Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 9
MIÐVHCUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 9 Utlönd Bresk kona dæmd í lífstíöarfangelsi: Stakk kærast- ann til bana Tracie Anderson, 28 ára bresk kona, var í gær dæmd í lífstíðar- fangelsi fyrir að stinga kærasta sinn til bana. Tracie hélt þvi fram eftir dauða kærastans að brjálaður ökumaður hefði verið valdur að dauða hins 25 ára Harveys. Hún lýsti því snökt- andi í sjónvarpsviðtali rétt eftir at- burðinn þegar tveir ökumenn eltu þau að kvöldi til niður fáfarinn veg og sagði að annar þeirra hefði síðan drepið kærasta hennar. Lögregla og fjölskylda Harveys drógu frásögn Tracie í efa vegna þess að ósamræmi gætti í frásögn hennar. Við krufningu fundust m.a. Ijósir langir hárlokkar undir nögl- um fómarlambsins og kom í ljós að Tracie Anderson. Símamynd Reuter þeir voru úr lituðu hári Tracies. Tracie beygði höfuð sitt þegar dómur var kveðinn upp en sýndi að öðra leyti engin viðbrögð. Hún var dæmd fyrir að hafa stungið kærasta sinn a.m.k. 30 sinnum á dimmum sveitavegi á síðasta ári. „Sannanir liggja fyrir og ljóst þykir að þú myrtir kærasta þinn. Aðeins þú veist hvað fram fór þessa nótt en við höfum öll séð afleiðing- arnar,“ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóminn. „Loksins getur sonur okkar feng- ið að hvíla i friði,“ var haft eftir for- eldrum Harveys. Að sögn kunnugra var það al- gengt að parið rifist heiftarlega og ofbeldi væri oft beitt. Reuter ítalska leikkonan Sophia Loren skoðar málverk af sér sem henni var fært aö gjöf viö lok kvikmyndahátíðarinnar í Moskvu. Loren var heiðursgestur hátíðarinnar. Símamynd Reuter Arafat lofar að uppræta spillingu í heimastjórninni Yasser Arafat, forseti Palestinu- manna, hefur heitið því að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að uppræta spillingu sem greint er frá i harð- oröri skýrslu níu palestínskra þing- manna um heimastjóm hans. Þingmenn hvöttu Arafat í gær til að reka heimastjómina eins og hún leggur sig og draga að minnsta kosti tvo ráðherrana fyrir dómstóla. „Forsetinn er að fara yfir tillögur nefndarinnar," sagði Nabil Abu Rda- inah, ráðgjafi Arafats, við frétta- menn. „Hann mun grípa til nauð- synlegra ráðstafana til að tryggja að heimastjóm Palestínumanna starfi eðlilega," sagði hann án þess að greina nánar frá hvað hann ætti við. Ráðherramir, sem mælt er með aö dregnir verði fyrir rétt vegna gruns um spillingu og misbeitingu valds, hafa báðir vísað ásökvmunum á bug. í skýrslunni er Arafat sjálfur ekki sakaður um ólöglegt athæfi. Lönd, sem hafa heitið Arafat og stjóm hans milljónum dollara í að- stoð, þar á meðal Bandaríkin, hafa gert heiðarlega stjómarhætti að skilyrði fyrir því að láta féð af hendi. Skýrslan er birt á sama tíma og mikið kapp er lagt á að blása nýju lífi i friðarferlið í Mið-Austurlönd- um sem hefur verið í uppnámi frá því í mars þegar ísraelar hófu um- deildar framkvæmdir við nýbygg- ingar gyðinga í arabíska hluta Jer- úsalem. Bandarisk stjómvöld sögðu í gær að Dennis Ross, sendimaður þeirra, mundi fara til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs til viðræðna við ráða- menn. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, sagði svo í viðtali við ísraelskt dagblað i morgun að Banda- ríkin hefðu ekkert vald til að skipa fyrir um friðarviðræður. Reuter ^öðkaupsveislur—útisamkomur — skemmtanir—tónleikar — sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. “8 ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Kynlíf Hluti af bladaskrifum um atburöi Verslunarmannahelgarinnar 1996: Ofbeldiog niburlæging 30 HnifstuSlSSSSsi ■ ER l\IOG KOMIÐ - eða þarf meira til? Með hverju árinu eykst neysla áfengis og annarra vimuefna meðal barna-og unglinga. Meirihluti foreldra barna-og unglinga í vimuefnaneyslu veit ekki af neyslu barna sinna. Hvað gerir þitt barn um Verslunarmannahelgina? Verum vakandi. Látum ekki i minni pokann fyrir vimuefnum! STYRKJUM FORVARIUIR! Pokinn crtilsö/u i Bómts, Fjarðarkaupum, liagkuup og Nóatiini, á höfðuborvarsvatdinu. BEK0 3 m* 28“ Black Matrix -flatur skjár ■ 2x20w magnari * íslenskt textavarp • Scart tengl Allar aðgerðir á skjá * Fjarstýring B R Æ Ð U R N R Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umboðsmenn um land allt: Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Veetfirðlr: Geirseyrarþúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Héraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. ] LUXOR 7468 100Hz • Black Invar (svartur skjár) bjartari og meiri skerpa 29“ 100 Hz skjár með Comb Filter (aðgreinir línur og liti betur) 2x15wmagnari 2 Scart myndbandstengi að framan Allar aðgerðir á skjá Fjölkerfa móttaka • SHARP70CS06 O • 28“ Super Black line 2x20 Surround magnari Zoom 2 Scart tengi íslenskt textavarp Allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk stilling á litaskerpu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.