Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 DV sælkerinn Línurnar í lagi með Cnsi fan tutte-súpu: llmandi fresíur skemma ekki Hið ljúfa líf er í fyrirrúmi í upp- færslu íslensku óperunnar á Cosi fan tutte eftir Mozart. Verkið gerist á strönd á Ítalíu. Klæðleysið gerir það að verkum að okkur finnst gott að geta borðað okkur sprengsödd af lostæti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að það setjist strax í keppi á kroppinn," segir Bergþór Pálsson söngvari, sælkeri dagsins. Bergþór segir að þessi Cosi fan tutte-fiskisúpa sé í ætt við Bouillabaisse og sé afar vinsæl á kvöldin, enda fitusnauð og unaðs- leg. Tilfinning hvers og eins ræður mestu um hlutfóllin í uppskrift- inni. Hún er fyrir 4-6. Hráefni 800 g lúða (eða blanda með laxi og hörpudiski t.d.) 200 g rækjur 2 dl mysa 1/2 dl ólífuolía 2 laukar 5 hvítlauksrif 4 kartöflur Aðferð Laukur og hvítlaukur kraum- aður í heitri olíu í stórum potti og saxað grænmetið (kartöflur, gulrætur, blaölaukur og sellerí) sett út í. Tómötum brugðið í sjóð- andi vatn og þeir afhýddir síðan og kramdir. Fiskurinn skorinn í litla bita og settur í pottinn ásamt tómötunum og mysunni. Vatn sett í pottinn svo að allt fari í kaf ásamt kryddi (steinselju, tímíani, lárvið- arlaufi, saffrani, fiskikrafti og Sea- son all eftir smekk). Saltað eftir smekk, suðan látin koma upp, slökkt undir. Fersk steinselja 2 gulrætur 1 blaðlaukur 1 sellerístöng 3 tómatar 2 steinseljugreinar 1 tímíangrein 1 lárviðarlauf 1 þráður saffran fiskikraftur Season all klippt yfir til gimdar- auka. „Svo koma náttúrlega allir punktarnir yfir i-ið. Nýbakað brauð, fallegur dúkur og kertaljós gerir t.d. gæfumuninn, ég tala nú ekki um ilmandi fresíu á borðinu," seg- ir Bergþór Pálsson. I Bergþór Pálsson syngur í Cosi fan tutte sem frumsýnd var í Óperunni í gær- kvöld. Hann býður upp á súpu fyrir baðstrandarlínurnar. DV-mynd Hilmar Þór Steinasteikin hans Steina Vegna fjölda áskorana Sbirtum við uppskrift síð- asta sælkera, Þorsteins Hallgrímssonar, að góm- sætri steinasteik sem komst ekki að fyrir viku vegna plássleysis: 600 gr nautalundir 100 gr nýir sveppir 1 paprika 4 stk bökunarkartöflur Sósan: 1 dl vatn 1 pakki KantareO og Sjamp- injongsaus frá TORO 11 rjómi 200 gr nýir sveppir 1 tsk paprikuduft 1 tsk salt 1 stk kjötkraftur Kryddiögur: ólífuolía svartur pipar hvítlaukssalt aromat kjöt- og grillkrydd I Steini lætur kjötið liggja í kryddlegi í um það bil 2 tíma. Á meðan kjötið er í kryddleginum stingur hann steininum í ofninn og hefur hann þar í u.þ.b. klukkutíma. Bökunar- kartöflumar eru í ofnin- um í 1-2 klukkutíma, fer eftir stærð. Hálftíma áður en steinninn er orðinn nógu heitur byrjar Steini á sósunni, passar sig að nota réttu tegundina af pakkasósu! Bætir svo í hráefnum að eigin vild. Á meðan sósan er að sjóða þá steikir hann sveppi á pönnu, heUir smá rjóma útá og setur svo sveppina saman við sósuna. Nauta- lundirnar steikir síöan hver fyrir sig á steininum. „Það er smekksatriði hvaða grænmeti er haft sem meðlæti en persónu- lega hef ég sveppi og papriku sem að ég steiki samhiiða kjötinu á stein- inum. Einnig ber ég á borð með þessum rétti hrásalat. Það skemmir ekki að hafa kertaljós á borðum og gott rauðvín með matnum," |segir Steini. matgæðingur vikunnar GuSjón Arngrímsson. „fjöltengill" og fyrrum fréttamaður: Sítrónukjúklingur og „besta" brúnkakan „Ég hef gaman af matargerð og elda oft en hef aldrei komist á lag með bakstur. Þá deild sér konan mín, Brynhildur Gísladóttir, um og oftast er hún beðin að baka kökuna sem hér fylgir," segir Guðjón Amgrímsson, „fjöltengill" hjá Athygli og fyrrum fréttamaður, sem tók áskomn Péturs Maack og matarklúbbs hans um að vera matgæðingur í helgarblaði. Guð- jón býður okkur upp á sítrónu- kjúkling og „bestu“ brúnkökuna. Guðjón segir sítrónukjúklinginn vera einfaldan og bragðgóðan mat sem gaman sé að elda. Rétturinn er ættaður frá Ítalíu. Uppskriftin miðast við fjóra og hljóðar svo: 8 (eða ca 800 g) kjúklingabringur, bein- og skinnlausar 4 msk. sítrónusafi 2-3 hvítlauksrif, marin eða smátt söx- uð 1 dl kjúklingasoð (heitt vatn og 1/2 teningur) 1 