Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997
9
Utlönd
Astarsagnahöfundurinn Barbara Cartland:
Díönu prinsessu
þyrsti í ást
Breski ástarsagnahöfundurinn
Barbara Cartland sagði í viðtali sem
birtist í gær að sorgin sem almenn-
ingur sýndi vegna fráfalls Diönu
prinsessu myndi ekki verða til að
auka gæfu bresku konungsfjöl-
skyldunnar. „Gleymið konungdæm-
inu. Við skulum ekki gleyma því að
þessi fjölskylda er Þjóðverjar.
Prinsessan af Wales var ensk en
ekki þau. Við söknum hennar og
enginn kemur í stað hennar," sagði
Cartland meðal annars í viðtali við
italska blaðið La Repubblica.
Cartland var stjúpamma Díönu
þvi dóttir rithöfundarins giftist foð-
ur prinsessunnar.
Að sögn Cartland leitaði Díana
örvæntingarfullt að ást. „Díönu
þyrsti alltaf í ást og hana fann hún
í bókunum mínum. Hún trúði á ást
og þráði ást. Hjarta hennar var yfir-
fullt af ást.“
Dodi Fayed, ástmaður Diönu
prinsessu, hafði gefið henni hring
að verðmæti um 15 milljónir
íslenskra króna aðeins nokkrum
klukkustundum áður en þau létust
bæði af völdum hörmulegs bílslyss.
Þetta kemur fram í breska blaðinu
Sun í dag. Blaðið greinir frá því að
Þessi maður las dagblað á meðan
hann beið eftir að rita nafn sitt í
minningarbok um Díönu prinsessu í
London. Símamynd Reuter.
NILFISK
HONNUÐ FYRIR ÞARFIR
ATVINNUMANNSINS
NILFISK GS90C - kjörin fyrir
hótel og veitingahús,
hreingerningafyrirtæki, skóla,
skrifstofur og verslanir.
AÐEINS KR. 24.980,- stgr.
JFOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
Dodi hafi sjálfúr hannað hringinn
og gefið Díönu hann er þau snæddu
saman síðustu kvöldmáltíðina á
Ritzhótelinu í París.
Eftirspurn eftir minjagripum um
Díönu er nú gífurleg í London. Sál-
fræðingar segja að almenningur fái
tengsl við prinsessuna með því að
kaupa minjagripina. Reuter
Fullmark
Eccrjet
Bleksprautuhylki
og áfyllingar
• Apple, Canon,
• Epson og
• Hewlet Packard
prentara.
• ISO-9002 aæSavottun
á framleiSsíu.
Mjög hagstætt verð.
mM) i. ÁSTVfilDSSON HF.
Sklpholti 33 105 Reykjavík Sími 533 3535
verulegum
dag og á morgun !
BILAÞING HEKLU
N O T A Ð I R
B I L A R
Allir fjármögnunarmöguleikar,
m.a. 100% lán til 48 mánaða.
LAUGAVEGI 174 •SIMI 569 5660 • FAX 569 5662
OPIÐ: Virka daga 9-19, laugardaga 12-16.