Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 26
26 |ihglingar LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 Krakkarnir í Götuleikhúsinu uppgötva dulda hæfileika: Betra en að reyta arfa Síðustu sumur hafa vegfarendur um miðbæ Reykjavíkur og gestir fjölmargra viðburða án efa veitt at- hygli sérkennilegum persónum á vappi. Þær hafa m.a. sést á þjóðhá- tíðardeginum 17. júní, Hafnardeg- inum um síðustu helgi og knatt- spymulandsleikjum. Hér hafa verið á ferð bráðskemmtilegir leikarar Götuleikhússins sem Hitt húsið hef- ur starfrækt síðustu fjögur sumur. Götuleikhúsið telur alls um 30 ungl- inga á aldrinum 16-25 ára og þeim stýrir Kolbrún Erna Pétursdóttir leikari ásamt íjórum öðrum leið- beinendum. Meginstarfstíminn er júní og júlí og því er farið að nálg- ast endann að þessu sinni. Lokaupp- ákoman verður nk. þriðjudag, 29. júlí, á Laugaveginu og í miðbænum. „Þetta era annars vegar skólafólk og hins vegar krakkar í starfsnámi hjá Hinu húsinu. Langtum fleiri sækja um þetta en komast að, því miður. Fjármagn okkar er takmark- að en þetta er feykilega skemmtilegt starf. Krakkarnir eru mjög frjóir og margir efni í góða leikara. Þau era að stíga sín fyrstu spor og uppgötva dulda hæfileika. Sumir hafa jafnvel farið í Leiklistarskóla íslands eftir að hafa verið hjá okkur eða stofnað sjálfstæða leikhópa," segir Kolbrún Erna. Ásamt Kolbrúnu Ernu eru með henni Guy Stewart, kanadískur leikari, búsettur á íslandi, Elvar Logi Hannesson, sem nýlega lauk námi í gamanleik í Kaupmanna- höfn, og í Listsmiöjunni era mynd- listarkonumar Auður Jónsdóttir og María Pétursdóttir. Þær sjá um Krakkarnir í Götuleikhúsinu ásamt leiklistarleiöbeinendunum sem eru án grímubúnings fyrir miöju, frá vinstri, Guy Stewart, Elvar Logi og Kolbrún Erna, sem stýrir leikhúsinu. þjáilfún og á æfingum. Krakkamir læra t.d. bardagalistir. Síðan er far- ið út á götumar þegar veður leyflr, krökkunum skipt í hópa og spunnið út frá einhverju þema,“ segir Kol- brún. Betra en að reyta arfa Eitt af verkefnum Götuleikhúss- ins í vikunni var að skemmta krökkum á lokahátíð leikjanám- skeiða ÍTR í Fjölskyldugarðinu. Helgarblaðið var á staðnum og hitti tvo leikara að máli, þær Tinnu Guð- mundsdóttur, 18 ára, og Hildigunni Birgisdóttur, 17 ára. Þær þrömm- uðu um á stultum í hávaðaroki. „Það er einfaldlega gaman að vinna við þetta. Annað hvort þetta eða að reyta arfa og Götuleikhúsið er miklu skemmtilegra," sagði Tinna sem er í Götuleikhúsinu ann- að sumarið í röð. Henni fannst sam- staðan í hópnum vera mun betri nú en í fyrra. „Ég hef ekki ákveðið hvort ég ætli að verða leikari. Athyglissýkin fær að njóta sín að minnsta kosti. Mér finnst svo gaman í skemmtana- bransanum, þó það sé kannski erfítt núna í vindkviðum með köku á hausnum,“ sagði Tinna og varð að hafa sig alla við að standa á stultun- um í rokinu. Hildigunnur er að spreyta sig í Götuleikhúsinu í fyrsta sinn. Að- spurð leist henni mjög vel á leikhús- ið. Þetta væri miklu skemmtilegra en að reyta arfa í Vinnuskólanum, nokkuð sem hún hefði nær ein- göngu gert síðustu þrjú sumur. „Ég veit ekki hvort ég verð ein- hver leikari en það væri gaman að hafa þetta sem áhugamál," sagði og var rokin á stultunum. Miðað við að þetta væri hennar fyrsti dagur á framlengdu tréfótunum þá stóð hún sig mjög vel. -bjb Tinna Guðmundsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir í hlutverkum sínum í Götuleikhúsinu - á stult- um. DV-myndir Hilmar Þór búningahönnun og ýmislegt fleira. Farið út og spunnið Kolrún segir það hafa færst i vöxt að fyrirtæki