dl rjómi ólifuolía til steikingar steinseljubúnt salt og pipar Aðferð Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabringumar á báðum hlið- um. Lækkið hitann (eða takið pönn- una af hellunni í augnablik) og bætið hvítlauknum á pönnuna og leyfið honum að volgna svolítið. Hellið sítrónusafanum yfir bringiunar, þá soðinu og rjómanum. Leyfið þessu að sjóða upp og bobbla svolítið og bragð- bætið svo sósuna. Skellið steinselj- imni út í. Bætið viö salti og pipar eft- ir smekk og hugið vel að sítrónu- safanum. Þaö má ef til vill bæta við meira af honum en farið varlega. Bringumar eru gegnsoðnar eftir örfá- ar mínútur. Varist ofeldun! Sem meðlæti mælir Guðjón með nánast hverju sem til er á heimilinu, t.d. léttsoðnu grænmeti (kartöflur, gulrætur, brokkoli), hrísgrjónum, pasta og brauði. Þó ekki öllu í einu! Besta brúnkakan Guðjón segir þessa köku hafa þann óviðjafnanlega kost, fyrir utan að vera afskaplega bragðgóða, að ekki þurfi að taka fram hrærivélina við baksturinn. Innihaldinu er einfald- lega skellt í skál og það hrært saman á svipstundu með sleif. 3 dl hveiti 2 dl sykur 2 msk kakó 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. lyftiduft 150 g brætt smjörlíki eða smjör 2 egg 3/4 dl mjólk 3/4 dl heitt vatn Ekki opna ofninn Allt nema vatn og mjólk, sett í skál og hrært með sleif. Mjólkinni bætt út í, hrært meira og að lokum er sjóð- andi heitu vatni bætt út í. Hrært sam- an. Sett í vel smurt, hringlaga köku- mót og bakað í 50 mínútur við 180° C. Ekki opna ofninn fyrsta hálftímann vegna hættu á að kakan falli. Ef von er á gestum má þeyta rjóma og hafa með kökunni en annars er hún vin- sælust volg með kaldri mjólk eða kaffi. „Ég ætla að skora á vinkonu mina, Önnu Kristínu Haraldsdóttir, banka- mann með meiru, að koma með upp- skrift. Hún er sælkeri og eldar ekkert nema góðan mat,“ segir Guðjón kokk- ur. -sv/bjb Guðjón Arngrímsson og Brynhildur Gísladóttir í eldhúsinu heima. Sá stutti sér um að hræra í pottinum. DV-mynd Pjetur Gratínerað kál með eggjum Nú þegar uppskerutíminn er lið- inn og fólk er að nota grænmetið sem það uppskar eftir sumarið er úr vegi aö benda á einfaldar leiðir til þess að matreiða það. Eina skemmtilega uppskrift rak á fjörur helgarblaðs: gratínerað kál með eggjum. Uppskriftin er fyrir 4-5. ; Hráefni 1 kg hvítkál salt og pipar múskat 150 g beikon I 1-2 laukar 5 egg | 2\i dl mjólk 2-3 msk. rjómi eða rjómaostur Aðferð Skerið kálið fint og sjóðið þar til það er orðið mjúkt, ekki of mikið, I í léttsöltu vatni. Notið aðeins 2-3 dl af vatni og sjóðið undir þéttu loki. Hellið soðinu af kálinu og notið ef vill í súpu, sósu eða eitt- hvað annað. Það má ekki frysta. Takið tvær beikonræmur frá og skerið hitt niður og steikið. Hellið j feitinni frá og setjið beikonið i eld- ; fast mót. Pískið eggin með mjólk og rjóma (eða þeyttum rjómaosti) og blandið saman við kálið. Bragðbætið með kryddinu en at- hugið að beikonið gefur saltbragð. Hellið kálblöndunni yfir beikon- iö í fatiö og leggið að síðustu | beiknræmumar tvær yfir. Setjið fatið í ofninn og bakið þar til beikonið er orðið ljósbrúnt (nokkr- ar mínútur við 250° C). Berið rétt- s inn fram heitan með tómatsalati eða einhverju öðru hrásalati. Rósakál í jurtasósu 400-500 g rósakál * 100-150 g beikon 2 laukar 150-250 g sveppir 1 sítróna 2-3 dl grænmetiskraftur salt og pipar maísenamjöl um 1 dl fint skornar kryddjurtir Aðferð Skerið stilkana af kálinu og fjar- lægið visnuð blöð ef þarf. Skolið og sjóðið síðan í 8-10 mín. í léttsöltu ; vatni. Hellið vatninu af og snöggs- teikið kálið í 1 msk. af smjöri. Haldið síðan heitu í pottinum. Steikið beikonteningana og setj- ið í pottinn með rósakálinu. Brún- ið saxaðan laukinn og sveppina (hafið þá heila) í 1-2 msk. af smjöri eða olíu. Minnkið hitann og saltið og piprið. Hellið grænmetiskraft- inum út á og látið sjóða. Hrærið 1-2 tsk. af maísenamjöli út í kalt vatn og jafnið sósuna með því. Bragðbætið með sítrónusafa og kryddjurtum. Blandið sveppasós- unni út í rósakálið og hitið snögg- lega. Þetta má bera fram með köldu, steiktu kjöti. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.