Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 13 Fréttir Nýja brúin yfir Botnsá: Hamingjuósk- ir fyrir að aka fyrst yfir - segir María S. Ágústsdóttir Nýja brúin yfir Botnsá en umferð þar yfir var opnuö í fyrrakvöld. Sportkafaraskóli stofnaður „Við vorum að koma að norðan rétt fyrir miðnætti. Þegar við kom- um að Botnsá sáum við að það voru margar vinnuvélar þarna við veg- inn. Það kom starfsmaður á móti okkur og við héldum að hann ætlaði að banna okkur að fara þarna yfir. Þá óskaði hann okkur til hamingju og sagði að við værum fyrsti bíll til að fara nýju brúna,“ segir María S. Ágústsdóttir. María, eiginmaður hennar, Harald- ur S. Magnússon, og tvö bamaböm þeirra, 8 og 10 ára, urðu þess heiðurs aðnjótandi að aka fyrst yfir nýju brúna yfir Botnsá í Hvalfirði í fyrra- kvöld. „Við höfðum mjög gaman af þessu og óskuðum mönnunum til hamingju með að hafa klárað veginn,“ segir María. -RR DV, Suðurnesjum: „Við ætlum að koma köfun á betra stig þar sem fólki gefst færi á að læra köfun á auðveldan og skemmtilegan máta. Það hefur ekki fyrr verið stofii- aður skóli hér á landi í köfun - þetta er sá fyrsti. Margir hafa áhuga á að læra köfun og nú er hægt að láta þann draum rætast," sögðu þeir Tómas J. Knútsson og Sigurður Ámundason. Þeir hafa opnað Sportköfunarskóla íslands við Hafnargötuna í Keflavík og kenna þar. Tómas hefur stundað köf- un í 22 ár og starfað sem kennari í 5 ár. Sigurður verið kafari í 20 ár og kennt í 12 ár. Báðir hafa kennt hjá skólum erlendis. Viðstaddur opnunina var yfirmaður alþjóðasamtaka sport- kafarakennara, PADI. Skólinn er full- gildur aðih í PADI. ísland er 147. land- ið þar sem samtökin kenna köfún. Tómas J. Knútsson og Sigurður Ámundason. DV-mynd Ægir Már PADI hefúr útskrifað 70% þeirra sem lært hafa köfún í heiminum. „Við erum búnir að kafa mikið. Á Suðurnesjum eru einhverjir bestu staðir til köfúnar á landinu. Við reikn- um með að kenna fleirum en Suður- nesjamönnum. Þá höfum við farið með hópa ferðamanna í köfun,“ sögðu þeir félagar. Skólinn útvegar nemend- um búnað sem til þarf. -ÆMK irarra- Mgim Fjölni Biðröð við herminn. Hermir: DV-mynd Helgi Geðveikt stuð DV Olafsfírði: Það er ekki hægt að segja annað en að hermirinn hafi gert mikla lukku hér í bæ. Ólafsfirðingum gafst færi á að prófa þetta galdra- tæki sem líkir eftir rússibana, og alls kyns öðrum farartækjum. Biðröð myndaðist og var nóg að gera fram eftir degi. „Þetta var geðveikt stuð,“ sagði einn 8 ára strákur en sagðist jafnframt vera of ringlaður í höfðinu til að muna hvað hann uppliföi. Að minnsta kosti 50 krakkar og unglingar prófuðu herminn - einn og einn fullorðinn laumaði sér með - sem héðan lagði leið sína til Akureyrar. -HJ Dómur Kjaradóms: BSRB lýsir vanþóknun Stjóm BSRB lýsir algjörri van- þóknun á vinnubrögðum Kjara- dóms þegar hann skammtar æðstu embættismönnum þjóðarinnar mun meiri kjarabætur en samið var um í síðustu kjarasamningum. Stjómin segir í fréttatilkynningu að hækkanir upp á 9-20% nái engri átt þegar launafólk fær að- eins 4,7% og lýsi siðleysi hjá sjálftökuliði þjóðarinnar. Stjóm BSRB gagnrýnir þá ein- hæfhi sem er í skipan Kjaradóms en aðeins lögfræðingar eiga þar nú sæti og bendir á hugsanleg tengsl í milli þess og þeirrar ákvörðunar dómsins að hækka laun héraðs- dómara sérstaklega eða um allt að 20%. Stjómin mótmælir vinnu- brögðum dómsins harðlega og hvetur stjómvöld til að grípa í taumana þegar í stað. -SÁ Það marg- borgar sig að lesa DV q'it milli °& ■ t Á>/ Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.