Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Page 11
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
11
pv____________________________Fréttir
Um 20 börn hafa greinst með einhverfu á hálfu öðru ári:
Fleiri börn greinast
með sjúkdóminn
ráögjöf mikilvæg - segir móöir 3 ára einhverfs barns
Guðrún Brynjólfsdóttir og 3 ára einhverfur sonur hennar, Pálmi Sveinsson,
á góðri stund á heimili þeirra. Pálmi var mjög spenntur yfir myndatökunni og
sérstaklega myndavél Ijósmyndarans. Meö á myndinni er Jóhanna dóttir
Guörúnar og stóra systir Pálma.. DV-mynd E.ÓI
„Það er mikil þörf á aukinni
fræðslu um einhverfu, bæði fyrir
foreldrana sjálfa og aðra sem um-
gangast einhverf böm. Almennar
uppeldisaðferðir duga í fæstum til-
fellum á einhverf böm. Það er því
mjög mikilvægt að fá þessa ráðgjöf
sem Umsjónarfélag einhverfra
barna býður nú upp á. Ég ætla hik-
laust að notfæra mér hana,“ segir
Guðrún Brynjólfsdóttir, móðir 3 ára
einhverfs drengs.
Litli drengurinn heitir Pálmi
Sveinsson en hann greindist með
einhverfu í október siðastliðnum.
Um 20 börn hafa greinst með ein-
hverfu á undanfórnu einu og hálfu
ári. Það er mikil aukning því und-
anfarin ár hafa að meðaltali 3-4
börn greinst með fötlunina árlega.
Félagslegt vandamál
„Einhverfa er félagslegt vanda-
mál. Pálmi leikur sér lítið sem ekk-
ert við önnur börn. Hann talar mik-
ið en það er að mestu leyti í frösum,
t.d. beint upp úr auglýsingum eða
bamabókum. Hann tjáir sig ekki á
venjulegan hátt heldur þarf hann að
sýna manni hluti, m.a. með því að
draga mann á staðinn eða með
bendingum. Ef að það dugar ekki þá
öskrar hann stundum og lætur mig
vita að eitthvað er í ólagi. Hann er
þó farinn að biðja um að fá að
drekka með orðum. Einhverf börn
eru jafn misjöfn og þau eru mörg.
Einhverfan kemur mjög mismun-
andi fram í þeim. Þau tala mismun-
andi mikið og eru miserfið.
Þarf aö vakta börnin
Það er auðvitað mjög mikill mun-
ur á að ala upp venjulegt bam og
svo einhverft. Það þarf að vakta ein-
hverft bam stöðugt meðan það er
vakandi. Ég þarf að fylgjast mjög vel
með Pálma. Ég á sjö ára stúlku, sem
er venjulegt barn, þannig að ég hef
samanburð. Almennar uppeldisað-
ferðir duga oft skammt á einhverf
böm,“ segir Guðrún.
Hún segir að Umsjónarfélag ein-
hverfra bama sé öflugt. Foreldrar
séu mjög samheldnir og styðji hvert
annað. Guðrún segir að áður hafi
þau börn sem greindust með ein-
hverfu farið í frekari meðferð á
barna- og unglingadeildina á Dal-
braut. Deildin lokaði hins vegar fyr-
ir um ári síðan og eftir það hefúr
reynt meira á félagið.
„Eftir að Pálmi greindist með
einhverfu í október síðastliðnum,
þá tveggja og hálfs árs, fór ég ásamt,
öðram foreldrum nýgreindra barna
á námskeið hjá félaginu. Námskeið-
ið, sem var í vor, var einu sinni í
viku og það var afar mikilvægt fyr-
ir okkur foreldrana. Áður sá barna-
og unglingageðdeildin um svona
foreldranámskeið.
