Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 13"V" n * i» menning ,-fcik Liborio Termine er prófessor í kvikmyndasögu og kvikmynda- gagnrýni við háskólann í Torino á Ítalíu og hefur skrifað margar bækur um kvikmyndir, ljós- myndir og tengsl þeirra við bók- menntir. Hann var einn af kenn- urum á námstefnu um myndlist sem haldin var í Reykjavik í ágúst og fjallaði þar um hvemig ljósmyndin hefur breytt sjón- skyni okkar og listhugtakinu. Þetta var fyrsta ferð hans til ís- lands og hann varð fyrir áhrifum af landi og list sem hann var fús til að leggja út af. Fann meira en hann átti von á ,-,Það var falleg og mikilvæg reynsla fyrir mig að koma til ís- lands,“ sagði Liborio Termine og hallaði sér fram til að leggja áherslu á orð sín. Nettur maður með lifandi andlit. „Þá er ég ekki að tala um landslagið heldur hef ég kynnst ákveðnum þáttum í ís- lenskri menningu gegnum sam- band mitt við listamenn. Og ég hef fundið meira en ég átti von á. Ég fann land sem er fullt af Evr- ópu ef litið er til vamings í búð- um og bíla á götum, og þegar þú opnar ísskápinn finnurðu Evr- ópu. En hér eru ekki lestir Evrópu. ísland hefur tekið Evrópu inn á sig en tekur þó ekki þátt í iðnað- arframleiðslunni og það skapar því sérstöðu. Þið emð í sögu heimsins en líka fyrir utan hana. Þiö getið horft á úr fjarlægð án þess að láta framleiðslukerflð keyra yfir ykkur. Hér er varan bara vara, en hjá okkur er varan vitund mannsins, hans leið til að vera. Og það er firrtur veraleiki. Liborio Termine, prófessor í Torino: „Þiö getiö minnt okkur á ræturnar og hvaö þaö þýöir aö lifa tilfinninguna fyrir hinu forna í hinu nýja.“ DV-myndir Hari þetta að mestu, og í því sé ég mikilvægi íslands fyrir Evr- ópu. ísland getur orðið fyrir Evrópu krafturinn sem felst í menningarlegum rótum og þið eigið að vera stolt af því hlut- verki. Ég er eyjarskeggi eins og þið. Ég er frá Sikiley sem átti margt sameiginlegt með íslandi. Þegar Ítalía varð iðnríki fékk Sikiley þá stöðu sem ísland hefur nú, og bestu listamenn landsins komu þaðan, Schi- aschia, Bufali og fleiri. Þeir sköpuðu hreyfingu sem varð sérstæð sikileysk þjóðarvitund, byggð á gildum sem Ítalía var að týna. Þetta var mikilvæg menningarleg hreyfing, og nú bíður þessi staða íslands. Listaverkin sem ég hef séð eftir íslenska listamenn hafa fært mér heim sanninn um þetta. Þið hafið enn möguleika á að skapa goðsagnir í heimi þar sem tæknin hefur eyðilagt goðsögurnar. Þjóðir Evrópu em gamlar og við getum ekki horft til ffamtíðar með þvi að skera á rætumar. Þið getið minnt okkur á rætumar og hvað það þýðir að lifa tilfinn- inguna fyrir hinu forna í hinu nýja.“ Tökum hann út af safninu „Ég get tekið dæmi af Helga Þorgils," segir Liborio þegar hann er beðinn að skýra mál sitt nánar, „af því að hann er sá listamaður sem ég hef kynnst best. í málverkum hans finn ég náttúra ykkar og menningu, ekki túlkaða naíft því að í myndum hans er alltaf tekist á fsland varðveitir ræturnar Menningin er líka orðin hluti af iðnaðarframleiðslunni í Evr- ópu og það hefur grafiö undan gömlum menningarlegum gildum í álfunni. Menningartáknin gömlu hafa tæmst af öllu inni- haldi og era oröin að vörumerkj- um. Það kom mér skemmtilega á óvart að þið hafiö bara tvær sjón- varpsrásir sem senda einungis út nokkrar stundir