Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 JjV s sælkerínn Helgi sagðist í samtali við DV vera mikill matmaður og að kjúkiingarétturinn henti sér afar vei, léttur í maga og trufli ekki einbeitinguna við skreytilistina. DV-mynd Sigrún Lovísa Helgi Aðalsteinsson tattú: - getur ekki klikkað, segir skreytilistamaðurinn „Þetta er alveg frábær réttur og mér finnst rosalega gott að eiga steiktan kjúkling í ísskápnum til þess að geta hent þessum rétti í ofn- inn þegar ég er að flýta mér. Þetta er vinsæll réttur á mínu heimili og ég er nýr og betri maður þegar ég hef gleypt hann í mig,“ segir Helgi Aðalsteinsson tattú. Hann er sæl- keri dagsins. Helgi býður upp á kjúklingarétt sem hann heldur mik- ið upp á. Skoðum hvað er í honum: 1 kjúklingur 1 dós kjúklingasúpa (Cream Campell) 1 bolli majones rifinn ostur karrí Aðferð Kjúklingurinn er steiktur eða soðinn og síðan rifinn niður í eld- fast mót. Blandið saman kjúklinga- súpunni og majonesinu. Örlitlu kar- rii er dreift yfir og síðan er ostur rifinn yfir allt saman. Þetta er síðan haft í ofni í 20-30 mínútur. Helgi segist aðallega nota ferskt grænmeti með þessum rétti en mæla má með hrísgrjónum og brauði til viðbótar. „Þetta getur ekki klikkað," segir Helgi Aðalsteinsson. -sv Kjúklingur í appelsínusósu Fátt er heilnæmara en kjúklingur, ekki sist yfir sumartímann. Hér bjóð- um við upp á grillaðan kjúkling í appelsínusósu. Hreint lostæti. Uppskrift- in miöast við 6-6 manns. jnatgæðingur vikunnar_________________________ w w Eftirréttur sem börnin kalla frumskógar-marengs: Kaloríubomba 2 kjúklingar y21 appelsínusafi 2-3 msk appelsínulíkjör 1 msk. hunang 100 g smjör 2 appelsínur ferskt basilikum - segir Helga Jörgensen hjúkrunarfræðingur Byijið á að hluta kjúklinginn niður. Setjið bitana í smurt, eld- fast mót og hellið safan- um, líkjömum og hun- anginu yfir. Grilliö í ofni í hálftíma við 175-200 gráðu hita. Á tíu mín- útna fresti skuluð þið ausa sósunni yfir kjúklingabitana. Þannig kemst bragð í kjötið og skinnið verður stökkara. Fjaríægið bitana úr mót- inu að hálftíma loknum og haldið þeim heitum. Hellið sósunni í pott og látið suðuna koma upp. Bætið smjörinu út í og hrærið. Takið pottinn af hellunni og saltið og piprið eftir smekk. Ágætt er að rífa smávegis appel- sínubörk út í sósuna. Þá má bera kjúklinginn fram með appelsinuskíf- um og basilikum. Gott er að hafa með hrísgrjón og létt hrásalat. smekk. Helga mælir einnig sérlega með að nota rommsúkkulaðikúlur, annað hvort sem viðbót eða í staðinn fyrir Daim-kúlur. Næst er efri botn- inum skellt á og afgangurinn af krem- inu settur yfir alla kökuna, barmana líka. Gott er að geyma kökuna í kæli í sólarhring áður en hún er borin fram. Þá hefst líka það skemmtilegasta; skreytingin. Helga setur ofan á flestar þær berja- tegundir sem eru við höndina, s.s. blá- ber, kirsuber, jarðarber og vínber. Einnig má dreifa afgangi af Daim- eða rommkúlum ef til er. Helga mælir einnig með banönum, skornum í tvennt eftir endilöngu. „Síðan skreyti ég kökuna gjarnan með hvannar- blöðum eða einhverju öðru sem ég tíni úti í garði. Á haustin set ég t.d. reyni- ber,“ segir