Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Qupperneq 30
38 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 Þingvellir frá nýju sjónarhorni - ævintýrasigling í fögru umhverfi Heimamenn í Þingvallasveit tóku í fyrra upp það nýmæli að bjóða siglingar um ÞingvaUavatn undir merkjum fyrirtækisins Þingvalla- siglinga. Ferðimar mæltust það vel fyrir hjá ferðamönnum að ákveðið var að hafa framhald á bátsferðum um Þingvallavatn í sumar. Með þessari þjónustu geta ferða- menn og sumarbústaðafólk notið heillandi náttúru Þingvallasvæðis- ins frá nýju sjónarhomi. Ferðimar eru farnar undir traustri stjóm og í fylgd staðkunnra heimamanna. í boði eru sérferðir til dæmis með viðkomu á hinum dulúðlega stað Amarfelli. Þar er útsýni yfir svæð- ið ægifagurt. Jafnframt em farnar sólarlags- og myndatökuferðir. Skemmtilegast í blíðviöri „Aðsókn að ferðunum ræðst að sjálfsögðu mikið af veðrinu. Skemmtilegast er að fara um vatnið í blíðviðri. Framan af sumri hefur verið svolítið vindasamt. Við höfum stundum bryddað upp á því að bjóða farþegum sem þess óska upp á kaffi og smurt brauð með reyktum Þingvallasilungi og fleiru. Fólki þykir áhugavert að fá fisk úr vatn- inu. Stundum getur verið svalt á vatninu og því hressandi að fá sér smá kaffisopa. Við höfum ekki selt þessar veitingar heldur boðið þær þegar þannig stendur á. Feröimar hafa verið vinsælar meðal starfs- mannahópa," segir Ómar G. Jóns- son, einn eigenda Þingvallasiglinga. Siglt er um vatnið á traustum 20 farþega Sómabát, Sóma 860. Lagt er upp frá landi Skálabrekku í Þing- vallasveit. Báturinn er búinn öllum öryggisbúnaði samkvæmt strön- gustu kröfum frá Siglingastofnun íslands. „Við munum reyna að sigla út Sómabáturinn Sómi 860 siglir um Þingvallavatn. Á slíkum siglingum má sjá Þingvallasvæöiö frá nýju sjónarhorni. Lagt er upp í Þingvallasiglingarnar frá landi Skálabrekku í Þingvalla- sveit. október ef veður leyflr. Á haustdög- um er Þingvallasvæðið ægifagurt í haustlitum. Mjög áhugavert er að sigla þá um vatnið og bera saman svæðið frá liðnu sumri. Þetta er upplagt tækifæri fyrir alla aldurs- hópa sem vilja komast í ævintýra- ferð í rólegu og fögru umhverfi. Á slóðir þar sem stórurriðinn í Þing- vallavatni sveimaði um djúpið fyrr- um.“ -VÁ Sumarið er tími ferðalaga. Fólk ekur um landið eða dvelur í sumar- bústaðnum. Þótt dvalið sé að heim- an þurfa áskrifendur ekki að missa af DV. Við sjáum um að senda DV í sumarbústaðinn. Þeim sem eru á faraldsfæti bjóðum við áskriftarseðla. Fram til 1. september gefst áskrifendum DV kostur á að hringja og flyfja áskrift sína yfir á áskriftarseðla sem gilda á öllum bensínstöðvum Skeljungs á landinu. Þegar áskrifandi DV hyggst fara í frí hringir hann einfaldlega í áskriftardeild DV í síma 550 5000 og segir hve lengi hann verður í burtu. Viku síðar berast honum áskriftar- seðlar í pósti, jafnmargir og tryggja honum aðgang að DV meðan hann er í fríi. Þetta fyrirkomulag er einkar þægilegt þegar ferðast er vítt og breitt um landið. Með áskriftarseðl- unum má nálgast DV nánast hvar sem er. Sé Shellstöö á næstu grös- um er tryggt að áskrifandinn fær blaðið sitt. Allir sem verið hafa áskrifendur mánuðinn á undan geta notið þess- arar þjónustu. Hafa skal í huga að afhendingartími áskriftarseðlanna er fimm dagar, það er frá því beiðni um seðlana berst áskriftardeild og þar til þeir berast áskrifandanum í pósti. Dvelji áskrifendur í sumar- bústað býðst þeim að fá blað- ið sent á nálæg- an sölustað. Fjölmargir hafa kosið að nýta sér áskriftarseðla DV á ferðalagi sínu um landið. Við- brögð áskrifenda við þessari þjón- ustu hafa verið mjög jákvæð. -VÁ Ingveldur Frímannsdóttir: Áskriftar- seðlarnir komu sér vel „í fríinu fórum við með tjald- vagninn norður á Akureyri. Síðan lá leið okkar austur á Egilsstaði. Við vorum samtals í tíu daga. Ingveldur Frímannsdóttir, ásamt dætrum sínim. DV-mynd E.