Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 32
40
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 DV
Hef ekki
vandræðum
- segir Eiríkur Jóhannsson, 29 ára útibússtjóri
lent í neinum
vegna aldursins
Landsbankans á Akureyri og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi
DV, Akureyri:
Gamla bankastjóraímyndin, sú
að í stólnum sitji gamall feitur karl,
gjaman með stóran vindil í munn-
vikinu, er á undanhaldi. Sífellt
yngri menn eru að taka við banka-
stjórastöðunum, a.m.k. víða, þótt
enn megi sjálfsagt finna banka-
stjóra sem svara til lýsingarinnar
hér að framan. Sú lýsing á þó ekki
við Eirík Jóhannsson, útibússtjóra
Landsbanka íslands á Akureyri.
Hann er aðeins 29 ára og ekki beint
karlalegur. Morguninn þegar DV
hitti hann að máli snaraðist hann
inn í bankann í gallabuxum og
vinnuskyrtu, ekki beint „banka-
stjóralegur", en fyrir dymm stóð
reyndar að fara í ferðalag um Norð-
urland með eldri borgumm Akur-
eyrar. Eiríkur er einnig svæðis-
stjóri Landsbankans á Norðurlandi
og þannig yfirmaður allra útibúa
Landsbanka íslands í landsfjórð-
ungnum.
Hann er Akureyringur; „fæddur
og uppalinn á Brekkunni" eins og
hann orðar það sjálfur. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1988, fór þá í hagfræði
við Háskóla íslands og útskrifaðist
þaðan árið 1991. Þá fór hann að
vinna sem tengiliður bankans á Ak-
ureyri við fyrirtæki þar til hann
hélt í framhaldsnám til Bandaríkj-
anna. „Þaðan kom ég heim haustið
1994, fór í sama starfið við bankann
og ég hafði verið í áður en 1. júlí á
síðasta ári varð ég útibússtjóri."
Gleymdist að yngja upp
Er ekki óhætt að segja að þetta sé
fremur óvenjulegur og hraður fram-
gangsmáti í bankakerfinu, og þá
e.t.v. ekki síst innan Landsbankans,
að menn „nýskriðnir" út úr námi
séu ráðnir útibús- og svæðisstjórar?
„Það hefur verið það en í dag er
þetta ekki neitt merkilegt. Bankinn
er byijaður að yngja upp en það var
nokkuð sem hafði gleymst að gera
eins og víðar. Ég er e.t.v. ekki sá
fyrsti af yngri mönnunum sem fá
þessa ábyrgð í starfi útibússtjóra en
ég er sá fyrsti í starfi svæðisstjóra
af yngri mönnunum.
Um leið og ég er útibússtjóri
bankans á Akureyri er ég svæðis-
stjóri fyrir allt Norðurland en við
erum með útibú allt frá Skaga-
strönd í vestri og austur á Raufar-
höfn þar sem austasta útibúið er,
þótt viðskiptalega teygjum við okk-
ur mun víðar."
Krefjandi starf
Getur þú lýst í fáum orðum starfi
útibús- og svæðisstjórans?
„Ég held að það sé alveg óhætt að
lýsa því þannig að það sé verulega
krefjandi starf, það ætti alveg að
nægja. Ég held að margir hafi rang-
hugmyndir um þetta starf, menn
haldi að útibússtjóramir sitji bara
og hafi það náðugt inni á skrifstofu
og láti puttann vísa upp eða niður.
Þetta er sem betur fer ekki svona
einfalt og starf útibússtjóra eins og
bankamanna almennt er að breytast
mjög mikið. Aðalbreytingin er varð-
andi vægi og gildi útibússtjórans.
Margir hafa haldið að til þess að
geta fengið lán eða leyst úr sínum
málum þyrftu þeir að ganga á fund
útibússtjórans og tala við hann en
það er bara ekki þannig. Starf úti-
bússtjóra var orðið þannig að svo
margir leituðu til hans aö hann
hafði varla orðið tíma til að sinna
nokkrum manni eins og þurfti og þá
fóru að koma upp í bankanum fleiri
aðilar sem sinna hinum almenna
viðskiptavini.
Mér er ekki grunlaust um að
þetta hafi valdið því að sumir haldi
að útibússtjórinn hafi ekki viljað
sinna þeim en það er auðvitað ekki
rétt. Það rétta er að það eru komnir
fleiri aðilar í bankanum sem geta
veitt fólki þá fyrirgreiðslu sem úti-
bússtjóri gerði einn áður. Útibús-
stjórinn hittir þó eftir sem áður
fjöldamarga viðskiptavini bankans
en það heyrir orðið til algjörra und-
antekninga ef það er biðröð á bið-
stofunni fyrir utan hjá mér.“
Ábyrgðin er mín
- Útibússtjórastarfið er þannig
orðið allt öðruvisi en það var áður?