og stofnanir hafi óskað eftir starfskröftum Götuleikhússins, bæði óskað eftir sýningum á spu- nauppákomum. „Venjulegur starfsdagur er frá klukkan níu til fimm alla virka daga. Fram að hádegi erum við oftast í hin hliðin Elíza María í Kolrössu krókríðandi: Smáhlutverk í bíómynd „Kolrassa er vitaskuld á fullu þessa dagana og við stefnum á ferð til Bret- lands í haust. Síðan eram við að velta plötu fyrir okkur en ekkert hefur end- anlega verið ákveðið í þeim efnum,“ segir Elíza María Geirsdóttir, söngv- ari og fiðluleikari í stúlknabandinu Kolrössu krókríðandi. Auk þess sem stúlkan vinnur á fullu í tónlistinni starfar hún hjá Jafhingjafræðslunni í sumar. Elíza sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Elíza María Geirsóttir. Fæðingardagur og ár: 24. apríl 1975. Unnusti: Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari í Botnleðju. Börn: Engin. En kötturinn Engilbert er ómissandi. Bifreið: Er með gamlan Nissan í láni. Starf: Starfa í Jafningjafræðslu í sum- ar og er nemi í Söngskólanum á vet- uma. Siðan syng ég og spila á fiðlu í Kolrössu krókriðandi. Laun: Sveiflukennd en þó í lægri kantinum. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hef aldrei unnið neitt en áhugann skortir þó ekki. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er svo margt; borða góðan mat, horfa á góða bíómynd og spila á tónleikum þegar ég fæ góð viðbrögð. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst afleitt að rífast, mjög leiðinlegt að taka tO í svefnherberginu og leiðinlegast að búa um rúm. Uppáhaldsmatur: Kjötboilumar hennar mömmu og fiskibollurnar hennar ömmu. Nýjasta æðiö er sterk- ur mexíkóskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Fjabavatn og gott rauðvín með matnum. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Jón Amar Magnús- son. Uppáhaldstímarit: Ég les mikið af tónlistartímaritum. Hver er fallegasti karl sem þú hef- ur séð (fyrir utan maka)? Paul Newman í þá gömlu góðu daga og Brad Pit. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ætli ég sé ekki hlutlaus eins og er. Uppáhaldsleikari: Jeff Bridges. Uppáhaldsleikkona: Leikkonan í Brimbrot var alveg frábær, man ekki hvað hún heitir. Uppáhaldssöngvari: Ég, Heiðar og Ella Fitzgerald. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin er góður. Hann er sjarmör. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ren and Stimpy. Uppáhaldssjónvarpsefhi: Leiðarljós er alger snilld. Uppáhaldsmatsölustaður / veitinga- hús: Yankee Bottle í Chicago. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Mig langar til þess að komast aftur í gegnum bókina Sögu tímans eftir Steven B. Hockins. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta mest á X-ið en mér finnst rás 1 best. Uppáhaldsútvarpsmaður: Tvíhöfði er góður. Hverja sjónvarpsstöðina horflr þú mest á? Er bara með stöð eitt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Karl- þulurinn á stöð eitt. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Skiptir ekki máli ef maður er í góðra vina hópi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Keflvík- ingar eru bestir í dag en ég yrði líka sátt við sigur ÍBV í fótboltanum. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Mennta mig meira og ferðast um heiminn. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að leika pínkulítið hlut- verk í bíómyndinn Stykkfrí og fara tU Prag. -sv Elíza María syngur þessa dagana á fullu meö Kolrössu. Hún er að læra söng í Söngskólanum. DV-mynd Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.