á dag; og útsend- ingamar era kyrrlátar, nota ekki stöðugt sjokkáreiti. Á Ítalíu era meira en 50 rásir og allar senda þær út 24 tíma á sólarhring. Nauðsyn auglýsing- anna ræður. Allar útsend- ingar, líka kvikmyndir, era stöðugt rofnar með auglýsingum. Þar er engin menning til sem ekki er römmuð inn með skinku, osti og kóka kóla. Lista- menn sem semja efni fyr- ir þennan vett- vang þurfa alltaf að íhuga hvar á að stinga inn osti, skinku og kóka kóla ... Þetta sviptir starf þeirra sjálfstæði sínu og kippir fótunum undan allri skapandi menningarstarf- semi. Sjónvarpið hefur sterk áhrif á ímyndunarafl og hugsun- arhátt fólks og hefur í raun og Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir veru valdið sálfræðilegri bylt- ingu sem enn hefur ekki verið lagt mat á.“ Ekki vont að vera öðruvísi „Fimmtugfalt sjónvarp aUan sólarhringinn breytir skynjun fólks á tím- anum og drepur allt," segir Liborio og lýsir með orðum og hreyfingum lífi manns sem verður að vita hvað er á seyði á öllum rásum og skiptir stjórnlaust á milli þeirra. „Öll gildi verða neyslugildi. Til dæmis hefur iðnaðurinn drepið menn- ingu sveitanna. Mynd þeirra hefur skroppið sam- an í vörumerki matvælaiðnaöar- ins. Við höfum farið í gegnum hakkavél iðnaðarins en ekki þið, þess vegna er róttækur munur á okkar aðstæðum og ykkar hér á íslandi. í Evrópu byggist allt lifið og menningin á framleiðslu á vöram. íslendingar eru ekki úti- lokaðir frá þessu en þeir eru ekki þátttakendur að því leyti að þeir era ekki framleiðendur. Það gef- ur ykkur möguleika á að vera innan Evrópu og Ameríku en standa líka í ákveðinni fjar- lægö frá menn- ingarkerfi sem ákvarðast af rök- um iðnframleiðsl- unnar. Þetta getur valdið ákveðinni tilfinningu fyrir firringu and- spænis þessu hnattræna fram- leiðslukerfí sem þið eruð ekki þátttakendur í og það getur líka valdið ykkur minnimáttarkennd. Ykkur finnst þið vera öðruvísi. En það þarf ekki að vera neikvætt. Þið finnið trúlega helst fyrir þessu þegar Evrópubúar tala um einingu Evr- ópu. En þessi evrópska eining er ekki búin til af þjóðunum heldur er hún eingöngu efnahagsleg. Evrópubúar vita ekki hvernig á að sameina einstakar menningar- heildir. Það eru iðnrekendur sem standa að þessari sameiningu og þeir ætla að gera Evrópu að ein- um stórmarkaði. Það hefur í för meö sér margvísleg vandræði fyr- ir listamenn og menntamenn, því það er ekki hægt að skapa menn- ingu á grandvelli markaðslög- mála. En þið standið fyrir utan við hugmyndafræðilega og efnis- lega þætti frá Evrópu. Ásgrímur Jónsson, einn ykkar stóru málara, notaði formlega þætti frá evrópskum fyrirmynd- um. Það var ekkf besta leiðin. Helgi Þorgils tekur hin úrkynj- uðu, innan- tómu tákn Evrópu og lætur þau mæta veru- leika ykkar. Við það öðl- ast sá veru- leiki inntak og kraft og á það skilið að komast til umheimsins án nokkurrar minnimáttar- kenndar. Á 19. öld var uppi á Ítalíu stór- skáldið Leopardi. Hann skrifaði frásögn af íslendingi sem mætir gríðarstórri konu, persónugerv- ingi náttúrannar. Hann kvartar undan grimmd hennar við hana en hún viðurkennir ekkert slíkt og segist ekki einu sinni hafa vit- að af tilvist mannanna. Á meðan þau ræða þetta koma tvö ljón og éta íslendinginn. En í annarri gerð sögunnar, segir Leopardi, kom gríðarmikill sandbylur sem Islendingurinn grófst í. Löngu seinna komu Evrópumenn og grófu hann upp og settu hann á safn. Núna, hundrað árum síö- ar,“ segir Liborio Termine og brosir íbyggnu brosi, „er kominn tími til að taka hann út af safn- inu.