Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 32
VinningiStölur rniðvikudaginn 03. 09.’97 "21 31 33 341 mámtm Fjöldi Vinningar vinninsa VinninsAupphœð 1. 6 aþ 6 2 43.205.000 2.5 “(6*. >. 1 700.360 3-5 al 6 5 64.930 4-4 a 16 234 2.200 867 250 HeUdarvinningAupphœð 88.166.560 &$ai|Éí^ LðTTC Veöur á morgun: Víða súld Á morgun verður norðan- og norðvestangola eða kaldi. Víða dálítil súld og fremur svalt norð- anlands en þurrt í öðrum lands- hlutinn. í nótt og í fyrramálið létt- ir til um landið sunnan- og suð- austanvert. Veðrið í dag er á bls. 37 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 Kennaradeilan: Engin nálgun „Það er enn ákveðinn ágreining- ur um grundvallaratriði í þessari vinnutímahugmynd. Það er engin nálgun," sagði Eiríkur Jónsson, for- ,«nnaður Kennarasambandsins, en í nótt slitnaði upp úr samninga- viðræðum. -RR Deilan í Heiöarskóla á mjög viökvæmu stigi: Bornin osatt við að vera haldið heima segir skólastjóri - aögeröir foreldra ólöglegar DV-húsiö í kvöld: Skunk Anansie spilar á þakinu Hin heimsfræga hljómsveit Skunk Anansie mun spila á þaki DV-hússins, Þverholti 11, klukkan 19 í kvöld. Meðlimir hljómsveitar- innar munu síðan sitja fyrir svör- •umá beinni línu DV frá klukkan 19.30 til 20.00 skömmu eftir komuna til landsins. Þetta er í fyrsta sinn á Islandi sem almenningi gefst kostur á að spjalla miUiliðalaust við jafn- þekkta listamenn og því um ein- stætt tækifæri að ræða. Skunk Anansie er ein alvin- sælasta hljómsveit hér á landi sem víðar. Til merkis um það hefur hljómsveitin selt yfir átta þúsund plötur á árinu og hátt í tíu þúsund tónleikamiða. í Bretlandi hefur hljómsveitin margsinnis náð gull- plötusölu og velgengni hennar hefur vaxið í Bandaríkjunum. Hljómsveit- in kom m.a. fram í hinni geysivin- sælu kvikmynd Strange Days, sem ^Ralph Fiennes lék aðalhlutverkið í, og lög eins og „Selling Jesus“, „Charity“ og „All I Want“ hafa ver- ið á vinsældalistum um alian heim. Hægt veröur að ná sambandi við hljómsveitina í sima 550 5000. Þá verður spjallið einnig sent út á Int- emetinu á slóðinni www.centr- um.is./dv.skunk. -kbb „Ég veit að börnin vilja koma í skólann. Þeim hefur liðið vel hér í skólanum og hjá viðkomandi kennara. Þau eru ósátt við að vera haldið heima. Hvað segir það manni? Vitaskuld stend ég með viðkomandi kennara. Ég tel kennarann ekki hafa brotið neitt af sér,“ sagði Birgir Karlsson, skólastjóri Heiðarskóla í Leirár- sveit, aðspurður um ástandið í skólanum. Eins og DV greindi frá í gær hefur heill bekkur sjö ára bama ekki sótt skólann þessa viku en skólastarf hófst síðastliðinn mánudag. Foreldrar allra 13 barna bekkjarins hafa haldið bömum sínum heima þar sem þeir em ósáttir við kennsluaðferð- ir kennara bekkjarins. Málið er greinilega á mjög við- kvæmu stigi. Kennarinn sem um ræðir vildi ekkert tjá sig um mál- ið. Foreldrar sem DV ræddi við í gær vildu ekkert tjá sig um málið annað en að kennsluaðferðir kennarans skiluðu ekki nógu góð- um árangri. Kennarinn hefði ekki nógu góða stjóm og aga á nemend- um. Það væri ástæðan fyrir þess- um róttæku aðgerðum. Foreldr- arnir sögðu að málið væri í hönd- um skólanefndar og beðið væri eftir niðurstöðu hennar. Réttur barnanna brotinn í grunnskólalögum segir að böm skuli sækja skóla þegar þau komast á skólaskyldualdur. Því er ljóst að ólöglegt er að halda þeim heima. í lögum stendur jafnframt að forráðamaður skólaskylds bams beri ábyrgð á að það sæki skóla. Verði misbrestur á skóla- sókn bamsins, án þess að veik- indi eða aörar ástæður hamli, skal skólastjóri leita úrbóta. Tak- ist það ekki skal skólastjóri vísa málinu til skólanefndar. Aðspurður um úrbætur og hvort foreldrar yrðu skikkaðir til að senda börnin aftur í skólann sagði Birgir skólastjóri: „Ég get ekkert tjáð mig um það. Þetta er auðvitað mjög slæmt eins og alltaf þegar leiðindi em.“ Birgir sagðist ekki geta tjáð sig um kennsluað- ferðir kennarans. Birgir sagði að viðkomandi kennari hefði starfað 7 ár í skólanum og væri með fúll kennararéttindi. Brynja Þorbjörnsdóttir, formað- ur skólanefndar, sagði að nefndin ynni að lausn málsins í samráði við skólastjóra, kennara og for- eldra. Hún vildi ekkert tjá sig frekar um málið. -RR Umboösmaður bama: Foreldrar ábyrgir „Þetta mál hefur ekki komið inn á borð til mín en í 6. grein gmnn- skólalaga segir að grunnskólaböm- um er skylt að sækja skóla. Foreldr- ar eru ábyrgir fyrir því eins og seg- ir í lögunum," sagði Þórhildur Lín- dal, umboðsmaður bama, aðspurð um málið í Heiðarskóla í Leirár- sveit þar sem heill bekkur 7 ára bama hefur ekki sótt skóla. -RR í i í * I Þegar DV kom í heimsókn í Heiðarskóla í gær var mikið líf og fjör hjá flestum 108 nemendum skólans. Ein skólastof- an stóð þó auð og lokuð. Þar átti heill bekkur 7 ára barna að vera en þeim er þess í stað haldið heima. Ekki er útséð hvenær eða hvort þau munu koma aftur í skólann sinn. DV-mynd Pjetur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. m550 5555 strandaði i Mannbjörg varð þegar 5 tonna plastbátur, Elli póstur RE 433, . strandaði uppi í fjöm skammt sunn- W an við Patreksfjörð skömmu eftir ' miðnætti í nótt. Tveir menn vora um borð í bátn- IE um, sem var á leið frá Patreksfirði til Reykjavíkur, og komust þeir heil- ir á húfi úr slysinu. Björgunarsveit- ,?['?. armenn vora kallaðir út auk skipa ;■ og þyrlu Landhelgisgæslunnar. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.