Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 32
FRETTAS KOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gaett. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 ^aldur á strandstað. DV-mynd HAH Á blindsker DV, Þórshöfn: Faldur ÞH 153,18 tonna eikarbát- ur frá Þórshöfn, sigldi á blindsker á leið á miðin um kl. 9 í gærmorgun norðaustur af Þórshöfn. Sat hann þar fastur og hallaði um það bil 45°. Tveir menn voru um borð; Þorberg- ur Jóhannsson skipstjóri og Árni Þórhallsson, og sakaði hvorugan. Atburðurinn átti sér stað rétt um háflæði og var báturinn i mikilli hættu að velta alveg þegar fjaraði frá. Bátarnir Duna II og Draupnir náðu jkð draga Fald á flot. HAH Millifærslumálið: Ekkjan gaf skýrslu Samkvæmt heimildum DV hefur gjaldkerinn, sem millifærði miklar fjárhæðir af bankareikningum aldr- aðrar, auðugrar ekkju inn á banka- y»»ikninga manns sem henni er óvandabundinn, ekki verið yfir- heyrð hjá embætti ríkislögreglu- stjóra. Sagt var frá þessu máli í for- síðufrétt DV í gær. Ekkjan hefur þegar gefið ríkislög- reglustjóra skýrslu um málið eins og það horfir við henni og búast má við að aðrir sem þessu máli tengjast verði yfirheyrðir á næstu dögum. -SÁ Akranes: Dauð skjald- baka í fjöru- ' borðinu DV, Akranesi: „Ég var í fjörunni hérna skammt frá og var að veiða. Ég leit upp og sá eitthvað óvenjulegt í fjöruborðinu. Þegar ég athugaði það betur var þar dauð skjaldbaka," sagði Sigurgeir Guðni Ólafsson, 14 ára gutti á bæn- um Völlum í Innri-OAkraneshreppi. „Ég held að skjaldbakan hafi villst hingað til íslands. Skelin á henni er 16,5 sm á lengd og 14,5 sm á breidd. Ég hef aldrei séð skjaldböku áður nema á myndum. Hún var dauð en ég held að hún hafi drepist skömmu áður en ég fann hana,“ sagði Sigur- (%3ir Guðni. -DVÓ Fjárdráttur og umboðssvik vegna Sparisjóðs Þórshafnar: Sparisjoðsstjori í tugmilljóna ákærumáli Fyrrum sparisjóðsstjóri á Þórshöfn hefur verið ákærður fyrir hátt í 20 milljóna króna fjár- drátt og umboössvik upp á 35 milljónir króna. Hluti af fénu var endurgreiddur en brotin teljast engu að síður fullframin sam- kvæmt ákæru. Samkvæmt sakargiftum ríkis- saksóknara hófst fjárdráttur mannsins árið 1991. Honum er gefið að sök að hafa frá þeim tíma og þar til árið 1995 dregið sér 6,4 milljónir króna af eigum sparisjóðsins og viðskiptamanna hans - síðan hafi hann leynt fjár- drættinum með rangfærslum í bókhaldi. Maðurinn er jafhframt ákærður fyrir að hafa síðan dreg- ið sér samtals um 13 milljónir króna - þar af 11 milljónir króna út af verðtryggðum reikningi Líf- eyrissjóðs Norðurlands - fé sem hann siðan endurgreiddi. í tengslum við þetta er mann- inum jafnframt gefið að sök um- boðssvik - með þvi að gefa út tékka upp á 9,5 mUljónir króna af reikningum sparisjóðsins í því skyni að dylja fjárdrátt sinn. Hann er auk þess ákærður fyrir að veita sjálfum sér 3,5 milljóna króna yfírdráttarheimild án þess að fyrir lægi trygging. Hvað varðar umboðssvikin er sparisjóðsstjóranum fyrrverandi einnig gefið að sök að hafa mis- notað aðstöðu sína og skuldbund- ið sparisjóðinn með 23 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð með áritun á skuldabréf