Helga sem skorar á Þóru Leósdóttur iðjuþjálfa sem næsta mat- gæðing. -bjb Helga Jörgensen hjúkrunar- fræðingur með geggjaðan eftirrétt, frumskógar-marenge, skreyttan meö hvannarblööum. DV-mynd GVA „Þetta er brjálæðislega vinsæll eftir- réttur, leikinn af fingrum fram. Börn- in kalla þetta frumskógar-marengs og er algjör kaloríuboma," segir Helga Jörgensen, hjúkrunarfræðingur og matgæðingur vikunnar, um upp- skriftina sem hún gefur okkur upp. Þetta er tveggja botna mar- enge-terta með kremi á milli. Tilvalinn eftirréttur um vetur, sumar, vor og haust. Við byrjum á að upplýsa um innihaldið, fyrst eru það botn- amir: 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 1 tsk. lyftiduft iy2 bolli Rice Crispies iy2 bolli kornflögur Kremið: 2 pelar þeyttur rjómi 70 g suðu- súkkulaði Daim- eða rommkúlur Bananabitar Það er að sjálfsögðu byrj- að á að stífþeyta eggjahvítumar og sykurinn. Lyfti- duftinu bætt út í ásamt Crispies og kornflögum. Þetta er bakað í ofni. Þá má taka til við krem- ið. Súkkulaðið er brætt út í þeyttan rjómann. Að loknum bakstri er helmingur kremsins settur yfir neðri botn- inn. Þar ofan á er gott að dreifa Daim-kúlum og bananabitum, bara eftir Pasta og baunir Hér kemur einn að ítölskum hætti fyrir þá sem vilja létta og góða grænmetisrétti. í honum er ferskur kúrbítur og rauður lauk- ur, blandað í pasta, tómata og baunir. í hann þarf: 120 g ósoönar pastaskrúfur (annað en skrúfúr ef vill) 1 msk. smjör 1 stóran rauðan lauk, saxaðan 2 tsk. pressaðan hvítlauk 450 g dós af garbanzo baunum, hreinsuðum, án vökva 400 g dós af tómötum, í teningum, með vökva 2 meðalstóra kúrbíta, skoma í bita hálfan bolla rifínn chedarella-ost Gulrætur í sítrónusósu Aðferð Sjóðiö pasta samkvæmt leið- beiningum á pakka og á meðan er smjörið hitað á pönnu, bætið lauk og hvítlauk út í. Sjóðið á meðal- hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur (4 til 5 mín.), hrærið ann- að slagið. Setjið restina af hráefn- inu út á pönnuna, bætið pastanu út í og sjóðið áfram í 10 mín. und- ir loki. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Stráið osti yfir hvem disk í lokin. Til þess að halda áfram með hollustuna er hér gefin uppskrift að gulrótarrétti í sítrónusósu. í hann þarf: Um y2 kg smáar gulrætur salt og pipar 1-2 sítrónur 2 msk. smjör 1-1 y2 msk. hveiti 2 dl rjómi 2 eggjarauður steinselja eða sítrónuduft Aðferð Skerið hreinsaðar gulræturnar í 13-4 sentímetra bita og sjóðið í létt- söltu vatni þar til þær verða mjúk- ar. Hellið soðinu af og geymið. Setjið smjörið i pott og hrærið Íhveitið út í. Látið sjóða viö vægan hita smástund. Jafnið sósuna út með soðinu og sjóðið áfram í smá- I stund. Hrærið saman eggjarauður og rjóma. Hellið örlitlu af heitu sósunni saman við og síðan öllu út í heitu sósuna. Nú má þetta ekki sjóða. Bragðbætið með sítrónuduftinu, salti og hvítum pipar. Þeytið 1 msk. af köldu smjöri saman við og Íhellið gulrótunum í sósuna. Stráið loks steinselju eða sítrónudufti yfir og berið fram með steiktum fiski, söltuðu eða reyktu kjöti. -sv ■ I I I ( i ( ( [ ( ( í I t I l I l ( I I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.