Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 300 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sameining framsóknarflokka Einfaldara er að sameina Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn heldur en Alþýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið. Annars vegar eru tveir flokkar, sem hafa svipuð sjónarmið í stjórnmálum og hins vegar tveir flokkar, sem hafa þverstæð sjónarmið í stjórnmálum. Það er engan veginn fráleit hugmynd að sameina Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Stefnuskrárnar eru keimlíkar og hagsmunagæzlan svipuð. Eini munur- inn er, að Framsóknarflokkurinn gætir hagsmuna Smokkfisksins og Sjálfstæðisflokkurinn Kolkrabbans. Þessi munur í hagsmimagæzlu var mikilvægari á fyrri áratugum en hann er núna í lok aldarinnar. Smokkfiskurinn varð undir í baráttunni við Kol- krabbann, tók upp búskaparhætti hans og er núna eins konar litli bróðir hans í markaðsskiptingu og fáokun. Meginmarkmið beggja flokka er að varðveita ráð- herratign marskálkanna, gæta hagsmuna gæludýranna, útvega stöður fyrir liðsforingjana og stóla fyrir herfor- ingjana. Annað meginmarkmiðið er, að lítið gerist í stjórnmálum og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum. Hér er um að ræða tvo framsóknarflokka, sem af sagn- fræðilegum ástæðum bjóða fram hvor í sínu lagi, en koma málefnalega fram sem einn flokkur í ríkisstjórn. Þeir eru sammála um óbreytt ástand í viðkvæmum mál- um á borð við kvóta, landbúnað og evrópskt samstarf. Öðru máli gegnir um Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkinn. Annars vegar er flokkur, sem skarar vinstri væng Framsóknarflokksins og hins vegar er flokkur, sem skarar hægri væng Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru ósammála í flestum viðkvæmum þjóðmálum. Spennandi verður að sjá, hver verður stefna fyrirhug- aðs Jafnaðarmannaflokks í kvótum, landbúnaði, evr- ópsku samstarfi og vestrænu hernaðarsamstarfi. Senni- legt er, að niðurstaðan verði mjög svipuð því, sem hún er hjá framsóknarfLokkunum tveimur í ríkisstjóm. Með Jafnaðarmannaflokknum verða framsóknarfLokk- arnir orðnir þrír og spanna væntanlega fylgi 95% ís- lenzkra kjósenda. Eftir það mun FramsóknarfLokkurinn ýmist mynda stjórn með SjálfstæðisfLokki eða Jafnaðar- mannaflokki og þindarlaus stöðugleiki ríkja í pólitík. Samkvæmt skoðanakönnum mun fylgi Alþýðubanda- lagsins og AlþýðufLokksins skila sér vel inn í Jafnaðar- mannaflokkinn, en ekki fylgi annarra flokka, svo sem Kvennalistans. Það ætti því að vera óhætt fyrir A-fLokk- ana tvo að breytast í þriðja framsóknarflokkinn. Með sameiningu A-fLokkanna búa þeir til trúverðugan kost fyrir Framsóknarflokkinn að starfa með í ríkis- stjórn á milli stjórnartímabila hans með Sjálfstæðis- flokknum. Það þýðir, að marskálkar A-flokkanna kom- ast oftar í ríkisstjóm, en Sjálfstæðisflokksins sjaldnar. Þetta mynztur er gerólíkt mynztri Reykjavíkurlistans, þar sem kvótar, landbúnaður, evrópskt samstarf og vest- rænt hernaðarsamstarf flækjast ekki fyrir. Þar gátu fjög- ur stjómmálaöfl sameinazt um meirihluta og mjúku málin. Slíkt mynztur væri miklu flóknara á landsvísu. Að vori verður líklega reynt að halda mynztri Reykja- víkurlistans og útfæra það í kosningum fleiri sveitarfé- laga. Slíkt verður hins vegar tæpast endurtekið í þing- kosningunum, sem verða ári síðar. Þá mun afmörkuð sameiningarviðleitni A-flokkanna hafa skilað árangri. Engu skiptir, hver sameinast hverjum á landsvísu. Niðurstaðan verður ævinlega nýr framsóknarfLokkur með stíl og stefnu gömlu framsóknarfLokkanna. Jónas Kristjánsson Ný útflutningsgrein á andlega sviðinu sækir í sig veöriö. - Kirkjan flytur út presta og safnaðarstarf. Kristilegur útflutningur sem flestir hallast að sömu tegund kristin- dóms og við hér heima og hafa sömu helgisiði. Kristin kirkja aðhyflist eingyðistrú, eins og al- kunna er, og byggir raunar allt starf sitt á orðum einnar og sömu bókar hvar í heimi sem það fer fram. Hér er því ekki um að ræða út- flutning á nýjum guði eða lítt þekktum kenn- ingum, sem gætu heill- að viðskiptavini, heldur setur útflytjandinn allt traust sitt á frábær gæði íslenskra presta og „Það staðfestir enn frekar áræði okkar manna að þeir sem mynda hina nýju söfnuði hafa svo sem