Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 2
Fréttir FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 Deilt um verk látins listamanns: Hörð rimma um 27 myndverk Halldórs Frummyndir nokkurra þekktra mynda Halldórs Péturssonar sem birst hafa á kortum, í blö&um og bókum. Myndirn- ar eru eign Fjólu Sigmundsdóttur, ekkju listamannsins. DV-mynd ÞÖK Deila um eign- arhald á 27 mynd- um eftir Halldór Pétursson er komin upp milli Fjólu Sigmunds- dóttur, ekkju Halldórs, annars vegar og hins veg- ar milli Edda Fótó og Gallerís Foldar. Myndirn- ar, sem eru rúm- lega 40 ára gaml- ar, hafa verið til sýnis og sölu í galleríinu að und- anförnu og eru flestallar þeirra seldar. Samanlagt söluverð þéirra er um 840 þúsund krónur. Fjóla telur að hún sem erfingi Halldórs Péturs- sonar eigi myndirnar og verið sé að sýna og selja þær á skjön við sig en eigandi Edda Fótó, Árni Einars- son, segir það af og frá. Myndirnar séu eign Edda Fótó og hafi alla tíð verið það. „Landslög gera ráð fyrir því að höfundarréttur sé virtur. Myndirn- ar fékk Guðmundur heitinn Hann- esson til að prenta eftir jólakort. Hann keypti ekki myndimar sjálf- ar, það er að segja höfundarréttur- inn var ekki seldur heldur var greitt fyrir að fá að prenta jólakort- in. Ég vil taka fram að alla tíð var góð samvinna milli Guðmundar og Halldórs," segir Fjóla Sigmunds- dóttir, ekkja listamannsins. Ámi Einarsson segir þetta al- rangt hvað varð- ar eignarhaldið á myndunum og trúlega líka hvað varðar höfundar- réttinn, því að Guðmundur Hannesson, fyrri eigandi Edda Fótó, hafi ekki farið til Halldórs og fengið hjá honum myndirn- ar til að gera jólakort eftir þeim heldur hafi hann fengið Halldór til að mála fyrir sig til- tekinn fjölda af myndum með tilteknum mótív- um og greitt honum fyrir við- vikið og þar með eignast myndim- ar sem síðan vom prentaðar á jóla- kortum. Á þessu sé reginmunur. Ámi segir að hann hafi síðan eignast myndirnar þegar hann keypti Edda Fótó ásamt öllum eig- um fyrirtækisins, myndum, mál- verkum, ljósmyndum, litgreining- um og tækjum og búnaði. Myndirn- ar séu því alfarið hans og hann hafi allan lagalegan og siðferðilegan rétt til aö ráðstafa þeim. Árni segir að til þess þó að firra frekari vand- ræðum og árekstrum hafi hann ákvAð að greiða fyrir sýningu myndanna í sjóð rétthafa mynd- verka þótt hann telji vafa leika á því að það sé honum skylt. Knútur Bruun hæstaréttarlög- maður er sérfróður í málum sem varða höfundarrétt myndlistar- manna. Hann segir í samtali við DV engan vafa leika á því að ekkj- an eigi höfundarréttinn að mynd- unum. Hún ein geti leyft notkun á myndunum og leyft eftirprentanir af þeim. Hvað varði hins vegar eignar- haldið á þeim þá sé það önnur saga. Bæði sé langt um liðið auk þess sem bæði listamaðurinn og korta- útgefandinn séu látnir og ekki fylli- lega vitað hvað þeim kann að hafa farið í milli um frummyndimar. Ef þetta mál færi fyrir dómstóla gæti niðurstaðan orðið á hvorn veginn sem væri. _§Á Halldór Pétursson listmálari. Drengurinn fundinn 14 ára drengur sem lýst var eftir í gærkvöld er fundinn. Drengurinn gaf sig fram rétt eftir miðnætti í nótt. Hann var þá staddur á Austurlandi. Ekk- ert amaði að drengnum að sögn Hlaut alvar- lega höfuð- áverka Maður hlaut alvarlega höf- uðáverka