Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 JL>"V" « kvikmyndir fj'iC’ L/iL Sambíoin í sumar: Leigumorðinginn í gamanmyndinni Grosse Pointe Blank leikur John Cusack leigumorðingjann Mart- in Blank sem mætir á 10 ára menntaskólamót í tengslum við næsta verkefiii. Leikstjóri er Ge- orge Armitage en hann gerði hina ágætu Miami Blues (1990). Hlutverkin eru í höndum John Cusack, Minnie Driver, Dan Aykroyd, Alan Arkin og Joan Cusack. Morð í Hvíta húsinu í Murder at 1600 finnst ung kona myrt í Hvíta húsinu. Þegar lögregluforinginn Harlan Regis (Wesley Snipes) mætir á staðinn kemst hann að raun um að leyniþjónustan hefur tekið að sér alla rannsókn málsins og Regis er viss um að hún leyni mikilvægum upplýsingum. Leik- stjóri er Dwight H. Little. í helstu hlutverkum eru Wesley Snipes, Diane Lane, Dennis Mill- er, Alan Alda og Ronny Cox. í gamanmyndinni Nothing to Loose leikur Tim Robbins aug- lýsingastjóra sem missir stjóm á lífi sínu þegar það rennur upp fyrir honum að hann hefur lifi- brauð af því að ljúga að fólki. Þegar bófl sem leikinn er af Martin Lawrence reynir að ræna bíl Robbins snýr hann dæminu við og tekur bófann í gíslingu. Myndinni er leikstýrt af Steve Oedekerk. Aðrir leikar- ar eru Michael Gallagher, John C. McGinley og Lisa Roberts. Ást og hefndir Önnur gamanmynd sem sýnd verður nú síðar í sumar er Add- icted to Love með þeim Meg Ry- an og Matthew Broderick. Myndin segir frá þeim skötuhjú- um Maggie og Sam sem kynnast eftir að fyrrverandi elskhugar þeirra taka saman. Maggie og Sam taka íbúð á leigu andspæn- is íbúð þeirra og hyggja á hefnd- ir. Leikstjóri: Griffin Dunne. Helstu leikarar: Meg Ryan, Matt- hew Broderick, Kelly Preston, Tchéky Karyo og Maureen Stapleton. -GE Eddie Murphy. Svartir menn Fyrir ekki svo löngu hefði svarti maðurinn í Svartklæddu mönnun- um átt heima meðal geimveranna en ekki þeirra sem berjast við þær. Núna er svo komiö að svartir menn eru famir að taka við af hetjuhlut- verkinu af þeim hvitu, líkt og sjá má í geimverumyndunum þremur: Independence Day, Mars Attacks og Men in Black. Will Smith er gott dæmi um nýja kynslóð svartra leikara sem láta sér ekki nægja að standa í skugganum á hvítu hetjunni, styðja við hana og vera útrás fyrir húmor sem iðulega beinist gegn þeim sjálfum, eins og t.d. Danny Glover í Lethal Weapon- myndunum. Nýlega sást dæmi um slíkan svartan aukamann sem verður óvænt aðalmaður í myndinni Anaconda, og það sem er eftirtektar- vert bæði þar og í MIB er að jafn- framt því sem svartir menn eru að styrkja stöðu sína er konunum einnig að vaxa ásmegin. Whoopy Goldberg er enn þá eina svarta kon- an sem nokkuð hefur kveðið að (kannski fyrir utan Grace Jones?) en menn eins og Wesley Snipes, Denzel Washington og Eddie Murphy eru löngu famir að bera uppi sínar eigin myndir, og almennt séð er orðið æ algengara að sjá svarta menn í stórum hlutverkum. Samuel L. Jackson (Long Kiss Go- odnight, Pulp Fiction), Ving Rhames (Mission Impossible, Con Air, Pulp Fiction), Laurence Fis- hbume (King of New York, Othello), Ice T (Johnny Mnemonic, Anaconda), Dennis Rodman (Double Team) og Tony Todd (Rock, Candyman) em allt strákar sem em farnir að eiga stór hlutverk, og svo eru gamlir jálkar eins og Glover (Predator 2) og Morgan Freeman (Seven, Shawshank Redemption) enn á kreiki. Þannig er endirinn á MIB dálítið skemmtilega táknrænn, þar sem Tornmy Lee Jones segir við Will Smith: „Ég var ekki að þjálfa félaga, ég var að þjálfa eftirmann." -úd TOM 10 -aösókn dagana 4. til 6. júlí Tekjur I milljónum dollara og helldartekjur Svartir menn á toppnum Men in Black er heldur betur aö sprengja alla skala vestan