. -ÞoGu Guðjón í Eyjum Guðjón Þórðarson, nýráðinn landsliðsþjálfai’i, var á leik ÍBV ‘ og Breiöabliks í gærkvöld. Guðjón var sérstaklega að fylgjast með þeim Hermanni Hreiðarssyni, Sigurvin Ólafs- syni, Guðna Rúnari Helgasyni og Tryggva Guðmundssyni sem fór meiddur út af í leikhléi. -ÞoGu Leiðrétting Sú villa slæddist með í um- fjöllun blaðsins um úrslitaleik karla í knattspymu á Landsmóti ungmennafélaganna í Borgar- nesi um helgina að Fjölnir í Grafarvogi hafi keppt fyrir hönd UMSK en það er auðvitað ekki rétt. Þeir kepptu fyrir engan annan en sjálfan sig enda sjálf- stætt ungmennafélag í Reykja- vik. -ÖB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.