Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 ÍGéttir ^ k ™ ‘ —— Hiti í foreldrum barna í Kársnesskóla: Bæjarráðið krafið um að efna eigin samþykkt - viö kreQumst þess að börn okkar fái þá kennslu og aöstöðu sem þeim ber, segir foreldri Kársnesskóli í Kópavogi. DV-mynd E.ÓI Foreldrafélag Kársnesskóla hefur skrifaö bæjarráði Kópavogs bréf þar sem þess er krafist aö þegar í stað veröi bætt aðstaða fyrir tvo fjöl- menna árganga í skólanum, þeir fái viðunandi kennsluaðstöðu og kennslu í samræmi við nemenda- flölda og samþykktir skólanefndar og bæjarráðs Kópavogs. „Við sendum skriflegt erindi til bæjarráðs Kópavogs. í því gerum við athugasemd við það að fyrir liggur samþykkt skólanefndar og bæjarsijórnar að hámark í bekkjum skuli vera 28 nemendur en í skólan- um eru nokkrir bekkir sem komnir eru yfir það mark. Við bendum á að það mál verði að leysa,“ segir Gísli Nordahl, formaður Foreldrafélags Kársnesskóla, í samtali við DV. Gísli segir að málið hafi verið í skoðun milli skólastjóra og skóla- skrifstofu Kópavogs. Bréfið til bæj- arráðs sé áminning um að hraða lausn þess og aö foreldrafélagið fylgist með framvindu þess og að það verði leyst með viðunandi hætti. Þórir Hallgrímsson, skólastjóri Kársnesskóla, segir í samtali við DV að þetta mál eigi sér þann aðdrag- anda að fyrir þremur árum, meðan grunnskólar voru enn imdir forræði ríkisins, ákvað þáverandi fræðslu- stjóri Reykjanesumdæmis að sam- eina þrjá bekki í skólanum í tvo í sparnaðarskyni. Síðar var ákveðið að sameina aðra þrjá bekki úr öðr- um árgangi í tvo. Þórir segir að bæði hann sem skólastjóri og for- eldrafélagið hafi mótmælt þessum aðgerðum þar sem nýju sameinuðu bekkimir yrðu allt of fjölmennir og ekki þyrftu margir að bætast við í bekkina til að þeir spryngju og þá yrði að skipta þeim upp á nýtt til fyrra horfs. „Það telst varla góð skólastefha að hafa bömin eitt árið í þremur bekkj- um og næsta árið í tveimur. En við urðum að beygja okkur fyrir þessum ákvörðunum og sameina bekkina á fyrmefndan hátt,“ segir Þórir. Hann segir að bæði skólastjómin og foreldrafélagið hafi bent á þessa hættu, að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri nemendum i bekkina, t.d. ef bömum í skólahverfmu fjölg- aði, en einmitt það hafi nú gerst, þvert ofan í það sem vænst var. Jafhframt því hafi skólinn nú verið einsetinn í fyrsta sinn nú í haust, sem auki á þennan tiltekna vanda. „Ef nú á að splundra bekkjunum til fyrra horfs þá vantar húsnæði. Þetta er það sem við er að fást í fáum orðum," sagði Þórir Hall- grímsson skólastjóri. „Skólastjórinn hefur harist eins og ljón og hann sagði strax í vor aö þessir fjórir bekkir myndu springa. Hann hefur í allt sumar beðið um kennara og aukastofu en ekkert fæst. En það er ekki bara að bekkimir séu sprungnir heldur emm við foreldramir búnir aö fá nóg og ætlum ekki að hætta fyrr en við fáum það í gegn að ástandið verði lagað,“ segir Ingimundur Magnússon, foreldri bama í Kárs- nesskóla. -SÁ Rektorsskipti viö Háskóla íslands: Skóli allra landsmanna - sagði Páll Skúlason, nýkjörinn rektor Rektorsskipti urðu í Háskóla ís- lands í gær en þá tók Páll Skúlason prófessor formlega við embætti af forvera sínum, Sveinbimi Bjöms- syni prófessor viö hátíölega athöfn í Háskólabíói að viðstöddum forseta íslands. Páll Skúlason kom víða við í stefnuræðu sinni og lagði meöal annars áherslu á að brýnt væri að sinna uppbyggingu og þróun skól- ans á næstunni og ítrekaði fyrri orð sín um að Háskólinn væri skóli allra landsmanna og þaö skapaði honum sérstakar skyldur gagnvart íslensku þjóðinni. „Háskóli íslands á allt sitt undir stuðningi þjóðarinn- ar og hvatningu," sagði Páll í upp- hafi ræöu sinnar. Páll setti þrjú mál á oddinn í ræðu sinni: fram- haldsnám, málefni starfsfólks og kynn- ingarmál. Hann sagði framhaldsnám