Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 37 DV Tveir góöir saman. Bubbi og KK í kvöld kl. 22 munu tónlistar- mennimir Bubbi Morthens og Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, halda tónleika á veitingahúsinu Fógetanum við Aðalstræti. Bubbi mun leika lög af væntanlegri plötu sinni í bland við eldri lög. KK spilar lög úr leikritinu Hið ljúfa líf sem frumsýnt verður þann 29. ágúst í Borgarleikhúsinu. Hann mun einnig leika fáheyrö KK-lög. Að lokum munu þeir félaga spila lög sem þeir hafa samið saman. Tónleikar Klassískir tónar í kvöld kl. 20.30 verða haldnir klassískir tónleikar í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Tón- listarfélagið á Akureyri kynnir Auði Hafsteinsdóttur fiðluleik- ara og Guðríði St. Sigurðardótt- ur píanóleikara. Auður nam hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Reykjavík og stundaði fram- haldsnám í Boston og Minnesota þar sem hún lauk meistaraprófi árið 1991. Hún var borgarlista- maður Reykjavíkur á árunum 1991 til 1994 og er einn stofnandi Trio Nordica. Guðríður St. Sigurðardóttir lauk prófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, stundaði fram- haldsnám í Michigan og lauk þaðan meistaraprófi. Guðríður hefur komið fram á tónleikum í Bandaríkjunum, Evrópu og á Norðurlöndunum. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Clöru Schumann, Debussy, Elgar, Kreisler og Grieg. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Ríkey Ingimundardóttir. Ríkey á Siglufirði Næstkomandi fostudag kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Myndlist myndlistarkonunnar Rikeyjar Ingimundardóttur. Sýningin er haldin í Ráðhúsi Siglufjarðar. Nordjobb Nordjobb er atvinnumiðlun ungs fólks á Norðurlöndum. Sumarið i ár er metár hjá Nor- djobb á íslandi því alls munu um 120 ungmenni frá hinum Norðurlöndunum heimsækja ís- land. Samkomur í kvöld kl. 20 verður opið hús að Hallveigarstöðum við Tún- götu 14 þangað sem þeir sem kynnast vilja ungu fólki frá ná- grannalöndunum geta komið. Ofviðri á norðurslóð í kvöld kl. 20.30 verður flutt í Nor- ræna húsinu leikritið Ofviðrið á norðurslóð. Leikritið er byggt á Of- viðri Shakespeares og hefur verið lagað að norrænum aðstæðum. Of- viðrið er siðasta leikverk Shakespe- ares. Það er uppfullt af öndum og öðrum dularfullum verum. Sýning- in í Norræna húsinu er samvinnu- verkefni Dana, Grænlendinga og ís- lendinga. Á sviðinu mætast þjóð- tungurnar þrjár, danska, græn- lenska og íslenska. Á sýningunni Skemmtanir takast á ólíkir menningarheimar þar sem völd, hefnd og vanmáttur eru ahsráðandi. Þetta er klassískt leikrit með norrænu ívafi sem býð- ur upp á áður óþekktar hliðar á Of- viðri Shakespeares. Aðgangseyrir er 1000 krónur og miðar eru seldir við innganginn. Leikstjóri er Kári Halldór og leik- arar eru Sigrún Sól Ólafsdóttir, Atriöi úr Ofviörinu. Kári Halldór, Svend Erik-Engh, Jon Davidsen, Farshad Kholghi og Pelle Ussing, Vivi Nielsen, Jens Nathna Hvenegaard. Hlýjast norðanlands í dag verður austankaldi á Norð- austurlandi en annars hæg austlæg eða breytileg átt. Á Norðausturlandi má búast við súld eða rigningu en Veðrið í dag annars verður skýjað með köflum og síðdegisskúrir annars staðar. Hiti 10 til 18 stig, kaldast á annesj- um en hlýjast inn til landsins norð- an og vestan til. Um 500 km suður af Hornafirði er 975 mb lægð sem grynnist og þokast austur. Um 400 km suðsuðvestur af Hvarfi er heldur vaxandi 985 mb lægð á hreyfingu norðaustur. Sólarlag í Reykjavik: kl. 22.38 Sólarupprás í Reykjavík: kl. 4.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: kl. 15.51 Árdegisflóð á morgun: kl. 4.20 Veðrið kl. 6 í gærmorgun: Akureyri skýjaó 12 Akurnes þoka í grennd 12 Bergsstaóir alskýjaö 13 Bolungarvík rigning 13 Keflavíkurflugv.