Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 JL>V
útlönd
Mestu aðgeröir þýska hersins á friðartímum:
Þúsundir fluttar
frá flóðasvæðum
stuttar fréttir
Burt frá Mars
Tveir karlar frá Jemen, sem
gera tilkall til reikistjömunnar
Mars, hafa höfðað mál á hend-
ur bandarísku geimferðastofn-
uninni vegna flaugarinnar sem
fór til Mars á dögunum.
Cook þrýstir á í Bosníu
Robin Cook, utanríkisráð-
herra Bretlands, heldur til
Bosníu í
næstu
viku þar
sem hann
mun vara
leiötoga
þjóðar-
brotanna
við afleið-
ingunum
leggi þeir
\ sig ekki meira fram um að
fylgja friðarsamningunum frá
Day-ton.
Grænfriðungar ásaka
Samtök Grænfriðunga saka
bresk stjómvöld og helstu ol-
íufyrirtæki heimsins um illa
meðferð á umhverfinu með ol-
| íuvinnslu í Atlantshafi.
Rannsaka barnamök
Norska herlögreglan í Ósló
rannsakar hvort norskir liðs-
foringjar á vegum SÞ hafi
keypt sér barnungar vændis-
konur í Angóla, segir í Aften-
posten.
Hrefnuveiðum lokið
Hrefnuvertíð Norðmanna er
lokið og veiddust 503 dýr, 77
færri en að var stefnt. Vont
veður hamlaði veiðum.
Rifist í Verkó
Deilur eru komnar upp í
breska Verkamannaflokknum
um hver eigi að vera frambjóð-
andi flokksins í aukakosning-
um í Uxbridge í vesturhluta
Lundúna.
Ciller ekki rannsökuð
Tyrkneskur dómstóll ákvað
í gær að ásakanir á hendur
Tansu Ciller, fyrrum forsætis-
ráðherra, um að hafa þegið fé
fyrir að vinna gegn þjóðar-
hagsmunum skyldu ekki rann-
sakaðar frekar.
Ráðherra fer frá
Forsæt-
isráð-
herra
Lettlands
lét undan
þrýstingi
í gær og
sagðist
mundu
segja af
sér vegna
spillingarmála ríkisstjóminni.
Reuter
20 ára bið senn á enda:
Nýr Rolls
væntanlegur
Graham Morris, forstjóri bilaverk-
smiðju Rolls Royce, hefur tilkynnt
að ný gerð af Rolls Royce fari senn i
framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn í
tæp 20 ár sem þessi fornfrægi bíla-
framleiðandi kynnir nýja bílagerð.
Nýjasta gerðin af Rolls Royce heitir
Silver Spirit eða Silfurvofan en hún
hefur verið framleidd síðan árið
1980.
Forstjórinn lét lítið uppi um nýja
bOinn en sagði þó að hann yrði nú-
tímalegri og meira í takt við tíðar-
anda nútímans heldur en núverandi
framleiðsia en Silfurvofan þykir
minna um of á horfna tíma stétta-
skiptingar. Með nýja bílnum er ætl-
unin að ná til annarra þjóðfélags-
hópa en þeirra sem hingað til hafa
verið helstu kaupendur nýrra Rolls
Royce-bíla. Þeir hafa einkum verið
fólk af aðalsættum eða af gamalgrón-
um auðfjölskyldum. Nú þykir hins
vegar tími til kominn að framleiða
bíl sem nýríku eða vel stæðu fólki
líst á og vill eignast Reuter/SÁ
Hermenn hófu brottflutning ibúa
í austurhluta Þýskalands í gær eftir
að enn einn flóðgarður í á brast og
flóð urðu á vatnasvæði árinnar
Oder.
Þrjú hundruð björgunarsveitar-
menn unnu einnig hörðum höndum
að því að styrkja enn einn flóðgarð-
inn.
