Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 TfrT/- Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http7/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sveigjanlegt forsetaembætti Vonandi dettur ráðamönnum Walt Disney aldrei í hug að gera teiknimynd í Pocahontas-stíl um Snorra Þor- finnsson, sem fæddist á Vínlandi og fluttist árinu síðar til Grænlands. Þeir yrðu þó ekki í vandræðum með að þenja fyrsta æviárið hans upp í ofurvæmna sögu. Pocahontas-teiknimyndin fer í öllum atriðum með sagnfræðilega rangt mál. Ef svipuð mynd væri gerð um Snorra, yrði sagnfræðinni ekki síður kastað fyrir róða. Ef myndin yrði síðan fræg, yrðum við í ofanálag að lifa okkur inn í gerbreytta söguskoðun úr Hollywood. Auðvitað dettur engum þetta í hug, enda ráða önnur sjónarmið ráðagerðum teiknimyndaframleiðenda en símtöl frá forsetum Bandaríkjanna eða íslands. En mál- ið sýnir þó, að forseti okkar hefur svo góðan virðingar- kvóta, að menn grínast ekki að honum fyrir það. Að öðru leyti hefur Ólafur Ragnar Grímsson verið í essinu sínu á heimavelli í útlöndum. Ferðalög til er- lendra stórmenna liggja miklu nær eðli hans en ferðalög til kjósendanna utan Reykjavíkursvæðisins. Hann verð- ur til fyrirmyndar sem yfirsendiherra þjóðarinnar. Þannig bætir frambærilegur forseti stöðu landsins gagnvart útlöndum, þegar aðrir ráðamenn landsins reynast fremur litlir fyrir sér á erlendum vettvangi. For- setinn talar aldrei upp til neins og hefur lag á að ræða alvörumál kumpánlega og af festu í senn. Fyrir íslendinga er þetta fyrst og fremst tækifæri til að nýta hæfileika manns, sem ekki er aðeins fyrirmannleg- ur í allri framgöngu, heldur ræktar af natni sambönd við aðra fyrirmenn úti um allan heim og hefur alla sína tíð unnið heimavinnuna sína upp á tíu komma núll. Óneitanlega skyggir framtak forsetans óbeint á utan- ríkisráðherra, sem að undanfórnu hefur einnig mátt sæta því, að forsætisráðherra fjallaði í auknum mæli um utanríkismál. Segja má því, að nú sé sótt að verksviði ut- anríkisráðherra úr tveimur áttum í senn. Athyglisvert er, að forsetinn hitti forseta og varafor- seta Bandaríkjanna í einkaheimsókn, en ekki í opinberri heimsókn, skipulagðri í utanríkisráðuneytinu við Hverf- isgötuna. Þetta hefur valdið sárindum í ráðuneytinu, sem ekki hefur þvílík sambönd í útlöndum. Forsætisráðherra hefur ákveðið að styðja framgöngu forseta íslands í Washington, þótt hún sé hvorki hönnuð við Hverfisgötu né Lækjartorg. Ráðherrann veit af greind sinni, að forsetinn þekkir utanríkisstefnuna og kann nógu vel til verka til að fara ekki út af sporinu. Ef ríkisstjórnin ber gæfu til að nýta hæfileika Ólafs Ragnars Grímssonar sem yfirsendiherra þjóðarinnar, hefur hún tækifæri til að láta gæta betur en ella hags- muna þjóðarinnar í margvíslegum utanríkismálum, sem hafa verið að steðja að, einkum frá Evrópu. Við þurfum greinilega að ná betri tökum á endurtekn- um hagsmunaárekstrum okkar við Norðmenn og við þurfum sífellt að gæta hagsmuna okkar í flóknum sam- skiptum við Evrópusambandið. Aðferðir ráðuneytis og ráðherra hafa dugað skammt að undanfórnu. Þetta er ekki spurning um, hver skyggir á hvern, heldur hvernig ólíkir hæfileikar nýtast á mismunandi hátt við fjölbreyttar aðstæður. Eftir frægðarför forsetans til Bandaríkjanna kemst ríkisstjórnin raunar ekki hjá því að gera forsetann að yfirsendiherra