Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 |j~i,y;:j 2. júlí 4. júlí 7. júlí 8. Júlí Rokkandi verð á gúrkum Verö á gúrkum hefur rokkað tals- vert í verslunum að undanförnu. Fyr- ir viku var kílóverðið 99 kr. í Bónusi, fór í 149 kr. á föstudag, féll á mánudag í 79 kr. kg en steig í gær í 199 kr. í dag má búast við að gúrkan kosti 149 kr. kg í Bónusi en óbreytt í Hagkaupi. Verð á tómötum hefur hækkað tals- vert, kostuðu 149 kr. kg í síðustu viku í Bónusi en 260 kr. kg í gær. -ST Fékk fjórhjól yfir sig Bóndi frá Örlygshöfn slasaðist þeg- ar fjórhjól hans valt og fór yfir hann á fjallinu Molduxa á Rauðasandi síðdeg- is í gær. Hann missti mátt í fótum, marðist illa og fékk mikla verki í kviðarhol. Maðurinn var að strekkja fjárgirðingu ásamt öðrum manni. Félagi bóndans, sem er formaður björgunarsveitarinnar á Patreksfirði, var með farsíma og hringdi eftir hjálp. Aðstæður voru metnar þannig að ef síminn hefði ekki verið fyrir hendi hefði tekið um þrjár klukku- stundir að komast til byggða og til- kynna slysið. Ákveðið var að óska eft- ir þyrlu Landhelgisgæslunnar enda heföi tekið óratíma að bera manninn yfir ófærur og slóða. TF- LÍF var flog- ið áleiðis að staðnum. Hún tók lög- X- regluvarðstjóra síðan upp í til að að- stoða við að finna slysstað sem fannst skömmu síðar - rafhlaða í síma björg- unarsveitarmannsins var þá hætt að virka. Eftir það var flogið með mann- inn á Sjúkrahús Reykjavíkur í Foss- vogi. Samkvæmt upplýsingum DV í morgim voru meiðsl mannsins minni en óttast var í fyrstu. -Ótt Verndartollar á káli Landbúnaðarráðuneytið hefur sett vemdartolla á innflutt hvítkál og blómkál, þannig að vænta má talsverðra hækkana á næstu dög- um. Á sama tíma er lítið sem ekkert ^vframboö af innlendri framleiðslu á markaðnum. -ST /þeir fella mann OG ANNAN-í HAFNARFIRPI! Ríkissaksóknari meö lögheimili í sumarbústað: Ekkert heilsárs- leyfi á staðnum - segir bæjarstjóri Kópavogs um fasta búsetu viö Elliðavatn Hallvarður Einvarðsson flutti ný- lega lögheimili sitt í nýbyggðan sumarbústað að Vatnsendabletti 134 í landi Kópavogs. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir í samtali við DV að sér komi þetta á óvart þar sem eng- in heilsársleyfi, eða leyfi til fastrar búsetu hafi verið gefm út vegna bú- staðanna í næsta nágrenni Elliða- vatns. „Heilsársleyfi er á engum af bústöðunum á þessu svæði,“ segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Aðspurður um viðbrögð bæjaryf- irvalda i framhaldinu sagði Sigurð- ur að þetta hlyti að vera alveg nýtil- komið. „Þú verður að spyrja Hag- stofuna að því hvort menn hafi leyfi til að skrá lögheimili í sumarbú- stað.“ „Menn eiga að vera skráðir þar Sumarbústaöur og nýtt lögheimili Hall- varös Einvarössonar ríkissaksóknara aö Vatnsendabletti 134 í landi Kópa- vogs. Bæjarstjóra Kópavogs kom á óvart þegar DV upplýsti hann um aö bú- staöurinn væri lögheimili ríkissaksókn- ara. Bæjarstjóri kvaöst ekki vita betur en lög leyfðu ekki fasta búsetu í sumar- bústaö. DV-mynd PÖK sem þeir búa og yfirleitt er fólk skráð í íbúðarhús, en í einhverjum tilvikum er búið að samþykkja bú- stað sem heilsárshús eins og er al- gengt á Vatnsendasvæðinu þar sem fjöldi fólks á lögheimili,“ sagði Skúli Guðmundsson, skrifstofústjóri á Hagstofunni, í samtali við DV. Skúli sagði að hvert bæjarfélag ráði i raun hvernig fólk skráir lög- heimili sitt. Hafi menn heimild bæj- arfélagsins til að skrá sig i sumar- húsum fari þjóðskráin ekkert að breyta því. Sumarbústaður Hallvarðs Ein- varðssonar ríkissaksóknara stendur á viðkvæmu svæði við Elliðavatn. Vegna vatnsverndunarsjónarmiða hafa nýbyggingar verið bannaðar á þessu svæði og nýr bústaður Hall- varðs því verið umdeildur og m.a. verið um hann fjallað í fjölmiðlum. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir í samtali við DV að svæðinu sé skipt upp i þrjá áhættu- flokka, en í þeim fyrsta er öll byggð bönnuð. Það svæði sem bústaður Hallvarðs tilheyri, sé í flokki tvö. Á því sé byggð ekki bönnuð en engar nýbyggingar leyfðar. „Við höfum gefið leyfi tO að fólk fái að viðhalda húsum og endurnýja þau og þar á meðal er Hallvarður Einvarðsson. Við höfum ekki lagst af hörku gegn því að menn endurnýjuðu hús sín á svæðinu vegna þess að þá hafa þeir um leið tekið allt frárennsli og lagn- ir og komið þeim í lag. Við verðum þannig betur sett á eftir í vatns- verndarmálum." -SÁ Honum þykir sopinn greinilega góöur, þessum vaska víkingi, sem er hér aö gleðja sig á víkingahátíö í Hafnarfiröi. Vegna hennar eru nú staddir hér fjölmargir erlendir víkingar sem eiga áreiöanlega eftir aö lyfta hornum á góöri stundu. Hátíöin stendur til 13. júlí. DV-mynd E. Ól. Veðrið á morgun: Hlýjast sunnan- lands Á morgun verður suðaustlæg eða breytileg átt. Á Suðausturl- andi verður nærri samfelld rigning en skúrir annars stað- ar. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast um landið sunnan- vert. Veðrið í dag er á bls. 45 Hafnarfjörður: Meirihluta- samstarf búið að vera Á föstudagskvöld verður haldinn fundur stjómar fulltrúaráðs, bæjar- fulltrúa og þingmanns Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Á fundinum verður lagt til að meirihlutasam- starfi krata og Jóhanns G. Bergþórs- sonar og Ellerts Borgar Þovaldsson- ar verði slitið. Verði tillagan sam- þykkt, sem talið er öruggt, verður boðaður fulltrúaráðsfundur strax eftir helgi þar sem málið verður formlega afgreitt. Samkvæmt heimildum DV em bæjarfulltrúarnir Tryggvi Harðar- son og Valgerður Guðmundsdóttir hlynnt því að slíta meirihlutasam- starfinu. Ómar Smári Ármannsson hefúr ekki geffö sig upp í málinu að þessu sinni, en Ingvar Viktorsson er á móti. Foringi krata í Hafnarfírði, Guðmundur Árni Stefánsson, er sagður vilja slíta samstarfmu. Alþýðubandalagsmenn eru til- búnir til að koma til samstarfs við krata fram að kosningum í vor. -S.dór Matvöruverslanir, þjónusta í þína þágu um land allt. [ i§pín vftdnn / Pantið í tíma! 22 dagar til þjóðhátíðar FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bókanir í síma 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.