Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 26
26 |ihglingar
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
Krakkarnir í Götuleikhúsinu uppgötva dulda hæfileika:
Betra en að reyta arfa
Síðustu sumur hafa vegfarendur
um miðbæ Reykjavíkur og gestir
fjölmargra viðburða án efa veitt at-
hygli sérkennilegum persónum á
vappi. Þær hafa m.a. sést á þjóðhá-
tíðardeginum 17. júní, Hafnardeg-
inum um síðustu helgi og knatt-
spymulandsleikjum. Hér hafa verið
á ferð bráðskemmtilegir leikarar
Götuleikhússins sem Hitt húsið hef-
ur starfrækt síðustu fjögur sumur.
Götuleikhúsið telur alls um 30 ungl-
inga á aldrinum 16-25 ára og þeim
stýrir Kolbrún Erna Pétursdóttir
leikari ásamt íjórum öðrum leið-
beinendum. Meginstarfstíminn er
júní og júlí og því er farið að nálg-
ast endann að þessu sinni. Lokaupp-
ákoman verður nk. þriðjudag, 29.
júlí, á Laugaveginu og í miðbænum.
„Þetta era annars vegar skólafólk
og hins vegar krakkar í starfsnámi
hjá Hinu húsinu. Langtum fleiri
sækja um þetta en komast að, því
miður. Fjármagn okkar er takmark-
að en þetta er feykilega skemmtilegt
starf. Krakkarnir eru mjög frjóir og
margir efni í góða leikara. Þau era
að stíga sín fyrstu spor og uppgötva
dulda hæfileika. Sumir hafa jafnvel
farið í Leiklistarskóla íslands eftir
að hafa verið hjá okkur eða stofnað
sjálfstæða leikhópa," segir Kolbrún
Erna.
Ásamt Kolbrúnu Ernu eru með
henni Guy Stewart, kanadískur
leikari, búsettur á íslandi, Elvar
Logi Hannesson, sem nýlega lauk
námi í gamanleik í Kaupmanna-
höfn, og í Listsmiöjunni era mynd-
listarkonumar Auður Jónsdóttir og
María Pétursdóttir. Þær sjá um
Krakkarnir í Götuleikhúsinu ásamt leiklistarleiöbeinendunum sem eru án grímubúnings fyrir
miöju, frá vinstri, Guy Stewart, Elvar Logi og Kolbrún Erna, sem stýrir leikhúsinu.
þjáilfún og á æfingum. Krakkamir
læra t.d. bardagalistir. Síðan er far-
ið út á götumar þegar veður leyflr,
krökkunum skipt í hópa og spunnið
út frá einhverju þema,“ segir Kol-
brún.
Betra en að reyta arfa
Eitt af verkefnum Götuleikhúss-
ins í vikunni var að skemmta
krökkum á lokahátíð leikjanám-
skeiða ÍTR í Fjölskyldugarðinu.
Helgarblaðið var á staðnum og hitti
tvo leikara að máli, þær Tinnu Guð-
mundsdóttur, 18 ára, og Hildigunni
Birgisdóttur, 17 ára. Þær þrömm-
uðu um á stultum í hávaðaroki.
„Það er einfaldlega gaman að
vinna við þetta. Annað hvort þetta
eða að reyta arfa og Götuleikhúsið
er miklu skemmtilegra," sagði
Tinna sem er í Götuleikhúsinu ann-
að sumarið í röð. Henni fannst sam-
staðan í hópnum vera mun betri nú
en í fyrra.
„Ég hef ekki ákveðið hvort ég
ætli að verða leikari. Athyglissýkin
fær að njóta sín að minnsta kosti.
Mér finnst svo gaman í skemmtana-
bransanum, þó það sé kannski erfítt
núna í vindkviðum með köku á
hausnum,“ sagði Tinna og varð að
hafa sig alla við að standa á stultun-
um í rokinu.
Hildigunnur er að spreyta sig í
Götuleikhúsinu í fyrsta sinn. Að-
spurð leist henni mjög vel á leikhús-
ið. Þetta væri miklu skemmtilegra
en að reyta arfa í Vinnuskólanum,
nokkuð sem hún hefði nær ein-
göngu gert síðustu þrjú sumur.
