Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 DV Takmarka kosningarétt Valdimar hringdi: Það er mér áhyggjuefni að eldri borgarar skuli ætla sér að bjóða fram í borgarstjómarkosningum. Stjórn borgarinnar hefur ekki verið beysin upp á síðkastiö en ef einhverjir gamlingjar kæmust til valda sé ég fyrir mér ófremdará- stand. Það má ekki gerast að elliært lið geti í krafti fjöldans troðið full- trúum sínum í einhverjar stöður og farið svo að taka ákvarðanir sem bera merki um sljóleika þeirra eins og að banna bílaum- ferð. Ég legg því til að gamalt fólk missi kosningarétt við ákveðinn aldur eða einhvers konar próf verði innleidd til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi á efstu hæðinni, líkt og bílpróf gilda að- eins í ákveðinn tíma. Björgunar- sveitir Sigfús hringdi: Síðast þegar ég vissi hétu þau samtök manna sem gegna því mikilvæga og aðdáunarverða starfi að bjarga mannslífum björgunarsveitir. Þetta er borð- leggjandi. Því hefúr það verið mér nokkurt umhugsunarefiii að þeg- ar tugir eða hundruð manna hafa látist og þúsundir eru í sárri neyð vegna flóðanna í Þýskalandi skuli þúsund björgunarmenn vera hér á íslandi að leika sér. Það ætti kannski að kalla þá æfmgasveitir. Mannorð F.G. skrifar: Mig langar að taka undir með kjallarahöfundi í DV 28. júlí sl. um að rætnar árásir á mannorð ákveöinna áberandi manna í þjóð- lífinu séu ekki réttlætanlegar. Það hefúr stundum veriö sagt að þegar menn fara út í pólitík eða verði frægir á annan hátt, t.d. með kvikmyndaleik, afsali þeir sér ákveðnum hluta af einkalífi sínu og verði að taka því þó að þeir séu gagnrýndir opinberlega. Þetta á ekki við um menn sem eru í viðskiptum. Það er ekki hægt að ráðast með offorsi að þeim sem gengur vel að reka fyr- irtæki. Þar að auki hafa ávirðingar Helgarpóstsins oft verið langt út yfir öll skynsemismörk. Allir ánægðir Gunni hringdi: Það er gaman að því hvað allir eru í rauninni glaðir. Margir halda að þeir séu fúlir en sem bet- ur fer er til fólk sem veit betur. Þetta var t.d. raunin með starfsfólk fyrirtækisins Bakka í Bolungarvík. Þeir héldu sig vera óhressa með það aö fyrirtækið stundar persónunjósnir um þá og hengir niðurstöðumar upp á vegg tvisvar á dag. En svo tilkynnti Bakki að allir væru sáttir, þannig að þetta var bara vitleysa. Á sama hátt tilkynnti Guðrún Ágústsdóttir á dögunum að víð- tæk sátt væri um hið nýja skipu- lag Reykvíkinga. Ég hélt að meiri- hluti borgarbúa, ásamt sjálfum mér, næði ekki upp í nefið á sér yfir vitleysunni og yfirganginum sem fram kemur í því, t.d. lokun Hafnarstrætis, iðnaðaðarhverfi í Grafarvogi og fólksbílana burt, en það var víst bara vitleysa - eða svo segir Guðrún. Biskupskosn- ingar Á.G. hringdi: Það er óðum að styttast í bisk- upskosningar. Mér finnst að kandídatamir ættu að leggja meiri áherslu á mál málanna, en það er hvernig þeir ætla að koma lagi á þá ótemju sem kirkjan er orðin. Næsta biskups bíður það tvíbenta verkefni aö endurvekja traust almennings. Spurningin Telur þú ástæöu til aö upp- lýsa almenning um hvernig bregöast skuli viö jarö- skjálfta? Kristinn Sigfússon: Já, það á að upplýsa fólk, til dæmis í sjónvarpi, þannig að það sé undirbúið. Sigurður Andrésson tölvari: Já, það þarf að upplýsa fólk bæði í ljós- vökum og blöðum. Það þarf að sýna fólki hvemig á að bregðast við þeg- ar jarðskjálftar ríða yfir. Lesendur Frá vitnaleiðslum í endurupptökumálinu. Ranglát ákvörðun Skarphéðinn Einarsson hringdi: Ég heyrði á Rás 2 í síðustu viku pistil Illuga Jökulssonar sem er snillingur í öllu sem hann lætur fara frá sér. Þar fjallaði hann um