Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Síða 56
>■*(
s -f
-1
(I
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Alla laurja'j
wm
p
a 0:2® 1 kyölil
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hlýö-
ir á Ragnar Arnalds, fyrsta varaforseta
Alþingis, lýsa skipulagi og störfum
þingsins. DV-mynd Hilmar Þór
Heimsókn Kofi Annan:
Dagskráin
úr skorðum
Dagskrá opinberrar heimsóknar
Kofa Annans, framkvæmdastjóra SÞ,
gekk nokkuð úr skorðum í gær vegna
hins alvarlega ástandsí löndunum fyr-
ir botni Miðjarðarhafsins. Komu hans
í Alþingishúsið og fundi með utanrík-
ismálanefhd seinkaði því um tæpan
hálftíma.
Kofi Annan kom í Alþingishúsið
skömmu fyrir kl. 11.30 í gær en áður
höfðu sérsveitarmenn lögreglu farið
um húsið hátt og lágt með leitarhund
sem þjálfaður er til leitar að sprengi-
efni og vopnum.
Það var Ragnar Amalds, fyrsti vara-
forseti Alþingis, sem tók á móta fram-
kvæmdastjóranum í anddyri Alþingis-
hússins og gekk með honum upp í
þingsalinn þar sem hann lýsti húsa-
kynnum, störfum og sögu þingsins í
stuttu máli og framkvæmdastjórinn
ritaði nafh sitt í gestabók Alþingis. Að
því loknu hófst fundurinn méð utan-
ríkismálanefhd.
Þeir Kofi Annan og Haildór Ás-
grímsson hittust að alþingisheimsókn-
inni lokinni á Hótel Holti og áttu há-
degisverðarfund. Heimsókninni lauk í
morgun. -SÁ
Op^J
Bimoií
■Þýskt ebalmerki
tílheimar ehf.
svarhöfba 2a Sími:525 9000
ÆTLI KOFI HAFI
NOKKU0 FARIÐ ÚR
SKORÐUM?
Niðurstööur ríkissaksóknara vegna ásakana Mannlífs:
Logreglumenn
sagðir saklausir
af afbrotum í samskiptum við Franklín Steiner
Ríkissaksóknari segir lögreglu-
menn ávana- og fíkniefnadeildar
saklausa af ásökunum Mannlífs um
að þeir hafi framið brot í opinberu
starfi eða eftir atvikum gerst brot-
legir við refsilög i samskiptum sfn-
um við fíkniefnasalann Franklin
Steiner.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
ríkissaksóknara á lögreglurannsókn
Atla Gíslasonar, setts rannsóknar-
lögreglustjóra. Rannsóknin beindist
einkum að lögreglufulltrúunum
Arnari Jenssyni og Birni Halldórs-
syni. Þeim var, ásamt 29 núverandi
og fyrrverandi lögreglumönnum,
svo og 8 yfirmönnum lögreglunnar,
öllum ákveðin réttarstaða grunaðra
manna.
Ekki ástæða til ákæru
í niðurstöðum ríkissaksóknara
kemur fram að í málum, tengdum
Amari og Bimi, sé ekki talin
ástæða til ákærugerðar á hendur
þeim né öðrum lögreglumönnum.
Um Furugrundarmálið, þar sem
frumgögn rannsóknarinnar týndust
og hafa aldrei fundist, segir orðrétt
í niðurstöðum ríkissaksóknara:
„Amar Jensson lögreglufulltrúi
var erlendis u.þ.b. er málið var full-
rannsakað. Sá sem færði kæru-
skrána kveðst hafa gengið frá mál-
inu og sent það lögreglufulltrúan-
um. Arnar þvertekur fyrir að hafa
lagt málið upp og kveðst ekki hafa
hugmynd um hvað af frumritum
þess hafi orðið og segist engar skýr-
ingar hafa á því að sakbomingar í
málinu hafi ekki hlotið refsingu.
Hann segir það kristaltært að hann
hafi ekki stungið þessu máli undan.
Vísar hann í þessu sambandi til
starfslýsingar en samkvæmt henni
sé það i verkahring deildarlögfræð-
ings að taka ákvörðun um framhald
máls að rannsókn lokinni. Ekki
verður af rannsóknargögnum ráðið
hver hafi orðið afdrif málsins."
í málum varðandi byssuleyfi og
reynslulausn Franklíns segir rík-
issaksóknari að fjarri fari að um refsi-
verða háttsemi hafi verið að ræða.
Meðal rannsóknargagna var skrá
yfir greiðslu fyrir upplýsingar og
nema þær 342.300 krónum. Ríkis-
saksóknari telur ekki ástæðu til að
fjalla frekar um þetta atriði.
Rikissaksóknari gerir þá athuga-
semd við rannsóknina að ekki
skyldi hafa farið fram könnun á
ásökunum Mannlifs svo ljóst væri
hvort rökstuddur grunur væri fyrir
hendi áður en yfirmönnum lögregl-
unnar í ReyKjavík og starfsmönnum
ávana- og fíkniefhadeildar var veitt
réttarstaða sakaðra manna. -RR
Jarðarför Díönu:
Ortröð
DV í London:
Karl Bretaprins og synirnir Vilhjálmur og Harrý virða fyrir sér blómahafið fyrir utan Kensingtonhöll til minningar um
Diönu prinsessu. Útför Díönu verður gerð frá Westminster Abbey í dag. Búist er við milljónum manna á götum
Lundúna þegar lífylgdin fer frá Kensingtonhöll til kirkjunnar. Símamynd Reuter
Mikill Qöldi manna var saman
kominn framan við Buckinghamhöll
í London í gær. Mjög bar á gremju,
ýmist í garð ríkisstjórnar, fjölmiðla
eða konungsfjölskyldunnar. Mikið
bar á fólki úr verkalýðsstétt við
Buckinghamhöll í gær og augljóst að
Díana var prinsessa alþýðunnar. Af
samtölum blaðamanns DV við fólk
kom fram að mörgum þótti einkenni-
legt hve prinsarnir voru brosandi og
yfirvegaðir við athöfnina, einkum þó
Vilhjálmur, sá eldri. Aðrir skýrðu
það með því að þeir hefðu fengið svo
mikla þjálfun í opinberri framkomu
að þeir bæru harm sinn í hljóði.
Ræða drottningar vakti blendnar
tilfmningar. Mörgum fannst hún faÞ
leg en ýmsir efuðust um að hún
kæmi frá hjartanu.
Kvíðafull eftirvænting ríkir fyrír
jarðarför Diönu í dag. Gert er ráð
fyrir algjörri örtröð á götum úti og
að samgöngukerfið lamist. Hafa
margir tjaldað framan við Westmiri-
sterhöllina. -kbb
Upplýsingar frá Veðurstofu isianos
Sunnudagur
Mánudagur
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Fer kólnandi
Á sunnudag er gert ráð fyrir hvassri suðvestanátt meö rigningu víða
um land, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig,
hlýjast austanlands.
Á mánudag er spáð norðan- og norðvestanátt, hvassri austanlands en
heldur hægari um vestanvert landið. Slydda eða rigning verður en snjó-
koma til fjalla norðan- og norðaustanlands en skýjað með köflum sunn-
an- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 2 til 11 stig að deginum en víða
næturfrost. Veðrið í dag er á bls. 57.
*
*
/
/