„Ég veit ekki hvort ég verð ein-
hver leikari en það væri gaman að
hafa þetta sem áhugamál," sagði og
var rokin á stultunum. Miðað við að
þetta væri hennar fyrsti dagur á
framlengdu tréfótunum þá stóð hún
sig mjög vel. -bjb
Tinna Guðmundsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir í hlutverkum sínum í Götuleikhúsinu - á stult-
um. DV-myndir Hilmar Þór
búningahönnun
og ýmislegt
fleira.
Farið út og
spunnið
Kolrún segir
það hafa færst i
vöxt að fyrirtæki
og stofnanir hafi
óskað eftir
starfskröftum
Götuleikhússins,
bæði óskað eftir
sýningum á spu-
nauppákomum.
„Venjulegur
starfsdagur er
frá klukkan níu
til fimm alla
virka daga.
Fram að hádegi
erum við oftast í
hin hliðin
Elíza María í Kolrössu krókríðandi:
Smáhlutverk í bíómynd
„Kolrassa er vitaskuld á fullu þessa
dagana og við stefnum á ferð til Bret-
lands í haust. Síðan eram við að velta
plötu fyrir okkur en ekkert hefur end-
anlega verið ákveðið í þeim efnum,“
segir Elíza María Geirsdóttir, söngv-
ari og fiðluleikari í stúlknabandinu
Kolrössu krókríðandi. Auk þess sem
stúlkan vinnur á fullu í tónlistinni
starfar hún hjá Jafhingjafræðslunni í
sumar. Elíza sýnir á sér hina hliðina
að þessu sinni.
Fullt nafn: Elíza María Geirsóttir.
Fæðingardagur og ár: 24. apríl 1975.
Unnusti: Heiðar Örn Kristjánsson,
söngvari í Botnleðju.
Börn: Engin. En kötturinn Engilbert
er ómissandi.
Bifreið: Er með gamlan Nissan í láni.
Starf: Starfa í Jafningjafræðslu í sum-
ar og er nemi í Söngskólanum á vet-
uma. Siðan syng ég og spila á fiðlu í
Kolrössu krókriðandi.
Laun: Sveiflukennd en þó í lægri
kantinum.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Ég hef aldrei unnið neitt en
áhugann skortir þó ekki.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Það er svo margt; borða góðan
mat, horfa á góða bíómynd og spila á
tónleikum þegar ég fæ góð viðbrögð.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst afleitt að rífast, mjög
leiðinlegt að taka tO í svefnherberginu
og leiðinlegast að búa um rúm.
Uppáhaldsmatur: Kjötboilumar
hennar mömmu og fiskibollurnar
hennar ömmu. Nýjasta æðiö er sterk-
ur mexíkóskur matur.
Uppáhaldsdrykkur: Fjabavatn og
gott rauðvín með matnum.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Jón Amar Magnús-
son.
Uppáhaldstímarit: Ég les mikið af
tónlistartímaritum.
Hver er fallegasti karl sem þú hef-
ur séð (fyrir utan maka)? Paul
Newman í þá gömlu góðu daga og
Brad Pit.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Ætli ég sé ekki hlutlaus eins og
er.
Uppáhaldsleikari: Jeff Bridges.
Uppáhaldsleikkona: Leikkonan í
Brimbrot var alveg frábær, man ekki
hvað hún heitir.
Uppáhaldssöngvari: Ég, Heiðar og
Ella Fitzgerald.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón
Baldvin er góður. Hann er sjarmör.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Ren and Stimpy.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: Leiðarljós
er alger snilld.
Uppáhaldsmatsölustaður / veitinga-
hús: Yankee Bottle í Chicago.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Mig langar til þess að komast aftur í
gegnum bókina Sögu tímans eftir
Steven B. Hockins.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mest á X-ið en mér
finnst rás 1 best.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Tvíhöfði
er góður.
Hverja sjónvarpsstöðina horflr þú
mest á? Er bara með stöð eitt.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Karl-
þulurinn á stöð eitt.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Skiptir ekki máli ef maður er í góðra
vina hópi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Keflvík-
ingar eru bestir í dag en ég yrði líka
sátt við sigur ÍBV í fótboltanum.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Mennta mig meira og
ferðast um heiminn.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég ætla að leika pínkulítið hlut-
verk í bíómyndinn Stykkfrí og fara tU
Prag. -sv
Elíza María syngur þessa dagana á fullu meö Kolrössu. Hún er að
læra söng í Söngskólanum. DV-mynd Hari