Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 50
Gamanleikarinn Robin Wiiliams er þekktur fyrir að geta brugðið sér í allra kvik- inda líki. Hann lék gamla vin- gjarnlega konu í myndinni Mrs. Doubtfire sem flest börn hefðu viljað eiga fyrir ömmu. Núna nýlega lék hann síðan tíu ára gamlan strák í mynd- inni Jack sem flestir foreldrar hefðu viljað taka í fangið og knúsa. Leikferillinn Síðustu ár hafa verið farsæl hjá Robin Williams. Gaman- myndin Jack hefur notið mik- illa vinsælda og situr nú ofar- lega á íslenska myndbandalist- anum. Á síðasta ári lék Robin í gamanmyndinni Bird Cage sem og ævintýramyndinni Ju- manji sem báðar voru vef sótt- ar. Robin hefur leikið í kvik- myndum i tuttugu ár. Það eru hins vegar ekki nema um tíu ár síðan hann varð virkilega frægur. Það var myndin Good Morning Vietnam sem gerði hann frægan árið 1987. Þar lék hann útvarpsþul hjá banda- ríska hemum í Víetnam sem gat m.a. hermt á ógleymanleg- an hátt eftir hinum og þessum persónum. Eftirhermuhæfileikar Robins fengu líka að njóta sín í kvikmyndinni Mrs. Doubtfire sem gerð var árið 1993. Sú mynd gerði hann gríðarlega vinsælan og lagði e.t.v. grunn- inn að þeim vinsældum sem hann nú nýtur. Alvarlegur gaman- leikari Þrátt fyrir að vera aðallega þekktur fyrir gamanleik sinn hefur Robin einnig leikið í nokkrum myndum af alvar- legri gerðinni og tekist vel upp þar. Hann vill ekki skilgreina sjálfan sig eingöngu sem gam- anleikara og vill heldur kalla sig alvarlegan gamanleikara. Hann hefur leikið í nokkrum alvarlegum myndum og má þar m.a. nefna Good Morning America, The Fisher King og Dead Poet Society þar sem hann sýndi snilldarlegan leik sem frjálslyndur enskukennari í íhaldssömum drengjaskóla. Fyrir það hlutverk sitt var hann útnefhdur til óskarsverð- launa. Robin Williams er leikari af guðs náð. Hann segir einnig að honum finnist svo gaman að leika að hann myndi gera það launalaust. Samt sem áður er engin hætta á því að hann verði á fjárhagslegu flæðiskeri staddur á næstunni eftir vin- sældir siðustu ára. -glm Myndir Robins Willi- ams Can I Do It 'till I Need Glasses (1977) Popeye (1980) The World According to Garp 119821 The Survivors (1983) Moscow on the Hudson (1984) The Best of Times (1986) Club Paradise (1986) Seize the Day (1986) Dear America (talsetning, 1987) Good Morning Vietnam (1987) The Adventures of Baron Múnchausen (1989) Dead Poet Society (1989) Cadillac Man (1991) The Fisher King (1991) Hook (1991) The Last Rainforest (talsetning, 1992) Aladdin (talsetning, 1992) Toys (1992) Mrs. Doubtfire (1993) Being Human (1994) To Wong Foo, Thanks for Ev- erything, Julie Newmar (1995) Nine Months (1995) Jumanji(1995) The Birdcage (1996) Jack (1997) r awtlyndbönd r* *■ ----- LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 Chrís O'Donnell: r drengurinn O'Do Leikarinn Chris O’Donnell hefur mikið að gera þessa dagana. Hann hefur nýlega leikið í tveimur myndum sem eru líklegar til að auka frægð hans og frama. Það eru myndirnar Leðurblökumað- urinn og Robin og The Chamber þar sem hann leikur á móti gamla refnum, Gene Hack- Laus við stjörnustæla Chris O’Donnell er ekki dæmigerð Hollywoodstjarna sem býst við því að hann sjálfur sé nafli alheimsins. Hægt og sígandi hefur hann komið ár sinni vel fyrir borð á undanförnum árum. Hann