Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 Þingvellir frá nýju sjónarhorni - ævintýrasigling í fögru umhverfi Heimamenn í Þingvallasveit tóku í fyrra upp það nýmæli að bjóða siglingar um ÞingvaUavatn undir merkjum fyrirtækisins Þingvalla- siglinga. Ferðimar mæltust það vel fyrir hjá ferðamönnum að ákveðið var að hafa framhald á bátsferðum um Þingvallavatn í sumar. Með þessari þjónustu geta ferða- menn og sumarbústaðafólk notið heillandi náttúru Þingvallasvæðis- ins frá nýju sjónarhomi. Ferðimar eru farnar undir traustri stjóm og í fylgd staðkunnra heimamanna. í boði eru sérferðir til dæmis með viðkomu á hinum dulúðlega stað Amarfelli. Þar er útsýni yfir svæð- ið ægifagurt. Jafnframt em farnar sólarlags- og myndatökuferðir. Skemmtilegast í blíðviöri „Aðsókn að ferðunum ræðst að sjálfsögðu mikið af veðrinu. Skemmtilegast er að fara um vatnið í blíðviðri. Framan af sumri hefur verið svolítið vindasamt. Við höfum stundum bryddað upp á því að bjóða farþegum sem þess óska upp á kaffi og smurt brauð með reyktum Þingvallasilungi og fleiru. Fólki þykir áhugavert að fá fisk úr vatn- inu. Stundum getur verið svalt á vatninu og því hressandi að fá sér smá kaffisopa. Við höfum ekki selt þessar veitingar heldur boðið þær þegar þannig stendur á. Feröimar hafa verið vinsælar meðal starfs- mannahópa," segir Ómar G. Jóns- son, einn eigenda Þingvallasiglinga. Siglt er um vatnið á traustum 20 farþega Sómabát, Sóma 860. Lagt er upp frá landi Skálabrekku í Þing- vallasveit. Báturinn er búinn öllum öryggisbúnaði samkvæmt strön- gustu kröfum frá Siglingastofnun íslands. „Við munum reyna að sigla út Sómabáturinn Sómi 860 siglir um Þingvallavatn. Á slíkum siglingum má sjá Þingvallasvæöiö frá nýju sjónarhorni. Lagt er upp í Þingvallasiglingarnar frá landi Skálabrekku í Þingvalla- sveit. október ef veður leyflr. Á haustdög- um er Þingvallasvæðið ægifagurt í haustlitum. Mjög áhugavert er að sigla þá um vatnið og bera saman svæðið frá liðnu sumri. Þetta er upplagt tækifæri fyrir alla aldurs- hópa sem vilja komast í ævintýra- ferð í rólegu og fögru umhverfi. Á slóðir þar sem stórurriðinn í Þing- vallavatni sveimaði um djúpið fyrr- um.“ -VÁ Sumarið er tími ferðalaga. Fólk ekur um landið eða dvelur í sumar- bústaðnum. Þótt dvalið sé að heim- an þurfa áskrifendur ekki að missa af DV. Við sjáum um að senda DV í sumarbústaðinn. Þeim sem eru á faraldsfæti bjóðum við áskriftarseðla. Fram til 1. september gefst áskrifendum DV kostur á að hringja og flyfja áskrift sína yfir á áskriftarseðla sem gilda á öllum bensínstöðvum Skeljungs á landinu. Þegar áskrifandi DV hyggst fara í frí hringir hann einfaldlega í áskriftardeild DV í síma 550 5000 og segir hve lengi hann verður í burtu. Viku síðar berast honum áskriftar- seðlar í pósti, jafnmargir og tryggja honum aðgang að DV meðan hann er í fríi. Þetta fyrirkomulag er einkar þægilegt þegar ferðast er vítt og breitt um landið. Með áskriftarseðl- unum má nálgast DV nánast hvar sem er. Sé Shellstöö á næstu grös- um er tryggt að áskrifandinn fær blaðið sitt. Allir sem verið hafa áskrifendur mánuðinn á undan geta notið þess- arar þjónustu. Hafa skal í huga að afhendingartími áskriftarseðlanna er fimm dagar, það er frá því beiðni um seðlana berst áskriftardeild og þar til þeir berast áskrifandanum í pósti. Dvelji áskrifendur í sumar- bústað býðst þeim að fá blað- ið sent á nálæg- an sölustað. Fjölmargir hafa kosið að nýta sér áskriftarseðla DV á ferðalagi sínu um landið. Við- brögð áskrifenda við þessari þjón- ustu hafa verið mjög jákvæð. -VÁ Ingveldur Frímannsdóttir: Áskriftar- seðlarnir komu sér vel „í fríinu fórum við með tjald- vagninn norður á Akureyri. Síðan lá leið okkar austur á Egilsstaði. Við vorum samtals í tíu daga. Ingveldur Frímannsdóttir, ásamt dætrum sínim. DV-mynd E.