Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 33 Veiðivon 5 Hvaö segja veiöimennirnir? Maður missir bara áhugann - segir Þórarinn Sigþórsson Þeim fækkar óðum veiðidögunum þetta sumarið en eitt er þó öllu verra og það er að löxunum fækkar með hverju árinu í laxveiðiánum. Sumarsins í sumar verður ekki minnst sem fengsæls sumars. Færri laxar komu í veiðiámar en oft áður og laxagöngurnar voru miklu minni. 200-300 laxa göngur hér áður eru kannski 20-30 laxar núna þetta sumarið. Veiðimenn af báðum kynj- um og á öllum aldri eru þó bjartsýn- ir og halda í vonina. Næsta sumar verður alla vega betra en þetta sum- ar. Veiðimenn eru farnir að tala um það núna og depla ekki auga. Einn þeirra veiðimanna sem hafa veitt marga laxa í gegnum árin er Þórar- inn Sigþórsson tannlæknir. Við var af fiski í ánni. Núna ætti laxinn að vera að hellast upp í Laxá en það er öðru nær. Fiskurinn skilar sér alls ekki úr sjónum," sagði Þórar- inn tannlæknir í lokin. Þórarinn Sigþórsson tannlæknir hefur sett í þá marga gegnum árin. DV-mynd RH D Umsjón Gunnar Bender slógum á þráðinn til hans til að heyra af sumrinu. „Þetta er eitt lélegasta veiðisuma- rið mitt, sjáðu til, ég fer í Laxá í Að- aldal á besta tima og við veiðum 6 laxa. Við voru aflahæstir í hollinu, þetta er ekki nokkur veiði. Sumarið byrjaði reyndar ekki vel en við Ámi Baldursson fórum til Rússlands og herinn sá til þess að við veiddum lítið sem ekkert. Einn dagurinn var góður og þá veiddum við 8 stóra laxa. Ég missti einn lax, kringum 40 punda. Síðan kemur maður heim um miðjan júní og þá er veiðin í lax- inum alls ekki góð. Maður missir áhugann þegar svona er enda hef ég ekki veitt eins mikið og oft áður í laxveiðinni þetta sumarið. Það vant- ar allan kraft í laxagöngumar, þetta eru nokkir fiskar sem eru að tínast inn. Egill Guðjohnsen var að koma úr Laxá í Dölum og hann hætti veið- um vegna þess að lítið sem ekkert NAKVÆM, ÓDÝR OGÖRUGG SK0HN SEM HÆFA BEIUR Express haglaskotin fást nú í 36 gr. og 42 gr. hleöslum. Haglastæröir 1-5 Umboðsmenn um allt land SportvöAigerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383 Sjóbirtingsveiöileyfi í Hrauni í Ölfusi, Varmá og Þorleifslæk. Laugavegi 178, símar 551 6770 og 581 4455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.