Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Blaðsíða 12
12 Spurningin FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 Hvernig fer landsleikurinn ísland-íriand? Haraldur Jóhannsson þýðandi: 2-0 fyrir írland. Gunnar Magnússon nemi: írar vinna. Sveinhildur Torfadóttir, nemi og starfsmaður í Bókabúðinni Hlemmi: 2-0 fyrir Island. Gísli Guðmundsson nemi: 3-1 fyr- ir ísland. Dagur Thomas nemi: Jafntefli. Lesendur Samúðarkveðjur til kjörinna fulltrúa R-listans Kveðjur frá bréfritara til R-listans með von um að meirihluti hans velti ekki á embættismönnum. Ragna Freyja Karlsdóttir, sér- kennari og fráfarandi skólastjóri Dalbrautarskóla, skrifar: Kjömir stjómendur reiða sig á embættismenn. Ekkert er ógæfu- legra en að sitja uppi með embættis- mann sem ráöinn var í góðri trú en verður ber að rangsleitni og kennir kjömum fulltrúum um afleiðingam- ar. Sú sem nú er fræðslustjóri í Reykjavík var ráðinn fram yfir ann- an sem starfinu hafði gegnt. Þar var um álitamál að ræða en kjömir full- trúar R-listans settu sitt traust á að hún mundi reynast þeim vel. - Þeir áttu embættið og réðu hana. Fræðslustjórinn í Reykjavík hef- ur í afar mörg hom að líta og eng- inn er fullkominn. Þannig hef ég a.m.k. hugsað þegar upp hafa komið vafasamir vitnisburðir. Um þver- bak keyrðu afskipti hennar af ráðn- ingu skólastjóra að einum sérskóla í lok ágúst. Við þann skóla þarf kenn- ari að hafa tveggja ára sérkennslu- nám umfram almennt kennarapróf til að öðlast embættisgengi. Þrír sóttu um stöðu skólastjóra sem auk kennslu skal vera öðnun kennurum faglegur bakhjarl. Einn hafði tilskilda menntun sem var tveggja ára sérkennslunám á háskólastigi. - Annar var sá eini af umsækjendum sem hafði lokið þriggja ára almennu kennaranámi á háskólastigi og var til viðbótar að ljúka sérkennslunáminu meðfrcun kennslu og stjómun þessa sérskóla næstliðin ár. Þar með var hann að ljúka sínu fimmta námsári á há- skólastigi. - Sá þriðji var að ljúka þriðja námsári í almennum uppeld- isfræðum við háskóla. Fræðslustjór- inn gerði hann að skjólstæðingi sín- um og raðaði honum fremst. Sá sem hafði tilskilda menntun dró til baka umsókn sína. Þá vora tveir eftir og hvorugur hafði lokið námi. í fiölmiðli varði fræðslustjórinn ákvörðun sína með því að gera framhaldsskólanám skjólstæðings sins sambærilegt við háskólanám hins. Þegar tveir sækja um starf við sérskóla og báðir era að ljúka námi er spurningin þessi: Verða þeir að náminu loknu embættisgengir til kennslu við skólann? Því miður gátu kjömir fulltrúar R-listans ekki heldur treyst á fræöslustjórann sinn til að fá við þessu heiðarlegt svar. Staðreyndin er sú að skjólstæöingur fræðslustjórans fær ekki það emb- ættisgengi að loknu sínu námi. Geta kjömir fulltrúar ákveöið að fara gegn vilja postula síns í tiltekn- um málaflokki? Hvaða staða er þá komin upp? Eiginlega er svarið: nei. Þannig verða kjömir fulltrúar fang- ar embættismanna sinna og fullyrð- ing fræðslustjórans verður rétt: Það era kjörnir fulltrúar R-listans sem ráða skólastjórann. - Næsta ár verð- ur starfið ekki auglýst aftur. Þá verður skjólstæðingur fræðslustjór- ans fastráðinn í kyrrþey. Þessi staða kemur mér til að senda kjömum fulltrúum R-listans mínar innilegustu samúðarkveðjur með von um að meirihluti hans velti ekki á embættismönnum hans. Fíkniefnasmygl og meðferð þess Eysteiim hringdi: Lengi er svokallað Hollendings- mál, sem er eitt stærsta smyglmál á eiturefnum sem hér hefur komið upp, verið til meðferðar. Hvorki skemmri né lengri tíma en í 9 mán- uði hafa fjórir aðilar setið í gæslu- varðhaldi og nú á síðustu dögum var svo einn til viðbótar úrskurð- aður í farbann fram á haustið. - Segja má að hér sé vandlega unnið. Eða svo skyldi maður ætla í allan þennan tíma. Það er svo ekki fyrr en í lok þessa mánaðar að aðalmeðferð málsins á að heíjast. Hvað getur hugsanlega dregið meðferð eins máls svona á langinn? Hér era alvarleg mál á ferð en svona langur dráttur á málsmeð- ferð er ekki til að styrkja trú manna á dómskerfinu hér á landi. Eitthvað hefur þetta þó skánað í meðferð sumra mála, en meðferð smygl- og fikniefnamála í