Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fróttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SIML550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stjarnan og kóngafólkið Almannaharmur er meiri í Bretlandi og víöar en hann var við andlát og jaröarfarir Viktoríu Bretlandsdrottn- ingar og Winstons Churchills. Díana prinsessa var stjama, sem stendur nær hjarta almennings en frægustu og merkustu persónur aldarinnar í Bretlandi. Viktoría var um aldamótin talin helzta þjóðargersemi Breta og Churchill hélt uppi brezkri sjálfsvirðingu í síð- ari heimsstyrjöldinni. Hún var vinsælust kóngafólks og hann var vinsælastur mikilmenna. í gamla daga var fræga fólkið af öðrum hvorum þessara toga. Nútíminn hefur búið til nýja tegund frægðarfólks, stjörnurnar. Fyrstar voru kvikmyndirnar og hljómplöt- urnar og síðan tók sjónvarpið við. Af þessum toga frægð- arfólks voru Marilyn Monroe og Elvis Presley, sem gerðu það merkast um ævina að höfða til almennings. Fólk sér sig og speglar sig miklu fremur í Öskubusk- um, sem verða prinsessur heldur en í kóngafólki og mik- ilmennum. Viktoría og Churchill voru talin til hinna, það er að segja yfirstéttarinnar, en Díana er talin hafa verið ein af okkur, það er að segja almennings. Staðreyndin er að vísu sú, að Díana fæddist með silf- urskeið í munni og lifði alla tíð fjarri veruleika almenn- ings. Hún var ung dregin úr heimi auðbarna inn í möl- étinn kóngaheim Windsoranna og flúði síðan þaðan inn í heim glaumgosanna eins og Jacqueline Kennedy. Windsoramir voru berskjaldaðir fyrir sjónvarpstækni Díönu. Karl prins reyndi að vísu að feta í fótspor henn- ar með opinskáu persónuviðtali í sjónvarpi, en var of grunnmúraður í formfastri, stilltri og allt að því dauf- legri framgöngu til að halda til jafns við stjörnuna. Nú kvartar almenningur um, að kóngafólkið sé svo harðbrjósta, að því vökni ekki um auga við andlát og út- för prinsessunnar. Þetta er þó fólk, sem hefur verið kennt að gráta ekki undir neinum kringumstæðum, heldur bera höfuðið hátt með stífri efri vör að brezkum hætti. Á skammri ævi tókst prinsessunni að rústa virðingu brezku Windsoranna. Vinsældir konungdæmisins hröp- uðu í sama mæli og vinsældir hennar jukust. Áður vildu þrír af hverjum fjórum Bretum varðveita konungdæmið, en núna vill það tæpast annnar hver Breti. Af reynslunni má ráða, að það sé í senn of freistandi og of hættulegt fyrir kóngafólk að tengjast stjörnudómi nútímans. Bezt er fyrir það að halda sig til hefðbundins hlés, svo sem gert hefur verið í Hollandi, Noregi og Sví- þjóð, en fara ekki að taka þátt í að leika stjörnur. Við höfum séð hvernig fór fyrir Grimaldi-ættinni í Mónakó, þegar það fékk stjörnu í sínar raðir. Við sjáum hvernig dönsku prinsarnir eru að sökkva í glaumgosalíf, sem veldur vinsældum til skamms tíma, en býður hætt- unni heim. Stjörnustand hentar ekki kóngafólki. Brezkur almenningur bar virðingu fyrir Viktoríu og Churchill, en dýrkaði þau ekki. Fólk dýrkar hins vegar prinsessuna og grætur fögrum tárum við fráfall hennar. Þrátt fyrir uppruna sinn og ævi var hún talin vera ein af fjölskyldunni og raunar einn nánasti ættingi íjöldans. Stjörnudómur