Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 Fréttir Samkeppnisráð telur sveitarfélög raska samkeppni í landbúnaði í Svínavatnshreppi: Niðurgreidd kvótakaup hækka búvöruverð Samkeppnisráð telur opinber af- skipti vegna viðskipta með greiðslu- mark til þess fallin að halda uppi óeðlilega háu kvótaverði á mark- aðnum. Þá telur ráðið aö styrkveit- ingar af slíku tagi geti torveldað nauðsynlega hagræðingu við bú- vöruframleiðslu sem á endanum bitni á neytendum í hærra verði á búvörum. Þetta kemur fram í áliti Sam- keppnisráðs vegna erindis Þorsteins H. Gunnarssonar, bónda að Reykj- um í Torfalækjarhreppi sem í ágúst á síðasta ári óskaði eftir áliti vegna tilboðs sem hann gerði í jörð og greiðslumark í nágrannahreppi sín- um, Svínavatnshreppi. Oddvitinn keypti Um var að ræða jörðina Ljótshóla sem auglýst var tÚ sölu ásamt bú- Þorsteinn H. Gunnarsson, bóndi aö Reykjum: Aðalforingjarnir fengu sveitarstyrk „Aðalforingjamir í hreppnum fengu þama sveitarstyrk til kaupa á kvótanum og bóndinn var fús til að selja þeim. Mér fannst þetta vera áhugavert viðfangsefni að oddvitinn og hreppstjórinn skyldu fara þarna og kaupa sér kvóta með tilstiUi og atbeina sveitarsjóðs. Mér fannst nauðsynlegt að láta Samkeppnis- stofnun skoða þetta,“ segir Þor- steinn H. Gunnarsson, bóndi að Reykjum, segist fagna áliti Sam- keppnisráðs. Hann segir að auk þess að óeðli- legt sé að sveitarsjóðir almennt skuli styrkja einstaka bændur tU kaupa á kvóta hafi hann athuga- semdir við það að oddvitinn skuli sem aðUi málsins hafa komist yfir trúnaðarskjöl sem því tengdust. „Ég merkti tUboð mín sem trún- aðarmál en samt sem áður var odd- vitanum kunnugt um efhi þeirra. Ég veit ekki betur en það varði við lög að hnýsast í einkaskjöl manna og það er sýnu alvarlegra þegar um er að ræða umsýslumenn hins opin- bera. Ég veit ekki hvaða byggða- stefna er fólgin í þessari ráðstöfun þar sem örðugt verður fyrir bónd- ann að halda áfram búskap á kvóta- lausri jörðinni," segir hann. -rt Oddviti Svínavatnshrepps: Hef ekki enn séð úrskurðinn „Ég hef ekki séð úrskurð Sam- keppnisráðs og vil ekkert um þetta mál segja fyrr en ég hef séð hann og kynnt mér hann,“ sagði Jóhann Guðmundsson, oddviti Svinavatns- hrepps, við DV vegna þess álits Samkeppnisráðs að hið opinbera valdi hærra kvótaverði og hækkun á verði búvara með því að styrkja og lána bændum tU kaupa á greiðslumarki. -rt/-SÁ stofni. Þorsteinn gerði skriflegt tU- boð i eignina. TUboði Þorsteins var hafhað en niðurstaðan varð síðan að oddviti Svínavatnshrepps, Jó- hann Guðmundsson, og Ingvar Þor- leifsson hreppstjóri ásamt þriðja að- Ua keyptu persónulega kvóta bónd- ans á Ljótshólum með aðstoð sveit- arfélags síns. Samkeppnisráð leitaði umsagnar forsvarsmanna Svínavatnshrepps, félagsmálaráðuneytis, landbúnaðar- ráðuneytis og Bændasamtakanna. Aðeins Bændasamtökin sáu ann- marka á viðskiptum með greiðslu- mark. Samtökin lýstu því að niður- greiðslur sveitarfélaga vegna kvóta- kaupa leiddu til hækkunar á greiðslumarki i landinu. Hvorugt ráðuneytið taldi þessi mál vera sér viðkomandi og lýstu ekki efnislegri afstöðu. Svínavatns- Samkeppnisráö hefur fallist á það viðhorf Þorsteins H. Gunnarssonar, bónda að Reykjum i Torfalækjarhreppi, að opinber afskipti vegna viðskipta með greiðslumark séu til þess fallin að halda uppi óeðlilega háu kvótaverði á markaðnum og bitna á neytendum í hærra vöruveröi. Hér er Þorsteinn við dráttarvél sína. DV-mynd G. Bender hreppur taldi aftur á móti ekkert vera athugavert við þessi viðskipti, en rétt er að benda á að fyrir hönd Svínavatnshrepps svaraði Jóhann Guðmundsson oddviti sem jafnframt er kaupandi kvótans erindinu. Undir álit Samkeppnisstofnunar- innar rita þrír af fimm nefhdar- mönnum í Samkeppnisráði en tveir létu bóka að þeir sætu hjá við af- greiðsluna. -rt Skjaldbak- an kom úr Glerá DV, Akureyri: „Ég þekki þessa skjaldböku vel því vinur minn setti hana og aðra alveg eins í Glerá á Akureyri," segir Guðni Tómasson, ungur Ak- ureyringur, um skjaldbökufund- inn á Svalbarðseyri sl. mánudag. Jón Stefánsson