kerfinu tekur samt allt of langan tíma. Þaö skaðar rétt- arkerfið. Hugrenningar um harmleik Jón Árnason skrifar: Harmleikurinn í París, þar sem Díana prinsessa af Wales lét lífið ásamt hinum egypska ástmanni sín- um, vekur upp ýmsar hugsanir, t.d. um það sem hefði skeð ef þau bæði hefðu lifað. Samband hinnar fráskildu prins- essu og móður væntanlegs ríkisarfa Bretlands virtist vera að þróast á Dodi Faeyd. - Hefði hann mátt verða stjúpfaðir ríkisarfa bresku krúnunn- ar? þann veg að um varanlegt samband hennar og A1 Fayed yngri yrði að ræða. Með því hefði sambúðarmað- ur eða eiginmaður Díönu orðið stjúpi verðandi ríkisarfa og síðar konungs Bretlands. Varla hefur það verið efst á óskalista sumra Breta. Ég tala nú ekki um ensku Biskupa- kirkjuna. Ég las í Degi-Tímanum sl. þriðju- dag viðtal við erlenda konu er segir að Díana kynni að hafa ætlað að koma til íslands fyrir áeggjan vina. Til skemmri eða lengri dvalar. Faðir hins nýlátna, A1 Faeyd eldri, (sá er neitað var um breskan ríkisborgararétt í Bretlandi) kom nýlega til íslands. Ekki veit ég hverra erinda. Er hugsanlegt að hann hafi viljað kanna alla mögu- leika fyrir son sinn og prinsessuna, með tilliti til dvalarstaðar hér þegar henta þætti? - Fleiri spumingar leita á mann en svarað verði i vet- fangi. Vera kann að þeim verði svaraö óvænt og á öðrum vettvangi er frá líður. Undirgöng á Austfjöröum Tómas skrifar: Loks kom að því. Nú hefur einn stjómmálamaður, sem mark er tekið á, talað og tekið afstöðu. Merkilegt nokk! Halldór Ásgríms- son er hlynntur því að næstu jarðgöng til bóta í samgöngumál- um verði á Austfjörðum. Nánar tilglreint: milli Fáskrúðsfjarðar og Eskifjarðar. Ég er undrandi á samgönguráðherra að draga seiminn gagnvart þessari skoðun utanríkisráðherra og taka til að ekki sé neitt áætlað um göng á næstunni, engir peningar til, o.s.frv. Það er ekki málið, heldm- hitt að þegar hugað verði að næstu jarðgöngum skuli þau vera á Austfjörðum. Strangara eftirlit með farþegum Hafliði Helgason skrifar: Ég var staddur á Arlandaflug- velli við Stokkhólm fyrir nokkru. Þar var eiturlyfjadeild lögreglunnar ásamt þjálfuðum hundum til að þefa af töskum ferðamanna. Röðin gekk fremur seint vegna þessa en enginn kvartaði. Ráðamenn okkar hafa nú lýst yfir miklu góðæri og af- gangi á fjárlögum. Hvemig væri nú að margefla eftirlit með eitri og fíkniefhum inn í landið. Meiri mannskap, fleiri hunda og strangara eftirlit með farþegum til landsins? Þetta ætti að hafa forgang vegna þess að vel er hægt að minnka innflutning meö þessu móti. Frelsi í hnefaleikum S.P.K. hringdi: Ég fagna því að senn hefst hér á landi kennsla í hnefaleikum. Það er ekki seinna vænna. Hér er um eins konar sjálfsvamaríþrótt að ræða, líkt og júdó eða karate, og engan hef ég heyrt vilja láta banna þær íþróttir. Maður trúir því ekki að lög verði þess eðlis að banna eigi hér hnefaleika um ald- ur og ævi. Þetta er jú einu sinni viöurkennd íþrótt hvarvetna um heiminn og keppt í henni. Það væri engin upphefð fyrir t.d. ein- staka þingmann eða ráðherra að hamast gegn þessari sérstöku íþrótt. Lýsi í alla skóla Sunna hringdi: Ég veit ekki hvort sami háttur er hafður á í dag og forðum þeg- ar ég var í skóla, að lýsi var út- hlutað til allra nemenda og þeir tóku þetta inn með nestinu sinu hvem morgun. Sé þetta enn við lýði er þaö gott mál. Mér er hins vegar tjáð að þetta eigi a.m.k. ekki við um skólana með eldri nemendum, svo sem framhalds- skólana, menntaskóla o.þ.h. En er ekki full þörf á að koma þess- um sið í þá skóla einnig? Lýsi er sannanlega vítamíngjafi og öll- um til bóta að taka eina skeið af þessu eftirsótta bætiefni dag hvem. Krossferðir kosta mikiö Bjarni Valdimarsson skrifar: Ég tel baráttu gegn vímuefn- um, áfengi og tóbaki líkjast bar- áttu Don Qijote við vindmyllur forðum! Rannsóknir, ákærur og fangelsanir vegna þessara mála skapa vandamál og fjölga glæpa- mönnum en leysa engan vanda. Hér áður voru amerískt tyggigúmmí, úr, nælonsokkar og kúlupennar á bannlista. Eftir- spm'nin skapar neysluna og er viðskiptalögmál númer eitt. Ekki rétt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.