Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 11 DV Vegabætur á Axarvegi í Berufirði: Styttir leiðina upp á Hérað um 60 km DV.Vík: „Við erum rétt að skeina af hon- um. Tökum stærstu steinana úr veginum og lögum hann þar sem farið er yfir óbrúaðar ár á vaði,“ sagði Ásgeir Hjálmarsson á Djúpa- vogi. Hann var ásamt fleirum uppi á Axarvegi við lagfæringar þegar fréttamann DV bar að. Axarvegur er fjallvegur sem liggur upp úr botni Berufjarðar og kemur niður innst í Skriðdal á Héraði. Er hann aðeins fær jeppum en styttir leið þar á milli um 60 km sé miðað við hringveginn. „Faðir minn lagði veginn 1960-62 fyrir samskotafé og peninga sem fengust úr happdrætti sem var stofnað til í kringum vegarlagning- una. Auk þess fékkst lítils háttar úr fjallvegasjóði. 1962 var ég að vinna við veginn í 3 mánuði. Þá var hann svo góður að ég fór á milli á fólks- bíl.“ Eftir að lagningu vegarins lauk tók Vegagerðin við honum og að sögn Ásgeirs hefur nánast ekkert viðhald verið frá því hann var lagð- ur. „Ýta hefur rétt farið yfir hann öðru hverju en eftir að Landsvirkj- un notaði Öxi við línulögn hér 1981 varð hann hálfófær. 1988 var byggð eina brúin á honum og það var ekki fyrr en 1996 sem settir voru nokkrir hólkar í veginn," sagði Ás- geir. Forsagan að framtakinu nú er að í vor fór Ásgeir á fund vegamála- stjóra og var ein helsta ástæða ferð- Asgeir Hjálmarsson og ýtan. DV-mynd Njörður Helgason ar hans sú að faðir hans hefði orð- ið 100 ára í ár. Ásgeir ræddi við hann um veginn, hvað væri hægt að gera til bóta. „Síðan hef ég njósnað. Ég veit að komin er hreyfmg á málin. Guðni Nikulásson, verkstjóri á Egilsstöð- um, sagði mér frá afgangshólkum á Höfn og leyfði okkur að nota þá. Ég fór einnig að leita að fleiri hólkum, notuðum og nýjum. Þá komu til- mæli frá Vegagerðinni um að biða með framkvæmdir þar sem þeir væru að hugsa um að fara að gera eitthvað í veginum í haust. Þetta tel ég að sýni að Vegagerðin gerir ekkert vanhugsað fyrst rúm 30 ár þurfti til að komast að þessari nið- urstöðu," sagði Ásgeir. Hann segir að það sé verið að ráðast í stórframkvæmdir eins og Gilsfjarðarbrú sem stytti leið þar imi 17 km. Þessi fjallvegur stytti leiðina um Austurland um 60 km sé miðað við hringveginn. Mun meira sé miðað við íjarðaleiðina. Þann tima sem Ásgeir hefur unnið í veginum í sumar hafa farið xun 30 bílar þar á dag. „Það er verið að tala um að klára einhverjar leiðir áður en farið er í vegabætur þarna en ég veit ekki um neinn veg á íslandi sem alveg er lokið við. Keflavíkurvegurinn var talinn mikill framúrstefnuveg- ur þegar hann var lagður. Nú er hann úreltur þannig að svona veg- ir taka ekki frá stórframkvæmd- um,“ sagði Ásgeir um leið og hann steig upp í ýtuna. -NH Fréttir Reykjavík: Innbrota- hrina Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast vegna innbrota í fyrrinótt. Brotist var inn í íbúðarhús við Kambasel og ýmsum heimilistækjum stolið. Lögreglan stöðvaði menn á bíl í hverfinu og fann þar þýfið. Mennirnir sátu inni í morgun og biðu þess að verða yfirheyrð- ir. Þjófamir hafa án efa verið búnir að fylgjast með mann- lausu húsinu. Eigendur þess eru í útlöndum. Klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt var maður handtekinn við að brjótast inn í bíla vestur í bæ. Hann er í haldi lögreglu, grunaður um fleira en þessi innbrot. Það var maður tekinn réttindalaus á bfl. Hann var með geislaspilara í bílnum sem hann gat ekki gert grein fyrir. Loks var maður leitaður uppi og handtekinn eftir að til hans sást vera að stela af bílum á bilasölu. -sv Nilfisk AirCare Filter® Ekkert nema hreint loft sleppur í gegnum nýja Nilfisk síukerfið. Fáðu þér nýja Nilfisk og þú getur andað léttar! irQmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 Franskir dagar á Fáskrúðsfiröi: Frakkar fjölmenntu DV, Fáskrúðsfirði. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði var yfirskrift 3ja daga hátíðahalda á Fáskrúðsfirði og 90 ára afmælis Búðahrepps 25.-27. júlí. Fjölmargir franskir gestir, með bæjarstjórann í Gravelines fremstan í flokki, komu á hátíðina ásamt Vig- dísi Finnbogadóttur og sendiherra Frakka á íslandi. Vigdis afhjúpaði skjöld sem komið var fyrir á stórum steini - Tobbusteini - í miðju þorp- inu. Frakkar notuðu steininn til við- miðunar þegar þeir lögðu skútum sínum á firðinum á fyrrihluta aldar- innar. Borgarstjórinn, sendiherrann og Vigdís fluttu ávörp. Hjólreiðakeppnin, Tour de Fá- skrúðsfjörður, var fjölsótt og nokkrir aldurshópar kepptu á mislöngum vegalengdum. Þar hjólaði franski borgarstjórinn og fleiri Frakkar. Afhjúpaður var minnisvarði um Einar Sigurðsson, skipasmið og heið- ursborgara Búðahrepps, í skrúðgarð- inum en öld er frá fæðingu hans. Bamabarn Einars og alnafni afhjúp- aði minnisvarðann. Öm Ingi fjöl- Lagt af stað í hjólreiðakeppnina. Frú Vigdís flytur ræðu við afhjúpun steinsins. DV-myndir Ægir listamaður stjórnaði skemmtun trúða í frönsku kaffihúsi í Skrúð. Fjölmargt annað var á dagskrá og fjöldi brottfluttra Fáskrúðsfirðinga heimsótti átthagana þessa daga auk annarra gesta. Á laugardagskvöldið var dansleikur í Skrúði við undir- leik hljómsveitar Geirmundar og þar var fullt út úr dyrum að vanda og skemmti fólk sér hið besta. -ÆKr. Ég auglýsti íbúðina og fékk leigjanda sama dag! o\\t mllff himj^ Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.