Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 Fréttir 5 Þórshöfn: Ovist með annað kúfiskveiðiskip *Dufthylki 50% sparnaður • Gleislaprentarar • Faxtæki o.fl. • ISO-9002 gæði • Full ábyrgð J. ÁSTVRLDSSON €HF. Skipholti 33 105 Reykjovík Sími 533 3535 DV, Akureyri: „Það er ekkert víst í þessu máli á hvoragan veginn. Möguleikarnir era opnir og vegna fjárfestinga okk- ar hljótum við að skoða þann mögu- leika að kaupa annað kúfiskveiöi- skip þótt ekkert sé borðleggjandi í þeim efnum. Við eigum hér góða verksmiðju að við teljum, en þar hafa þó komið upp hlutir eins og of- næmið. Ein spumingin sem menn standa frammi fyrir er sú hvort við getum yfirhöfuð unnið þetta hrá- efni,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar. Þegar kúfiskveiðiskipið Öðufell frá Þórshöfn sökk fyrir nokkrum vikum virtist sem nokkur skriður væri að komast á veiðar og vinnslu á kúfiski á Þórshöfn, en miklir erf- iðleikar höfðu verið í verksmiðj- unni frá upphafi vegna ofnæmis og öndunarkvilla sem hrjáði starfsfólk- ið. Ýmislegt benti þó til að menn væru að vinna bug á þessum erfið- leikum. Jóhann A. Jónsson segir það ekki borðleggjandi að Þórshafnarbúar eignist annað kúfiskveiðiskip. „Það er eitthvert framboð á skipum til þessara veiða en það er frekar spuming um gæði þeirra skipa. Við höfum fengið pappíra yfir nokkur skip en erum ekkert famir að skoða þetta í alvöru." Tvö kúfiskveiðiskip sem íslend- ingar hafa eignast hafa sokkið, bæði í góðu veðri, og enginn hefur hug- mynd um hvað olli þeim slysum sem kostuðu mannslíf í öðru tilfell- inu. Flateyringar hafa keypt annað skip til kúfiskveiða sem er mun stærra en hin tvö, en það hefur ekki hafið veiðar hér við land. -gk Gott úrval af Marmot Cortina Sport Skólavörðustíg 20 Sími 552 1555 Volvo Lapplander-bifreiðin með báða hjólbarða sprungna og ónýta. Viö hlið bíls- ins stendur Ársæll Kristjánsson, sjö ára Reykvíkingur. DV-mynd Guðfinnur Sprakk á tveimur DV, Hólmavík: Haft hefur verið á orði að víða um Vestfirði séu vegir mest mótað- ir veðri og vindum og farskjótum fyrri tíðar eins og fótum hesta. Þá sé að finna friðaðar forsetaholur og um vegi Vestfjarða þurfi að aka með öðra hugarfari en vegi um aðra hluta landsins. Ökumaður Lapplander-bifreiðar var einmitt að aka um nokkuð af- skekktan veg á Vestfjörðum þegar hann varð fyrir því óláni að háðir hjólbarðar vinstra megin sprungu. Urðu þeir ónýtir og sami steinninn var orsökin. Sem betur fer má þetta atvik teljast sér á parti og þarf ekki að verða annarra hlutskipti að lenda í slíku. -GF Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur: Ekki búið að veiða alla loðnuna DV, Akureyri: „Þessar sumarveiðar hafa gjam- an gengið svona, það koma mjög góðir kaflar en svo er eins og loðn- an dreifi sér og sjáist varla í ein- hvem tíma. Síðan þéttist loðnan aft- ur,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur um þá niðursveiflu sem komið hefur í loðnuveiðarnar undanfarna daga. Frá því að loðnuveiðamar hófust um síðustu mánaðamót og allt fram í siðustu viku var loðnuveiðin norð- ur og austur af landinu mjög góð og íslensku skipin að fá að jafnaði um 10 þúsund tonn á dag þótt þau þyrftu oft að bíða lengi í höfnum vegna takmörkunar á afköstum verksmiðjanna. Þá sigldu skipin mjög mikið langar vegalengdir með afla og m.a. talsvert til hafna á Suð- vesturlandi. Síðustu dagana hefur veiðin hins vegar dottið nær alveg niður og lítil loðna fundist í veiðan- legu ástandi. „Þessi aflahrota sem nú er að baki hefur verið óvenjulöng. Yfir- leitt hefur þetta verið þannig und- anfarin ár að svona hrotur hafa komið og alltaf inn á milli hafa komið tímar þegar lítið sem ekkert hefur veiðst en þetta hefur alltaf tekið við sér að nýju. Það er mín trú að það komi ný hrota eða fleiri afla- hrotur í ágúst. Það er talsvert af loðnu í sjónum að mínu mati og ég hef enga trú á að þetta hlé á veiðum núna sé vegna þess að búið sé að veiða alla loðnuna, það er út í hött aö halda það. Það er því trúlegt að þetta muni nú lagast að nýju áður en langt um líður, en það er erfitt að tímasetja það nánar. Þannig er reynsla okkar að þetta verði svona alveg út ágúst, ágætis veiði á köflum. Eftir það get- ur mynstrið breyst og það er erfið- ara að segja fyrir um veiði á haust- mánuðunum," segir Hjálmar. -gk í sumarleik Skellstöðvanna geta allir krakkar eignast fjórar hljóðsnældur með skemmtilegu efni eftir Gunna og Felix. Nóðu þér i þótttökuseðil ó næstu Shellstöð eða i Ferðabók Gunna og Felix og byrjaðu að safna skeljum. Það fæst ein skel við hverja ófyllingu ó Shellstöðvunum og þegar skeljarnar eru orðnar f jórar, færðu hljóðsnældu. Ferðabók Gunna og Felix fylgir öllum kössum af Hl-C sem keyptir eru ó Shellstöðvunum. Matvara • sirvara 50 frikortspunktar fyrir hverfar JOOOkr. Shellstöðvarnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.