Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 8
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 JjV s sælkerínn Helgi sagðist í samtali við DV vera mikill matmaður og að kjúkiingarétturinn henti sér afar vei, léttur í maga og trufli ekki einbeitinguna við skreytilistina. DV-mynd Sigrún Lovísa Helgi Aðalsteinsson tattú: - getur ekki klikkað, segir skreytilistamaðurinn „Þetta er alveg frábær réttur og mér finnst rosalega gott að eiga steiktan kjúkling í ísskápnum til þess að geta hent þessum rétti í ofn- inn þegar ég er að flýta mér. Þetta er vinsæll réttur á mínu heimili og ég er nýr og betri maður þegar ég hef gleypt hann í mig,“ segir Helgi Aðalsteinsson tattú. Hann er sæl- keri dagsins. Helgi býður upp á kjúklingarétt sem hann heldur mik- ið upp á. Skoðum hvað er í honum: 1 kjúklingur 1 dós kjúklingasúpa (Cream Campell) 1 bolli majones rifinn ostur karrí Aðferð Kjúklingurinn er steiktur eða soðinn og síðan rifinn niður í eld- fast mót. Blandið saman kjúklinga- súpunni og majonesinu. Örlitlu kar- rii er dreift yfir og síðan er ostur rifinn yfir allt saman. Þetta er síðan haft í ofni í 20-30 mínútur. Helgi segist aðallega nota ferskt grænmeti með þessum rétti en mæla má með hrísgrjónum og brauði til viðbótar. „Þetta getur ekki klikkað," segir Helgi Aðalsteinsson. -sv Kjúklingur í appelsínusósu Fátt er heilnæmara en kjúklingur, ekki sist yfir sumartímann. Hér bjóð- um við upp á grillaðan kjúkling í appelsínusósu. Hreint lostæti. Uppskrift- in miöast við 6-6 manns. jnatgæðingur vikunnar_________________________ w w Eftirréttur sem börnin kalla frumskógar-marengs: Kaloríubomba 2 kjúklingar y21 appelsínusafi 2-3 msk appelsínulíkjör 1 msk. hunang 100 g smjör 2 appelsínur ferskt basilikum - segir Helga Jörgensen hjúkrunarfræðingur Byijið á að hluta kjúklinginn niður. Setjið bitana í smurt, eld- fast mót og hellið safan- um, líkjömum og hun- anginu yfir. Grilliö í ofni í hálftíma við 175-200 gráðu hita. Á tíu mín- útna fresti skuluð þið ausa sósunni yfir kjúklingabitana. Þannig kemst bragð í kjötið og skinnið verður stökkara. Fjaríægið bitana úr mót- inu að hálftíma loknum og haldið þeim heitum. Hellið sósunni í pott og látið suðuna koma upp. Bætið smjörinu út í og hrærið. Takið pottinn af hellunni og saltið og piprið eftir smekk. Ágætt er að rífa smávegis appel- sínubörk út í sósuna. Þá má bera kjúklinginn fram með appelsinuskíf- um og basilikum. Gott er að hafa með hrísgrjón og létt hrásalat. smekk. Helga mælir einnig sérlega með að nota rommsúkkulaðikúlur, annað hvort sem viðbót eða í staðinn fyrir Daim-kúlur. Næst er efri botn- inum skellt á og afgangurinn af krem- inu settur yfir alla kökuna, barmana líka. Gott er að geyma kökuna í kæli í sólarhring áður en hún er borin fram. Þá hefst líka það skemmtilegasta; skreytingin. Helga setur ofan á flestar þær berja- tegundir sem eru við höndina, s.s. blá- ber, kirsuber, jarðarber og vínber. Einnig má dreifa afgangi af Daim- eða rommkúlum ef til er. Helga mælir einnig með banönum, skornum í tvennt eftir endilöngu. „Síðan skreyti ég kökuna gjarnan með hvannar- blöðum eða einhverju öðru sem ég tíni úti í garði. Á haustin