á Svalbarðseyri fann þá skjaldböku sem er um 1 kg á þyngd, nokkuð litfógur og tæplega 20 cm löng. Jón sagði menn hafa undrað sig mjög á að fmna þetta dýr þarna í fjörunni. Skjaldbakan var farin aö éta rækjur í gær og sagðist Jón reikna með að gefa hana til ný- stofnaðs sjávardýrasafns í Höfn- um á Suðurnesjum. Guðni Tómasson segir að vin- ur sinn hafi átt tvær svona skjaldbökur og þær séu um 20 ára gamlar. Vinur hans þurfti hins vegar að losna við skjald- bökurnar og þar sem enginn fékkst til að taka við þeim sleppti hann þeim í Glerá, við gömlu stífluna. Síöan eru liðnar fjórar vikur en sá tími hefur nægt skjaldbökunni til aö komast nið- m- Glerána og yfir Eyjafjörðinn að Svalbarðseyri. -gk Dagfari Hringt vitlaust - skrifað vitlaust Enn hefur dregið til tíðinda í milliríkjadeilum íslendinga og Norðmanna. Skemmst er að minn- ast þess að Norðmenn tóku Sigurð VE og færðu skipið til hafnar, fyr- ir þá sök að skipstjórinn hafði sleg- ið inn vitlaust símanúmer. Vegna þeirrar handtöku braust út mikil reiði meðal íslendinga, sendiherr- ann var kyrrsettur í Reykjavík og hver þjóðernissinninn á fætur öðr- um kom fram í fjölmiðlum og ásak- aði Norðmenn um aðför að íslensk- um hagsmunum. Vildu þessir þjóðernissinnar all- ir að Norðmönnum væri sýnt í tvo heimana, enda eru þeir sagðir hafa margbrotið allar veiðireglur á mið- unum og veitt loðnu innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu enda þótt sú loðna hafi verið sögð veidd á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn hafa sem sagt svindl- að og komist upp með það og ís- lendingar hafa vitað að Norðmenn hafa verið að svindla en látið það óátalið. Nú ætla íslendingar ekki lengur að leyfa Norðmönnum svindla úr þvi þeir leyfa ekki ís- lenskum skipstjórum að komast upp með það að velja vitlaus síma- númer út á fiskimiðunum. Ef íslendingar mega ekki hringja vitlaust í símann, mega Norðmenn ekki lengur veiða loðnu, sem þeir eiga ekki neitt í. Og Vestmannaey- ingar láta ekki segja sér það tvisvar að tala við menn með tveim hrútshomum. Norskur loðnubátur var staðinn að veiðum og var færð- ur til hafnar í Eyjum og skipstjór- inn ákærður fyrir að hafa falsað dagbækur. Vesalings skipstjórinn játaði strax að hafa skrifað vitlaust, alveg eins og íslenski skipstjórinn viður- kenndi á sínum tíma að hafa hringt vitlaust. íslenski skipstjór- inn brást hinn versti við þegar hann var tekinn fastur fyrir að hafa slegið inn vitlaust símanú- mer, en norski skipstjórinn sá sig strax um hönd og játaði að hafa skrifað vitlaust í dagbókina. Hann fékk að ávarpa réttinn, sem ís- lenska skipstjóranum datt aldrei í hug, enda sjálfur í vígahug. Kannski hafa Norðmennimir held- ur ekki skilið íslendinginn þótt þeir í Eyjum skildu norska skip- stjórann, enda íslendingar betur menntaðir en Norðmenn, sem sýn- ir auðvitað muninn á þessum tveim þjóðum. íslendingar leyfðu Norðmannin- sem Norðmenn tóku ekki í mál, um með öðrum orðum að iðrast, enda er það augsýnilega litið alvar- legum augum í Noregi ef menn hringja í vitlaust númer. Af þessu öllu var ljóst að norski skipstjór- inn var orðinn logandi hræddur og um leið og hann játaði yfirsjón sína sagði hann að þetta hefði ver- ið óvart og hann mundi aldrei gera þetta aftur. Og það sýnir hvað íslendingar eru miklu mildari menn og sáttfús- ari heldur en Norðmenn að nú er búið að fresta málflutningi í máli norska skipstjórans og flytja mála- reksturinn upp á land og norska skipið fékk leyfi til að sigla á mið- in aftur meðan réttað er í máli þess. Skipstjórinn fór sem sagt full- ur iðrunar en Normönnum má nú vera ljóst að norskir veiðimenn komast ekki upp með það framveg- is að ljúga til í dagbókum, hvort heldur þeir gera það meðvitað eða ómeðvitað. Þessari millilríkjadeilu milli Norðmanna og íslendinga er hvergi lokið, ef menn halda áfram að hringja í vitlaus númer eða skrifa vitlaust inn í dagbækur. Sem sýnir hvað það er orðið flókið að stjóma veiðiskipi. Menn verða bæði að kunna tölustafi og bók- stafi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.