Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
Hver drap
Díönu?
„Ástæður dauða Díönu eru
einfaldar; ofurölvi fólk á ekki að
aka, hvað þá á ofsahraða. Fram-
ferði íjölmiðla í fortíð og nútíð
koma málinu ekkert við.“
Sigurður Már Jónsson, í Við-
skiptablaðinu.
Ekki í sorg-
arklæðum
„Mér er nefnilega alveg sama
þótt prinsessan af Wales sé dáin.
Það er kannske ljótt að segja það,
en þannig er það nú bara. Það
skiptir engu máli.“
Karl Birgisson, í Degi-Tíman-
um.
Ummæli
Ekki auglýsa
að þið eruð
íslensk
„Eitt sem ég mundi alls ekki
mæla með við íslensk hugbúnað-
arfyrirtæki í dag er að kynna
sérstaklega þá staðreynd að um
íslenskt fyrirtæki sé að ræða
vegna þess að enn sem komið
hafa íslensk fyrirtæki ekki náð
neinum raunverulegum ár-
angri.“
Annie Brooking, í Viðskipta-
blaðinu.
Eldganga
Ellefu manna hópur undir for-
ystu Stevens Neil Bisyak frá Red-
mond í Washington óð eld 19.
desember 1987 í Redmond; var
meðalhitinn 841°C. Eldganga er
árlegur viðburður á hátið heilags
Konstanínusar í maí í Aghia El-
eni í Norður- Grikklandi.
Mesti reyk-
ingamaður
Zog I, konungur í Albaníu
(1895-1961), reykti að sögn 300
vindlinga á einum degi.
Blessuð veröldin
Mesta
húðflúr
Wilfred Hardy frá Huthwaite í
Nottinghamshire á Englandi er
sennilega með mest húðflúr allra
manna. Hann lét sér ekki nægja
að húðflúra næstum 96% af yfir-
borði líkamans, sem er nærri
hættumörkum, heldur lét hann
flúra kinnarnar innanverðar,
tunguna, gómana og augabrún-
imar.
Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar
Straumnesviti,
O Hornbjargsviti
O
Grímsey
O
Rauöignjúpur
Q Fontur
Þverfjall
Seljalandsdalur
QSúöavík
Ql.
Bjargtangar
Gufuskálar
O
Dynjandisheiöi
O -
o Patreksfjöröur
:o
Gjögur
Siglufjaröarv.. Siglunes
„9P
Siglufjöröur -
GilsfjöröurJ
o
Holtavörðuheiði
Þingveilir
O
Garðskagaviti O
Reykjavík
Straumsvík 0 Hellisheiði Q
©
Búrfell
...... -O..,,....Q; .....
Grindavík Þorlákshöfn
O
Dalvík
Neslandatangi J Vopnafjaröarheiöi
j Dalatangi
Kolka
O
Möörudalsöræfi
Fjaröarheiði J
"'O
JGagnheiöi
J
0
Sandbúðir
O Þúfuver
OVeiöivatnahraun
O
Hallormsstaður
Jökulheimar
Kambanes
OHvanneyri
O
Skaftafell
- .-O'-
Mýrdalssandur
0
Skarðfjöruviti
íöV
Úr sjómennsku
í leiklist
„Eg hef verið sjómaður og sendi-
bilstjóri. Þá rak ég Snælandsvídeó í
Mosfellsbæ í sex ár. Siðan ákvað ég
á gamals aldri að láta gamlan
draum rætast og fór að vinna að
leiklistarmálum," segir Gunnar Sig-
urðsson, leikstjóri söngleiksins
Prinsessan sem frumsýndur verður
á Hótel íslandi í kvöld.
„Ég byrjaði með Leyndum
draumum hjá Hlín Agnarsdóttur.
Eftir það fór ég til Englands árið
1995 í tvo skóla. Fyrst fór ég í Emer-
son College, þar sem ég var i tónlist,
skúlptúr, leiklist og frásagnarlist,
og síðan í Bristol Theather School
sem er víðfrægur leiklistarskóli. í
vetur kom ég heim með breskan
leikhóp úr þessum skóla sem setti
upp Northem Light i Þjóðleikhús-
kjallaranum. Við æfðum á Tálkna-
firði. Sýningin hlaut mjög góðar
viðtökur."
Gunnar er fæddur í Kópavogi og
ólst þar upp til 12 ára aldurs þegar
hann fluttist í vesturbæinn. Upp úr
14 ára aldri lagðist hann svo í sjó-
mennsku.