hafs. Ekki nóg með aö hún hafi slegið þjóðhátíðarhelgarmetið f Banda- rikjunum sem Independence Day setti f fyrra heldur er hún orðin þriðja tekjuhæsta mynd yfir eina heigi frá upphafi. Það eru aöeins Lost World og Batman Returns sem hafa gert betur. Men in Black er því tekjuhæsta mynd yfir eina helgi frá upphafi án þess að vera framhaldsmynd. John Travolta - Nicholas Cage myndin, Face Off, stefnir f að veröa smellnasti óvæntasti smellur sumarsins á sama tíma og Batman & Robin stefnir í að verða mesta klúður sumarsins. Aftur á gjörgæsluna með Clooney. Tekjur Helldartekjur l.(-) Men In Black 51.068 84.133 2.(1) Face/Off 16.067 51.521 3.(2) Herkules 12.193 50.030 4.(4) At my Best Friend’s Weddlng 10.818 69.281 5.(3) Batman & Robln 8.027 90.716 6.(-) Out to Sea 5.887 7.655 7.(5) Con Alr 3.791 85.073 8.(6) Jurrasic Park II 2.604 218.334 9.(-) Wild America 1.810 2.875 10.(7) Speed II 1.517 41.113 11.(8) Llar Liar 1.002 174.806 12.(20) Anaconda 0.713 62.522 13.(11) Ulee’s Gold 0.650 2.120 14.(9) Austln Powers 0.619 50.978 15.(16) Brassed Off 0.257 1.749 16.(13) Jungle 2 Jungle 0.244 58.334 17.(10) Gone Fishin 0.226 17.811 18.(14) Chaslng Amy 0.218 10.706 19.(21) The Pillow Book 0.191 1.278 £ 20.(18) Volcano 0.171 47.067 Men in Black, Svartklæddir menn Menn og ekki menn *** Örlög þeirra kvikmynda sem byggðar hafa verið á teiknimyndasögum hafa verið margvísleg. í MIB er eins og yfirfærslan milli miðla sé aldrei full- frágengin og kemur þetta sérstaklega niður á plottinu. Sagan segir frá sér- sveit svartklæddra manna sem sjá um að stýra umferð geimvera um jörðina. Tilvist þessara geimvera er öllum atmenningi ókunn og þar með þarf tilvist sérsveitarinnar að vera jafit óþekkt. Og síðan er heiminum ógnað af völdum óvinveittrar geimveru og MIB eru kallaðir til. Þetta býður upp á ýmsa kosti sem margir hverjir eru notaðir vel. Sérstaklega er útlitshönnunin og hug- myndafræðin í kringum geimveruflugstöðina og sjálfar geimverumar vel heppnaðar. Frá upphafi hefúr teiknimyndasagan þrifist á sérstökum húmor sem felst til dæmis í því að taka orðtök bókstaflega með tilheyrandi afleið- ingum (að missa andlitið, fá hníf í bakið ...). Hér er orðið irmflytjandi (e. alien) gemýtt, þar sem geimverumar (e. ahen) em bókstaflega „innflytjend- ur“ sem falla Ijúflega inn í hóp mennskra innflytjenda og eiga sér sína „landamærastöð" í New York. Hins vegar er áherslan slík á þennan húmor og stíl aö sjálfur hasarinn verður útundan og í raun virkar MIB meira sem grínmynd en hasar. Að því leyti á hún meira skylt með Mars Attacks en Independence Day. Ekki svo að skilja að það sé galli, en meðan Mars Attacks bjargaöi átakalitlu plotti með pottþéttu útliti, þá vantar dálítið sökkulinn í MIB. Geimveruhlutinn er yndislega vel gerður en svo er eins og hitt hafi orð- ið útundan sem gerir það að verkum að myndin virkar dálítið stefimlaus. Á hinn bóginn bjargar leikurinn miklu þar sem Will Smith og Linda Fior- entino em hreint frábær og skyggja algerlega á annars indælan Tommy Lee Jones. Auk þess var afskaplega falleg stund þar sem svartklæddu mönnun- um bættist kona í hópinn og enn er verið að leika sér með orð; verður næsta mynd WIB? Svo að þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fýrir alla þá sem láta sér ekkert ómannlegt óviðkomandi. PS. Og þessi náungi sem sagði að skrímsli væm sjaldgæf, hann ætti að bregöa sér oftar í bíó. Leikstjóri: Barry Sonnenfield. Handrit: Ed Solomon. Hönnun geimvera: Rick Baker. Músík: Danny Elfman. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Will Smith og Linda Fiorentino. -úd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.