er merkilegt og lítt rannsakað fyrir- bæri. Það er nánast ævintýralegt, að óhamingjusamur glaumgosi skuli geta fengið eftirmæli, sem fela í sér, að hún hafi verið John Fitzgerald Kennedy, Iknaton faraó og heilög Jóhanna af Örk í einni og sömu persónu. Ef til vill var það hin augljósa óhamingja prinsessunn- ár, sem olli því, að almenningur sá hana í spegli sápu- óperanna og saknar hennar sem spegils síns. Jónas Kristjánsson Minningin lifir í goðsögn í dag fylgjast milljónir manna um heim allan með útfór Díönu prinsessu. Minning hennar lifir í goðsögn. Hafi hún verið yndi fjöl- miðla og almennings í lifanda lífi, sameinar fráfall hennar og ein- stæð útfór heiminn í einstæðri sorg. Enn tekur nokkum tíma að jafna sig eftir höggið vegna and- láts Díönu. Á stundum sem þess- ari breytist veröldin i þorp. í öllum miðlum og þar á meðal á Internetinu hefur Díönu verið minnst með veglegum hætti. Háir sem lágir fara hlýlegum orðum um hana. Flestir reyna að bægja frá sér þeirri óttalegu mynd, þeg- ar hún og Dodi al-Fayed, vinur hennar, kvöddu þennan heim á flótta undan áköfum ljósmyndur- um með dmkkinn bílstjóra undir stýri á 196 km hraða í þröngum undirgöngum um miðnæturskeið við Signubakka í París. Konungsfjölskyldan Skýrar hefur komið fram en áður, hvað það var, sem olli því að Díana átti ekki samleið með bresku konungsfjölskyldunni. Hún hafl ekki sætt sig við hinn gamla Windsor-aga sem ríkir við hirðina. Henni hafi verið það sér- stakt kappsmál að kynna sonum sínum Vilhjálmi og Haraldi lifið utan hallarmúranna. Spurning sé, hvort ótímabær dauði hennar verði til þess að konungsfjölskyld- an lagi sig fyrr en ella að breytt- um kröfum, eða hún stígi jafnvel skref til baka. Fjölmiðlarnir Diana var mest ljósmyndaða kona í heimi. Vegna áhuga fjöl- miðla á henni hafði hún sérstakt aðdráftarafl fyrir alla, sem vildu efla fylgi við góðan málstað. Hún kunni einnig að nýta sér fjölmiðla í eigin þágu, þegar hún þurfti að styrkja stöðu sina gagnvart kon- ungsfjölskyldunni og fyrrverandi eiginmanni sínum. Þess vegna gat hún hvorki án fjölmiðlanna verið né þeir án hennar. Oft var erfitt að draga mörkin milli þess, sem þótti við hæfi, og hins óhæfilega. Erlend tíðindi Björn Bjarnason Aðsúgur ljósmyndara átti að lok- um sinn þátt i atburðarásinni, sem leiddi til dauða hennar, og hafa þeir verið dregnir fyrir rétt. Góð mynd af Ðíönu við óvenju- legar aðstæður gat gert ljósmynd- ara að milljónamæringi vegna hins mikla áhuga fjölmiðla á henni. Kröftug forsíðúmynd af Díönu jók sölu blaðs eða tímarits og þess vegna var lítil fjárhagsleg áhætta í því fólgin að festa mikið fé í mynd af henni. Á hinn bóginn er hæpið að draga þá ályktun af voðaatburðinum á Signubökkum, að nauðsynlegt sé að lögfesta á Bretlandi eða annars staðar strangar reglur um starfshætti ljósmyndara eða blaðamanna. Raunar er á það bent, að hvergi séu slíkar reglur strangari af til- litssemi við friðhelgi einkalífsins en einmitt i Frakklandi. Fólkið Að kvöldi mánudagsins 1. sept- ember sagði fréttamaður Sky News frá því, að þeir, sem vildu skrifa í minningarbók um Díönu í St. James-höll í London þyrftu að biða í sjö klukkustundir eftir