Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 IjV ftéttir 21 árs brennuvargur iðinn við kolann: Slóð af íkveikjum um árabil - valdur að fjölmörgum íkveikjum en hefur sloppið vægt frá dómskerfinu 21 árs Austfirðingur var í fyrra- dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna íkveikju í húsi í Sandgerði á miðvikudagsmorgun. Maðurinn hefur ítrekað á und- anfömum áram verið valdur að íkveikjum um allt land en virðist hafa sloppið með vægar refsingar í dómskerflnu. Samkvæmt heimild- um DV er maðurinn á reynslu- lausn en hann er iðinn við kolann og er grunaður um alla vega þrjár íkvekjur á þessu ári. Vægir dómar Maðurinn hefur hlotið væga dóma fyrir íkveikjur í raftækja- verslun á Höfn í Hornafirði og í tveimur húsum við Önundarfjörð árið 1993. Honum var siðan veitt reynslulausn eftir að hafa afplán- að hluta dómsins. Maðurinn er grunaður um að hafa kveikt í bíl í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Það mál er í dómskerf- inu en verður samkvæmt heimild- um DV tekið fyrir í þessum mán- uði. Maðurinn er ennfremur grunað- ur um að hafa kveikt í einni kennslustofu Sjómannaskólans í Brennuvargurinn sem situr f gæsluvaröhaldi vegna brunans í Sandgeröi hefur ástundaö íkveikjur árum saman. Myndin er frá því 1993 þegar hann kveikti í tveimur húsum í Önundarfirði. DV-mynd -rt Verösamanburður Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaga: Dregur á milli ódýrustu matvöruverslananna Samkvæmt nýjustu verðkönnun NS, ASÍ og BSRB frá 30. september er sem verð í verslunum KEA Nettó á Akureyri og verslana Bónuss sé svip- aðra nú en i síðustu könnun sem fram fór í maí. Þá munaði 6% á verði versl- ananna en nú er munurinn aðeins 4%. Bónus er áfram ódýrasta mat- vöruverslun landsins. Það viröist sem verð í Hagkaup og Skagfirðingabúð hafi hækkað miðað við vöruverð í öðrum sambærilegum verslunum og litlar verslanir á lands- byggðinni ná frekar að bjóöa ágætis- vöruverð en sambærilegar verslanir í Reykjavík. ! verðsamanburði NS og verkalýðs- félaganna var miðað við meðalstuðul- inn 100 í vöruverði. Verslununum var skipt í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru lágvöruverðsverslanimar Bónus og KEA Nettó. í öðrum og stærsta flokknum eru stórmarkaðir, keðju- verslanir og þær sem eiga í innkaupa- samstarfi en í þriðja flokknum er kaupmaðurinn á hominu. Verðstuðlamir sem sýndir em á grafinu í DV sýna hvaða verslanir reyndust með hæsta og lægsta verð- stuðul í hverjum flokki, auk þess sem 140 120 ÍOO 80 60 40 20 Verðsamanburður 123,65 119,64 96,36 107,88 - Neytendasamtakanna, ASI og BSRB - ViBmiðunarstuðull 1 *o 3 (B (0 a 3 (0 (0 g X 73,71 76,84 X '> <s 2“ >> e x 'O w o> X S ra 2 >> e x Stórmarkaöir, keðjuverslanir og þeir sem eiga i innkaupasamstarfi Kaupmaðurinn á hornlnu Lágvöruverðs- verslanir t »Jkfjl ein verslun úr flokki tvö og þrjú er tekin af handahófi úr með miðlungs- verðstuðul. Ein verslun neitaði að vera með í verðsamanburðinum, Straumnes í Reykjavík. Samkvæmt verðkönnun Reykjavík í síðasta mánuði. Sam- kvæmt heimildum DV hafði mað- urinn, sem var nemandi í skólan- um, lent upp á kant við stjórnend- ur skólans. Líf fólks í hættu Nú