„Ég sinni viðtölum eins og ég
sagði áðan. Ég vil hins vegar orða
það þannig að aðalstarf útibússtjór-
ans í dag sé orðið markaðsstarf, eitt-
hvað sem hefur ekki verið til lengi
vel. Samkeppnin um viðskiptavin-
ina er orðin geysilega mikil og ég
hef tekið þann pólinn í hæðina að
reyna að sinna markaðsstarfinu
sem mest sjálfur. Útibússtjórinn er
mikið í ákvarðanatökum þótt hann
afgreiði ekki lengur öll lánamál
bankans upp á sitt eindæmi.
Ábyrgðin er þó mín þegar upp er
staðið og daglega held ég fund með
mínu fólki, fund sem við köllum
„útlánafund" þar sem við förum yfir
málin.
Ég þarf einnig að heyra i útibús-
stjórunum á öllu Norðurlandi þvi ég
ber ábyrgð á öllum útlánum þar
líka. Þeir hafa sínar heimildir til
lánveitinga en vilja vonandi heyra í
mér eins og ég í þeim. Þannig er
starfið fjölbreytt og ég hef t.d. reynt
að hafa yfirumsjón með þeim miklu
breytingum sem verið er að gera í
afgreiðslusal bankans við Ráðhús-
torg á Akureyri, hef eiginlega ráðið
þeim og fylgist með að þær takist
sem best.“
Ekki mætt mótlæti
- Þú ert ungur maður, ekki þrí-
tugur. Hefur þú ekki orðið var við
að sumir kunni ekki alveg að meta
það að þú sért kominn þetta hátt í
metorðastiganum innan bankans?
„Ég hef ekki mætt neinu mótlæti
innan bankans. Ég nýt þess að
þekkja bankann mjög vel, ég byrj-
aði að vinna í útibúi Landsbank-
ans á Brekkunni sem sumarmaður
1985 og ég þekki því þessi störf vel.
Ég var líka svo heppinn að vinna
hjá Helga Jónssyni, sem var úti-
bússtjóri á undan mér, en hann
var mjög vel þekktur innan bank-
ans og vel liðinn. Það má segja að
ég hafi notið hans verndar inn í
raðir starfsmanna bankans. Ég
skal líka viðurkenna að það hefur
ekki spfilt fyrir mér að Halldór
Helgason, foðurbróðir minn, var
útibússtjóri hér og afskaplega vel
liðinn, ég nýt þess og hef ekki lent
í neinum vandræðum vegna ald-
ursins.
Ég gat þó alveg reiknað með að
lenda í einhverjum málum vegna
aldursins en þá aðallega e.t.v. gagn-
vart einhverjum viðskiptavinum
sem eru búnir að vera lengi í við-
skiptum hér. Ég átti frekar von á að
þeim yrði bilt við að hitta allt í einu
fyrir 29 ára gamlan útibússtjóra,
ekki sist vegna þess að minn aðstoð-
armaður, Magnús Björnsson, sem
hafði unnið hér í um 40 ár, er einnig
hættur. Helgi og Magnús höfðu ver-
ið andlit bankans út á við um árabil
svo viðskiptavinunum hefur e.t.v.
brugðið þegar þeir voru báðir farn-
ir með stuttu millibili."
Held með Arsenal
- Er vinnudagur útibússtjórans
og svæðisstjórans langur?
„Já, það er alveg óhætt að segja
það, vinnudagurinn er ekki búinn
klukkan fjögur. Það er mjög algengt
að ég sé ekki búinn í minni vinnu
fyrir en klukkan 8-10 á kvöldin, ef
ég kem heim fyrr þá hef ég tekið
eitthvað af málum með mér heim í
töskunni. Þetta gengur ekki lengi og
ég er reyndar farinn að finna fyrir
því.“
- Áttu þá fáar frístundir og fá
áhugamál?
„Þaö er ömurlegt að segja frá því
en ég geri varla neitt annað en að
vinna. Ég er margítrekað búinn að
reyna að fara í leikfimi til að reyna
að halda líkamanum í einhverju
lagi en það lengsta sem ég hef hald-
ið út var í um mánuð. Ég reyndi að
fara og veiða fisk í fyrra, það var í
fyrra og ég hef ekki enn gert neitt af
þvi á þessu ári.
Ég horfi á knattspymu og er
mikill áhugamaður um þá íþrótt.
Því miður hafa knattspymumenn
hér í bænum ekki sýnt manni und-
anfarið það sem maður vill sjá
þannig að ég hef leitað í ensku
knattspyrnuna og er mjög harður
stuðningsmaður Arsenal. Ég
fylgist vel með öllu sem gerist í
herbúðum þess félags. En í reynd-
ina geri ég lítið annað en að vinna
sem hefur auðvitað komið niður á
fjölskyldu minni og mér sjálfúm
einnig. Ég verð að gera eitthvað í
því máli.“ -gk
Eiríkur Jóhannsson, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og svæðisstjóri bankans á Noröurlandi. Eiríkur er á myndinni ekki í sínum venjulegum vinnuföt-
um, hann var kominn í „feröagallann" því til stóð að feröast meö eldri borgurum sama daginn og myndin var tekin. DV-mynd gk