“ Tökum íslendinginn út af safninu! Ólafur Gíslason, myndlistargagn- rýnandi DV, var túlkur. Kvennarann- sóknir Helga Kress pró- fessor ritstýrir tveim ritum um kvennarannsóknir sem era nýkomin út. í öðra, ís- lenskum kvenna- rannsóknum, eru 32 erindi af ráðstefnu sem var haldin fyrir tveim- ur árum á vegum Rannsóknastofu í kvennaffæðum við Háskóla íslands. Þeim er skipt í nokkra flokka eftir efni, Ævi og ímyndir, Texti og tungumál, Saga og samfélag, Menntun og uppeldi, Konur og kirkja, Kynferði og ofbeldi og Kvennabarátta og kvenréttindi. Meðal athyglisverðra greina má nefna umfjöllun Helgu Kress um líf og ljóð Guð- nýjar Jónsdóttur frá Klömbram. Guðni Elísson fjallar um íroníu sem einkenni á texta kvenna. Ólína Þorvarðardóttir skrif- ar um hvatir og viðhorf kvenna í trölla- sögum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá bókmenntatextum um mat (sem maður borðar!). Hitt ritið er gagnagrannur um kvenna- rannsóknir í sagnfræði frá 1970-1997 sem Helga Kress ritstýrir einnig. Þar era fjöl- margir útdrættir úr bókum og greinum um íslenska kvennasögu, bæði á ensku og íslensku, flokkaðir eftir efni, einnig skrá yfir höfunda og rit auk nafnaskrá. Vænt- anlegir era á næstunni gagnagrunnar um bókmenntafræði og félagsvísindi. Bækumar fást á kynningarverði á ski-ifstofú Rannsóknastofu í kvennafræð- um sem gefur þær út. Hljómborðs- leikur Guðmundur Haukur Jónsson pianókennari var að gefa út nýja kennslubók sem ber heitið Hljómborðs- leikur og er fyrsta heildstæða bókin á íslensku um það efni. „Þaö þýðir að hún stendur sjálf, án ítarefnis," segir höfundur sem vann efnið upp úr sinni eigin kennslu. í bókinni er fjölbreytt úr- val verkefna og kennsluleiðbeiningar og nemendum er fylgt allt frá fyrstu skrefún- um og langt fram á annað námsár. Bókin er ætluð til nota í tónlistarskól- um en fólk getur líka nýtt sér hana við sjálfsnám. Hún getur nýst við harmon- ikku- og gítarkennslu, auk hljómborðs- kennslu, því framsetning verkefna er með hljómheitum og laglínu. Útgefandi er Alfa Beta. Ljóð, leikrit, skáldsögur Annað bindi af ritsafni Hilmars Jónssonar er komið út hjá Bókmennta- klúbbi Suðumesja í Keflavík. I því era á einum stað ljóð hans, leikrit og .... skáldsögur. Leikritin eru tvö. Útkall í Klúbbinn vakti mikla at- hygli fyrir hvassa þjóðfélagsádeilu þegar Gunnar Eyjólfsson setti það upp hjá Leik- félagi Keflavíkur 1979. Það var prentað í tímaritinu Lystræningjanum þá og end- urprentað hér. Hitt leikritið er nýtt og hefur ekki verið sett upp enn þá. Það er sögulegt verk um séra Jón Steingrímsson eldklerk og ber hans nafn. Skáldsögurnar era einnig tvær. For- ingjar falla kom út 1967 og fékk þann dóm hjá Kristmanni Guðmundssyni að vera skemmtileg pólitísk saga. Hún var byggð á raunverulegum atburðum sem Hilmar tók sjálfur þátt í. Seinni skáldsagan kom út 1976 og heitir Hundabyltingin, „sér- kennilegt abstrakt skáldverk" eins og Gunnar Dal segir í inngangi sínum að bindinu. Fyrsta bindi Ritsafns Hilmars Jónsson- ar kom út 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.