Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Blaðsíða 28
36 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 Kærastan númer tvö „Hún (kærastan) er búin að læra að bíllinn og hljómtækin eru númer eitt en hún er númer tvö. Hún er búin að sætta sig við það. Núna er hún að fá bílpróf og er þegar farin að vinna sér inn punkta með þvi að þrífa bílinn svo hún geti fengið hann lánað- an.“ Bjarni Knútsson, tvítugur bila- dellukarl, í DV. Leiðinleg mamma? „Ég stakk einu sinni upp á því að við færum á Uxa af því þar voru svo góðar hljómsveitir. Son- ur minn hótaði sjálfsmorði frek- ar en að fara með mömmu á úti- hátíð.“ Guðríður Haraldsdóttir út- varpskona, í Degi-Tímanum. Ummæli Ólafux vandi mál sitt „Ég er þeirra skoðunar að sum af svörum forsetans hefði mátt orða með betri hætti, án þess að ég vilji fara að tíunda það.“ Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í Banda- ríkjaför þess síðarnefnda. Barbara Cartland er afkastamikill rithöfundur. Mest seldi rithöfimd- urinn Enski ástarsagnahöfundurinn Barbara Cartland er sá rithöf- undur sem hefur selt flestar bæk- ur í veröldinni. Hún er einnig ákaflega afkastamikill rithöfund- ur þvi eftir hana liggja 470 bókatitlar sem hafa verið gefnir út á tuttugu og sjö tungumálum í alls 500.000.000 eintökum. Blessuð veröldin Stærsta málverk á íslandi Stærsta málverk á íslandi er talið vera veggmynd eftir Jó- hannes Kjarval. Verkið heitir Líf og list og var málað á veggi vinnustofu hans í Austurstræti 12. Dýrasta fingurbjörg Hæsta uppboðsverð á fmg- urbjörg er 8000 pund. Þá upphæð greiddi listmunasali í London fyrir Meissen-fingurbjörg úr postulíni frá því um 1740. Golfvöllimnn í Ttuigudal ísfirskir kylfingar geta slegið holu í höggi á golfvellinum í Tungu- dal þar sem golfklúbbur ísafjarðar hefur aðstöðu sína. Til þess að kom- ast að golfvellinum er ekið til vinstri við Brúarnesti. Völlurinn er Umhverfi aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð frá miðbæ ísafjarðar. Vallargjald þar er 1000 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn og ellilíf- eyrisþega. Golfskáli félagsins er op- inn milli kl. 8 og 22 og þar er lítil golfverslun. Ólöf María Jónsdóttir, nýbakaður íslandsmeistari kvenna í golfi Golfklúbburinn mitt annað heimili „Ég fór fyrst á golfnámskeið hér hjá bænum þegar ég var tólf ára gömul. Ég fór með vinkonu minni, hún hætti í golfinu eftir námskeið- ið en ég hélt áfram og skráði mig í golfklúbbinn Keili ári síðar," segir Ólöf María Jónsdóttir, nýbakaður íslandsmeistari kvenna í golfi. Ólöf María segir að hún hafi ftjótt farið að sjá árangur af golfæfingum sín- um hjá Keili. Hún varð íslands- meistari í flokki fjórtán ára og yngri þegar hún var fjórtán ára og síðar var hún valin í landslið kylf- inga. Hún vill þó ekki meina að golf- íþróttin sé henni í blóð borin því hvorki faðir hennar né móðir spil- uðu golf áður en hún byrjaði að mimda kylfurnar. „Núna eru hins vegar bæði mamma og bróðir minn farin að spila golf og það má því segja að ég hafi dregið þau út í þetta.