hefur verið sagð- Ferill hans hófst þegar hann gerð- ist fyrirsæta aðeins þrettán ára gamall. En eins og við var að búast af hinum skynsama og jarðbundna Chris fómaði hann ekki náminu ur ákaflega venjulegur og jafnvel litlaus maður miðað við marga aðra leikara í Hollywood. En það er kannski það sem hefur markað honum sérstöðu í Hollywood. Hann er einfald- ______________________ lega svo líkur okkur hinum. Chris, sem er tuttugu og sex ára gamall, er nýgiftur leikskóla- kennaran- um Caroline. Hann hefur aldrei verið í tygj- Chris O Donnell i hlutverki sinu i myndinm The Chamber. um viö frægar leikkonur eða fyr- irsætur. Hann hef- ur heldur aldrei reykt eða neytt eit- urlyfja. Sannkall- aður sætabrauðs- drengur eða hvað? Bankamafl- urmn Chris er yngst- ur sjö systkina. Hann ólst upp í Winnetka sem er útborg Chicago- borgar. Hann seg- ist hafa átt góð æskuár. Hann heldur enn mjög góðu sambandi við foreldra sína og tekur meira mark á ráðum þeirra en nokkurra annarra. fyrir framann. Hann hafði fylgst með háskólanámi eldri systkina sinna úr fjarlægð og hafði skipulagt líf sitt á mjög einfaldan hátt. Hann ætlaði sér að komast inn í góðan há- skóla, vinna vel og næla sér í vel launað starf í banka að námi loknu. En framtíðaráætlanir Chris fóru úr skorðum þegar hann fékk hlutverk í myndinni Some Men Don’t Leave á móti Jessicu Lange þegar hann var u.þ.b. að ljúka framhaldsskólanámi. Ári seinna, árið 1991, lék hann í rómantísku gamanmyndinni Steikt- um grænum tómötum sem naut mikilla vinsælda. Stóra tækifærið kom hins vegar árið 1992 þegar hann hreppti annað aðalhlutverkið í myndinni Konuilmi þar sem hann lék á móti stórstjörnunni A1 Pacino. Fyrir leik sinn í þeirri mynd var Chris tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna. Á eftir þeirri mynd lék hann í nokkrum rómantískum myndum, m.a. Circle of Friends og Skyttunum þremur og Mad Love. Hann vakti hins vegar aftur á sér mikla athygli árið 1995 þegar hann lék teiknimyndahetjuna Robin í Leðurblökumanninum að eilífu. Traustur vinur Leikstjóri mynd- anna um Leður- blökumanninn, Joel Schumacher, ber Chris vel sög- una. Hann segir að hann sé ákaflega traustur maður og greinilega vinur vina sinna. Hann segir meira að segja að það liggi við að Chris haldi enn þá sambandi við fólkið sem fæddist um leið og hann á fæðingar- deildinni. Að öllu gamni slepptu virð- ist þessi lýsing eiga ágætlega við Chris O’Donnell sem læt- ur sig ekki muna um að leigja flug- vélar eða rútur undir fjöldann allan af vinum sín- um til þess að missa ekki samband- ið við þá. Ný ímynd Fyrr á þessu ári lék Chris í róm- antísku myndinni í blíðu og stríðu á móti Söndru Bullock. Sú mynd þyk- ir dæmigerð fyrir Chris sem ávallt hefur verið í hlutverki góða stráks- ins. Það kostaði hann því talsverðar fortölur að fá hlutverk hins kaldrifj- aða lögfræðings í myndinni The Chamber sem gerð er eftir sögu Johns Grishams. Sú mynd er allt annað en rómantísk ástarmynd því hún fjallar um lögfræðing sem reyn- ir að bjarga afa sínum, sem er dauðadæmdur fangi, frá því að lenda í gasklefanum. Framleiðend- ur og leikstjóri myndarinnar eru ánægðir með leik Chris í myndinni. Það er því aldrei að vita nema Chris O’Donnell sé laus úr hlutverki góða stráksins. -glm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.