Gunnar er einhleypur en á fjórar
dætur. Þær heita Geirþrúður, 21
árs, Halla, 17 ára, Kristín, 14 ára, og
Unnur Regína, 5
ára. „Þær hafa
allar verið mjög
áhugasamar um
það sem ég hef
verið að gera og
fannst æðislegt
að ég skyldi fara
utan.“
Gunnar segir
bamið sitt í leik-
listinni nú vera
að fæðast. Það er
söngleikurinn
Prinsessan sem
framsýndur verð-
ur í kvöld. „Verk-
ið er í gam-
ansömum dúr -
óður til kvik-
mynda, leiklistar
og tónlistar. Þetta
byrjaði allt í Em-
erson á Englandi.
Þar bjuggum við
til lítinn einþátt-
ung sem heitir
The Ugly
Princess. Út frá honum spann ég
miklu stærra verk. í því eru fjórtán
lög sem bróðir minn, Stefán Jó-
hannes Sigurðs-
son, samdi texta
við, en hann sem-
ur allan texta við
leikverkið. Þrjú
lög era frumsam-
in fyrir söngleik-
inn. Eitt þeirra
samdi Jóhann G.
Jóhannsson,
Pálmi Sigurhjart-
arson Snigla-
bandsforingi
annað og svo
sömdu þeir
Pálmi og Jóhann
G. eitt lag saman.
Önnur lög era
mismunandi út-
gáfur af gömlum
lögum frá Deep
Purple og fleiri.
Sagan er sögð í
söng, texta og lát-
bragði og leikin í
tónlist."
Undirbúningur
sýningarinnar
hefur, að sögn Gunnars, gengið von-
um framar og mikil spenna ríkir
fyrir framsýningu. -VÁ
Gunnar Sigurösson.
Maður dagsins
Myndgátan
Einsdæmi.
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Einn leik-
ur í fyrstu
deild karla
í knatt-
spyrnu
í dag fer fram einn leikur í
fyrstu deild karla í knattspymu.
Þá mætast lið Breiðabliks og Dal-
Iþróttir
víkur á Kópavogsvelli. Leikurinn
hefst klukkan 18.
Bridge
Danir kættust mjög þegar lands-
liði þeirra i yngri flokki tókst að
vinna sér inn heimsmeistaratitil i
Kanada í síðasta mánuði. Það kom
okkur íslendingum nokkuð á óvart
að Danir skyldu vinna þvi þeir voru
með sömu spilara í liöinu og end-
uðu í öðra sætinu á NM yngri spil-
ara sem haldið var í Færeyjum í júlí
en þar enduðu íslendingar í fyrsta
sæti. Heimsmeistarar yngri spilara
eru Jacob Rön, Mik Kristensen,
bræðurnir Lars og Morten Limd
Madsen, Mikkel Nöhr og Freddi
Bröndum. Danir spiluðu úrslitaleik-
inn við sveit Norðmanna og unnu
þar sigur 247,7-148. Danir mættu
einnig Norðmönnum í riðlakeppn-
inni og höfðu þar öraggan sigur,
24-6. í þeim leik kom þetta spil fyr-
ir, suður gjafari og enginn á hættu:
4 942
* G632
* D62
* 932
* D7
44 ÁK1054
* ÁK4
* KDG
4 865
44 D7
♦ G73
* 108754
* ÁKG103
44 98
* 10985
* Á6
Suður Vestur Norður Austur
1 * pass 2 «4 pass
2 4 pass 3 4 pass
3 44 pass 3 4 pass
4 4 pass 4 grönd pass
5 4 pass 5 44 pass
5 4 pass 5 grönd pass
6 4 pass 7 4 p/h
Sagnir eru nokkuð hefðbundnar,
fjögur grönd spurðu um 5 ása
(trompkóngur talinn sem ás), 5 tígl-
cir sögðu frá 0 eða 3 ásum, 5 hjörtu
var spuming um trompdrottningu
(?), 5 spaðar neituðu henni (óvænt!?)
og 5 grönd spurðu suður hvort hann
ætti fleiri drottningar. Alslemman
er alveg þokkaleg, þarfnast þess að
annaðhvort spaðinn eða hjartað
liggi 3-3, eða DG liggi blönk í öðrum
hvorum rauðu litanna. Það voru
Danimir Morten og Lars sem náðu
alslemmunni en það gerðu Norð-
mennimir einnig á hinu borðinu.
Þau borð vora hins vegar þau einu
af 18 sem komust alla leið í
alslemmuna.
ísak Öm Sigurðsson