einn dýrmætasta vaxtarbroddinn í starfi Háskólans og nauðsynlegt væri gefa hæfu námsfólki kost á að stunda sjálfstæðar rann- sóknir og verða fúll- veðja fræðimenn. Auk Páls fluttu Sveinbjöm Bjöms- son, fúlltrúar starfs- manna, stúdenta og Hollvinasamtaka Há- skólans ávörp við at- höfnina. Páll Skúlason, nýkjörinn rektor Háskólans, og fráfar- andi rektor, Sveinbjörn Björnsson. Sterkasti maöur heims, Magnús Ver Magnússon, brá á leik meö börnunum i Oldutúnskóla. Undirbúningur stendur nú sem hæst vegna Hálandaleikanna sem fram far um helgina á Selfossi og í Hafnarfiröi. Þar veröur tekist á um titilinn Sterkasti maöur heims. DV-mynd E Ól stuttar fréttir Atvæöagreiðsla Ákveðið hefur verið að efha til allsherjaratkvæðagreiðslu um I boöun verkfalls grunnskólakenn- j ara sem hæfist 27. október næst- komandi hafi ekki samist fyrir i þann tíma. RÚV greindi frá. Skuldabréf fyrir milljarð Landsvirkjun ætlar að afla eins j milljarðs króna með útgáfu skulda- j bréfa. Peningamir verða notaöir til að fjármagna virkjanafram- Í1 kvæmdir. Samið hefúr verið við ís- landsbanka um umsjá með skulda- bréfúnum. Bylgjan greindi frá. Ökufantar Talsvert hefur borið á hraðakstri nálægt gmnnskólum j að undanfomu en um þessar I: mundir em skólamir aö komast í jj fullan gang. Hefur fjöldi öku- I manna verið tekinn langt yfir | leyfilegum mörkum framan við P vissa skóla. Hafnarstræti lokaö tj í samræmi við ákvörðun I Skipulags- og umferðarnefndar I og borgarráðs verður Hafnar- j stræti lokað í austurenda nk. t; sunnudag og austan Pósthús- | strætis verður pokagata með að- 1 gengi úr vestri. Sól í Hvalfiröi b Samtökin Sól I Hvalfirði fagna | því að umfangsmiklar rannsóknir £ hafa fariö fram á Eyjafjarðarsvæð- p inu, ekki síst vegna þess að þegar jj hefur svæðið verið skilgreint sem j matvælaframleiðslusvæði. -VÁ Ungfrú Evrópa haldin þrátt fyrir flótta: Svo alvarlegir hlutir hafa aldrei „Það er alveg með ólíkindum að svona nokkuð skuli gerast. Svona alvarlegir hlutir hafa aldrei gerst áður í 50 ára sögu keppninnar. Þó hefur hún verið haldin í mörgum framandi löndum. Það er verið að kanna nákvæmlega hvað gerðist þama í Úkraínu,“ sagði Elín Gests- dóttir, framkvæmdastjóri Fegurð- arsamkeppni íslands. Eins og DV greindi frá í gær varð Harpa Lind Haröardóttir, fegurðar- drottning íslands, og margar aðrar stúlkur fyrir hræðilegri lifsreynslu i Úkraínu í vikunni. Stúlkumar vom að æfa undir keppnina Ungfrú Evrópa í Kíev þegar þær voru neyddar með hótunum og harðræði að fara á næturklúbb í borginni. Stúlkumar vom dregnar fram úr rúmum sínum á hótelinu sem þær gistu á og hótað öllu illu ef þær hlýddu ekki. Harpa Lind og 9 aðrar feguröar- drottningar flúðu til London með aðstoð sendiráðsmanna. DV hafði samband við Hörpu Lind í gær þar sem hún dvelur í London. Hún sagð- ist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. „Við höfúm aldrei þurft að hafa áhyggjur af neinu í þessari keppni, hvorki keppendunum né öðm. Ör- yggisgæsla hefúr ávallt veriö mjög öflug og ef eitthvað er þá hafa stúlk- umar kvartað yfir of mikill gæslu. Því vom engar óþarfa áhyggjur nú þó að keppnin væri í Úkraínu," sagði Elín. gerst fyrr DV hafði samband við skrifstofú Mondial í París en fékk þau svör að málið væri enn í rannsókn. Talsm- aður Mondial vildi ekki segja neitt um stöðuna annað en að svo virtist sem leiðinleg mistök hefðu átt sér stað hjá úkraínskum keppnishöld- umm. Keppnin veröur haldin Skrifstofa Mondial staðfesti að keppnin um ungfrú Evrópu mundi fara fram í Kíev í dag þrátt fyrir að Harpa Lind Haröardóttir, feguróar- drottning íslands, lenti í slæmri lífs- reynslu í Úkraínu. 10 fegurðardrottningar hefðu flúið heim. 30 stúlkur munu keppa um titilinn en keppnin verður sýnd beint á Sýn. -RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.