ekki verið öldungis einangraðir með trú sína í framandi landi.u Kjallarinn Vésteinn Ólason prófessor íslenskt at- vinnulíf er einhæft og útflutningur enn frekar. Lengi hafa stjórnmála- menn skrafað um að „skjóta fleiri stoðum undir efn- hahagslífið" með því að fjölga út- flutningsgreinum. Þetta hefur gengið misjafnlega þótt margt hafi verið reynt. En nú hefur ný útflutnings- grein sótt í sig veðrið á þessu ári. Deila má um hvort hún heyri undir „útflutning á ís- lensku hugviti" en hún er á andlegu sviði. íslenska kirkjan er sem sé farin að flytja út presta og safnaðarstarf og veltur raunar á ýmsu hvort emb- ættin falla mönnum í skaut sem manna af himnum ofan eða sækj- ast þarf eftir þeim með hefð- bundnum átökum. Traustið sett á gæðin -Frumkvöðlar þessa útflutnings hafa sýnt lofsvert framtak og áræði. Markaða hefur ekki verið leitað í þeim löndum sem eru okk- ur fjarlæg í hugsun og trúarbrögö- um heldur í nágranncdöndum þar vinnuaðferðir sem eru þraut- reyndar í íslenskum söfnuðum. Það staðfestir enn frekar áræði okkar manna að þeir sem mynda hina nýju söfnuði hafa svo sem ekki verið öldungis einangraðir með trú sína í framandi landi. Svo að litið sé á nýjasta dæmið, prestsembætti í Ósló, þá eiga ís- lendingar þar í landi fremur auð- velt með að skflja innfædda og eiga við þá dagleg samskipti. Kirkjur eru þar margar, guðsþjón- ustur tíðar og safnaðarstarf blóm- legt en prestastéttin fjölmenn og Norðmenn þjálfaðir í deilum um klerka og kennisetningar. Svipað er væntanlega upp á teningnum í hinni víðlendu sókn Evrópu- prests. En hér á móti kemur að það e£ A líklega borin von að helgihald og^ safnaðarstarf með innfæddum trúsystkinum gæti orðið kristnum íslendingum í útlegð til sáluhjálp- ar. Þjóökirkja - ný merking íslenskir skattborgarar og kirkjugjaldsgreiðendur geta glaðst yfir því að norska kirkjan ætlar að borga laun Óslóarklerks. Fagnaðartimar hljóta að vera í vændum í þeirri stofnun þegar aflar þjóðir sem kaUast kristnar og búa þar í landi hafa stofnað sína eigin söfnuði með þjóðlegum presti. Orðið þjóðkirkja fær þá nýja merkingu. Trúdaufir vanaþrælar undrast þessar útflutningsfréttir. Reynd- ar varð nokkur aðdragandi að stofnun prestakalls á meginlandi Evrópu, sem alkunna er, og er eig- inlega „kapítuli út af fyrir sig“. En fréttir af prestsembætti í Ósló færa heim sanninn um að kirkj- unnar fólk mæðist í mörgu, eins og eitt sinn var sagt um góða konu. Mæðan sú fylgir einatt út- flutningsgreinum. Margt er nauð- synlegt - eða var það ekki það sem maðurinn sagði forðum? Vésteinn Ólason Skoðanir annarra Ivilnanir til sparnaðar „Með auknum spamaði undirbúa fólk og fyrir- tæki sig undir nýjar fjárfestingar eða eignast vara- sjóð tO að nota ef áfóU dynja yfir. Aukinn spamaður leiðir tU aukins framboðs lánsfjár, sem almennt ætti að leiða til lægri vaxta ... Stjórnmálamenn geta hjálpað tO við aö auka sparnað með þvi að styrkja sparnaðarhvötina, þ.e. éfla frjálsan spamað. Þetta geta þeir bæöi með þvi að veita sérstakar ívilnanir vegna sparnaðar, afnema hömlur á spamað, bjóða upp á áhugaverða fjárfestingarkosti og gæta þess að setja ekki löggjöf sem hefur öfug áhrif.“ Kolbeinn Kristinsson í Mbl. 3. sept. Pólitík útlæg hjá RÚV? „Það er ekki nýtt að starfsfólk sé óánægt með af- greiðslu útvarpsráðs. Þar hefur pólitíkin verið aUs- ráðandi og þegar við segjum að við séum langþreytt á afskiptum stjómmálamanna af rekstri Ríkisút- varpsins er átt við mannaráðningar og ýmis smærri rekstraratriði sem okkur flnnst að útvarpsráð eigi ekki að skipta sér af. Við vUjum að bitist sé um póli- tík á Alþingi." Sigvaldi Júliusson í Degi-Tímanum 3. sept. Málin gufa upp í kerfinu „Svokallað Furugrundarmál, sem flkniefnadeOd lögreglunnar í Reykjavík fullrannsakaði á árinu 1988, týndist í embættismannakerfinu og hefur ekki verið hreyft við því í 9 ár ... Hvað varð um frumrit rannsóknargagnanna? Á að láta staðar numið við svo búið? Rannsaka ber hvað varð um gögnin og hvers vegna þau skUuðu sér ekki tO þeirra, sem áttu að fjaUa um málið. Það er ekki við unandi að alvar- legt fíkniefnamál gufi upp innan kerfisins eins og ekkert sé. Það hefur verið efnt tO rannsóknar af minna tflefni." Úr forystugrein Mbl. 3. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.