Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 íþróttir DV KR-ingar stíga villtan stríösdans eftir sigurinn gegn Breiðabliki í gær sem nánast færði þeim íslandsmeistaratitilinn. Á innfelldu myndinni getur Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari og leikmaöur KR, ekki leynt gleði sinni í leikslok. DV-myndir Hilmar Pór ■Æ'. 4-,ywl 1 Sr I laa lifa v. I-aP J KR-ingar eiga titilinn vísan - eftir sigur á Breiðabliki, 4-2, í úrslitaleik í úrvalsdeild kvenna 1-0 Bára Jónsdóttir (40.) fékk sendingu frá Erlu Hendriksdóttur ein og óvölduð í teignum og skoraði örugglega. 1-1 Guðrún J. Kristjánsdóttir (44.) með skalla eftir hornspyrnu Eddu Garðarsdóttur. 1- 2 Helena Ólafsdóttir (53.) komst inn í sendingu varnarmanns til markvarðar og skoraði úr þröngu færi út við endalínuna. 2- 2 Margrét Ólafsdóttir (65.) með föstu skoti frá vítateig sem fór undir Sigríði í markinu. 3- 2 Olga Færseth (82.) úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörð Blika fyrir brot á Olgu. 4- 2 Olga Færseth (87.) með skalla eftir góða fyrirgjöf Guðlaugar Jónsdóttur. Þriðji september hlýtur að teljast til happa- daga hjá kvennaliði KR í knattspyrnu. Á þess- um degi fyrir fjórum árum hömpuðu KR-ingar íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki og í gær á þessum sama degi nánast gulltryggðu KR-stúlkur sér titilinn eftir sigur á aðalkeppi- nautunum í Breiðabliki, 2-4. Með sigrinum náði KR sex stiga forskoti á Breiðablik og ekk- ert nema kraftaverk, og það mjög stórt, þarf til að koma í veg fyrir sigur vesturbæjarliðsins á mótinu en einungis tvær umferðir eru eftir. Þetta var sætur sigur KR-inga enda hafa Blikastúlkur einokað íslandsmeistaratitilinn síðustu árin. Kópavogsliðið hefur hampað titl- inum þrjú ár í röð og í sex skipti á síðustu sjö árum en KR-ingar voru meistarar árið 1993. Mikil taugaspenna og barátta einkenndi leikinn nánast út í gegn en KR-ingar voru sterkari aðilinn I leiknum og unnu í heildina séð sanngjarnan sigur. Þrjú mörk KR-inga voru þó af ódýrari gerð- inni en þá gerðu vamarmenn og markvörður Blika sig seka um slæm mistök sem kostuðu mörk. En það voru fleiri en leikmennimir sem gerðu sig seka um mistök því Sigurður Friðjónsson, dómari leiksins, hefði með réttu átt að lyfta rauða spjaldinu í tvígang. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari og leikmaður KR, var heppinn að sleppa með skrekkinn þegar hún togaði Kristrúnu Daðadóttur niður í víta- teignum þegar hún var sleppa ein í gegn. Þetta gerðist í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks og það hefði því getað breytt miklu um gang leiksins ef Ragna hefði fokið út af og Blikar hefðu fengið vítaspymu. Þá hefði Sigfríður Sophusdóttir, markvörður Blika, átt að fá rauða spjaldið þegar hún reif Olgu Færseth niður í vítateignum og dæmd var vítaspyma. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var besti mað- ur vallarins, vann geysilega vel á miðjunni og byggði upp ófáar sóknir KR-inga. Olga Fær- seth og Helena Ólafsdóttir voru sprækar í framlínunni og Sigurlín Jónsdóttir var föst fyrir í vöminni. Hjá Blikum átti hin 16 ára gamla Bára Jónsdóttir ágætan leik, Erla Hend- riksdóttir átti ágæta spretti og Margrét Ólafs- dóttir gerði góða hluti en hefur þó oft verið betri. -GH JEPPADEKK Amerísk gæöaframleiösla Courser Radial AWT Courser OTD Radial LT Courser Steel Radial Staögr.verð frá kr. 205/75R 15 8.560 215/75R 15 9.210 225/75R 15 9.880 235/75R 15 10.015 30x9,50R 15 10.775 31x10,50R 15 11.995 32x11,50R 