Þrjú þúsund hermenn styrktu
bakka Oder-ár til að koma í veg fyr-
ir frekari flóð. Þetta eru mestu að-
gerðir þýska hersins á friðartímum
frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð-
ari.
Embættismenn sögðu að það
hefði skelfilegar afleiðingar ef flóð-
garðar í Oderbruch-héraöi norður
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, hefur tilkynnt
palestínsku heimastjóminni að
hann muni stöðva fyrirhugaðar
framkvæmdir við byggingu gyð-
ingaibúða í hjarta arabíska hluta
Jerúsalem.
„Frá og með þessari stundu er
ákvörðunin sú að þetta verði ekki
leyft og það er nákvæmlega það sem
mun gerast," sagði David Bar-Illan,
af bænum Frankfurt an der Oder
létu undan. Land þar liggur mjög
lágt. Það var ræst fram og gert að
ræktarlandi fyrir 250 árum og flóð-
garðar gerðir af manna höndum
vernda það gegn ágangi Oder-ár.
„Við getum ekki búist við að flóð-
garðamir standi mikið lengur. Útlit-
ið er mjög dökkt,“ sagði talsmaður
björgunarmanna
Embættismenn sögðu að allt
svæðið, um eitt þúsund ferkílómetr-
ar, færi á kaf á örfáum klukku-
stundum ef flóðgarðamir brystu og
því fyrirskipuðu þeir að íbúarnir
skyldu fluttir á brott.
Manfred Stolpe, forsætisráðherra
Brandenburgar-fylkis, kallaði flóðin
fjölmiðlafulltrúi Netanyahus, í við-
tali við ísraelska útvarpið.
Hann sagði að Yasser Arafat, for-
seta Palestínumanna, hefði verið
skýrt frá þessu seint á fimmtudags-
kvöld og að hann hefði lýst ánægju
sinni með skýringarnar.
Bogarstjórn Jerúsalem veitti
bandarískum kaupsýslumanni á
fimmtudagskvöid leyfi til að reisa
nokkra tugi húsa í arabíska hverf-
hin verstu sem hefðu orðið í hérað-
inu í meira en þúsund ár.
Embættismenn sögðu að um þrjú
þúsund manns í tveimur þorpum
yrðu að fara að heiman. Brottflutn-
ingurinn gekk hægt fyrir sig.
í Oderbruch-héraði hringdu
kirkjuklukkur og sjónvarpsstöðvar
sögðu fimm þúsund íbúum í 17
þorpum að búa sig undir brottflutn-
ing. Yfirvöld sögðu að allt að tutt-
ugu þúsund manns í Oderbruch
yrðu að fara að heiman ef flóðgarð-
urinn, sem björgunarsveitarmenn-
irnir þrjú hundruð eru að reyna að
styrkja, héldi ekki. Björgunar-
sveitarmenn nota 65 þyrlur og 100
báta við störf sín. Reuter
inu Ras al-Amoud. Sú ákvöröun
vakti mikla reiði í herbúðum Palest-
ínumanna. Einn ráðgjafa Arafats
sagði hana vera stríðsyfirlýsingu og
brot á friðarsamningum sem gerðir
hefðu verið frá árinu 1993.
Friðarferlið í Mið-Austurlöndum
hefur verið í uppnámi frá því í mars
þegar framkvæmdir hófust við aðra
byggð gyðinga i arabíska hluta Jer-
úsalem. Reuter
Jospin gagn-
Irýnir útgöngu-
bann barnanna
Lionel Jospin, forsætisráð-
herra Frakklands, gagnrýndi í
gær miðnæturútgöngubann fyr-
ir börn yngri en þrettán ára í
nokkrum
borgum
landsins.
Hann sagði
bannið mis-
ráðna aðferð
til að beijast
gegn glæpum
ungmenna.
i; „Við get-
I um ekki leyst þess háttar
! vandamál með svona útgöngu-
banni sem minnir okkur á aðra
tíma,“ sagði Jospin í viðtali við
| franska útvarpsstöð.