ÓI. Hafið DV einnig með í ferðalagið - áskriftarseðlar tryggja þár DV á næstu Shellstöð Áskriftarseðlarnir voru mjög þægilegir á þessu ferðalagi okkar. Þeir komu sér afskaplega vel. Ég er mjög hlynnt þessu kerfi og finnst það virkilega sniðugt," seg- ir Ingveldur Frímannsdóttir. Þau hjónin eru ein af þeim fiölmörgu ánægðu áskrifendum DV sem tryggðu sér blaðið í ferðalaginu með áskriftarseðlum. „Við höfum aldrei notfært okk- ur þessa þjónustu áður en munum örugglega nota hana í framtíð- inni.“ -VÁ Þingvalla- vatn Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á íslandi, 83,7 km2 að meðtöldum eyjunum, sem eru 0,5 km2 að stærð. Þær eru þrjár og heita Sandey, Nesja- ey og Heiðarbæjarhólmi. Vatnið er talið um 12 þúsund ára gamalt. Þar sem vatnið er Inotað sem miðlunarlón fyrir raforkustöðvar er vatnsborðs- hæð örlítið mismunandi en um 101 metra yfir sjávarmáli að meðaltali. Mesta dýpi er um 114 metrar. Meðaldýpt er um 34 metrar. Myndun vatnsins Þingvallavatn hefur mynd- ast við landsig og hraunstíflu. Það er staðsett á Atlantshafs- hryggnum, einmitt þar sem gliðnun hans fer fram. Út í vatnið liggja sprungur og gjár. Víða neðan vatns eru hrikalegir hamraveggir, eink- um utan Hestvíkur í Hnúka- djúpi norðvestur af Nesjaey og í Sandeyjardjúpi, norð- norðvestur af Sandey. Þar er vatnið dýpst. Líf í vatninu Mikil veiði er í Þingvalla- vatni. Gefur það af sér árlega allt að 10 kg af fiski á hektara. Þar þekkjast einar 8 fiskteg- undir og afbrigði þeirra. Mik- ill gróður er í vatninu og hafa rannsóknir sýnt að þriðjung- ur botnsins er þakinn gróðri. Saga Þingvallavatns Saga Þingvallavatns nær aftur á ísöld og hefur vatnið mátt þola miklar sviptingar. í lok ísaldar var það jökullón sem jökull, er lá að Dráttar- hlíð og Grafningshálsi, stífl- aði. Jöklarnir hörfuðu og vatnsborðið stóð fáeinum metrum neðar en nú. Hægt en stöðugt seig landið í sigdaln- um norður frá Hengli og vatn- ið dýpkaði. Jökulár runnu lík- lega frá Langjökli um dal suð- ur til Þingvallavatns og gerðu vatnið jökulgi-uggugt. Stórgos varð í dalnum norðan við vatnið fyrir tæplega 10 þús- und árum. Skjaldbreiður myndaðist og sendi hraun suður í vatnið er þrengdu að því. Annað stórgos varð til- tölulega skömmu síðar, eða fyrir um 9 þúsund árum, norðaustur af Hrafnabjörg- um. Hraun frá þessu gosi runnu yfir Skjaldbreiðar- hraunið neðan vatnsins og út í vatnið svo að það minnkaði til muna. Þetta hraun rann j einnig suður með austurjaðri vatnsins og stíflaði það við Sog. Við þetta hækkaði í vatn- I inu um 12-13 metra en Sogið gróf sig síðan niður og lækk- aði vatnið á ný um 7-8 metra. Eftir það hefur vatnið sífellt verið að stækka til norðurs í í sigdældinni austur frá Þing- völlum. Fyrir 2-3 þúsund árrnn gaus í vatninu og þá myndaðist Sandey sem er stærsta eyja í stöðuvatni hér á landi. Árið 1959 var útfall Sogsins stíflað. Frá þeim tíma hefur rennsli vatns og vatnshæö verið stjómað af mönnum. Landnámabók nefnir vatn- ið Ölfusvatn. -VÁ/íslandshandbókin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.