Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Page 20
20
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 J3"V
QBíana 1961-1997
Díana prinsessa af Wales komin af aðalsfólki langt aftur í aldir:
Ættir til
andans iöfra
Eftir því sem lengra hefur liðiö
frá hörmulegu fráfalli Díönu
prinsessu af Wales um síðustu helgi
hafa komið upp vangaveltur um
ættir hennar. Þvi hefur jafnvel ver-
ið haldið fram að hún eigi ættir að
rekja til breskra konunga, þ.e. að
hún sé afkomandi Jakobs I. Eng-
lands- og Skotlandskonungs, sonar
Maríu Stuart Skotlandsdrottningar.
Ættfræðideild DV mun kanna þá
fullyrðingu nánar á næstu dögum.
Hér að neðan er hins vegar gerö
grein fyrir nánum ættartengslum
Díönu við tvo mestu andans jöfra
Bretlandseyja á þessari öld, Win-
ston Churchill forsætisráðherra og
Bertrand Russel heimspeking. í báð-
um tilfellum er um að ræða afburða
einstaklinga sem hafa haft feikileg
áhrif á samtíð sína, hvor á sína
vísu.
Svipuð áhugamál
Díana á það sammerkt með
Churchill að hafa orðið áhrifamikil
á opinberum vettvangi. Áhugi henn-
ar á mannúðarmálum minnir óneit-
anlega á baráttu frænda hennar,
Russells, fyrir friði og afvopnun í
heiminum. Líklega á hún sameigin-
legt með báðum að hafa ekki látið
segja sér fyrir verkum.
Díana var þekkt fyrir að koma vel
fyrir sig orði. Það minnir óneitan-
lega á báða þessa frændur hennar.
Þeir voru frábærir stílistar og
mælskumenn og fengu hvor um sig
bókmenntaverðlaun Nóbels með
stuttu millibili, eins og nánar er get-
ið um í grafinu.
I beinan karllegg
Útför Díönu í dag er sú viðhafnar-
mesta á Bretlandseyjum um langan
aldur. Eftirminnilegasta útfor á
Bretlandseyjum á síðustu áratugum
var útför Winstons Churchills,
frænda hennar, sem lést 1965. Við-
höfn þessara beggja útfara er sú
sama. Fara fram í Westminster
Abbey og líkfylgdin fer um götur
Lundúna.
Það er athyglisvert við grafið hér
að neðan hversu náskyldir þessir
þrír af þekktustu þegnum Bret-
landseyja eru, sé miöað við fólks-
fjölda. Það er einnig athyglisvert að
í öllum tilfellunum þremur er ætt-
rakningin í beinan karllegg til
Charles Spencer, III. jarls af Sunder-
land, og konu hans, lafði Önnu
Churchill.
Tengslin nánari
Reyridar eru þeir Winston
Churchill og Bertrand Russell enn
þá skyldari heldur en hér kemur
fram, því hálfsystir Francis
markgreifa, langalangafa Bertrands
Russells, var Caroline Russell, móð-
ir Georgs Spencers Churchills, V.
hertogans af Marlborough sem var
langalangafi Winstons Churchills.
Fleiri dæmi mætti telja upp um ætt-
artengsl milli þessara þriggja aðals-
ætta. Hér verður látið staðar numiö
að sinni.
-KGK/bjb
Tveir frægir
Winston Churchill
Sir Winston Churchill (1874-1965) var
án efa nafntogaðasti stjórnmálaleiötogi
Breta á 20. öld. Sem forsætisráöherra
Breta á stríösárunum var hann einn
áhrifamesti aöilinn um stríösrekstur
bandamanna gegn Möndulveldunum og
reyndar var hann, öörum fremur,
persónugervingur baráttunnar gegn
nasismanum. Aö stríðinu loknu var hann
ötull talsmaöur samvinnu Bretlands og
Bandaríkjanna er beint skyldi gegn
Sovétríkjunum.
Churchill var þingmaöur íhaldsflokksins
í neöri deild 1900-4 og 1924-64 en
Frjálslynda flokksins 1906-22. Hann
var flotamálaráðherra 1911-15,
fjármálaráöherra 1924-29, varö
flotamálaráöherra f upphafi seinni
heimsstyrjaldar og forsætisráöherra
1940-45 og 1951-55.
Churchill var í hópi mælskustu
stjórnmálamanna Breta og hann hlaut
bókmenntaverölaun Nóbels 1953.
Randolf Henry
Spencer
•
John Winston
Spencer-Churchill,
VII. hertoginn af Marlborough
•
Georg Spencer-Churchill,
VI. hertoginn af Marlborough
•
Georg Spencher-Churchill,
V. hertoginn af Marlborough
•
Georg Spencer,
IV. hertoginn af Marlborough
•
Charles Spencer,
V. hertoginn af Marlborough
Charles Spencer, III.
jarl af Sunderland og
I. lávaröur af Treasury
frændur Díönu prinsessu
Laföi Díana Frances Spencer,
prínsessa af Wales
Bertrand Russell
Bertrand Arthur William Russell
(1872-1970) er almennt álitinn einn
fremsti heimspekingur Breta og einn
áhrifamesti hugsuöur 20. aldar. Margir
telja hann fremsta heimspeking sem
uppi hefur veriö. Russell er, ásamt
Gottlieb Frege, helsti höfundur hinna
róttæku framfara sem uröu í
hefðbundinni rökfræöi í byijun aldarinnar.
Hann samdi, ásamt A.N. Whitehead,
verkiö Principia Mathemathica sem er
tímamótaverk um grundvöll
stærfræöinnar en þar eru færö rök aö
því aö stæröfræöi veröi smækkuö til
rökfræöi. Auk þess setti hann fram fjölda
heimspekikenninga, einkum á sviöi
þekkingarfræði og merkingarfræöi.
Russell var afar áhugasamur um almenn
þjóöfélagsmál. Hann var mjög virkur
friöarsinni í fyrri heimsstyrjöldinni og
barðist á sjöunda áratugnum gegn
kjarnorkuvá og stríösrekstri
Bandarikjamanna I Víetnam. Hann var
ótrúlega afkastamikill rithöfundur og
frábær stllisti enda hlaut hann
bókmenntaverölaun Nóbels 1950.
Edward John,
VIII. jarl af Spencer
•
Albert Edward John,
VII. jarl af Spencer
•
Charles Robert,
VI. jarl af Spencer
•
Frederick,
IV. jarl af Spencer
•
Georg John,
II. jarl af Spencer
•
John, I. jarl af
Spencer
•
John (Jack) Spencer
af Althrop
John Amberley greifi
•
John Russell,
forsætisráöherra Bretlands
og I. jarl af Russell
John Russell,
VI. hertoginn af Bedford
Francis markgreifi
frá Tavistock
Diana Spencer,
hertogaynja af Bedford
Lady Anne Churchiil,
f. 1684, d. 1716