Útgöngubannið er í gildi í
sumar í borgum eins og Dreux
| og Gien, vestur af l’arís, þar
| sem íhaldsmenn eru við stjórn-
, völinn.
Tilgangur útgöngubannsins
! er m.a. að koma í veg fyrir að
f ungmennin stundi skemmdar-
* verk í skólafríunum.
I Dauðsföllum af
völdum eitur-
lyfja fjölgar
j Gæði fíkniefnanna, sem eru á
í markaði í Danmörku, eru svo
breytileg að sífellt fleiri dansk-
ir fikniefnaneytendur deyja af
s völdum of stórra skammta, seg-
ir í danska blaðinu Politiken.
j Nýleg rannsókn á heróíni,
sem lögreglan hefur lagt hald á,
| sýnir að hreinleiki þess er frá
I því að vera tíu prósent upp í
!; níutíu prósent.
| „Fjölbreytnin er ein af helstu
f ástæðunum fyrir því hversu
i margir deyja hér af völdum eit-
urlyfja," segir efnafræðingur-
' inn Elisabet Kaa frá háskólan-
um í Árósum.
Sambandssinn-
ar verði með í
viðræðunum
Bertie Ahem, forsætisráð-
herra Irlands, og Gerry Adams,
!! leiðtogi Sinn Fein, pólitísks
| arms IRA, hvöttu sambands-
j sinna á Norður-írlandi í gær til
f að taka þátt í fyrirhuguðum
i friðarviðræðum.
Milosevic lofar
að láta af fjöl-
miðlakúgun
Slobodan Milosevic, forseti
júgóslavneska sambandslýð-
veldisins, hefur lofað að láta af
j afskiptum yfirvalda af fjölmiðl-
um og
tryggja að
j frambjóöend-
ur í kosning-
unum í
j Serbíu í
|j haust fói
heiðarlega
umfjöllun.
[!’ Tanjug frétta-
j stofan skýrði frá þessu í gær.
Nokkrir stjórnarandstöðu-
I flokkar lýstu því hins vegar yf-
ir aö þeir mundu samt snið-
ganga kosningamar.
Starfandi forseti Serbíu,
1 Dragan Tomic, ákvað í gær að
| fbrseta- og þingkosningarnar
1 skyldu fara fram 21. september.
; Milosevic lét af embætti Serbíu-
; forseta í vikunni þegar hann
I tók við embætti Júgóslavíufor-
j seta.
Milosevic hitti Vuk
IDrascovic, leiðtoga stjómarand-
stöðunnar, á fimmtudag þar
sem Drascovic setti fram skil-
yrðin fyrir þátttöku sinni í
kosningunum. Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis 1
i ! London 1 ! Frankfurt I ! Tokyo i i Hong Kong
DAX-40
A M J J
21000
20500
20000
19500
19000
18500
18000
Nlkkel
20286,23
M J J
16000
15000
13000
12000
Haníí Seng
15709,23
340
320
300
280
-J
260
'■wmmmBm
A M J J
I MBSHIH j Bensín 95 okt. 2 Bensín 98 okt. HráoUa
2500 j n 1 2000 230 230 25
fíh 196 210 18,7
1500 1755 1000 200 200 ”cS%*H
500 Z ísu xy mmmm
, 91
$/l A M J J $A A M J J $/t A M J J tunna A M J J |
U2I
Dádýrin hafa líka fengið aö kenna á flóðunum í Þýskalandi að undanförnu, rétt eins og mennirnir. Hér má sjá tvo
vaska björgunarmenn flytja dádýr á öruggan staö. Dýrið króaðist inni þegar flæddi inn í þorpiö Wiesenau. Flytja
þurfti burtu íbúana á stórum svæöum við ána Oder í gær. Símamynd Reuter
Palestestínumenn segja byggingaráform stríðsyfirlýsingu:
Netanyahu ætlar að koma í
veg fyrir framkvæmdirnar