Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 7
MIÐVKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 7 DV Sandkorn Vestfirsk hátíð Um verslunar- mannahelgina keppast kaup- staðir og hin ýmsu íþrótta- eða bindindisfé- lög um aö halda útihátíðir vítt og breytt um landið. Hjá heimamönnum í kaupstöðunum eru hátíöarhöldin í bæjunum, sem byggjast á fylliríi að- komufólks, misvel þokkuð. Svo eru til staðir þar sem ekkert sérstakt er um að vera annað en venjulegt mannlíf. Oft er það í rólegri kantin- um vegna þess að margir fara á hinar skipulögðu hátiðir. Þegar tlð- indamaður DV hafði samband við lögregluna á Ísafírði og spurði hvað væri um að vera hjá þeim um versl- unarmannahelgina var svarið að þar færi fram hátíðin „Ró og frið- ur“. Verslunarmannahelgin væri að öllu jöfnu rólegasta og friðsamasta helgi ársins þar í bæ. Að fara fram úr sjálfum sér Ámundi Ámundason er mikill áróðurs- maður og getur verið afar kappsamur, jafhvel einum of. Gánmgar segja að hann sé stundum eins og maður sem er kominn út á götu en gleymdi aðfara í buxurnar. Þannig var það um helgina. Hann keypti 49 prósent hlut Tilsjár ehf. í Helgarpóstinum og lýsti því samstundis yfir að hann vildi fá Ossur Skarphéðinsson eða Elínu Hirst sem ritstjóra að Helgar- póstinum. Þau afþökkuðu bæði boð- ið í samtölum við fjölmiðla. Þá lýsti Ámundi því yfir að hann vildi fá Sigurjón á Alþýðublðainu sem rit- stjóra. Þegar hann svo hitti Sigur- jón næst stoppaði Ámundi og spurði: „Heitirðu ekki annars Sig- urjón? Öðruvísi mér áður brá Á forsíðu nýjasta heftis Útvegs, mál- gagns LÍU og Kristjáns Ragn- arssonar, er lit- mynd af Stein- grimi J, Sigfús- syni, þing- manni Alþýðu- bandalagsins. Líka er fyrir- sögn þvert yfir forsiðuna „Veiðigjaldið skotið niður.“ í grein- inni segir: ,Á nýlegri ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytisins um veiði- gjald, sem haldin var á Akureyri, vakti mikla athygli ræða Stein- grims J. Sigfússonar, alþingismanns og formanns sjávarútvegsnefhdar Alþingis. Höfðu sumir á orði að þeir hefðu ekki S annan tima heyrt hugmyndina um veiðileyfagjald skotna í kaf með jafh rökvísum og skeleggum hætti..." Þetta faðmlag sægreifanna og alþýðubandalags- mannsins Steingríms J. þykir mörg- um kómiskt. Jafnvel gamall kommi verður góður ef það þjónar mál- staðnum. Fyrrum sægreifi sagði þegar hann sá forsíðu Útvegs: „Öðruvísi mér áður brá.“ Krúnan bíður Mikið hefur verið rætt að undanfómu um samband Karls Bretaprins og ástkonu hans, Camillu Parker. Enda segja bresku blöðin að almenningur í Bretlandi hafi nú tekið hana í skötuhjúin fái að eigast. Páimi Pétursson orti af þessu tilefhi. Við þjóðina Kalli er kominn í sátt og krúnan hún bíður að sagt er að hann geti farið og fengið sér drátt hjá frillunni Camillu Parker. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Eirikur Ingólfsson hjálpar til við að gera Leif heppna norskan: Sonurinn Leifur er íslenskur - segir Eiríkur sem ekki hefur áhyggjur af þjóðerni Leifs heppna Trúfélög á íslandi: Tveir í fámenn- asta trúfélaginu - þjóðkirkjan enn Qölmennust að mennt og er ráðinn til þriggja ára hjá afmælisnefhd bæjarins. Alls vinna 40 manns að afmælisfagnaðinum. „Það hefur verið rosalegt að gera enda eru þetta umfangsmeiri hátiða- höld en vitað er um áður á Norður- löndunum," segir Eiríkur. Kaup- menn og veitingamenn sem hann hefur taiað við láta vel af öllu til- standinu og segja að umsvifín og veltan hafi aldrei verið meiri. Um helgina er von á 5000 pílagrímum sem bætast við allan ferðamanna- fjöldann sem fyrir er. Bærinn hefur lagt mikla peninga í hátíðahöldin en reiknað er með að þeir fjármunir skili sér aftur í aukn- um skatttekjum. Tekjumar vegna há- tíðahaldanna eru þegar meiri en ráð var fyrir gert. Vestan um haf koma brottfluttir Norðmenn og þeir verða að koma honum Leifi sínum Eiríkssyni á stall. Eiríkur Ingólfsson lætur sér þann áhuga i léttu rúmi liggja og hefur eng- ar áhyggjur af þjóðemi siglinga- kappans. -GK 300 þús. manns 250 269 200 150 100 50 0 Aðild að trúfélögum V ‘ V- -1. júli 1997 - Þjóðkirkjan 9.346 Fríkirlqur 7.792 5.257 Önnur trúfélög Utan trúfélaga Fámennasta trúfélagið á íslandi er Baptistakirkjan en meðlimir herrnar eru aðeins tveir og báðir eldri en 16 ára. