Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 Fréttir______________________________________________J Ekki sjálfgefiö aö Aroni sé fyrir bestu aö koma til íslands: Unglingar hér á landi í margra ára vistun - segir Bragi Guöbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu „I þeim tilvikum þar sem um ósak- hæfan einstakling er að ræða myndi hann verða viðfangsefni Bamavernd- arstofu og það yrði okkar að finna við- eigandi meðferðarúrræði," sagði Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, um mál Arons Ágústssonar, sem er i fangelsi í Texas. Barnaverndarstofa hefur sex heim- ili þar sem börn og unglingar eru til vistunar og/eða meðferðar. Á engu þeirra er sérmeðferð fyrir kynferðis- afbrot, þó svo einstaklingar vegna þeirra brota hafi verið vistaðir þar. „Ég hef engin gögn um þetta tilvik. Það sem við bjóöum upp á er atferlis- meðferð en hún hefur almennt gildi og gagnast við allri hegðun sem felur í sér brot á venjum og góðum reglum samfélagsins og myndi gagnast í þessu tilviki en sennilega ekki vera fullnægjandi. Til viðbótar yrði að koma sérstök sálfræðimeðferð og geð- læknismeðferð," sagði Bragi. Hafa átt við kynferðisafbrot Bragi sagði einnig hugsanlegt að unglingageðdeild gæti komið að mál- inu í skamman tíma. Barnaverndar- stofa hefur þurft að eiga við einstakl- inga vegna kynferðisbrota og það hef- ur verið gert á þeirra heimilum, en meðferðin hefur þá verið sniðin að hverju tilviki fyrir sig. „Á okkar heimilum er meðferð við alls kyns hegðunarerfiðleikum. Það getur verið vegna vímuefna, vegna af- brota eða vegna félagslegrar vanlíðun- ar. Gerendur í kynferðisbrotum hafa verið hjá okkur en þó fleiri þolendur. Ef á að fá drenginn hingað til íslands þarf að sýna fram á að meðferðarúr- ræði séu til staðar. Það verður að skoða þegar meira er vitað um málið. Þegar frekari upplýsingar berast mun þetta veröa skoðað af okkur, utanrík- isráðuneytinu og dómsmálaráðuneyt- inu. Það er ekki sjáifgefið að það sé í þágu drengsins að flytja hann hingað. Ég hef kynnt mér þessi mál í Banda- ríkjunum og eftir það veit ég að víða er boðið upp á fullkomna og sérhæfða meðferð. Það er þó ekki algilt og ég veit ekki hvemig það er í þessu til- viki. Almennt ættu viðkomandi að vera betur settir þar en hér.“ Höfuöatriöi hvernig fer um Aron Þyngd refsingarinnar í máli Arons hefur vakið mikla athygli en eins og kunnugt er var hann dæmdur til 10 ára fangelsisvistar og þar af eru frnim ár skilorðsbundinn. „Þegar um er ræða unglinga sem eru ekki sakhæfir eru það barnaverndarnefndir sem úr- skurða hver viðbrögð eiga að vera við hegðun eða brotum. Það er gjarnan þannig að vistun er ákveðin til ein- hvers tíma og málið síðan endurskoð- að. Það er sjaldgæft að úrskurðað sé í mörg ár í senn. Yfirleitt er þetta ekki eins og hjá dómstólunum þar sem er refsirammi heldur reynt að meta hversu langa með- ferð krakk- arnir þurfa að fá.“ Bragi seg- ir að sum börn hafi verið lengi í meðferð á heimilum Barnavemd- arstofu. „Það era til börn sem hafa verið hjá okkur í þrjú eða fjögur ár. Venjulega er vistun ákveðin í skemmri tíma. Oftast er þetta allt gert í samráði við bamið eða unglinginn. Það er rétt að geta þess að Bragi Guðbrandsson segir að komi Aron Ágústsson hingað til lands verði ailt gert til að skapa það með- ferðarúrræði sem þarf. Lítill gangur í kjaradeilu leikskólakennara: Verkfall að óbreyttu eftir hálfan mánuð „Ef ekki verður farið að setjast nið- ur og ræða málin og reyna að fmna fleti sem hægt er að sættast á, þá brest- ur verkfallið á,“ sagði Björg Bjama- dóttir, formaður Félags íslenskra leik- skólakennara, en að óbreyttu fara um eitt þúsund leikskólakennarar í verk- fall síöar í mánuðinum. Leikskólakennarar hafa boðað verk- fall 22. september. Snemma eftir verk- fallsboðunina vom haldnir þrír fundir og eftir það var gert hlé í nokkrar vik- ur. Eftir að viðræður hófust á ný hafa verið tveir sáttafundir og sá þriðji verð- ur í dag. Björg segir að foreldrar séu famir að lýsa yfir áhyggjum um hvort verkfall verði eða ekki og dæmi séu um að foreldrar bama sem eiga að vera að byrja í leikskólum bíði átekta og komi ekki með bömin þar til ljóst verður hvort komist verður hjá verkfalli. Krafa leikskólakennara er að lág- markslaun verði 110 þúsund krónur við lok samningstímans en þeim