útgerðarfé- lagsins Skála hf. tU Fiskveiða- sjóðs. Þetta hafi hann gert án heimUdar og vitundar stjórnar sjóðsins. Þessi umboðssvik áttu sér stað í aprU 1994 en ábyrgðin féU úr gildi í desember 1995. Mál þetta kom upp seint á ár- inu 1995. Sparisjóðsstjórinn, sem gegnt hafði starfinu um árabU, sagði síðan upp þann 7. desem- ber. Hann hætti störfum sama dag. -Ótt Sigurgeir Guðni Olafsson meö skjaldbökuna sem hann fann í Gerðisfjörunni. DV-mynd Daníei i sjonum ÞARF KJARADÓMUR EKKI AE> KÍKJA Á BANKASTJÓRALAUNIN? Veður á morgun: Suðaust- an kaldi og rigning Á morgun verður suðaustan- kaldi og rigning um sunnan- og vestanvert landið en hægara og bjart veður norðaustan tU. Hiti verður á bUinu 10 tU 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 37 Sighvatur Björgvinsson: Stærsta sameiningar- skrefið „Það er engin spurning um það að þetta er fyrsta stóra verkefhið sem A-flokkarnir vinna sameigin- lega. Fram tU þessa hafa útgáfumál- in verið eitt af því sem hefur hvað harðast skUið Uokkana að. Það voru aUtaf mjög hatrömm átök mUli blað- anna sem gefin voru út af A-flokk- unum. Þess vegna er þetta eitt stærsta skrefið sem stigið hefur ver- ið í átt til aukins samstarfs þeirra að standa sameiginlega að blaðaút- gáfu,“ sagði Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, í samtali við DV. „Það var einróma samþykkt á framkvæmdastjómarfundinum í fyrradag að hefja samstarf við Al- þýðubandalagið og Dagsprent um útgáfu dagblaðs. Ástæðan fyrir því að við vUjum halda þennan flokks- stjórnarfund á morgun (í dag) er sú að þegar við fengum umboð til að ganga frá útgáfumálum Alþýðu- blaðsins var þess óskað að við gerð- um flokksstjórninni grein fyrir nið- urstöðunni. Og það ætlum við að gera,“ sagði Sighvatur. Um það hvort flokkarnir vUji fá að hafa einhver áhrif varðandi rit- stjórnarstefnuna sagðist Sighvatur ekki geta ímyndað sér það. „Þessir flokkar áttu sjálfir blöð og útgáfa þeirra gengur ekki. Það hef- ur sýnt og sannað að stjórnmála- flokkar eru ekki þeir aðUar sem mestum árangri ná í blaðaútgáfu," sagði Sighvatur. -S.dór Selfoss: Fjórum sleppt Lögreglan á Selfossi hefur sleppt fjórum mönnum úr haldi sem yfir- heyrðir hafa verið vegna líkams- árása á Selfossi undanfarnar tvær helgar. Samkvæmt upplýsingum DV ligg- ur ekki fyrir játning mannanna vegna árásanna en vitni styðja þá kenningu að þeir hafi átt þátt í þeim. „Nokkur fjöldi vitna hefur verið yfirheyrður vegna beggja þessara árásarmála. Það er verið að ljúka rannsókninni og ég get ekki tjáð mig frekar um hana. Málið verður sent áfram til saksóknara," segir Þorgrimur óli Sigurðsson í rann- sóknardeUd lögreglunnar á Selfossi, aðspurður um málið. -RR Sótti sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjómann út í rússneskt flutningaskip á Faxaflóa í gærkvöld. Maðurinn hafði mUdar kvalir innvortis og var hann fluttur á Landspítala tU rann- sóknar. Grunur manna beindist að nýmakasti eða sprungnum maga. -sv Pantið í tíma! ■ 2 1 dagar til þjóðhátíðar FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bókanir t stma 570 3030 Matvöruverslanir, þjónusta í þína þágu um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.