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofúnni. Breytingar á trúfélagsskráningu vom gerðar fyr- ir 762 manns eða 0,3% landsmanna á fyrri helmingi yfirstandandi árs. Flestir þeirra sögðu sig úr þjóð- kirkjunni, 456. Af þeim voru 188 síð- an skráðir utan trúfélaga. Þetta er mun færra fólk en breytti trúfélags- skráningu sinni á sama tíma í fyrra en þá vora þeir 1579. Þjóðkirkjan er langfjölmennasti trúarsöfiiuðurinn en innan hennar era nú skráðir 244.060 manns, þar af era 181.242 eldri en 16 ára. Innan frí- kirkjusafnaðanna 1 Reykjavík og Hafnarfirði og Óháða safnaðarins í Reykjavik era samtals 9.346 manns, þar af era 7.115 yfir 16 ára aldri. Innan annarra skráðra trúfélaga era 7.792 manns, þar af 5.624 yfir 16 ára aldri. Kaþólska kirkjan er fjöl- mennust annarra skráðra trúfélaga. Innan hennar era 2.725 manns, þar af 1.924 eldri en 16 ára. -SÁ Nýjar kartöflur Dagfríöur Pétursdóttir, húsfreyja viö Ásgarö í Reykjavík, heldur hér á glæ- nýjum kartöflum sem hún hefur ræktaö í eigin matjurtagaröi. Fjölskyldan hefur haft nýjar kartöflur í matinn ó hverjum degi undanfarnar þrjár vikur en Dagfríður sækir þær í garöinn eftir hendinni. DV-mynd Sveinn DV, Ósló: „Ég veit í það minnsta um einn Leif Eiríksson sem öragglega er ís- lenskur. Það er Leifúr sonur minn,“ segir Eiríkur Ingólfsson, fjölmiðlafull- trúi hjá Þrándheimsbæ í Noregi, í samtali við DV. Eiríkur hefur tvö síðustu ár haft það fyrir atvinnu að koma Þránd- heimi á heimskortið í tilefni þess að bærinn er 1000 ára í ár. Meðal kynn- ingaratriða hefur verið að koma upp styttu af Leifi nokkrum Eirikssyni, sem kimnastur er fyrir að hafa fúnd- ið Ameríku og týnt henni aftur fyrir nærri þúsund árum. Norðmenn standa á því fastar en fóhmum að Leifur hafi verið norskur og fundið Ameríku í trúboðsleiðangri sem hófst í Þrándheimi. Nú stendur nýafhjúpuð stytta af Leifi í bænum og horfir út á hafið. Á sama tíma er Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti að berjast fyrir því að gera umræddan Leif ís- lenskan í augum Ameríkubúa. Deilan um ætt og upphaf Leifs er fjarri þvi leyst. „Þetta með Leif er algjört aukaat- riði hér í hátíðahöldunum. Afinælis- dagskráin hefúr staðið allt árið og há- punkturinn nú í sumar er mikil sigl- ingakeppni sem byrjaði í Skotlandi og endar í Gautaborg. Allur flotinn er nú hér í höfninni og bærinn iðar af lífi,“ segir Eiríkur. Hann er hagfræðingur Engin skógrækt í Skjaldarvík DV, Akureyri: Bæjarráð Akureyrar hefúr hafn- að beiðni ábúandans í Skjaldárvík um að hann fái heimild til að hefja viðræður og leita samninga við Skógrækt ríkisins um ræktun nytjaskógar í landi Skjaldarvíkur. Skjaldarvik er í landi Akureyrar og lagði Guðmundur Stefánsson bæjarráðsmaður það fram á fúndi bæjarráðs aö ábúandinn fengi heimild til að rækta nytjaskóg á jörðinni en sú tillaga var felld með þremur atkvæðum gegn einu. Meirihluti bæjarráðs tók undir það sjónarmið, sem fram hafði komið í umsögn umhverfisstjóra og skipulagsstjóra, að ekki sé heppilegt að binda nýtingu lands í Skjaldarvík til svo langs tíma sem ræktun nytjaskógar krefst. Búast megi við þéttbýli á svæðinu frá Ak- ureyri að Gásum þegar á næstu öld. „Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að skógrækt á jörðum Akureyrarbæjar í Glæsibæjar- hreppi verði af hálfu bæjarins unn- in undir forsjá umhverfisdeildar. Á svæðinu verði ræktaðir útivist- arskógar sem myndi umgjörð og forsendur fyrir umhverfis- og úti- vistarmál framtíðarbyggðar á svæðinu," segir í bókun bæjarráðs. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.