Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997
9
DV
i
i
Díana prinsessa í viðtali:
Utlönd
jy
** Útsalan hefst í dag
%
Fer ekki úr landi
sona minna vegna
Díana prinsessa sagði í blaðavið-
tali, sem birtist í gær, að hún væri
fyrir löngu flutt frá Bretlandi ef
ekki væri vegna sona sinna.
„Fjölmiðlarnir eru grimmúðlegir.
Þeir svífast einskis og leita aðeins
eftir því sem miður fer,“ sagði
Díana í viðtali við franska dagblað-
ið Le Monde.
„Annars staðar er þetta öðruvisi.
Þar er mér vel tekið, fólk tekur mér
eins og ég er og samþykkir mig. í
Bretlandi er þessu öfugt farið. Ég
held að í mínum sponrni væri mann-
eskja með einhverju viti löngu farin
úr landi. Ég get það hins vegar ekki
sona minna vegna,“ sagði Díana.
„Prinsessan með stóra hjartað"
var fyrirsögnin á viðtalinu. Díana
sagði að hún hefði í gegnum árin
lært að leiða gagnrýni hjá sér og að
gagnrýnin hefði á vissan hátt sýnt
sér að hún byggi yfir styrk sem hún
vissi ekki að væri til staðar.
Prinsessan hefúr mikið verið í
fjölmiðlum síðustu vikur vegna
ástarsambands síns við kvik-
myndaframleiðandann Dodi A1
Fayed. Fjölmiðlar hafa verið iðnir
undanfarið við að birta myndir af
þeim léttklæddum í innilegum
faðmlögum en þau hafa verið í fríi
saman á skútu í eigu foður Dodis,
Mohamed A1 Fayed. Hann er eig-
andi Harrods verslunarinnar í
London.
„Ég finn hve vel mér gengur að
nálgast fólk, hverjir svo sem það
eru. Nálægðin er meiri við fólk
sem er nær botninum en toppnum.
Þess vegna eiga hinir síðarnefndu
erfitt með að fyrirgefa mér. Vegna
þess að mér er eðlislægt að finna til
nálægðar við þá lítillátu," sagði
prinsessan og bætti því við að faðir
hennar hefði ávallt kennt henni að
koma eins fram við alla, hver svo
sem staða þeirra væri, og að hún
væri viss um að synir hennar, Willi-
am og Harry, myndu fylgja þessu
fordæmi. Reuter
Börn á Sophia-sjúkrahúsinu í Rotterdam í Hollandi gefa indverskum fii ávexti og annaö góögæti. Fílarnir, sem voru
fjórir, tilheyrðu þýskum sirkus sem lagöi iykkju á leið sína í gær til að kæta börnin sem mörg hver hafa oröiö aö vera
lengi á sjúkrahúsinu. Símamynd Reuter
Arafat segir öryggismál í góðu lagi:
Albright er alveg
óhætt að koma
Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, sagði í gær að samvinnan
við ísraela um öryggismál hefði
skánað svo að undanfórnu að alveg
óhætt væri fyrir Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að koma i heimsókn.
ísraelsk sljómvöld voru þó ekki
sama sinnis og Arafat. Þau sögðu að
hann hefði ekki enn orðið við kröf-
um þeirra um að ganga milli bols og
höfuðs á skæruliðum harð-
línumúslíma. Jafnframt sökuðu
ísraelar palestínsku heimastjórnina
um að hvetja til ofbeldisfullra götu-
mótmæla gegn ísraelum á Vestur-
bakkanum.
Albright hefur sett þau skilyrði
fyrir fyrstu heimsókn sinni til land-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs að
Palestínumenn og ísraelar hefji að
nýju samvinnu um öryggismál. Sú
samvinna rann út í sandinn þegar
ísraelar hófu byggingaframkvæmd-
ir í arabíska hluta Jerúsalem og of-
beldisverk fylgdu í kjölfarið.
Útsendarar bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA hafa tekið þátt í ör-
yggisviðræðum ísraela og Palest-
Yasser Arafat vill fá Madeleine
Albright í heimsókn til sín.
ínumanna sem hófust að undirlagi
Dennis Ross, sendimanns Banda-
ríkjastjórnar.
í Betlehem, fæðingarborg Jesú,
særðust fjórir Palestínumenn litil-
lega i mótmælaaðgerðum i gær,
þriðja daginn í röð. Reuter
Norður-Kórea vill
fá sendiherra
sinn aftur heim
Norður-kóresk stjórnvöld
kröfðust þess í gær að fá sendi-
herra sinn i Egyptalandi og bróð-
ur hans senda heim frá Banda-
ríkjunum þar sem þeir hafa leitað
hælis. Norður-Kóreumenn sögðu
að sendiherrann og bróðirinn
hefðu flúið til að komast hjá refs-
ingu fyrir að hafa dregið sér al-
mannafé og kjaftað frá ríkisleynd-
armálum.
Bandaríkjastjórn skýrði frá því
í gær að sendiherra Norður-
Kóreu í Egyptalandi, eiginkona
hans og bróðir, sem væri sendi-
fulltrúi í París, hefðu fengið hæli
í Bandaríkjunum.
Stuðningur við
nýtt ESB fer vax-
andi í Danmörku
Þeim Dönum fer fjölgandi sem
styðja Amsterdamsáttmála Evr-
ópusambandsins. Margir eru þó
enn óákveðnir. Þetta kemur fram
í nýrri skoðanakönnun.
Fjörutíu prósent aðspurðra
sögðust mundu greiða sáttmálan-
um atkvæði sitt og 29 prósent
voru á móti en 22 prósent voru
óákveðin. Reuter
Allir í rjölskyldunni eru gla‘sih*gir í
skóin frá (ihesiskómim
StMiduni í jióslkröf ii sanidægurs.
Ó,
X
oS°
NÝJAR HAUSTVÖRUR Á
SÚPER TIIBOOI
Teg. nr. 926402
Svart eða brúnt leður
Stærðir: 36-42
kr. 4.990."1
Teg. nr. 927402
Brúnir leðurskór
Stærðir: 36-42
Verí kr. 4.990.- .Skóverslun
ÞÓRÐAR
GÆÐI & ÞjÓNUSTA
Viö
opnum
kl 9.00
Laugavegi 40 *s. 551 4181
StyrkSr til
bifreiöakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viötöku
umsóknum vegna styrkja sem veittir eru
hreyfihömluðum til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar
skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1998
fást hjá afgreiðsludeild og lífeyrisdeild
Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114,
og hjá umboðsmönnum hennar um land allt.
Umsóknarfrestur er til 1. október.
Tryggingastofnun ríkisins.