Ég er svo heppin að Pálmi er nú
að fara í tveggja ára atferlismeðferð
sem er rannsóknarverkefni. Það fá
aðeins tvö böm á ári að fara í þessa
meðferð. Hún fer fram á leikskólan-
um hans á Sólbrekku og er fram-
kvæmd af stuðningsaðilum á leik-
skólanum sem lært hafa sérstaka
aðferð i að umgangast einhverf
böm. Sáifræðingur hefur yfirum-
sjón með þessu rannsóknarverk-
efhi.“
Mjög vanaföst
„Pálma hefur gengið vel á leik-
skólanum undanfarið. Það var erfitt
í fyrra því þá beit hann stundum
önnur börn af þvi hann vildi ekki fá
þau of nálægt sér. Hann fær stund-
um köst ef hann vill ekki eitthvað
ákveðið t.d. þegar hann vill ekki
fara í fötin sin.
Einhverf börn eru mjög vanaföst
og þurfa að hafa hluti í föstum
skorðum. Pálmi t.d. getur ekki geng-
ið í buxum ef þær eru upp á kálfa á
honum. Hann verður að hoppa
nokkrum sinnum á pallinum fyrir
framan útidyrahurðina heima áður
en hann kemur inn. Hann þarf að
hafa eitthvað í höndunum áður en
hann fer út úr húsi, t.d. tannbursta
eða leikfangahamar. Hann er líka
mjög vanafastur í matarvenjum og
borðar ekki nema vissan mat. Hann
borðar bara heima og á leikskólan-
um en ekki þegar hann er annars
staðar, t.d. í heimsóknum hjá ná-
komnum ættingjum.
Hann tengist mér mjög vel og má
varla sjá af mér. Hann er mjög kel-
inn og þarf oft að fá knús. Að því
leyti er hann mjög líkur venjulegum
bömum. Þetta er þó ekki bara nei-
kvætt heldur gefur þetta manni
margt og sérstaklega að sjá hvað
litlir hlutir geta veitt manni mikla
hamingju, eins og t.d. þegar Pálmi
biður mig með orðum um mjólk að
drekka," segir Guðrún. -RR
lnnanhússknatts|>yrna
Hægt er að leigja sal í Tennishöll-
inni undir innanhússknattspyrnu.
Salurinn sem er til leigu er 39 m x 18 m = 702 m2. Hægt er
að fá tíma alla daga, m.a. frá kl. 16.30 - 23.30 virka daga.
Fyrstir til að
staðfesta,
fyrstirtil að fá
DALSMÁRI9-11 • 200 KÓPAVOGI • SÍMI: 564 4050 • PAX: 554 4051
International snakeshow
Ótrúleg eitursnákasýning
í fyrsta skipti í Evrópu.
Opið daglega frá kl. 14-20
til 28. september í JL-húsinu.
c
,4'
Tilboð fyrir hópa.
Einnig yfir 100 tegundir
lifandi skriödýra.
Upplýslngar gefur Gula línan 580-8000.
Gimm Á GJAFVERÐI
KF-265
Kælir 197 Itr. Frystir 55 Itr.
HxBxD 146.5 x 55 x 60
TILBOÐ
Aðeins
54.990,- ,3,
Það eru nýjar glæsilegar
innréttinqar i öllum 20 gerðum
€ÍJRAI*f kæliskápanna.
fyrsta flokks frá
/^omx
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SIMI 552 4420
í tilefni Americana '97 býður
Úrval-Útsýn einstakt kynningar-
tilboð á 50 sætum til Flórída í
september og október. Gist er á
nýjasta hóteli Úrvals-Útsýnar
Kissimmee/Orlando, COMFORT
SUITES HOTEL, sem er fallegt og
vel staðsett smásvítuhótel sem
býður glæsilegan aðbúnað úti sem
inni.
Verð frá
hí.
Innifaliö í veröi: Flug, gisting í glæsilegum smásvítum,
ríkulegur amerískur morgunveröur (eldaöur skv. óskum) og skattar.
39.500
Lágmúla 4: sími 569 9300, greenl númer: 800 6300.
Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: sími 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um latid allt.