Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 Andrew Cunanan, morðingi ítalska tískukóngsins Versaces, breyttist í skrímsli: "éttaljós 25 Altarissveinninn sem varð að kaldrifjuðum morðingja „Hann var ekki karlhóra. Þess í stað mundi ég segja að hann hafi verið gígóló. Hann þurfti alltaf að fá alla athyglina, að vera hrókur alls fagnaðar," segir Nicole Ramierz- Murray. Lagaði sig að aðstæðum Ekki er hægt að skýra velgengni Cunanas í sam- kvæmislífínu með kynlífinu einu saman. Þar léku gáfur hans einnig mikil- vægt hlut- verk, svo og sa eig- inleiki hans að geta lagað sig ótrú- lega vel að þeim sem hann var með í hvert sinn. Þá skipti ekki máli hvort hann var i tvídjakka á listasafni eða í þröngum gallabux- um og erma- Andrew Cunanan var ósköp venjulegur hæglætisdrengur þegar hann var að alast upp í Kaliforníu, eins og sjá má á þessari mynd. Símamynd Reuter Skólasystkini Andrews Cunanans í hinum fma Bishop’s Gate skóla í La Jolla í Kaliforníu þóttust viss um að síðar meiri yrði fremur munað eftir honum en öðrum nemendum. Varla hvarflaði þó að þeim að hann ætti eftir að verða einhver frægasti morðingi Bandaríkjanna hin síðari ár, maðurinn sem alríkislögreglan FBI hafði mestan áhuga á að hand- sama. Eltingaleik yfirvalda og Cunan- ans lauk síðastliðinn miðvikudag þegar lögregla og sérsveitir réðust til inngöngu í húsbát í Miami Beach og fundu lik hins eftirlýsta morð- ingja. Hann var 27 ára gamall. Talið er næsta víst að Cunanan hafi stytt sér aldur með skammbyssunni sem hann notaði til að drepa ítalska tískukónginn Gianni Versace í fyrri viku. Byssan sú var einnig notuð til að myrða tvo aðra karlmenn og er Cunanan grunaður um að hafa ver- ið þar að verki. Hann er enn fremur grunaður um að hafa myrt tvo menn að auki. Fyrsta morð sitt framdi Cunanan í april og allt þar til á miðvikudag hafði honum tekist að ganga lög- reglunni úr greipum, þrátt fyrir Andrew Cunanan, eftirlýstasti morðingi Bandaríkjanna. umfangsmikla leit, bæði í Flórída og i öðrum fylkjum Bandaríkjanna. „FBI mun aldrei ná mér, ég er allt of klár til þess,“ sögðu skilaboð sem Cunanan talaði inn á símsvara eins vinar sins. Og það má kannski til sanns vegar færa. Flestir minnast Andrews Cunan- ans sem hæglætispilts þegar hann var að alast upp í La Jolla, skammt norður af San Diego. Móðursystir hans, Barbara Cunanan Carlos, sagði á fimmtudag þegar ljóst var hvað hafði gerst á húsbátnum í Mi- ami Beach: „Ég átti erfitt með að trúa þvi sem gerst hafði. Hann var indælispiltur og hæglátur," sagði hún. „Fjölskyldan var mjög trúræk- in og var vön að fara saman í kirkju." Frænka rifjaði einnig upp að Andrew litli hefði verið altaris- sveinn í sóknarkirkjunni sinni. Það er einmitt þessi mikla breyt- ing á Andrew Cunanan, úr altaris- sveini í forhertan morðingja, sem kemur þeim sem þekktu hann á ár- um áður algjörlega í opna skjöldu. „Við þekktum hann sem ljúfan dreng. Ef einhver hefði sagt mér fyr- ir ári að hann væri morðingi, hefði ég sagt hin- um sama að vera ekki með þessa vitleysu," segir George Kalamaras sem rekur veit- ingastaðinn California Cuisine í hommahverfinu Hillcrest í San Diego. ítalski tískukóngurinn Gianni Ver- sace, fórnarlamb Cunanans. Nágrannar Cunanans í Rancho Bernardo, millistéttarúthverfi norður af San Diego, þar sem hann ólst upp, minnast hans einmitt sem rólyndisdrengs. Axlarbraut móður sína En þótt Cunanan væri alla jafna dagfarsprúður ungur maður átti hann þó til að grípa til fólskuverka. Einu sinni réðst hann til dæmis á móður sína og þeytti henni svo harkalega upp að vegg að hún