“ Líf Ólafar Maríu snýst að miklu leyti um golfíþróttina og segir hún mikinn tíma fara í hana. „Nánast allur minn tími fer í golfið. Ég er mikinn hluta sólarhringsins á golf- vellinum. Eg er að kenna hjá Keili milli klukk- an tíu og fjögur og eftir það fer ég sjálf að spila. Það má því segja að golfklúbbur- inn sé mitt ann- að heimili.“ Aðspurð segist Ólöf vera hálf- gert íþróttafrík og öll hennar áhugamál snúi að íþróttum. „Ég dútla í handbolta á veturna til að halda mér i formi og svo spil- aði ég fótbolta þar til ég var fjórtán ára og fór á fúllu í golfið.“ Ólöf lauk stúd- entsprófi um síð- ustu jól og hygg- ur á nám í íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni næsta vetur. „Ég Ólöf María Jónsdóttir. Maður dagsins og barnlaus. stefni líka á að fara seinna til Bandaríkjanna í skóla að læra eitthvað tengt iþróttum. Núna langar mig mest að læra sjúkra- þjálfun og von- andi að fá golf- styrk frá skólan- um.“ Ólöf er fædd og uppalin í Hafnar- firði og finnst gott að búa þar. „Ég er innfædd- ur gaflari. Bæði pabbi og mamma eru Hafnfirðing- ar og ég gæti ekki hugsað mér að búa á neinum öðrum stað.“ Ólöf, sem er tuttugu og eins árs, er einhleyp -glm Myndgátan Stígur á bak Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. A keppir í meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistara- deild Evrópu í kvöld kl. 18.30 leikur karlalið ÍA við liöið Slovice frá Slóvakíu I meistaradeild Evrópu. Leikurinn fer fram á Akranesvelli. í kvöld eru einnig tveir leikir í Evrópukeppni landsliða karla, átján ára og yngri. Nágrannamir, Frakkar og Portúgalar leika tU úr- slita á Laugardalsvelli kl. 18 og írar og Spánverjar leika um þriðja sætið á Kaplakrikavelli kl. 14. Iþróttir Einn leikur í Sjóvár-Almennra- deildinni í kvöld Einn leikur er í Sjóvár-Al- mennra-deildinni í kvöld. Lið ÍBV og Leifturs leika á Vest- mannaeyjavelli kl. 20. Bridge SpU dagsins kom fyrir i fyrstu lotu í leik Neons og VÍB í þriðju um- ferð bikarkeppni Bridgesambands íslands. Legan í spilinu er ótrúlega hagstæð fyrir NS og réttlætti geysi- harðar sagnir þeirra á öðru borð- anna. Suður gjafari og aUir á hættu: * K108 * KDG1083 * 63 * K5 Suður Vestur Norður Austur Sævin Aðalst. Guðm.B Ásm. 1 ♦ pass 3 ♦ 3 * 5 ♦ dobl p/h Sævin Bjarnason í sveit Neons ákvað að opna á einum tígli (stand- ard) þrátt fyrir punktafæðina. Þriggja tígla sögn norðurs var hindrunarsögn og austur kom inn á sexlit sinum í hjarta. Sævin dró ekkert af þegar hann lét vaða beint í 5 tígla, sem sennUega hafa frekar verið sagðir tU fómar en vinnings. Aðalsteinn Jörgensen í vestur hefur eflaust álitið að nú væru jólin kom- in og doblaði þennan djarfa samn- ing. En hann grunaði lítt hvað í vændum var. SpUið liggur ótrúlega vel fyrir sagnhafa og ekki var nokk- uð leið að hnekkja því. TíguUinn lá sérlega vel, 3-2 og bæði háspUin upp^ í svíningu. Þar að auki lá spaða- kóngur fyrir svíningu og lauflitur- inn gat ekki legið betur. Vinnings- möguleikar þessa samnings eru undir 10%, en það breytti engu um það að spUið vannst. Gróðinn fyrir þetta spil reyndist sveit Neon dýr- mætur, því leikinn vann sveit Neon með 3 impa mun. ísak Öm Sigurðsson ♦ G653 * Á962 ♦ KG5 * D7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.