að röðin kæmi að þeim. Um heim all- an fóru menn að sendiráði Bret- lands eða á aðra staði, sem tengd- ust minningunni um Díönu á ein- hvern hátt og létu tilfinningu sína i ljós. Bylgja samúðarkveðja á Internetinu hefur verið með ólík- indum. Þar er bæði unnt að koma boðum til bresku konungsfjöl- skyldunnar og einnig skilja eftir sig boð fyrir aðra til að lesa. Þarf ekki lengi að líta á þessar síður til að átta sig á því, hve nærri Díana stóð hjarta fólks hvarvetna í heim- inum. „Megi þú loks finna sæluna sem þú aldrei fannst á jörðu" stóð á íslensku á einni alþjóðlegu Intemetsíðunni og var kveðjan frá Ásgeiri á Akureyri. Hvað sem líður bresku kon- ungsfjölskyldunni og fjölmiðlum mun þessi nálægð prinsessunnar og skírskotun til hins almenna borgara um víða veröld vega þyngst að lokum, þegar minningin um hana breytist í goðsögn. Á tím- um hraða og upplýsingabyltingar tókst henni með einstæðum hætti að brúa bilið milli hinna vellauð- ugu við hirðir konunga, viðskipta og skemmtana og þeirra, sem ekk- ert eiga nema lífsandann. Verður þess lengi leitað, hvað það var í fari þessarar hlédrægu stúlku, sem vakti svo djúpar og einlægar tilfinningar. f- M ■ r ' 1) ' :: ggaii JfcpHSkX > i ■ - M1 flfehriÉ jm 1—fr. . 111 J . i t i ÍBk. í*4fýi tníSI UÉ 1 1 sSSÉai Díana í faðmi fjölskyldunnar þegar allt virtist leika í lyndi, a.m.k. á yfirboröinu. Símamynd Reuter skoðanir annarra Þrándur í götu í Kongó „Ný stjórn Laurents Kabila í Kongó hefur svo mánuðum skiptir reynt að torvelda rannsókn SÞ á þjóðflokkamorðum og öðrum mannréttindabrotum í nýafstaðinni borgarastyrjöld í landinu. Öryggis- ráðið verður að gera það ljóst nú að þolinmæði þess : gagnvart þessum töfum sé á þrotum. Ef það verður : ekki til að bæta samvinnuna, ættu stjórnvöld í Was- hington að hætta við öll áform um rausnarlega að- stoð til að byggja upp efnahag Kongós. Trúverðug rannsókn er mikilvæg vegna þess að ættflokkaerjur voru að baki bardaganna í Kongó sem áður gekk ; undir nafninu Saír.“ Úr forystugrein New York Times 3. september. Góður gestur í Noregi „Aðalíramkvæmdastjórinn (Kofi Annan hjá SÞ) er vel þekktur á Norðurlöndum og meðal norrænna stjómmálamanna. Það hlýtur að vera notalegt að ferðast um aðildarland sem hefur ætíð stutt starf- semi SÞ ötullega, hvort sem um er að ræða friðar- gæslu eða mannúðaraðstoð. Auk þess sem það hef- ur greitt iðgjöld sín til fulls. Vonandi er það ekki þess vegna sem hann gefur svo sterklega í skyn að Gro Harlem Brundtland, fyrram forsætisráðherra, eigi mikla möguleika á að verða næsti yfirmaður Aljij óðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). “ Úr forystugrein Aftenposten 3. september. Að meta venjulegt líf „Hún (Díana prinsessa) lagði mikið upp úr því að synir hennar lærðu að meta eitthvað sem nálgaðist það að vera venjulegt líf. Og hún var fræg fyrir hæfileika sína til að tengjast fólki, sem ekki lifir og hrærist í heimi fallega fólksins eins og hún, á eðli- legan og einlægan hátt. Það var þetta sem aðgreindi hana frá öðrum í konungsfjölskyldunni og ávann henni þessar miklu vinsældir." Úr forystugrein Washington Post 2. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.