axlar- brotnaði. Foreldrar drengsins, Modesto, verðbréfasali frá Filippseyjum, og MaryAnn, sendu soninn í einka- skólann Bishop’s Gate þegar hann var átta ára. Hann var yngstur fjög- urra systkina og sumir segja að hann hafi verið fordekraður. Piltur- inn var góðum gáfum gæddur og fékk aðdáun ættingja sinna fyrir að lesa Biblíuna þegar hann var aðeins sjö ára. Tvær alfræðibækur las hann svo þegar hann var 14 ára. Fjölskyldan hafði það mjög gott þar til heimilisfaðirinn neyddist til að flýja Bandaríkin eftir að hann hafði verið sakaður um að svíkja eitt hundrað þúsund dollara út úr fyrirtækinu sem hann vann hjá. Upp frá því bjó fjölskyldan við kröpp kjör. Eiginkonan algjör tík Cunanan innritaðist í Kalifomíu- háskóla að loknu framhaldsskóla- námi en entist þar ekki nema eitt ár. Þá tók hann upp á því að búa til ævintýralegar sögur um sjálfan sig og fortíð sína, sögur sem ekki áttu sér neina stoð í raunveruleikanum. Hann sagði vinum sínum ýmist að hann hefði gengið í Yale, einn virtasta háskóla Bandaríkjanna, eða háskóla sjóhersins, að hann væri kvæntur og ætti dóttur en að eiginkonan væri algjör tík. Á skólaárum sínum í Bishop’s Gate fór Cunanan ekki leynt með að hann væri sam- kynhneigður. í San Diego lifði hann og hrærð- ist í tveimur heimum homma. Annars vegar með jafn- öldram sínum í áðumefndu Hillcresthverfi og hins vegar lagði hann lag sitt við sér eldri menn í La Jolla. Honum veittist auðvelt að töfra gömlu hommana í La Jolla með leiftrandi - gáfum sínum. Upp úr krafsinu hafði hann fullt af dýrum fötum, flottan bíl og fullt veski af kritarkortum. Þeir sem borguðu brúsann vora ríkir kaupsýslumenn sem þótti mikið til koma að sjást með ungum og fallegum pilti úti á lífínu. Þegar leitin að Cunanan stóð sem hæst lýsti lögreglan honum sem vændismanni. Ritstjóri tímarits homma og lesbía í San Diego er hins vegar ekki sammála þeirri skilgreiningu. lausum bol í dúndrandi hávaða á leðurbar. Cunanan bjó um tíma með 61 árs gömlum arkitekt, Lincoln Aston að nafni, sem hélt honum uppi. Aston var hins vegar myrtur árið 1995 af manni sem hann hafði hitt í hommaklúbbi. Annar fullorðinn milljónamæringur keypti þá hús Astons og Cunanan bjó með honum í ár. Margir telja að endalok þess sambands hafi orðið til þess að Cun- anan tapaði sér algjörlega. Vanga- veltur eru uppi um að á svipuðum tíma hafi hann komist að því að hann væri HlV-smitaður og að hann hafi vilja jafna um við þá sem hann taldi að hefðu smitað sig og þá sem lifðu í vellystingum. Hann hætti að stunda líkams- rækt, varð miklu frekar mjúkur en feitur, og lagðist í sjálfspín- ingarklám og kynlíf. Áður en Cunanan kvaddi San Diego hélt hann vinum sínum veislu á veitingastaðnum California Cuisine sem áður er nefndur. Þar var kampavínið óspart drukkið og skálað. Allir töldu að Cunanan væri að fara að leita sér að öðrum ríkum karli til að leggjast upp á, í bæði eig- inlegri og óeiginlegri merkingu. „Ekkert ykkar þekkir mig í raun og veru,“ sagði hann við gesti sína í kveðjuskyni. Og það voru orð að sönnu. Byggt á Reuter, Daily Mirror, Sunday Times, Scotland on Sunday o.fl. FARANGURSKASSAR toppgrindur og burðarbogar Eigum mikið úrval af farangurskössum, toppgrindum og burðarbogum á flestar gerðir bifreiða. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. BílavörubúÖin FJÖDRIN Ifararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Þyrla frá lögreglunni í Miami á sveimi yfir húsbátnum þar sem Andrew Cun- anan varöi síðustu stundum lífs síns. Símamynd Reuter Erlent fréttaljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.