þjóðarinnar. Forsetaembættið er svo skemmtilega loðið, að jafnan er unnt er að laga framkvæmd þess að sérstökum hæfileikum þess, sem því gegnir á hverjum tíma. Jónas Kristjánsson Vinátta Banda- ríkjanna og íslands í lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar höfðu Bandaríkin ótvíræða for- ystu í heiminum, hvort heldur lit- ið var til stjórnarhátta, efnahags- lífs eða hemaðarmáttar. Við þær aðstæður hófst kalda stríðið, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin gegndu meginhlutverki. Undir for- ystu Bandaríkjanna mynduðu vestræn ríki við Atlantshaf banda- lag gegn útþenslu Sovétríkjanna, Atlantshafsbandalagið (NATO). Höfuðafl bandalagsins hefur jafh- an falist í bandarískum kjarn- orkuvopnum. Bandaríkjamenn ákváðu einnig fyrir fimmtíu ámm að leggja fé af mörkum til að end- urreisa Evrópu úr rústum styrj- aldarinnar. Varð þessi ákvörðun, sem gat af sér Marshall-aðstoðina, til þess að Sovétríkin undir stjórn einræðisherrans Stalíns hertu tök sín á hernumdu löndunum í Mið- og Austur-Evrópu. Kalda stríðið einkenndist af spennu milli austurs og vesturs. Sovétmenn ýttu undir hræðslu manna um að bandarískum kjarn- orkuvopnum yrði beitt til að rjúfa heimsfriðinn. Var þetta höfuðstef- ið í söng svonefndra friðarsinna, sem Moskvuvaldið stjómaði. Há- marki náðu þessu áróðursátök í lok áttunda áratugarins og við upphaf hins niunda. Hefðu NATO- ríkin undir forystu Bandaríkj- anna gefist upp fyrir þeirri við- leitni Sovétmanna að ná einokun- arvaldi á meðaldrægum kjarn- orkuvopnum i Evrópu, væri stað- an önnur í heimsmálum og með öllu óvíst, að Sovétríkin og valda- kerfi þeirra hefði liðið undir lok. Hlutur íslands Þegar íslendingar háðu lokabar- áttu fyrir fullu sjálfstæði sínu á ámm síðari heimsstyrjaldarinnar, skipti stuðningur og viðurkenn- ing Bandaríkjanna sköpum, en bandariskur herafli tók á árinu 1941 við af breska hernámsliðinu Erlend tíðindi Björn Bjarnason hér á landi og lá þar að baki þrí- hliða samningur Bandaríkja- manna, Breta og íslendinga. Siðan var íslendingum boðið að gerast stofnaðilar NATO 1949 og á árinu 1951 var vamarsamningur Banda- rikjanna og íslands gerður, en hann verður í gildi, þar til annað hvort ríkið segir honum upp. Tvíhliða gildi vamarsamnings- ins hefur síður en svo minnkað eftir upplausn Sovétríkjanna. Hvað sem líður stækkun NATO og breyttum aðstæðum í öryggismál- um Evrópu er ísland áfram hluti af varnarkerfi Norður-Ameríku ekki síður en Evrópu. í þessu felst hemaðarlegt mikilvægi landsins og með þeirri ábyrgu stefnu, sem mótuð var með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin hafa íslendingar stuðl- að að stöðugleika og friði á Norð- ur-Atlantshafi. Þrátt fyrir harðan andróður andstæðinga Bandaríkjanna hér á landi og viðleitni þeirra til að taka undir kjarnorkuáróður Sovét- manna, hefur aldrei tekist að grafa undan varnarsamstarfi Bandaríkjamanna og íslendinga. Eftir að kalda stríðinu lauk er þetta samstarf ekki lengur ágrein- ingsefni í íslenskum stjórnmálum, þótt Alþýðubandalagið eða hluti þess sé enn á móti NATO og vörn- um landsins. Varnarsamningurinn þungamiðja Stöðu Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi er nú líkt við það, sem var eftir síðari heimsstyrjöldina. Enginn efast um, hver sigraði í kalda striðinu. Hugmyndafræði- lega, efnahagslega og hernaðar- lega hafa Bandaríkin og banda- menn