Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLI 1997 31 DV Er Díana ófrísk? Hvers á aumingja Díana prinsessa að gjalda? Hún fær engan frið fyrir fjölmiðlum blessuð kerl- ingin og nú stendur pressan á önd- inni rétt eina ferðina enn. Nú velta fjölmiðlar þvi fyrir sér hvort prinsessan sé ófrísk. Ástæðan fyrir þeirri hugmynd er sú að þegar Diana var að spígspora um í sund- bol á frönsku Rívíerunni um daginn mátti sjá móta fyrir lítilli bumbu og einhverjir þóttust sjá að brjóst prinsessunnar hefðu stækkað. Liffræðilega klukkan tifar hjá Díönu sagði i Sunday Mirror og síð- an var þvi bætt við að prinsessan hefði lengi þráð að eignast stúlku- bam. Þegar blaðamenn flykktust að Díönu á frönsku Rlvíemnni sagði hún að á næstunni ætti fólk eftir að reka upp stór augu því hún ætlaði að upplýsa nokkuð sem kæmi vem- lega á óvart. Það er Ijóst að ef Díana er ófrísk mun allt snúast á annan endann. Þeir eru þó margir sem fussa og Ætli Díönu prinsessu hafi grunað að allt færi á annan endann þegar hún spókaði sig í sundbol á frönsku Rívíerunni en þar var hún í fríi ásamt sonum sínum. Magi prinsessunnar stóð örlftið út í loftið og fjölmiölarnir voru ekki lengi að leggja saman 2 og 2 og fá út a.m.k. 5 = Díana er ófrísk. sveia yfir þessum sögusögnum og segja að Diana myndi ekki leyfa sér að verða ófrísk núna. Monica Gren- fell sem skrifar um heilsurækt í Sunday Mirror segir að ástæða þess að Díana hafi bætt á sig nokkmm kílóum sé mjög eðlileg. „Hún hefur einfaldlega leyft sér að borða meira í fríinu. Hún hefur í langan tíma stundað æfmgar stíft og passað upp á mataræðið en hún hefur einfaldlega sleppt fram af sér beislinu í fríinu. Ef þú stundar ekki magaæfmgar á hverjum degi verða vöðvarnir slappir eins og eðlilegt er og erfiðara verður að halda magan- um inni. Það má einnig finna aðra skýringu en eins og flestir vita þjáð- ist hún af lystarstoli í langan tíma og eitt af einkennum þess sjúkdóms þegar til lengri tima er litið er stór magi. Prinsessan hefur bætt á sig kílóum en hún lítur samt mjög vel út,“ sagði Grenfell. Og nú er bara að bíða og sjá hverju prinsessan svarar ef henni finnst þetta þá svara vert. Sviðsljós George Clooney kyssir stelpurnar Hjartaknúsarinn og læknaleikar- inn George Clooney, sem fær fleiri konur til að kikna í hnjáliðunum en aðrir karlmenn, ætlar sér að fram- leiða og hugsanlega leika í mynd- inni Þúsund kossum. Eins og nafnið gefur til kynna verður það róman- tisk gamanmynd. Clooney leikur í einni slíkri sem verið er að sýna í bænum og þykir standa sig vel. í Þúsund kossum segir frá konu sem telur að lífsforunauturinn verði sá sem smelli á hana þúsundasta koss- inum. Það verður vonandi George. Jennifer Aniston heitir þetta fagra fljóð, aðalleikkona kvikmyndarinnar Picture Perfect sem frumsýnd var í New York í vikunni. Á eftir fóru allir í partí á CoCo Opera veitingastaönum og höföu það gott. Símamynd Reuter Kryddpía hélt fram hjá með vampírubananum Kryddpían Victoria Ad- ams, sem gengur undir nafh- inu Flotta kryddið, eyddi mörgum ástríðufullum nótt- um á Ritz-hótelinu í örmum ungs leikara, Coreys Haims, sem var þekktastur fyrir að reka fleyg í hjarta alræmdrar blóðsugu í myndinni The Lost Boys. Á meðan sat kærasti flottpíunnar, Mark Wood, aleinn heima og harm- aði örlög sín. Ástamæturnar með Corey höfðu svo djúpstæð áhrif á hina ungu Victoriu að hún var ekki fyrr komin heim en hún til- kynnti kærastanum að ekk- ert yrði af fyrirhuguðu brúð- kaupi. „Victoria er dásamleg stúlka,“ segir Corey í viðtali við -breskt æsiblað. „Og það sem meira er, hún var mjög svo gestrisin." Victoria ku hafa sagt löngu síðar að hún hafi aldrei tekið þátt í jafn frábærum ástarleikjum og nætumar á Ritz með honum Corey. Fylgstu með í allt sumar Víð sendum í sumarbústaðínn Hringdu í súna 550 5000 og fáðu DV sér pakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstað þínum hérlendis í sumar. Já, ég vil svo sannarlega fá DV sent til mín í sumarbústaðinn á eftirfarandi sölustað: Tímabil: □ Arborg, Gnúpverjahreppi □ Baula, Stafholtstungum, Borgarfiröi □ Bjarnabúð, Brautarhóli □ Bitinn, Reykholtsdal □ Brú í Hrútafiröi □ Esso-skálinn í Hvalfirði Q Ferstikla í Hvalfiröi Q Grenivík Q Grímsey Q Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupstungum Q Hyrnan I Borgarnesi Q Hreöavatnsskáli Q Hrísey Q Laufiö, Hallormsstaö Q Laugarás, Biskupstungum Q Minni-Borg, Grímsnesi Q Reykjahlíö, Mývatnssveit Q Shellskálinn, Stokkseyri Q Skaftárskáli, Klaustri Q Staöarskáli, Hrútafiröi Q Sumarhóteliö Bifröst Q Söluskálar, Egilsstöðum Q Varmahlíö, Skagafirði QVeitingaskálinn, Vföihllö QVerslunin Grund, Rúðum QVerslunin Hásel, Laugarvatni Nafn Sumarleyfisstaður Póstnúmer Sími SENDIST TIL DV, bVERHOLT111,105 REYKJAVÍK, MERKT ÁSKRIFT Það borgar sig að vera áslcrifandi að DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.