ÓI. Hafið DV einnig með í ferðalagið - áskriftarseðlar tryggja þár DV á næstu Shellstöð Áskriftarseðlarnir voru mjög þægilegir á þessu ferðalagi okkar. Þeir komu sér afskaplega vel. Ég er mjög hlynnt þessu kerfi og finnst það virkilega sniðugt," seg- ir Ingveldur Frímannsdóttir. Þau hjónin eru ein af þeim fiölmörgu ánægðu áskrifendum DV sem tryggðu sér blaðið í ferðalaginu með áskriftarseðlum. „Við höfum aldrei notfært okk- ur þessa þjónustu áður en munum örugglega nota hana í framtíð- inni.“ -VÁ Þingvalla- vatn Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á íslandi, 83,7 km2 að meðtöldum eyjunum, sem eru 0,5 km2 að stærð. Þær eru þrjár og heita Sandey, Nesja- ey og Heiðarbæjarhólmi. Vatnið er talið um 12 þúsund ára gamalt. Þar sem vatnið er Inotað sem miðlunarlón fyrir raforkustöðvar er vatnsborðs- hæð örlítið mismunandi en um 101 metra yfir sjávarmáli að meðaltali. Mesta dýpi er um 114 metrar. Meðaldýpt er um 34 metrar. Myndun vatnsins Þingvallavatn hefur mynd- ast við landsig og hraunstíflu. Það er staðsett á Atlantshafs- hryggnum, einmitt þar sem gliðnun hans fer fram. Út í vatnið liggja sprungur og gjár. Víða neðan vatns eru hrikalegir hamraveggir, eink- um utan Hestvíkur í Hnúka- djúpi norðvestur af Nesjaey og í Sandeyjardjúpi, norð- norðvestur af Sandey. Þar er vatnið dýpst. Líf í vatninu Mikil veiði er í Þingvalla- vatni. Gefur það af sér árlega allt að 10 kg af fiski á hektara. Þar þekkjast einar 8 fiskteg- undir og afbrigði þeirra. Mik- ill gróður er í vatninu og hafa rannsóknir sýnt að þriðjung- ur botnsins er þakinn gróðri. Saga Þingvallavatns Saga Þingvallavatns nær aftur á ísöld og hefur vatnið mátt þola miklar sviptingar. í lok ísaldar var það jökullón sem jökull, er lá að Dráttar- hlíð og Grafningshálsi, stífl- aði. Jöklarnir hörfuðu og vatnsborðið stóð fáeinum metrum neðar en nú. Hægt en stöðugt seig landið í sigdaln- um norður frá Hengli og vatn- ið dýpkaði. Jökulár runnu lík- lega frá Langjökli um dal suð- ur til Þingvallavatns og gerðu vatnið jökulgi-uggugt. Stórgos varð í dalnum norðan við vatnið fyrir tæplega 10 þús- und árum. Skjaldbreiður myndaðist og sendi hraun suður í vatnið er þrengdu að því. Annað stórgos varð til- tölulega skömmu síðar, eða fyrir um 9 þúsund árum, norðaustur af Hrafnabjörg- um. Hraun frá þessu gosi runnu yfir Skjaldbreiðar- hraunið neðan vatnsins og út í vatnið svo að það minnkaði til muna. Þetta hraun rann j einnig suður með austurjaðri vatnsins og stíflaði það við Sog. Við þetta hækkaði í vatn- I inu um 12-13 metra en Sogið gróf sig síðan niður og lækk- aði vatnið á ný um 7-8 metra. Eftir það hefur vatnið sífellt verið að stækka til norðurs í í sigdældinni austur frá Þing- völlum. Fyrir 2-3 þúsund árrnn gaus í vatninu og þá myndaðist Sandey sem er stærsta eyja í stöðuvatni hér á landi. Árið 1959 var útfall Sogsins stíflað. Frá þeim tíma hefur rennsli vatns og vatnshæö verið stjómað af mönnum. Landnámabók nefnir vatn- ið Ölfusvatn. -VÁ/íslandshandbókin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.