Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Eftirlegukind frá haftatímanum
Evrópusambandið hefur gert íslendingum meira gagn
með einfaldri og ófrávíkjanlegri kröfu um flugfrelsi inn-
anlands heldur en Samkeppnisráð hefur gert á löngum
ferli, fyrst sem Verðlagsráð. Við sjáum áhrif Evrópusam-
bandsins í fargjaldahruni á innanlandsleiðum.
Samkeppnisráð hefur þó verið að færast í aukana á
síðustu árum. Það hefur nú úrskurðað, að samningur
Eimskipafélagsins og Samskipa um Ameríkusiglingar
brjóti í bága við samkeppnislög. Af heföbundinni mildi
veitir ráðið þó félögunum þriggja ára undanþágu.
Samkeppnislög segja skýrt, að samstilltar aðgerðir fyr-
irtækja á sama sölustigi séu bannaðar, þegar þeim er
ætlað að hafa áhrif á skiptingu markaða. Það gerðu Eim-
skip og Samskip einmitt nákvæmlega, þegar þau tóku
upp samstarf í Ameríkusiglingum um áramótin.
Ráðið veitir undanþáguna á gamalkunnum forsendum
haftakerfisins gamla. Það segir, að flutningar hafi farið
minnkandi, flutningsgeta hafi ekki verið nýtt og félögin
hafi sýnt fram á tap. í framhaldi bullar forneskjulegt
ráðið um jákvæð áhrif af hömlum á samkeppni.
Villan í hugmyndafræði haftakerfisins felst í að taka
núverandi ástand tilkostnaðar framleiðanda og reikna
verðgildi vörunnar eða þjónustunnar út frá honum.
Verðgildi vöru og þjónustu fer hins vegar ekkert eftir
fyrirhöfninni, sem liggur að baki á hveijum tíma.
Verðgildi vöru og þjónustu, hvort sem það eru Amer-
íkusiglingar, innanlandsflug eða eitthvað annað, felst í
því verði, sem frjáls og óheftur markaður vill borga fýr-
ir hana. í þessu felst grundvallarmunur markaðsbúskap-
ar og haftabúskapar að hætti Samkeppnisráðs.
Samkvæmt markaðshagfræðinni eru áhyggjuefni
Samkeppnisráðs marklaus með öllu. Við sjáum það líka
í raunveruleikanum, að allt í einu er hægt að lækka far-
gjöld innanlands um helming, eftir áratuga samfelldan
grát Flugleiða út af meintu tapi á innanlandsflugi.
Ef ráðið hefði komið nálægt ákvörðuninni um innlent
flugfrelsi, hefði það einmitt hindrað frelsið með hlið-
stæðri tilvísun til þess, að úttekt hefði leitt í ljós, að tap
væri á innanlandsflugi og að flutningsgeta væri meiri en
næg fyrir þann markað, sem væri „til skiptanna“.
Ráðið fúskaði raunar lítils háttar við sameiningu inn-
anlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í eitt
Flugfélag íslands. Það gerði kröfu til ýmissa ytri forms-
atriða, sem áttu að dylja einokunina, svo sem kröfu um,
að fulltrúar eigendafélaganna sætu ekki beint í stjórn.
Málsaðilar vældu dálítið út af þessum kröfum og
sögðu þær sumpart kjánalegar, sem þær raunar voru.
Engu að síður gátu þeir farið kringum þær og haldið
áfram fyrirhugaðri einokun í skjóli Samkeppnisráðs. Ef
Evrópusambandið hefði ekki komið til skjalanna.
Helzti galli ráðsins er, að það starfar enn að nokkru
eins og það gerði, þegar það hét Verðlagsráð. Breytingar
á gömlu vinnubrögðunum frá haftatímanum hafa verið
svo feimnislegar og hægfara, að það treystir sér ekki
einu sinni til að fara eftir nýju samkeppnislögunum.
Undanþágan í Ameríkusiglingunum sýnir vel, að ráð-
ið hefur ekki enn áttað sig á nýjum lögum og nýjum
tíma. Það er enn að nudda haftastírurnar úr augunum
og veit raunar ekki, hvaðan á sig stendur veðrið, þegar
reynt er að segja því, að ný hagfræði ráði ríkjum.
Vegna þessa hefur Samkeppnisráð brugðist vonum
samkeppnissinna. Markaðsframfarir hér á landi koma
enn að utan, samkvæmt kröfum Evrópusambandsins.
Jónas Kristjánsson
Stærsta verkefni veitustofnana Reykjavíkur um þessar mundir er Nesjavallavirkjun sem mun aö sögn bréfritara
skapa mörg ný atvinnutækifæri fyrir Reykvíkinga.
