Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 11 I>V Fréttir Kj arasamningar: Úthafskarfinn: F.h. Rafmagnsveitu Reykjavlkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk vegna byggingu 132 kV háspennulínu, Nesjavaiialfnu 1, frá Nesjavöllum yfir Mosfellsheiöi og að Bringum í Mosfellsdal. Gerð vegaslóðar, áætluð lengd 16 km og fyllingarefnismagn 37.000 m3. Verkið felst í að hefla eldri slóðir, jafna undir nýja slóð, aka möl í slóðina og framkvæma tengda verkþætti, svo sem losun efnis, ámokstur á bíla, útjöfnun í vegastæði, lagningu jarðvegsdúks, koma fyrir ræsum o.fl. Jarðvinna og gerð undirstaða fyrir 51 háspennumastur þar af 41 stagað mastur meö forsteyptum undirstöðum og 10 frístandandi möstur með staðsteyptum undirstöðum. Verkið felst í aö flytja forsteyptar einingar og stálhluti í mastursstæði og að koma þeim fyrir. Einnig að grafa fyrir og steypa undirstöður á staðnum, grafa og bora fyrir bergboltum og steypa þá niöur. Ganga skal frá stagteinum og fylla aö öllum einingum og undirstöðum, plægja eða grafa niður jarðskautsborða í slóö og leggja jarðskaut að undirstöðum mastra. Verkiö skal hefja 6. ágúst 1997 og skal því vera iokiö 28. nóvember 1997. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: miðvikudaginn 23. júlí 1997, kl. 11.00 á sama stað. rvr 106/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is ttLBOiS 49.95—■ IBERNA LBI-2610T IBERNA IWD-5100TX IBERNA LBI-218T þvottavél 5 kg / 1000 sn. þvottavél/þurrkari 5 kg / 1000 sn. þvottavél 5 kg / 800 sn. IBERNA ABI-25 tauþurrkari 5 kg / barki fylgir IBERNA LSI-56W uppþvottavél 5 kerfi / 12 manna ibernci VANDAÐAR VELAR Á VÆGU VERÐI fyrsta flc /FQnix lokks frá HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Mæögurnar á Hafnarbarnum: Þórshafnarbúar duglegir að sækja pöbbinn DV, Þórshöfn: „Þórshafnarbúar eru mjög dug- legir að sækja pöbbinn. Það á sér- staklega við þegar við erum með uppákomur,“ segir Karen Rut Konr- áðsdóttir, starfstúlka Hafnarbarsins á Þórshöfn. Foreldrar Karenar, Ema Ólafs- dóttir og Konráð Jóhannsson, reka staðinn þar sem boðið er upp á all- ar veitingar. Þar er opið alla daga vikunnar fram á kvöld og lengur um helgar. „Þetta er eini al- vörupöbbinn á staðnum. Það eru þó fleiri vinveitingaleyfi á staðnum. Fólk er mjög ánægt með að hafa þessa þjónustu," segir Karen. Móðir henneir tekur í sama streng og segist ekki þurfa að kvarta undan viðtökunum þau þrjú ár sem staðurinn hefur verið starfs- ræktur. „Okkur hefur verið tekið mjög vel og fólk er duglegt að kíkja inn,“ segir Ema. Karen segir að þrátt fyrir mikla atvinnu á staðnum sé ekki mikið um að vera annað en pöbbinn. „Það er næg atvinna hér en það er líka lítið annað hægt að gera en að vinna,“ segir hún. Karen segir ungt fólk haldast illa við á staðnum. „Þaö er mjög misjafnt hvemig ungt fólk helst héma. Ég er héma aðeins vegna þessarar vinnu, ann- ars væri ég farin. Fólk fer i skóla og snýr sjaldnast aftur þegar það hefur náð sér í menntun. Það kemur kannski yfir sumarið til að ná sér í peninga," segir Karen. -rt ^Oðkaupsvetslur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og II. og fl. i (Mi§®opté) = Wi9§í](yjuf(i)0(o]oo ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staöinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð. stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Mæðgurnar Karen Rut Konráðsdóttir og Erna Ólafsdóttir sem reka Hafnar- barinn á Þórshöfn. Eins og sjá má á myndinni er sterkt svipmót með þeim en þær reka eina pöbbinn á Þórshöfn. Þær segjast ánægðar með viðskipt- in við Þórshafnarbúa. DV-mynd Reynir