Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 JLlV
notuð
CAT 426 '87,
upptekin skipting, vst. 9000
Verö 1.500.000 + vsk.
CAT 428 nýlegur mótor,
yfirfarinn skipting, nýleg dekk,
mikiö endurnýjuö vél, vst. 8.500.
Verö 1.700.000 + Vsk.
CASE 580 G '87
vst 5.600, góövél.
Verö 1450.000 + vsk.
MAN 24.462 '90,
460 hö, ek. 600.000 km,
góö dekk, toppbíll.
Verö 3.500.000 + vsk.
JCB 3 CX árg. '87,
vst 8.700.
Verö 1.300.000 + Vsk.
Elnnig:
CAT 438 '89 vst 10.500, gott eintak.
Verö 1.750.000 + vsk.
MF 50 D '84, 4x4, skotbíma, vst. 3.200.
Verö 1.300.000 + vsk.
CAT 212 hjólagrafa '90, m/hamarslögum,
vst. 6.800. Verö 4.300.000 + vsk.
CAT D 6 D jaröýta árg. '79, gott ástand.
Verö 2.600.000 + vsk.
CAT D 7 F jaröýta 71. Verö 1.500.000 + vsk.
CASE 1150 jaröýta '83, vökvast. tönn.
Verö 1.800.000 + vsk.
Hjólaskófla Dresser 530 A2, ca 12 tonn '82,
vst. 9.700. Verö 1.500.000 + vsk.
HEKLA
véladeild
Laugavegi 170-174,
sími 569 5500 á skrifstofuttma
Sjómannasamtökin búa sig undir verkfallsátök:
Aðeins spurning
um tímasetningu
- sé ekki annað en vinnustöðvun verði, segir Helgi Laxdal
„Ég sé ekki annað en boða verði
til vinnustöðvunar til að knýja fram
lausn. Við höfum fengið nei við öll-
um okkar kröfum og það má mikið
gerast ef við eigum að ná samning-
um án átaka," segir Helgi Laxdal,
formaður Vélstjórafélags íslands,
um kjaradeilu félagsins við Lands-
samband íslenskra útvegsmanna.
Ekkert hefur þokast í kjaramál-
um sjómanna og útgerðarmanna en
sáttafundur vélstjóra og útgerðar-
manna veröur haldinn hjá sátta-
semjara í næstu viku. Helgi segist
ekki binda miklar vonir við árang-
ur þess fundar.
„Það hafa nánast allar stéttir lok-
ið sinni samningsgerð. Sjómenn eru
þar undanskildir og það er merkileg
staðreynd að ekki skuli vera hægt
að koma saman samningum við LÍÚ
án átaka," segir hann.
Helstu kröfur vélstjóra snúa að
hækkuðum skiptahlut til vélstjó-
ranna sem þeir telja of lágan miðað
við menntun og ábyrgð. Þá vilja vél-
stjórar að útgerðarmenn greiði
meira í sjúkrasjóð félaganna svo
sem gerist hjá starfsfólki í landi.
Auk þess vilja þeir að útgerðin leggi
til fjármuni til endurmenntunar
stéttarinnar.
Helgi segir enn ekki vera um
formlegt samráð að ræða meðal sjó-
mannasamtakanna um aðgerðir til
að knýja fram kjarasamning. Helsta
krafa allra þriggja samtakanna snýr
að verðlagningu á sjávarfangi. Sú
lausn sem fundin var í seinasta
verkfalli, þar sem sett var á kopp-
inn úrskurðarnefnd sjómanna og út-
gerðarmanna, hefur gjörsamlega
brugðist. Nefndin hefur ekki komið
saman í heilt ár og á meðan grasser-
ar óánægja meðal sjómanna vegna
þeirra áhrifa sem kvótakaup hafa til
lækkunar á fiskverði.
Sjómannasamband Islands og
Farmanna og fiskimannasamband
íslands íhuga nú einnig hvaða tíma-
setning henti best til að grípa til
verkfalls. Það tekur um mánuð að
ná saman heimild stjórna einstakra
félaga til verkfallsboðunar. Þá þurfa
að líða þrjár vikur þangað til verk-
fall getur komið til framkvæmda.
Það er því ljóst að verkfall getur
vart komið til framkvæmda fyrr en
öðrum hvorum megin við næstu
áramót. Gangi ekki saman með sjó-
mönnum og útgerðarmönnum mun
því fiskiskipaflotinn allur stöðvast
vegna verkfalls í ársbyrjun 1998.