úrkoma 13 Kirkjubkl. alskýjaö 12 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík rign. á síö. klst. 13 Stórhöföi þokumóöa 12 Helsinki rign. á síö. klst. 17 Kaupmannah. léttskýjaö 17 Ósló skýjaó 16 Stokkhólmur skýjaö 16 Þórshöfn þoka i grennd 11 Amsterdam þokumóöa 16 Barcelona mistur 23 Chicago heiöskírt 19 Frankfurt léttskýjaö 15 Glasgow skýjað 15 Hamborg þokumóða 15 London skýjaö 16 Lúxemborg léttskýjaö 17 Malaga heiöskírt 20 Mallorca léttskýjaö 21 París skýjaö 17 New York hálfskýjaö 26 Orlando hálfskýjaö 23 Nuuk súld 1 Vín skýjaö 17 Winnipeg heiöskírt 11 Vegna tölvubilunar hjá Veðurstofu íslands bárust ekki upplýsingar um veður í morgun. Hálendið opið Víðast hvar er greiðfært um landið. Þó er sums staðar unnið að vegavinnu og eru ökumenn því minntir á að virða hámarkshraða hverju sinni til að forðast skemmdir á bílum sínum vegna steinkasts. Flestir hálendisvegir eru nú færir. Fært er orðið um Kjalveg norðan og sunnan til, Færð á vegum Sprengisandur er fær fjallabílum, fært er í Land- mannalaugar, Eldgjá úr Skatftártungum, Kalda- dal, Öskjuleið, Kverkfjallaleið, Hólmatungur, Djúpavatnsleið, Lakagíga, Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði, Landmannaleið og Snæfellsleiö. Öxi, Arnarvatnsheiði og Fjallabaksleið eru færar fjallabílum. Ástand vega E3 Steinkast 0 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir C^) Lokaö^1000 ® Þungfært (£) Fært Qallabílum Sonja, Karen og Ellen eignast bróður Litli drengurinn er bróðir þeirra Sonju, sem er ellefu ára, Karenar, sem er sjö ára, og Ellenar sem er tveggja ára. Hann Barn dagsins fæddist á Landspítalan- um þann 21. júlí kl. 2.29. Við fæðingu vó hann 4.335 grömm og var 54,5 sentímetrar að lengd. For- eldrar hans eru Sigrún Hauksdóttir og Gunnar Erling Vagnsson. dagaC»3|p> Svartklæddir menn í vígahug. Men in Black í Stjömubíói og Sambíóunum Álfabákka er enn verið að sýna gamanmyndina Men in Black. Tilvist svartklæddu mannanna er best geymda leyndarmál al- heimsins. Einkunnarorö þeirra eru að verja jörðina fyrir úr- þvættum alheimsins. Annar svartklæddi maðurinn er K sem leikinn er af stórleikar- anum Tommy Lee Jones. Hann er þó betur þekktur fyrir leik sinn í spennumyndum á borð við The Fugitive og The Client. Hinn svartklæddi maðurinn er nýlið- inn J sem leikinn er af Will Smith. Svartklæddu mennirnir Kvikmyndir vinna fyrir leynilega ríkisstjóm. Þeir sinna eins konar innflytj- endaeftirliti en það sem er óvenjulegt við vinnu þeirra er að þeir hafa ekki bara eftirlit meö mannfólki sem vill flytja til Bandaríkjanna heldur fylgjast þeir líka með geimverum sem vilja koma til New York. Nýjar myndir: Háskólabíó: Horfinn heimur Laugarásbíó: Horfinn heimur Kringlubíó: Jungle to Jungle Saga-bíó: Horfinn heimur Bíóhöllin: Horfinn heimur Bíóborgin: Grosse Pointe Blank Regnboginn: One Fine Day Stjörnubíó: Men in Black Krossgátan r~ r~ 3" 7~ b" II T~ r $ 10 . ■BB h Pr TS li> 7 1 vr mmm J W ii J ZL Lárétt: 1 blóð, 8 tæpast, 9 ásaka, 10 þræta, 12 bátur, 13 baðið, 16 lykta, 18 þvottur, 19 lokaði, 20 kvæði, 21 keyrði, 22 rugluð. Lóðrétt: 1 dá, 2 huglausa, 3 þegar, 4 hlýju, 5 bleyta, 6 gangflötinn, 7 fiör, 11 samsull, 15 tóm, 17 lænu, 18 að, 19 kusk, 20 óttist. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hortugi, 8 efia, 9 mið, 10 snákar, 13 tak, 15 muna, 16 árla, 17 lag, 19 tóra, 20 sá, 21 mak, 22 kæti. Lóðrétt: 1 hest, 2 of, 3 ijá, 4 tak- mark, 5 um, 6 girnast, 7 iðja, 11 narta, 12 aula, 14 klók, 16 áhn, 18 •*' gái. Gengið Almennt gengi LÍ 30. 07. 1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenai Dollar 71,930 72,290 71,810 Pund 117,360 117,960 116,580 Kan. dollar 51,970 52,290 51,360 Dönsk kr. 10,2740 10,3290 10,8940 Norsk kr 9,4580 9,5100 10,1310 Sænsk kr. 9,0180 9,0680 9,2080 Fi. mark 13,1630 13,2410 13,8070 Fra. franki 11,6020 11,6680 12,3030 Belg. franki 1,8942 1,9056 2,0108 Sviss. franki 47,2500 47,5100 48,7600 Holl. gyllini 34,7300 34,9300 36,8800 þýskt mark 39,1300 39,3300 41,4700 ít. líra 0,04008 0,04032 0,04181 Aust. sch. 5,5590 5,5930 5,8940 Port. escudo 0,3869 0,3893 0,4138 Spá. peseti 0,4635 0,4663 0,4921 Jap.yen 0,606300 0,61000 0,56680 írskt pund 105,320 105,980 110,700 SDR 96,930000 97,51000 97,97000 ECU 77,1300 77,5900 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 c •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.