Samninganefnd ríkisins farin I frí - m.a. ósamið við sjúkraliða, lögreglumenn og leikskólakennara „Við mótmæltum því á síðasta samningafundi að samninganefhd ríkisins færi í tveggja vikna frí í stað þess að halda áfram samninga- viðræðum. Það slitnaði ekki upp úr og á tveimur síðustu fundunum má segja að raunverulegar viðræður væru loks hafnar,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands," við DV. Kjaradeila sjúkraliða er því enn óleyst en næsti samningafundur hefur verið boðaður þriðjudaginn 22. júlí þegar fríi samninganefndar ríkisins er lokið. Á föstudag og laugardag voru undirritaðir kjarasamningar rikis- ins og Reykjavíkurborgar við Meinatæknafélag íslands, Röntgentæknafélag íslands, Félag isl. náttúrufræðinga, Stéttarfélag sálfræðinga, Iðjuþjáifafélag íslands og Stéttarfélag ísl. félagsráðgjafa. Þá náðust samningar milli Múrara- félags Reykjavíkur, Múrarasam- bands íslands, Sveinafélags pípu- lagningamanna og vinnuveitenda. Alls hafa náðst samningar í 72 kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara en 18 eru enn óleystar. Að sögn Elísabetar S. Ólafsdótt- ur, skrifstofustjóra ríkissáttasemj- ara er auk Sjúkraliðafélagsins ósamið við lögreglumenn, leik- skólakennara og bókasafnsfræð- inga. Þá hafa verkstjórar hjá Reykjavíkurborg boðað verkfall frá og með næsta ffistudegi. -SÁ Skemmdarverk á fjórum hjólhýsum Brotist var inn í hjólhýsi og skemmdarverk uxmin á þremur öðrum á svæði í Skriðufelli í Þjórsárdal um helgina. Þegar lögregla kom á staðinn virtist engu hafa verið stolið úr hjólhýsinu sem farið var inn í. Þar hafði rúða hins vegar verið brotin, einhver farið inn og rótað til, hugsanlega í leit að áfengi, að sögn lögreglu. -Ótt Lögreglan: Auglýsir eftir bíl vegna innbrots Lögreglan í Reykjavík auglýsir eftir bifreiðinni KZ-394, sem er Opel Corsa sendibill, hvítur að lit, árgerð 1992. Bifreiðinni var stolið frá Rétt- arhálsi 2 mánudaginn 30. júní sl. Á sama tíma var brotist inn í hús- næðið að Réttarhálsi 2, en þar eru allmörg fyrirtæki starfrækt. Er jafhvel talið hugsanlegt að sendi- bíllinn hafi verið tekinn trausta- taki af innbrotsþjófúnum í því skyni að koma undan þýfi úr inn- brotinu. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um bifreiðina eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. -JSS Sturla norður DV, Suðnrnesjum: Strn-la Kristjánsson hefur látið af störfum skólasálfræðings Reykjanesbæjar eftir tæpt ár í starfí. Hann hefur hafíð störf í sinni heimabyggð, Akureyri. Sturla fluttist suður til Njarð- víkur en fjölskylda hans varð eft- ir á Akureyri. Heimildarmaður DV sagði að hans draumur hafi verið að fá starf skólasálfræðings á Norðurlandi og má segja að sá draumur hafi ræst. Sturla er fær í sínu fagi og eftirsjá að honum. Ævar Ámason úr Hafharfirði hef- ur verið ráðinn skólasálfræðingur frá 1. ágúst i staö Sturlu. -ÆMK Veiðm um 26 þúsund tonn DV, Akranesi: Vikuna 23.-29. júní var ekkert sérstök veiði á úthafskarfa á Reykjaneshrygg samkvæmt afla- tölum. íslensku skipin veiddu 1904 tonn vikuna og nokkur hundruð tonn síðan. Aflinn nálgast því 26 þúsund tonn af 45.000 tonna afla- marki íslands. Mest af aflanum veiddist á al- þjóðlega hafsvæðinu við Reykja- neshrygg eða 1804 tonn en 100 tonn veiddust innan lögsögu ís- lands. Baldvin Þorsteinsson EA er afla- hæsta skipið á úthafskarfanum með 1661 tonn. Þá koma Þerney RE með 1517 tonn og Snorri Sturluson RE 219 með 1483 tonn. -DVÓ O^latstofjan Brákarbraut 3 • Borgarnesi •Sími 437 2017 t austuiienskui matm - ©^hllat veitincjai ocf @fullnáman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.