15 14.395 33x12,50R 15 14.850 245/75R16 13.120 265/75 R 16 13.500 33x12,50R 16,5 15.380 Æ&ÍMÆUMMiJHBi Smiöjuvegi 32-34 Hjólbarðar, nýir og sólaðir, send- 3>Ut.nrJiWfjr Sími 544 5000 um gegn gírókröfu um land allt ÚRVAISP. KV. KR 12 12 0 0 51-6 36 Breiðablik 12 10 0 2 53-17 30 Valur 12 8 0 4 40-24 24 ÍBV 12 4 1 7 24-24 13 LA 12 3 3 6 10-23 12 Stjaman 12 3 1 8 16-31 10 Haukar 12 3 0 9 14-41 9 iBA 12 2 1 9 12-54 7 KR á eftir að mæta Stjömunni á útivelli og ÍBA á heimavelli en Breiðablik á eftir að leika gegn Val á útivelli og Stjömunni á heimavelli. Aukobloð um TÖLVUR Miðvikudaginn 17. september mun aukablað um tölvur og tölvuútbúnað fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. í blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmól ósamt smófréttunum vinsælu. Þeim sem vildu koma ó framfæri nýjungum og efni í blaðið, er bent ó að hafa samband við Hallgrím Indriðason í síma 550-5828 fyrir fimmtudaginn 11. september. Þeir auglýsendur sem hafa óhuga ó að auglýsa í þessu auka- blaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eða Sigurð Hannesson í síma 550 5728 í síðasta lagi fimmtudaginn 11. september. Sigfríöur Sophusdóttir, markvöröur Breiöabliks, brýtur hér á Olgu Færseth og úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Olga þriðja mark KR. Sönnuðum hverjar eru bestar „„Við ætlum ekki að klúðra þessu. Við erum komnar yfir erfiöasta hjall- ann og það er alla vega önnur höndin komin á bikarinn. Mér fannst við vera sterkari og meö heilsteyptara lið en Blikarnir og við sönnuðum hvaða lið er best í dag. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að þjálfa enda stelpurnar tilbúnar að leggja mikið á sig og þetta er bara draumalið fyrir þjáifara," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari og leikmaður KR. „Það er alveg ljóst að þetta er búið. Eftir annað mark þeirra var eins og við gæfumst upp. Þetta voru ódýr mörk sem við fengum á okkur en i heildina voru þær sterkari og ég held að KR sé vel að titlinum komið. Ég óska þeim til hamingju," sagði Sigfrið- ur Sophusdðttir, markvörður Blika, eftir leikinn. „Við vissum alltaf aö þetta yrði úr- slitaleikurinn og viö þurfum að vera ansi slakar til að missa þetta úr hönd- unum á okkur. Það var stress i okkur i byrjun en eftir það voru við sterkari og einfaldlega betri. Ég held að það geti allir verið sammála um að við eigum titilinn skilinn," sagði Helena Ólafs- dóttir, fyrirliði KR. „Þetta var hörkuleikur, þar sem um- gjörðin var góö og fullt af fólki að horfa á. Mér fannst þetta vera sann- gjöm úrslit í þessum leik en auðvitað munaði miku fyrir Blikana að vera án Ásthildar. Þetta eru tvö bestu lið lands- ins en KR-ingar hafa spilað jafnvel i fiestöllum leikjum sem ég hef séö. KR er vel að titlinum komiö enda liðiö skipað sterkum leikmönnum í öllum stöðiun," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari og fyrrum Bliki. -GH Tvöfaldur vinningur hjá Skagamönnum Skagamenn virðast hafa slegið tvær flugur í einu höggi þegar þeir fengu hinn efnilega Siglfirðing, Ragnar Hauksson, í sínar raðir. Hann skoraði sem kunnugt er þrennu á níu mínútum í fyrsta deildaleik sínum með ÍA. Unnusta Ragnars er Ólöf Ásta Salmannsdóttir, sem hefur undanfarin ár leikið lykilhlutverk í kvennaliði Siglfirðinga í knattspymunni. Ólöf Ásta er þegar farin að láta til sín taka á Akranesi því hún skoraði mark ÍA í 1-1 jafntefli liðsins við Stjömuna í úrvalsdeild kvenna í fyrrrakvöld. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.