set ég t.d. reyni- ber,“ segir Helga sem skorar á Þóru Leósdóttur iðjuþjálfa sem næsta mat- gæðing. -bjb Helga Jörgensen hjúkrunar- fræðingur með geggjaðan eftirrétt, frumskógar-marenge, skreyttan meö hvannarblööum. DV-mynd GVA „Þetta er brjálæðislega vinsæll eftir- réttur, leikinn af fingrum fram. Börn- in kalla þetta frumskógar-marengs og er algjör kaloríuboma," segir Helga Jörgensen, hjúkrunarfræðingur og matgæðingur vikunnar, um upp- skriftina sem hún gefur okkur upp. Þetta er tveggja botna mar- enge-terta með kremi á milli. Tilvalinn eftirréttur um vetur, sumar, vor og haust. Við byrjum á að upplýsa um innihaldið, fyrst eru það botn- amir: 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 1 tsk. lyftiduft iy2 bolli Rice Crispies iy2 bolli kornflögur Kremið: 2 pelar þeyttur rjómi 70 g suðu- súkkulaði Daim- eða rommkúlur Bananabitar Það er að sjálfsögðu byrj- að á að stífþeyta eggjahvítumar og sykurinn. Lyfti- duftinu bætt út í ásamt Crispies og kornflögum. Þetta er bakað í ofni. Þá má taka til við krem- ið. Súkkulaðið er brætt út í þeyttan rjómann. Að loknum bakstri er helmingur kremsins settur yfir neðri botn- inn. Þar ofan á er gott að dreifa Daim-kúlum og bananabitum, bara eftir Pasta og baunir Hér kemur einn að ítölskum hætti fyrir þá sem vilja létta og góða grænmetisrétti. í honum er ferskur kúrbítur og rauður lauk- ur, blandað í pasta, tómata og baunir. í hann þarf: 120 g ósoönar pastaskrúfur (annað en skrúfúr ef vill) 1 msk. smjör 1 stóran rauðan lauk, saxaðan 2 tsk. pressaðan hvítlauk 450 g dós af garbanzo baunum, hreinsuðum, án vökva 400 g dós af tómötum, í teningum, með vökva 2 meðalstóra kúrbíta, skoma í bita hálfan bolla rifínn chedarella-ost Gulrætur í sítrónusósu Aðferð Sjóðiö pasta samkvæmt leið- beiningum á pakka og á meðan er smjörið hitað á pönnu, bætið lauk og hvítlauk út í. Sjóðið á meðal- hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur (4 til 5 mín.), hrærið ann- að slagið. Setjið restina af hráefn- inu út á pönnuna, bætið pastanu út í og sjóðið áfram í 10 mín. und- ir loki. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Stráið osti yfir hvem disk í lokin. Til þess að halda áfram með hollustuna er hér gefin uppskrift að gulrótarrétti í sítrónusósu. í hann þarf: Um y2 kg smáar gulrætur salt og pipar 1-2 sítrónur 2 msk. smjör 1-1 y2 msk. hveiti 2 dl rjómi 2 eggjarauður steinselja eða sítrónuduft Aðferð Skerið hreinsaðar gulræturnar í 13-4 sentímetra bita og sjóðið í létt- söltu vatni þar til þær verða mjúk- ar. Hellið soðinu af og geymið. Setjið smjörið i pott og hrærið Íhveitið út í. Látið sjóða viö vægan hita smástund. Jafnið sósuna út með soðinu og sjóðið áfram í smá- I stund. Hrærið saman eggjarauður og rjóma. Hellið örlitlu af heitu sósunni saman við og síðan öllu út í heitu sósuna. Nú má þetta ekki sjóða. Bragðbætið með sítrónuduftinu, salti og hvítum pipar. Þeytið 1 msk. af köldu smjöri saman við og Íhellið gulrótunum í sósuna. Stráið loks steinselju eða sítrónudufti yfir og berið fram með steiktum fiski, söltuðu eða reyktu kjöti. -sv ■ I I I ( i ( ( [ ( ( í I t I l I l ( I I I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.