eftir átök fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seint í fyrra- kvöld. Maðurinn lenti í slagsmál- um, féll aftur fyrir sig, og skall harkalega með hnakkann á gangstétt. Hann hlaut skurð á hnakkann. í fyrstu voru meiðslin ekki talin alvarleg þar sem maðurinn gekk sjálf- ur út í sjúkrabíl. Þegar hann kom á Sjúkrahús Reykjavíkur kom í ljós að blætt hafði inn á heila. Maðurinn gekkst undir að- gerð á sjúkrahúsinu í fyrr- inótt. Samkvæmt upplýsing- um frá sjúkrahúsinu er mað- urinn alvarlega slasaður. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur málið til rannsóknar. -RR Frá fundi íbúasamtaka umhverfis Skólavör&uholtið í gærkvöldi. DV-myndir S Nýtt borgarmálaafl á Skólavörðuholti: Framboð er hugsanlegt - verið að nauðga hverfinu okkar, segir Lára Halla Maack „Þú fínnur að loftið titrar af reiði og fólk er brjálað og það var rætt um það bæði í gamni og alvöru hvort samtökin ættu ekki að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum næsta vor,“ sagði Lára Halla Maack við DV í morg- un. Lára Halla sagði að svo virtist sem verið væri að misþyrma hverfinu með því að byggja hvem skýjakljúfinn eftir annan í hverja þá smugu sem losnar þegar gamalt hús er fjarlægt eða rifiö. Aðspurð um hvort takist að koma saman stjómmálaafli kveðst hún hafa tröllatrú á mannlegum samskiptum. Lára Halla Maack, nýkjörinn forma&ur íbúasamtakanna. Það væri alveg ljóst að íbúasamtökin verði öfl- ug þar sem heiftarleg reiði ríki í hverfmu. „Við emm að endurreisa íbúasamtök þessa gamla hverfis og það er mikill hiti í mönnum, sem finnst að borgar- og skipulagsyfirvöld hafi vaðið yfir sig og byggt stórhýsi í trássi við vilja allra íbúa, svikið deiliskipulag og hagað sér dólgslega. Það hafa komið fram hugmyndir um að bjóða fram í borgarstjómarkosningum í vor og þaö er verið að hugsa það alvarlega," sagði Magnús Skarphéöinsson. Ljóst væri í það minnsta að ef hlutimir lagast ekki þá verði eitt- hvað til bragðs að taka. -SÁ Stuttar fréttir Alvarleg vanræksla Norski saksóknarinn í máli togar- ans Sigurðar VE í Bodö sakar skip- stjóra og útgerð um alvarlega van- rækslu og fakunnáttu á tæki og tól til að fullnægja tilkynningarskyldu til norskra stjómvalda. Dómur verð- ur kveðinn upp eftir helgina. RÚV sagði frá. Réttindakennarar Færri réttindakennara vantar við grunnskóla Reykjavíkur en á sama tíma í fyrra. Aðeins sex leiðbeinend- ur verða í bekkjarkennslu í vetur í borginni en yfir 400 á landsbyggð- inni. RUV sagði frá. Færri bankastjórar Dagur-Tíminn segir að bankastjór- um Búnaðarbanka og Landsbanka verði fækkað í einn úr þremur um áramótin þegar bankamir verða hlutafélög. Við hhð þeirra muni síð- an starfa framkvæmdastjórar. Raufarhöfn yfirbýður Sveitarstjóm Raufarhafriar greið- ir hærri kennaralaun en önntn- sveitarfélög, eða um 200 þúsund krónur á mánuði. Oddvita Engihlíð- ai-hrepps list miður vel á það í Degi- Tímanum. Svavar ekki að hætta „Það er rugl að ég sé að hætta í pólitík,“ segir Svavar Gestsson al- þingismaður í Degi-Tímanum. Jarðskjálftar nyrðra Jarðskjálfti varð í Ólafsfirði og á Siglufirði síðdegis í gær. Skjálft- inn var 3,4 stig og upptök hans voru í Eyjafjarðarál, 24 km norö- austur af Siglufirði. Morgunblaöiö segir frá ,-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.