Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLI 1997 Fréttir Áfengisvamaráð berst gegn ðlöglegum áfengisauglýsingum: Kærurnar stoppa hjá lögreglustjórum „Fjöldi mála af þessu tagi liggur hjá lögreglustjórum. Einu svörin sem við höfum fengið frá þeim er vitnun í gamlan dóm, ásamt þeirri yfírlýsingu að þannig yröi dæmt i öllum þessum málum. Á þeim for- sendum vilja lögreglustjórar ekkert aöhafast í málinu,“ sagði Ólafur Haukur Ámason, áfengisvamaráðu- nautur hjá Áfengisvamaráði. Það hefur vakið athygli hve áfengisauglýsingum hefur fjölgað að undanfömu, auk þess sem aug- lýsendur eru hættir að dulbúa þær, eins og þeir gerðu í fyrstu. Nú em skilaboðin skýr, eins og sjá má t.d. á flettiskilti á Vestur- landsvegi þar sem auglýstur er sterkur bjór. Áfengisvamaráð hefur kært þessar auglýsingar til lögreglu- stjóraembættanna í Reykjavík og á Akureyri en án árangurs. Að sögn starfsmanna Áfengis- vamaráðs vísa menn á þeim bæjum stöðugt í framangreindan dóm í máli þar sem um var að ræða umfjöllun á áfengi, en ekki auglýs- ingu, og segjast ekkert vilja aðhaf- ast. Áfengisvamafulltrúamir segj- ast álita að munur sé á umfjöllun og auglýsingu og því beri lög- reglustjórunum á viðkomandi stöðum að grípa inn í málið og koma í veg fyrir að lög séu brotin með því að auglýsa áfengi. „Okkur fmnst þetta ganga þvert á lögin sem samþykkt voru vorið 1995. En það er verulegt undanhald í gangi og það er greinilega hjá lögreglu- stjórunum," sagði Ólafur Haukur. „Þaö kom fram í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspum á Alþingi í vetur að ráðinn hefði verið maður til að fylgjast með ólöglegum áfeng- isauglýsingum. En það er alveg sama hvemig sá maður vekur at- hygli á þeim og hvað hann gerir, það stoppar allt hjá umræddum lög- reglustjóraembættum, sem vísa alltaf í dóminn umrædda. Þessi embætti standa sig engan veginn í stykkinu og það er engu líkara en að þau telji að þau lög sem Alþingi setti hafi ekki verið sett í neinni al- vöm né ætlast til að eftir þeim væri farið.“ -JSS Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra: Áfengisauglýsing- arnar klárt brot Landslögum storkaö á freklegan máta - segir Alexander Alexandersson, starfsmaður Áfengisvarnaráðs Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra: Telað lögin séu skýr „Það gilda ákveðnar lagaregl- ur um áfengisauglýsingar og það er lögum samkvæmt hlutverk lögreglustjóranna að taka á mál- um sem upp koma og era brot á þeim reglum," sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra um samskipti Áfengisvamaráðs og lögreglustjóranna í Reykjavík og á Akureyri. Þorsteinn kvaðst ekki þekkja einstaka þætti þessara sam- skipta. „En ég tel að lögin séu í sjálfú sér alveg skýr. Hins vegar geta verið fjölmörg takmarkatilvik sem gera auglýsingabann af þessu tagi erfitt í framkvæmd. En það var heldur hert á þessu síðast þegar lögin voru endur- skoðuð.“ -JSS Það er fullt af þessum auglýsing- um úti um allt og það er verið að storka landslögum á freklegan máta,“ sagöi Alexander Alexanders- son, starfsmaður Áfengisvamaráðs. Hann er skipaður af fjármálaráðu- neyti, dómsmálaráðuneyti og heil- brigðisráðuneyti og er staðsettur hjá Áfengisvamaráði. Hans hlutverk er m.a. að fylgjast meö að áfengisauglýs- ingar séu ekki settar upp. „Ég hef séð um að kæra áfengis- auglýsingar til lögreglustjóraemb- ættanna," sagði Alexander. „Ég hef ekki tölu á þeim auglýsingum sem ég hef kært, og ég myndi vilja sjá ein- hvem árangur af þessu starfi mínu. En embættin visa í genginn héraðs- dóm og bæði I Reykjavík og á Akur- eyri hafa þau neitað að taka á þess- um málum. Það er ég með skriflegt frá þeim. Ef lögreglustjóramir taka ekki á þessum málum þá gefumst við upp. Mér hefur verið bent á að kæra þetta sérstaklega til saksóknara, en ég sé ekki ástæöu fyrir mig sem einstakl- ing til að gera það, því það er hvort eð er í verkahring saksóknara að fara yfir þessi mál og taka þau upp fínnist honum ástæða til. Nú höfum við valið þann kostinn að fara í heilbrigöisráðuneytið og óska eftir samvinnu við lögfræðing- ana þar til að fá einhverju áorkað. Ég hef sent þeim öll gögn yfir þau atriði sem ég hef kært. Það hefúr tekið sinn tíma, en vonandi er þetta að komast á skrið núna.