-rt
Sæbjörg viö eldhúsgluggann þar sem bíllinn kom inn.
Bíll inn um eldhúsglugga í Borgarnesi:
Eldhúsið eins og
eftir sprengingu
Tvö börn Sæbjargar voru meö henni i eldhúsinu þegar óhappiö varö. Sem
betur fer sluppu þau nær ómeidd. DV-mynd Anney.
„Ég var í eldhúsinu ásamt tveim-
ur ungum börnum mínum þegar
skyndilega kvað við ógnarlegur
hvellur. Það næsta sem ég vissi var
að glerbrot og alls konar brak flaug
um eldhúsið og bíll var kominn
hálfur inn um eldhúsgluggann hjá
mér,“ sagði Sæbjörg Kristmanns-
dóttir, kennari í Borgamesi, í við-
tali við DV.
Sæbjörg var í eldhúsinu á heimili
sínu að Skúlagötu 23 ásamt tveimur
bömum sínum, sex og eins og hálfs
árs, þegar hvellurinn varð.
„Ég held að hvellurinn hafi stafað
af því að loftpúði í mælaborðinu
blés út við höggið. Það næsta sem ég
áttaði mig á var að bíllinn var kom-
inn hálfur inn um gluggann. Eftir á
að hyggja var þetta svipaö og maður
sér í Hard Rock Café.“
Glerbrot og brak
Um leið og bíllinn kom inn um
gluggann rigndi glerbrotunum yfir
eldhúsið. Þá spýttist brak úr bílnum
inn, svo sem ljósin í heilu lagi, hjól-
koppur og alls konar dót, auk flísa
úr gluggapóstinum.
„Eldhúsið var eins og eftir
sprengingu, öll eldhúsinnréttingin
er nær ónýt, meira að segja eldhús-
vaskurinn og glerbrot stungust inn
í veggina. Krafturinn var svo mikill
að eitthvað af þessu spýttist inn í
herbergi, stofuna og inn á bað. Það
dreifðist um allt hús og við vomm
fram á nótt að þrifa það upp. Húdd-
ið á bílnum var v-laga eftir þetta."
Sæbjörg sagði að það væri mesta
mildi að hún og börnin skyldu ekki
verða fyrir brakinu og glerbrotun-
um og slasast.
„Að vísu skarst litli drengurinn
smávegis og það þurfti að taka gler-
brot úr hælnum á honum. Hann sat
á gólfinu þegar ósköpin dundu yfir
en stóð síðan upp og gekk á gler-
brotunum þannig að hann skarst."
Skammt frá heimili Sæbjargar er
vinkilbeygja en svo virðist sem öku-
maðurinn hafi af einhverjum ástæð-
um misst stjóm á bílnum og tók
hann því ekki beygjuna heldur fór
rakleiðis inn um eldhúsgluggann.
Með honum í bílnum var kona sem
slasaðist mikið. Hún var fyrst flutt á
sjúkrahúsið á Akranesi en síðan á
Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem
hún var lögð á gjörgæsludeild. Hún
mun nú vera á batavegi. -JSS
Hækkun bóta:
Þeir lægst
launuðu
fengu
meira
- segir Friörik Sophusson
„Við báðum Þjóðhagsstofnun
um að líta á forsendumar aftur
og það kom í ljós að engin
ástæða var þess vegna til að
breyta þeim. Meðalalaunahækk-
unin var 5,5 til 6 prósent á þessu
ári eins og við gerðum ráð fyrir
þegar ákvörðun um bætur var
tekin á sínum tíma. Þrátt fyrir
þetta ákváðum við að hækka
sérstaklega umfram meðallauna-
hækkunina," segir Friðrik Soph-
usson, fjármálaráðherra um
ástæður 2,5 prósenta viðbótar-
hækkunar almannatrygginga-
bóta og atvinnuleysisbóta.
„Við rökstyðjum hækkunina
þannig að þeir lægst launuðu
fengu heldur meira en hinir í
kjarasamningunum," segir Friö-
rik. -rt
Risaflyðra
á Höfn
Runólfur Hauksson, trillukarl á
Höfn, fékk þessa glæsilegu
flyöru nýveriö á miöunum út af
Hornafiröi. Var hann einn um
borð og fékk því nálæga
trillukarla til aö innbyröa hana
meö sér. Lúöan reyndist viö
mælingu 205 sm löng og 115
kíló aö þyngd. Á uppboði hjá
Fiskmarkaöi Hornafjaröar var
hún seld á 11.500 krónur.
DV-mynd Júlía Imsland, Höfn