situr brennuvargurinn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa kveikt í bílskúrnum í Sand- gerði á miðvikudagsmorgun. Bíl- skúrinn er við hlið íbúðarhúss þar sem fjölskylda svaf. Maðurinn er talinn hafa stofnað lífi fólksins í hættu. Hann er jafnframt grunað- ur um að hafa lagt eld að bíl skömmu áður en hann kveikti í bílskúmum auk þess að gera til- raun til að kveikja í öðrum bíl. RR/Ótt Akureyri: Skólastjór- ar áhyggju- fullir DV, Akureyri DV frá 8. ágúst í níu verslunum á Reykjavíkursvæðinu reyndist Straum- nes með hæsta vöruverðið. -ST Skólastjórar við grunnskól- ana á Akureyri hafa lýst áhyggjum sínum með seina- gang í samningaviðræðum grunnskólakennara og samn- inganefndar sveitarfélaganna. „í ljósi atkvæðagreiðslu kennara um boðun verkfalls væntum við þess að samninga- nefnd sveitarfélaga sýni nú þegar við samningaborðið margyfh-lýstan vilja sveitar- stjórnarmanna til að bæta kjör kennara og stuðli þannig að bættu skólastarfi. Nokkrir kennarar við skóla bæjarins hafa sagt upp störfúm og vitað er af fleiri sem eru að leita sér að annarri vinnu,“ segir í yfir- lýsingu skólastjóranna. -gk Lýst eftir stúlkum I ILögreglan i Hafnarfirði lýsir eftir tveimur stúlkum sem að- I faranótt fimmtudagsins 2. ! október sl. tóku tvo pilta upp í | bifreið sína á nýju Reykjanes- f brautinni á milli Vífilstaðaveg- ar og Hafnarfjarðar. Stúlkurnar voru á lítilli hvítri fólksbifreið, sennilega tveggja dyra. Talið er aö um japanska bifreið sé að ræða. Stúlkumar óku piltunum að leigubílastöð við Vesturgötu í Hafnarfirði þar sem þeir fóru úr bifreiðinni. Þessar tvær stúlkur eru beðnar um að gefa sig fram við lögregluna í Hafn- arfirði. -RR Eftirsóttir eiginleikar íslenska hestsins: Lundgæði og tölt - segja niðurstöður markaðskönnunar Meirihluti erlendra hesta- manna vill kaupa hesta sína beint af ræktanda á íslandi. Þá leggja langflestir mesta áherslu á lundgæði og tölt. At- riði eins og verð, litur og ætt- ir skipta minna máli. Þetta eru m.a. niðurstöður markaðskönnunar sem Félag hrossabænda lét gera i 23 þjóð- löndum. Flest svörin bárust frá Þýskalandi, en hæsta svar- prósenta miðað við útsend gögn var í Bretlandi. í niðurstööum könnunar- innar kom m.a. fram að mikill meirihluti svarenda hneigist til frístundahestamennsku en ekki keppni. 72% svarenda sögðust myndu kaupa ein- göngu tamin hross og 35 sögð- ust kjósa hross sem fædd væru á íslandi. Mikill meiri- hluti er nokkuð sáttur við verð á hrossum og fylgni verðs og gæða. Hins vegar sögðu 41% að innflutningsgjöld væru of há. Rúm 70% töldu stefnu hrossaræktarinnar á Islandi vera á réttri leiö. Margir bættu við athugasemdum um að hrossin væru að verða of fin- gerð, fótagerðin ekki nógu góð o.sirv. Þegar spurt var um reynslu af íslandi fengu hestamir og náttúran hæstu einkunn. Fólk- ið kom þar á eftir en íslensk matargerð fékk lægstu ein- kunn. Sumarexem var nefht í mikl- um meirihluta þegar menn voru beðnir um að nefna vandamál sem þeir ættu við að glíma með íslenska hesta sína. -JSS Lundgæöi og tölt eru helstu eiginleikar sem útlendingar sækjast eftir hjá íslenska hestinum-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.