“ Alexander sagði að allar þær áfengisauglýsingar sem nú væru um alla borg væra komnar frá áfengis- heildsölum. Þessi þróun hefði farið af stað um leið og innflutningur áfengis færðist á fleiri hendur. -JSS „Þessar áfengisauglýsingar era að mínu mati klárt lagabrot. Það er bannað skv. lögum að auglýsa áfengi," sagði Þórir Haraldsson, lög- fræðingur og aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra. Að sögn hans munu fulltrúar úr heilbrigðisráðu- neytinu ræða á næstunni við Þor- stein Pálsson dómsmálaráðherra og Hallvarð Einvarðsson ríkissaksókn- ara um áfengisauglýsingar hér á landi. „Það sem hefur gerst er að lög- reglustjórar hafa talið skilgreiningu á auglýsingu mjög vafasama eftir þennan umrædda dóm héraðsdóms, þ.e. hvaö er auglýsing og hvað um- fjöllun. Þar með telja þeir sig standa á svo hálum ís lagalega séð að þeir hafa ekki talið sér fært að rannsaka þessi mál. Persónulega er ég þessu ekki sammála." Þórir sagði að næsta skref væri að kanna hvort dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari væra sömu skoð- unar og lögreglustjóramir og hvort þeir teldu lagabókstafinn ónothæf- an, eins og hann er núna. „Ég er persónulega ekki þeirrar skoðunar, en tel að það eigi að bregðast við og að þeir, sem æöstu handhafar lög- reglu- og dómsvalds, geti beitt sér til þess En ef þessir aðilar sjá sér það ekki fært af því að lögin era óskýr þá verður að taka þetta mál upp á Alþingi. Ég tel þess ekki þörf. Það á að taka nokkur áþreifanlegustu dæmin, láta rannsaka þau og ákæra í framhaldi af því og sjá hver niður- staðan verður." Þórir sagði að þessar áfengisaug- lýsingar færu í taugamar á mörg- um, sem eðlilegt væri. Fólk vissi að þær væru lagabrot og að lögum ætti að fara. „Það er hins vegar okkar sjónar- mið að það sé lögregla sem eigi að halda þeim lögum uppi eins og öðr- um lögum í landinu." -JSS Stuttar fréttir Minna aflaverðmæti , Heildarafli landsmanna á fyrri helmingi ársins varð 1.277 þús. tonn og hefúr sjaldan eða aldrei verið meiri. Heildarverö- mæti dróst þó saman miðað við sama tíma í fyrra. Það varð nú 27,7 milljarðar en var í fyrra 29,1 milljarður. Viðskiptablaðið segir frá. Meira svínakjöt Sala á svínakjöti jókst um 12% á 12 mánaða tímabili til loka júní síðastliðins, miðað við sama tímabil næst á undan. Þá jókst einnig sala á alifuglakjöti nokkuð. Hrossakjötsala dróst verulega saman og kinda- kjötsala talsvert. Viðskiptablað- ið segir frá. 600 milljóna halli Borgarsjóður verður rekinn með 630 milljóna halla á árinu að mati borgarhagfræðings. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir aö kjarasamningar vorsins vegi þyngst í hallanum væntanlega. RÚV sagði frá. Ekkert barnafyllirí Borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórinn á Akureyri skora á foreldra að senda ekki börn und- ir lögaldri eftirhtslaus á útihátíð- ir um verslunarmannahelgina. Ný bíómynd Hrafh Gunnlaugsson hefur gert nýja kvikmynd. Hún heitir Myrkrahöfðinginn og er byggð á píslarsögu sr. Jóns Magnússon- ar, Jóns Þumals, sem taldi sig fómarlamb galdra á miðöldum. Stöð 2 sagði frá. 2,4 aukamilljarðar Ríkissjóður mun óvænt fá yfir 2,4 milljarða umframtekjur af innfiutningi nýrra bíla á ár- inu. Þetta er umfram þaö sem fjárlög gera ráð fyrir. Viðskipta- blaðið segir frá. -SÁ Lögreglustjórinn í Reykjavík: Þarf skýrari reglur „Af ýmsum ástæðum hafa þessi kærumál ekki haft þann framgang sem æskilegt hefði verið. Eínhvem tíma var talað um að það þyrfti laga- breytingu til að koma málum í rétt horf og ég get litlu spáð á þessu stigi um hvaða framgang síðustu kærur muni hafa,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustióri í Reykjavík, um kær- umar sem embættinu hafa borist vegna áfengislauglýsinga. - Nú hafa lögreglustjóraembættin í Reykjavík og á Akureyri vísað í til- tekinn dóm og telja ekki grundvöll til að gera neitt með kærumar með hliðsjón af honum? „Það er rétt, við höfúm farið af stað með mál, sem hafa ekki haft framgang, og þá vísa ég í þessi lagaá- kvæði sem dómstólar töldu ekki nægilegan grundvöll fyrir áfellingu. Þetta hefur veriö hálfgert basl í gegn- um tíðina." - Hefúr verið farið af stað með kærur sem embættinu hafa borist í seinni tíð? „Nei, þessar kærur era héma hjá okkur, enda þarf að undirbúa þau mál ef menn vilja fara af stað aftur. Ég tel að það þurfi miklu einfaldari og skýrari reglur um þetta.“ - Flokkast þær áfengisauglýsingar, sem nú sjást mjög víða, undir laga- brot? „Ég svara þessu ekki, en vísa í þaö sem ég sagði áðan.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.