hefur verið boðið 95 þúsund krónur við lok ársins 2000. „Þeir hafa reyndar gefið í skyn að til greina komi að ræða launa- liðinn frekar og ég vona að þeir komi með nýtt tilboð í dag. Það er fyrst og fremst verið að takast á um launin. Við leggjum einnig áherslu á breyting- ar á röðun í launaflokka," sagði Björg Bjamadóttir. -sme Um eitt þúsund leikskólakennarar leggja niöur störf 22. þessa mánaöar hafi samningar ekki tekist. Dv-mynd E. Ól. í Bandaríkjunum, þar sem refsirammi er þetta rúmur, tíðkast að þar í landi sé veittur meiri afsláttur en er hér á landi. Þar þekkist að dæmdir menn sitji af sér jafnvel einungis fiórðung þess sem þeir eru dæmdir til. Ef þess- um dreng gengur vel þá er von að hann verði skemur inni en nú er útlit fyrir. Höfuðatriðið er að skoða hvem- ig fer um drenginn, hvort hann sé í einangrun og hlekkjaður? Ef það er rétt verður að setja þunga á málið. Ég veit að það eru til þannig fangelsi í Texas. Ég held að ekki eigi að hrapa að neinum ályktunum. Kannski er drengurinn í þeirri meðferð sem best hentar. Þegar gögnin koma verður málið skoðað og verði það niðurstað- an að best sé að hann komi hingað munum við leysa það mál,“ sagði Bragi Guðbrandsson. -sme Hafnarfj arðarkratar: Óvissa „Auðvitað hafa ekki allir sömu skoðun. Það verða kannski ekki all- ir 100 prósent sáttir en það er ekkert vandamál. Við erum öil að grunni til jafhaðarmenn og viljum vinna fyrir jafiiaðarstefnuna," sagði Gest- ur Gestsson, formaður fúiltrúaráðs alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði, um þá stöðu sem er innan flokksins í Hafiiarfirði en eins og komið hefúr fram í DV er allt eins búist við að sættir takist ekki 1 deilunni um af- stöðu til meirihlutasamstarfs við flokksbrot Sjálfstæðisflokks. „Það kemur aldrei til að við leit- um út fyrir Hafnarfiörð vegna þessa máls. Það verður að skoða málið í réttu ljósi. Tveir bæjarfulltrúar hafa sett fram fyrirvara um ágæti þessa meirihlutasamstarfs og vilja að það verði rætt af flokkslegum stofnun- um og það erum við að gera. Um- ræðan verður um hvort ákvörðunin sé rétt, hvort henni eigi að breyta eða staðfesta. Það munum við gera og að því loknu er málið búið. Svona er lýðræðið," sagði formaður- inn. FuUtrúaráðið hefur verið kallað til fundar næsta mánudag. Þá er allt eins gert ráð fyrir að gengið verði til atkvæða um hvort rétt sé að halda meirihlutasamstarfinu áfram eða ekki. Niðurstaða úr slíkri atkvæða- greiðslu er talin geta orðið til klofn- ings innan krata í Hafnarfirði. „Ef það er vilji fundarins getur það gerst. Stjómin boðar ekki til fundar- ins með neinni tillögu. Ef fúndurinn vill skera úr um þetta mál þá gerir hann það. Ef fundurinn vHI lengri tíma þá ákveður hann það. Þetta er okkar æðsta valdastofnun og þar getur allt gerst," sagði Gestur. -sme ísafjarðarbær: Deilt um kaup á Norðurtanganum undir skóla DV, ísafjarðarbæ: Á þriðjudagskvöldið var haldinn fiölmennur kynningarfundur í kaffi- sal Norðurtangans á ísafirði um þau áform bæjarstjórnar að kaupa Norð- urtangabyggingarnar af Úreldingar- sjóði fyrir grannskólann. Til harðra orðaskipta kom á fund- inum á milli Kristjáns Þórs Júlíusson- ar bæjarstjóra og Óla M. Lúðvíksson- ar, fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks. Lýsti Óli vonbrigðum sínum með fyrirhuguð kaup og kenndi bæjarstjóm um metnaðarleysi í byggingarmálum grunnskólans. Þá varpaði hann fram hugmynd um að knattspyrnuveUirnir á Torfnessvæð- inu yrðu teknir undir nýjan heUd- stæðan einsetinn skóla þar sem hvort sem er þyrfti að flytja veUina. Margir fleiri létu í ljós óánægju sína með fyr- irhuguð kaup og ónóga kynningu á þeim möguleikum sem í stöðunni eru. Þá hefur Sigurður Ólafsson, fulltrúi Alþýðuflokks í meirihlutanum, lýst andstöðu sinni við kaupin og því er meirihlutinn í raun klofinn í málinu. Búist var við að kaupin yrðu afgreidd í bæjarstjóm í dag, fimmtudag, en óvíst er nú hvort af því verður. Húsnæðismál Grunnskólans á ísa- firði era í miklum ólestri þar sem talið er að vanti um 2.700 fermetra pláss fyrir einsetningu skólans, bæði undir kennslustofur og vinnuaðstöðu kennara. Lýsti Kristinn Breiðfiörð skólastjóri miklum vanda við að koma krökkunum fyrir i skólanum í dag sem kallaði á bráða lausn. -HK I ) I I ) I I I > I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.