Sjálfstæöismenn
hækka raforku-
verð í Reykiavík
Það verður
því ekki annað
séð, þegar ein-
stakir borgar-
fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks-
ins eru að
gagnrýna
hækkun gjald-
skrár Raf-
magnsveitu
Reykjavikur,
eins og Gunnar
Jóhann Birgis-
son borgarfull-
trúi þeirra
gerði í DV ný-
lega, en að
hann sé að
beina spjótum
sínum að eigin
Ábyrgö
sjálfstæðismanna
Á borgarstjómarfundi ný-
lega héldu borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins uppi 3-4
klst. málþófi vegna 1,7% gjald-
skrárhækkunar Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Sú hækk-
un var tilkomin vegna 3,2%
hækkunar Landsvirkjunar á
gjaldskrá sinni. Ef hækkun
Landsvirkjunar hefði ekki
komið til hefði Rafmagnsveit-
an ekki þurft að hækka sína
gjaldskrá. í stjórn Landsvirkjun-
ar sitja nokkrir sjálfstæðismenn
sem stóðu að þessari hækkun.
arstjórnarliði sjálfstæðis-
Kiallarinn manna vegna uppgjörs um
fijulldi IIII■ væntanlegan oddvita
þeirra.
Arðurinn til
Reykvíkinga
Veitufyrirtæki Reykjavík-
ur hafa það að markmiði
að veita Reykvíkingum
góða og ódýra þjónustu, en
skila jafhframt eiganda
sinum, Reykjavíkurborg -
og íbúum hennar - hæfi-
legum arði. Sá arður rénn-
ur beint til Reykvíkinga
með einum eða öðrum
hætti því að Reykjavíkur-
borg stendur fýrir marg-
víslegum framkvæmdum
og rekstri á sviði skóladag-
vistar, íþrótta- og um-
hverfismála, svo að
einhverjir þættir séu
nefndir.
Veitufyrirtæki
Reykjavíkur stuðla
lika að atvinnusköp-
im og styrkja atvinnu-
lífið með framkvæmd-
um sínum. Er stærsta
verkefni þeirra um
þessar mundir Nesja-
vallavirkjim, sem
mun m.a. selja raf-
orku til stóriðju en þar skapast
mörg atvinnutækifæri fýrir
Reykvíkinga.
Alfreð Þorsteinsson
Ef Reykvíkingar væru spurðir
að því hvort þeir vildu skipta við
íbúa annarra kaupstaða eða
kauptúna á íslandi á sköttum og
gjaldskrám, sem þeir búa við,
yrði svarið nei. Ástæðan fyrir því
er einfaldlega sú að það er hvergi
ódýrara að búa og lifa en í
Reykjavík. Hér er lægsta útsvar á
landinu. Fasteignagjöld þau
næstlægstu á höfuðborgarsvæð-
inu. Og öll þjónusta á vegum
Reykjavíkurborgar gerist yfir-
leitt ekki betri eða ódýrari. Samt
reyna borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins að sannfæra sjálfa sig
og aðra um hið gagnstæða. Brölt
þeirra ber þó lítinn árangur.enda
vita Reykvíkingar manna best
hvaða kosti Reykjavík býður upp
á í þessum efhum.
Alfreð
Þorsteinsson
borgarfulltrúi
„Ef hækkun Landsvirkjunar
hefði ekki komið til hefði Raf-
magnsveitan ekki þurft að
hækka sína gjaldskrá. í stjórn
Landsvirkjunar sitja nokkrir
sjálfstæðismenn sem stóðu að
þessari hækkun
flokksbræðrum frekar en Reykja-
víkurlistanum. í sjálfu sér kemur
það ekki á óvart miðað við þann
ágreining sem nú er uppi í borg-
Skoðanir annarra
Félagsmálaráðherra
„Páll er ekki lengur sá sami. Svo virðist sem hann
gangi erinda annarra og láti hvern ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins á fætur öðrum hnuðla sér niður eins
og þreyttri rollu af Auðkúluheiðinni. Það virðist því
miður orðinn plagsiður ráðherra Framsóknarflokks-
ins. Um umskipti Höllustaðabóndans eru fleiri dæmi
en tilraunir hans til að einkavæða húsbréf."
Alþýðublaðið 8. júlí.
Eftirlit í fiskveiði-
lögsögu
„Fyrir utan loðnuveiðarnar er lítið um veiðar er-
lendra fiskiskipa innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
Þar er fyrst og fremst um að ræða færeysk skip svo
og skip frá Evrópusambandinu, sem hafa hér mjög
takmarkaðar veiðiheimildir í samræmi við EES-
samninginn. Raunar hefur þeim gengið illa að veiða
upp í þann samning. Sú staðreynd, að norskt skip
hefur verið staðið að slíku broti, sem hér um ræðir
sýnir hins vegar, svo ekki verður um villzt, að
strangt eftirlit þarf að hafa með veiðum fiskiskipa,
sem heimild hafa til að veiða í flkveiðilögsögu okk-
ar. Bersýnilega má búast við hverju sem er.“
Forystugrein Mbl. 8. júll.
Vérslanir á
landsbyggðinni
„Tvöfalt verðkerfi í þeim dúr sem Kaupfélagið hef-
ur fundið upp er ekkert annað en viðvörun til ferða-
manna um að birgja sig upp áður en þeir koma í Mý-
vatnssveit. Þjónar það viðleitni KÞ að halda uppi
heilsársverslun? Afslátturinn til innansveitarmanna
kann að reynast þeim dýr þegar upp er staðið."
Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 8. júlí.