þeirra ótvíræða forystu í heiminum. Á nýlegum leiðtogá- fundi NATO í Madrid var enn staðfest, að Bandaríkjastjórn hef- ur undirtökin í bandalaginu. Hún vill þó ekki standa þar ein gegn öllum, einmitt þess vegna metur Bill Clinton Bandaríkjaforseti mikils framgöngu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Hall- dórs Ásgrísmssonar utanríkisráð- herra, sem voru sama sinnis og Bandaríkjamenn i afstöðu sinni til stækkunar NATO. í þessu ljósi ber að skoða sam- skipti Bandaríkjanna og íslands, þegar því er fagnað að forsetar landanna hittust í Washington. Hefði stefna þeirra, sem ávallt voru tilbúnir til að rægja Banda- ríkin eða á ala á tortryggni í garð þeirra, orðið ofan á í íslenskum stjórnmálum, væri ástæðulaust aö leggja drög að sameiginlegum fagnaði árið 2000 eða þakka fyrir góða og heilladrjúga samvinnu í meira en fimm áratugi. Varnar- samningur þjóðanna hefur verið þungamiðja þeirrar samvinnu, enda hafa íslendingar treyst Bandaríkjamönnum fyrir öryggi sínu og þurfa ekki að iðrast þess. Frá fundi Ólafs Ragnars með Ciinton í Hvíta húsinu í vikunni. skoðanir annarra k -------------------------------------- ,KX Tryggja verður vopnahlé „írski lýðveldisherinn lýsti einhliða yfir vopnahléi um síðustu helgi. Það opnar Sinn Fein, pólitiskum armi IRA, leð að samningaborðinu um friðarferlið á Norður-írlandi. Orðið friður felur í sér vinsælar væntingar en framlengt vopnahlé á mun betur við hið óumflýjanlega ferli sem árangursríkar samningaviöræður verða að fara eftir. Kaþólikkar á Norður-írlandi vilja írsk yfirráð meðan mót- mælendur vilja áframhaldandi yfirráð Breta. En það er einungis pláss fyri einn fána á flaggstönginni. Sú staðreynd gerir vonir um skjóta samninga varðandi yfirráð að engu. Þá er ekki annað eftir en bráðabirgðaákvæði sem tryggja hvorki né útiloka ítrustu óskir hvors aðila um sig.“ Úr forystugrein Washlngton Post, 23. jiili. Frjáls verkalýðshreyfing „Hin svokallaða kjósendahreyfing „Þjóðin með Jag- land“ er á góðri leið með að afhjúpa sig sem yfirvarp fyrir kosningavél Verkamannaflokksins sem ijármögn- uð er og stjórnað af alþýðusambandinu. Alþýðusam- bandið hefur aldrei farið dult með ósk sína um náið I>V samstarf við Verkamannaflokkinn því þar á bæ telja menn að sú samvinna gefi verkalýðshreyfingunni mesta möguleika á að hafa pólitísk áhrif. Menn vilja einnig halda fast í þá ímynd að verkalýðshreyfingin sé frjáls og óháð og haga sér samkvæmt því. Það er mjög mikilvægt fyrir félaga í verkalýðshreyfmgunni að al- þýðusambandið hefur sýnt viljann og getima til að vera óháð sérhverri ríkisstjórn.“ Úr forystugrein Aftenposten 24. júli. Tilgangslausar viðræður „Samningaviðræðunum um fjárlagagerðina, sem nú fara fram milli Bills Clintons forseta og þingsins, hefur oft verið líkt við stórbrotna baráttu um hvernig lækka eigi skatta, draga úr ríkisútgjöldum, fjárfesta í mennt- un og koma jafnvægi á ríkisbúskapinn í fyrsta sinn í tuttugu og fimm ár. Önnur útgáfa og ekki eins skjallandi hljóðaði á þá leið að uppgangurinn í efna- hagslífmu væri á góðri leið með að eyða fjárlagahallan- um. Þar af leiðandi væri engin þörf á lokasamkomu- lagi, það gæti jafhvel reynst skaðlegt. Það væri einmitt hægt að eyða fjárlagahallanum fyrr ef samningavið- ræðurnar um hann færu út um þúfur." Úr forystugrein New York Times 23. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.