úrskurð Hæstaréttar um að taka ekki upp Geirfinns- og Guðmundarmálið. Hann veittist harkalega að Hæsta- rétti og gerði mikið grín að manni sem hann kallaði Hall, saksóknar- anum sem skipaöur var í málinu, og líkti honum við hirðfifl. Hann sagði að smán og blygðun myndu fylgja mannorði þeirra manna sem tóku þessa ákvörðun um að taka málið ekki upp þvi það er greinilegt að það er mörgum spumingum ósvarað í þessu máli. Þá hafa þeir sem komið hafa nálægt því margir hveijir ekki staðið sig í stykkinu. Ég held að frumrannsókn þessa máls sem byijaði í Keflavík hafi í raun og veru slegið rothögg á málið. Kannski hafa menn setið inni sak- lausir og einnig er ljótt að vita að pyntingar viðgangast á íslandi eins og virðist hafa átt sér stað í þessu máli. Seinna mátti lesa þennan pistil í Degi-Tímanum og var hann snfild- arlega gerður og Illugi Jökulsson greinilega sár út i þessa, að mínu mati, ranglátu ákvörðun um að verða ekki við ósk Sævars og gægj- ast inn í þetta mál til að sjá hvað þarna hefúr gerst. Hafdís Alfreðsdóttir: Já, ég tel fulla ástæðu til að það sé gert. Hundar réttdræpir? Beta skrifar: Það er óhugnanleg þróun sem verður sífellt greinilegri í höfúðstað okkar. Allt er réttdræpt. Ráðist er á fólk í miðbænum og því misþyrmt að tilefnislausu. Þessar árásir eru þó venjulega af hendi misjafnlega kófdrukkinna eða hreinlega sturlaðra manna. Hins veg- ar er farið að bera á því að menn sem virðast hinir rólyndustu og dagfars- prúöustu eru famir að taka sig til og murka lífið úr saklausum skepnum. Á dögunum hengdi ellilífeyrisþegi hund og barði til dauöa. Þá gerist það í síðustu viku að opinberir starfsmenn nema fjölskylduhund á brott, bamahund, og drepa hann á innan við klukkutíma. Sumum finnst það vera tómar kerlingabækur aö vera góður við dýrin en það var góður heimspeking- ur sem sagði að ef menn misþyrmdu dýram yrðu þeir smátt og smátt svo harðbijósta að þeir færa að mis- þyrma fólki líka. Þessir menn ættu því ekki að for- dæma ofbeldismenn og morðingja því þeir era engu betri sjálfir og jafn- vel upphafíð á vandamálinu. Sigrún Blomsterberg: Já, svo að maður viti hvað á að gera þegar kemur jarðskjálfti og maður lokist ekki inni í húsinu sínu. Bréfritarar telja 4 til 5 lög ekki falla undir skilgreininguna á tónleikum. Inga Magnúsdóttir, vinnur i íþróttahúsi: Já, auðvitað, það er mjög nauðsynlegt. U2-tónleikar Elinborg Þorsteinsdóttir, vinnur i fiski: Já, ég tel gott fyrir almenn- ing að vita það. Sveinhildur Torfadóttir og Vigdís Magnúsdóttir skrifa: Loksins. Meiriháttar. Frábært. Þessi orð komu upp í huga okkar er Ríkissjónvarpið auglýsti að sýnd- ir yrðu tónleikar þann 25. júlí með U2, bestu rokkhljómsveit síðustu tvo áratugi. Loksins sáu aðdáendur góðrar rokktónlistar ástæðu til að koma sér vel fyrir fyrir framan sjónvarp- ið á fostudagskvöldi. Það gerist nú ekki oft. En þetta var of gott til að vera satt. Þessir svokölluðu tónleikar reyndust vera fjögur lög og byijun á því fimmta. Eiga þetta að kallast tónleikar? Þvílík blekking. Það vita nú allir að tónleikar af þessu tagi era meira en fjögur lög. Fyrst umsjónarmaður erlends efhis ákvað loksins að sýna tónleika sem höfða til mjög breiðs hóps eins og umræddir tónleikar gera, þá hefði hann í það minnsta átt að sjá sóma sinn í því aö sýna þá í fullri lengd. Við erum afar vonsviknar og vitum að við erum ekki þær einu. Við vonumst til þess að viðeig- andi aðilar hjá Ríkissjónvarpinu bæti fyrir þessi leiðu mistök sín og sýni tónleikana í heild sinni sem allra, allra fyrst. Allt er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.